„María ég er svo stoltur af þér. Þú stóðst þig frábærlega í gegnum langa og erfiða fæðingu. Lífið er dýrmætt. Ég er afar þakklátur,“ segir Jón Daði meðal annars í færslu á Instagram-síðu sinni og birti mynd af syni þeirra.
Jón Daði og María greindu frá því í desember að þau ættu von á sínu öðru barni í apríl.
Fjölskyldan eru búsett í Bretlandi, þar sem þau hafa búið síðastliðin ár, þar sem Jón Daði spilar með Bolton Wanderers. Fyrir það spilaði hann með enska B-deildarliðsins Wolves og Reading.