Forysta til framtíðar Hópur presta skrifar 1. maí 2024 11:00 Nú á vordögum hefur Þjóðkirkja Íslands það vandasama verkefni fyrir höndum að velja nýjan leiðtoga til að leiða starf kirkjunnar. Þetta tímabil er gróskutími hvar kirkjunnar fólk staldrar við til að ræða hvar við stöndum og hvert við viljum stefna sem opið og umfaðmandi samfélag kirkjunnar. Áskoranir þjóðkirkjunnar eru margar en sóknarfærin fleiri og mikilvægt að sem flest komi að umræðunni um mikilvægt starf boðandi og þjónandi kirkju. Það er þakkarefni hve mörg hafa á undanförnum mánuðum gefið kost á sér í þetta mikilvæga verkefni. Og nú er svo komið að sóknarnefndafólk, kjörmenn, djáknar og prestar geta valið milli tveggja öflugra og reynslumikilla leiðtoga, en seinni umferð biskupskosninga hefst á morgun 2. maí á heimasíðu þjóðkirkjunnar. Það er reynsla okkar sem þekkjum og höfum starfað með sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur á vettvangi kirkjunnar að hún er traustsins verð. Guðrún er afar reynslumikil sóknarprestur og guðfræðingur, sem leitt hefur blómlegt starf fjölmennasta safnaðar landsins um margra ára skeið, komið að kennslu í guðfræðideild Háskóla Íslands og sömuleiðis sinnt mikilvægum trúnaðarstörfum á vettvangi kirkjunnar. Hún er öflug talskona kirkjunnar á opinberum vettvangi og hefur jafnframt því haft sig mjög í frammi í áhuga sínum og umhyggju fyrir réttindum jaðarhópa samfélagsins. Hennar styrkleikar sem leiðtoga felast þó ekki síður í færni hennar til að virkja nærumhverfi sitt til góðra verka, efla þjónustu kirkjunnar í takt við þarfir sóknarbarna og styrkja böndin milli samfélags og þjóðkirkju. Og það er vegna þessara kosta hennar og fjölmargra annarra sem leiðtogi, prestur og manneskja sem við kjósum sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur sem biskup Íslands. Við hvetjum alla sem kosningarétt hafa til að nýta atkvæðisrétt sitt á næstu dögum en kosningu lýkur á heimasíðu kirkjunnar á hádegi 7. maí. Aðalsteinn Þorvaldsson, prestur í Akureyrar- og Laugalandsprestakalli Aldís Rut Gísladóttir, prestur í Hafnarfjarðarprestakalli Ása Laufey Sæmundsdóttur, prestur innflytjenda Dagur Fannar Magnússon, héraðsprestur í Suðurprófastsdæmi Daníel Ágúst Gautason, prestur í Fossvogsprestakalli Edda Hlíf Hlífarsdóttir, prestur í Húnavatnsprestakalli Erla Björk Jónsdóttir, sóknarprestur í Dalvíkurprestakalli Eva Valdimarsdóttir, prestur í Fossvogsprestakalli Eydís Ösp Eyþórsdóttir, djákni í Glerárprestakalli Heiðrún Helga Bjarnadóttir Back, sóknarprestur í Borgarprestakalli Helga Bragadóttir, prestur í Glerárprestakalli Hildur Björk Hörpudóttir, sóknarprestur í Reykholtsprestakalli Hólmfríður Ólafsdóttir, djákni í Fossvogsprestakalli Jóhanna Gísladóttir, prestur í Akureyrar- og Laugalandsprestakalli María Rut Baldursdóttir, prestur í Grafarholtsprestakalli Oddur Bjarni Þorkelsson, prestur í Dalvíkurprestakalli Sindri Geir Óskarsson, sóknarprestur í Glerárprestakalli Stefanía G. Steinsdóttir, sóknarprestur í Ólafsfjarðarprestakalli Toshiki Toma, prestur innflytjenda Vigfús Bjarni Albertsson, prestur og forstöðumaður hjá Sálgæslu- og fjölskylduþjónustu kirkjunnar Þóra Björg Sigurðardóttir, prestur í Garða- og Saurbæjarprestakalli Þuríður Björg Wiium Árnadóttir, sóknarprestur Hofsprestakalls Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Nú á vordögum hefur Þjóðkirkja Íslands það vandasama verkefni fyrir höndum að velja nýjan leiðtoga til að leiða starf kirkjunnar. Þetta tímabil er gróskutími hvar kirkjunnar fólk staldrar við til að ræða hvar við stöndum og hvert við viljum stefna sem opið og umfaðmandi samfélag kirkjunnar. Áskoranir þjóðkirkjunnar eru margar en sóknarfærin fleiri og mikilvægt að sem flest komi að umræðunni um mikilvægt starf boðandi og þjónandi kirkju. Það er þakkarefni hve mörg hafa á undanförnum mánuðum gefið kost á sér í þetta mikilvæga verkefni. Og nú er svo komið að sóknarnefndafólk, kjörmenn, djáknar og prestar geta valið milli tveggja öflugra og reynslumikilla leiðtoga, en seinni umferð biskupskosninga hefst á morgun 2. maí á heimasíðu þjóðkirkjunnar. Það er reynsla okkar sem þekkjum og höfum starfað með sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur á vettvangi kirkjunnar að hún er traustsins verð. Guðrún er afar reynslumikil sóknarprestur og guðfræðingur, sem leitt hefur blómlegt starf fjölmennasta safnaðar landsins um margra ára skeið, komið að kennslu í guðfræðideild Háskóla Íslands og sömuleiðis sinnt mikilvægum trúnaðarstörfum á vettvangi kirkjunnar. Hún er öflug talskona kirkjunnar á opinberum vettvangi og hefur jafnframt því haft sig mjög í frammi í áhuga sínum og umhyggju fyrir réttindum jaðarhópa samfélagsins. Hennar styrkleikar sem leiðtoga felast þó ekki síður í færni hennar til að virkja nærumhverfi sitt til góðra verka, efla þjónustu kirkjunnar í takt við þarfir sóknarbarna og styrkja böndin milli samfélags og þjóðkirkju. Og það er vegna þessara kosta hennar og fjölmargra annarra sem leiðtogi, prestur og manneskja sem við kjósum sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur sem biskup Íslands. Við hvetjum alla sem kosningarétt hafa til að nýta atkvæðisrétt sitt á næstu dögum en kosningu lýkur á heimasíðu kirkjunnar á hádegi 7. maí. Aðalsteinn Þorvaldsson, prestur í Akureyrar- og Laugalandsprestakalli Aldís Rut Gísladóttir, prestur í Hafnarfjarðarprestakalli Ása Laufey Sæmundsdóttur, prestur innflytjenda Dagur Fannar Magnússon, héraðsprestur í Suðurprófastsdæmi Daníel Ágúst Gautason, prestur í Fossvogsprestakalli Edda Hlíf Hlífarsdóttir, prestur í Húnavatnsprestakalli Erla Björk Jónsdóttir, sóknarprestur í Dalvíkurprestakalli Eva Valdimarsdóttir, prestur í Fossvogsprestakalli Eydís Ösp Eyþórsdóttir, djákni í Glerárprestakalli Heiðrún Helga Bjarnadóttir Back, sóknarprestur í Borgarprestakalli Helga Bragadóttir, prestur í Glerárprestakalli Hildur Björk Hörpudóttir, sóknarprestur í Reykholtsprestakalli Hólmfríður Ólafsdóttir, djákni í Fossvogsprestakalli Jóhanna Gísladóttir, prestur í Akureyrar- og Laugalandsprestakalli María Rut Baldursdóttir, prestur í Grafarholtsprestakalli Oddur Bjarni Þorkelsson, prestur í Dalvíkurprestakalli Sindri Geir Óskarsson, sóknarprestur í Glerárprestakalli Stefanía G. Steinsdóttir, sóknarprestur í Ólafsfjarðarprestakalli Toshiki Toma, prestur innflytjenda Vigfús Bjarni Albertsson, prestur og forstöðumaður hjá Sálgæslu- og fjölskylduþjónustu kirkjunnar Þóra Björg Sigurðardóttir, prestur í Garða- og Saurbæjarprestakalli Þuríður Björg Wiium Árnadóttir, sóknarprestur Hofsprestakalls
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun