Forysta til framtíðar Hópur presta skrifar 1. maí 2024 11:00 Nú á vordögum hefur Þjóðkirkja Íslands það vandasama verkefni fyrir höndum að velja nýjan leiðtoga til að leiða starf kirkjunnar. Þetta tímabil er gróskutími hvar kirkjunnar fólk staldrar við til að ræða hvar við stöndum og hvert við viljum stefna sem opið og umfaðmandi samfélag kirkjunnar. Áskoranir þjóðkirkjunnar eru margar en sóknarfærin fleiri og mikilvægt að sem flest komi að umræðunni um mikilvægt starf boðandi og þjónandi kirkju. Það er þakkarefni hve mörg hafa á undanförnum mánuðum gefið kost á sér í þetta mikilvæga verkefni. Og nú er svo komið að sóknarnefndafólk, kjörmenn, djáknar og prestar geta valið milli tveggja öflugra og reynslumikilla leiðtoga, en seinni umferð biskupskosninga hefst á morgun 2. maí á heimasíðu þjóðkirkjunnar. Það er reynsla okkar sem þekkjum og höfum starfað með sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur á vettvangi kirkjunnar að hún er traustsins verð. Guðrún er afar reynslumikil sóknarprestur og guðfræðingur, sem leitt hefur blómlegt starf fjölmennasta safnaðar landsins um margra ára skeið, komið að kennslu í guðfræðideild Háskóla Íslands og sömuleiðis sinnt mikilvægum trúnaðarstörfum á vettvangi kirkjunnar. Hún er öflug talskona kirkjunnar á opinberum vettvangi og hefur jafnframt því haft sig mjög í frammi í áhuga sínum og umhyggju fyrir réttindum jaðarhópa samfélagsins. Hennar styrkleikar sem leiðtoga felast þó ekki síður í færni hennar til að virkja nærumhverfi sitt til góðra verka, efla þjónustu kirkjunnar í takt við þarfir sóknarbarna og styrkja böndin milli samfélags og þjóðkirkju. Og það er vegna þessara kosta hennar og fjölmargra annarra sem leiðtogi, prestur og manneskja sem við kjósum sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur sem biskup Íslands. Við hvetjum alla sem kosningarétt hafa til að nýta atkvæðisrétt sitt á næstu dögum en kosningu lýkur á heimasíðu kirkjunnar á hádegi 7. maí. Aðalsteinn Þorvaldsson, prestur í Akureyrar- og Laugalandsprestakalli Aldís Rut Gísladóttir, prestur í Hafnarfjarðarprestakalli Ása Laufey Sæmundsdóttur, prestur innflytjenda Dagur Fannar Magnússon, héraðsprestur í Suðurprófastsdæmi Daníel Ágúst Gautason, prestur í Fossvogsprestakalli Edda Hlíf Hlífarsdóttir, prestur í Húnavatnsprestakalli Erla Björk Jónsdóttir, sóknarprestur í Dalvíkurprestakalli Eva Valdimarsdóttir, prestur í Fossvogsprestakalli Eydís Ösp Eyþórsdóttir, djákni í Glerárprestakalli Heiðrún Helga Bjarnadóttir Back, sóknarprestur í Borgarprestakalli Helga Bragadóttir, prestur í Glerárprestakalli Hildur Björk Hörpudóttir, sóknarprestur í Reykholtsprestakalli Hólmfríður Ólafsdóttir, djákni í Fossvogsprestakalli Jóhanna Gísladóttir, prestur í Akureyrar- og Laugalandsprestakalli María Rut Baldursdóttir, prestur í Grafarholtsprestakalli Oddur Bjarni Þorkelsson, prestur í Dalvíkurprestakalli Sindri Geir Óskarsson, sóknarprestur í Glerárprestakalli Stefanía G. Steinsdóttir, sóknarprestur í Ólafsfjarðarprestakalli Toshiki Toma, prestur innflytjenda Vigfús Bjarni Albertsson, prestur og forstöðumaður hjá Sálgæslu- og fjölskylduþjónustu kirkjunnar Þóra Björg Sigurðardóttir, prestur í Garða- og Saurbæjarprestakalli Þuríður Björg Wiium Árnadóttir, sóknarprestur Hofsprestakalls Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Nú á vordögum hefur Þjóðkirkja Íslands það vandasama verkefni fyrir höndum að velja nýjan leiðtoga til að leiða starf kirkjunnar. Þetta tímabil er gróskutími hvar kirkjunnar fólk staldrar við til að ræða hvar við stöndum og hvert við viljum stefna sem opið og umfaðmandi samfélag kirkjunnar. Áskoranir þjóðkirkjunnar eru margar en sóknarfærin fleiri og mikilvægt að sem flest komi að umræðunni um mikilvægt starf boðandi og þjónandi kirkju. Það er þakkarefni hve mörg hafa á undanförnum mánuðum gefið kost á sér í þetta mikilvæga verkefni. Og nú er svo komið að sóknarnefndafólk, kjörmenn, djáknar og prestar geta valið milli tveggja öflugra og reynslumikilla leiðtoga, en seinni umferð biskupskosninga hefst á morgun 2. maí á heimasíðu þjóðkirkjunnar. Það er reynsla okkar sem þekkjum og höfum starfað með sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur á vettvangi kirkjunnar að hún er traustsins verð. Guðrún er afar reynslumikil sóknarprestur og guðfræðingur, sem leitt hefur blómlegt starf fjölmennasta safnaðar landsins um margra ára skeið, komið að kennslu í guðfræðideild Háskóla Íslands og sömuleiðis sinnt mikilvægum trúnaðarstörfum á vettvangi kirkjunnar. Hún er öflug talskona kirkjunnar á opinberum vettvangi og hefur jafnframt því haft sig mjög í frammi í áhuga sínum og umhyggju fyrir réttindum jaðarhópa samfélagsins. Hennar styrkleikar sem leiðtoga felast þó ekki síður í færni hennar til að virkja nærumhverfi sitt til góðra verka, efla þjónustu kirkjunnar í takt við þarfir sóknarbarna og styrkja böndin milli samfélags og þjóðkirkju. Og það er vegna þessara kosta hennar og fjölmargra annarra sem leiðtogi, prestur og manneskja sem við kjósum sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur sem biskup Íslands. Við hvetjum alla sem kosningarétt hafa til að nýta atkvæðisrétt sitt á næstu dögum en kosningu lýkur á heimasíðu kirkjunnar á hádegi 7. maí. Aðalsteinn Þorvaldsson, prestur í Akureyrar- og Laugalandsprestakalli Aldís Rut Gísladóttir, prestur í Hafnarfjarðarprestakalli Ása Laufey Sæmundsdóttur, prestur innflytjenda Dagur Fannar Magnússon, héraðsprestur í Suðurprófastsdæmi Daníel Ágúst Gautason, prestur í Fossvogsprestakalli Edda Hlíf Hlífarsdóttir, prestur í Húnavatnsprestakalli Erla Björk Jónsdóttir, sóknarprestur í Dalvíkurprestakalli Eva Valdimarsdóttir, prestur í Fossvogsprestakalli Eydís Ösp Eyþórsdóttir, djákni í Glerárprestakalli Heiðrún Helga Bjarnadóttir Back, sóknarprestur í Borgarprestakalli Helga Bragadóttir, prestur í Glerárprestakalli Hildur Björk Hörpudóttir, sóknarprestur í Reykholtsprestakalli Hólmfríður Ólafsdóttir, djákni í Fossvogsprestakalli Jóhanna Gísladóttir, prestur í Akureyrar- og Laugalandsprestakalli María Rut Baldursdóttir, prestur í Grafarholtsprestakalli Oddur Bjarni Þorkelsson, prestur í Dalvíkurprestakalli Sindri Geir Óskarsson, sóknarprestur í Glerárprestakalli Stefanía G. Steinsdóttir, sóknarprestur í Ólafsfjarðarprestakalli Toshiki Toma, prestur innflytjenda Vigfús Bjarni Albertsson, prestur og forstöðumaður hjá Sálgæslu- og fjölskylduþjónustu kirkjunnar Þóra Björg Sigurðardóttir, prestur í Garða- og Saurbæjarprestakalli Þuríður Björg Wiium Árnadóttir, sóknarprestur Hofsprestakalls
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun