Ólafur og Katrín á RÚV Þorvaldur Logason skrifar 30. apríl 2024 14:00 Stjórnmálaskýrandi Íslands, prófessor Ólafur Þ. Harðarson hefur sagt (á RÚV) um fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi forsetaframbjóðanda Katrínu Jakobsdóttur að hún hafi gert það að listgrein að svara ekki spurningum. En hvaða spurningum á Katrín að svara (á RÚV) þegar Ólafur hefur gert það að listgrein alla tíð að spyrja ekki spurninga? Ólafur og Katrín eru í raun kósí par, hafi þjóðin ekki vitað það. En þau eiga í erfiðleikum með að tala saman svo vit sé í fyrir okkur hin sem hlustum (á RÚV). Því þau trúa ekki á rökræðu um óþægileg átakamál sem gætu valdið afdrifaríkum erjum, hrópum og köllum, ljótu orðfæri, sjokkerandi æsingi, jafnvel meltingartruflunum. Ólafur og Katrín eru draumaparið í íslenskum lopapeysu-stjórnmálum, sá sem ekki spyr og sú sem ekki svarar. Best væri að þau kæmu fram í sömu peysunni. Fólk eins og Óli og Kata, valdhafinn og túlkur hans, eru reyndar í ástarsambandi í fjölmiðlum út um allan heim. Þau eiga það sameiginlegt að hafa aldrei bjargað neinu samfélagi frá hættu. Þegar skellur á stríð segja þau úps! Þegar hungursneið verður segja þau æ! Og þegar þjóðfélag hrynur segja þau, ja hérna hér! Því þegar þau koma fram er aldrei neitt gagnrýnisvert að gerast. Hvöss gagnrýni er ógn við völdin og þeim er aldrei ruggað nema ef forsætisráðherrann er svo óheppinn að lenda í jarðskjálfta í beinni útsendingu. Óli og Kata eru yfir sig ástfanginn af leikjafræði (á RÚV). Nú býður Kata, í hlutverki forsætisráðherra Íslands, sig til dæmis fram í hlutverk forseta Íslands. Ótal óskaplega erfiðar spurningar vakna eins og hagsmunaárekstrar, valdsmisnotkun, vanhæfi, valdabrask og alls konar svoleiðis höfuðverkjandi og ljótt en Óli og Kata láta ekki narra sig frá leiknum.Í sjónvarpi (á RÚV) skýrir Óli málið fyrir okkur hinum með vönduðum áherslum: Nú, ef Katrín fer fram þá snýr Bjarni sennilega aftur og Sigurður Ingi fer til hægri og Þórdís líklega upp en Svandís líklega niður. Ríkisstjórnin gæti fallið, þó er það ólíklegt, líklega verður gos en það varir ekki lengi því þrátt fyrir allt þá er gos stjórnarandstöðunnar og forseta-mótframbjóðenda óttalegur ræfill og upphlaup þeirra mörg hver hreinlega dónaleg. Ólafur og Katrín gæta þess ætíð, í þágu almenns velsæmis, að ráða þeim reglum sem aðrir sem stíga inn á pólitískt leiksvið eiga að fylgja: Allir forsetaframbjóðendur eiga að vera vinir. Enginn forsetaframbjóðandi má gagnrýna annan forsetaframbjóðanda og alls ekki má tala um flokkspólitík, það er ljótur leikur. En nú lenda margir í vanda við að fylgja leikjafræðireglum Óla og Kötu. Kata dásamar auðvitað eigin ríkisstjórn við hvert tækifæri og snýr út úr þegar hún er spurð erfiðra spurninga um hagsmunaárekstra og vanhæfi en samkvæmt reglum sem Óli passar upp á má enginn forsetaframbjóðandi svara þessu beint, einungis dulspekilega, kannski með því að birta öðruvísi lambamyndir og klæðast öðruvísi lopapeysum sem gætu mögulega verið flokkspólitískar og tengdar sveitarómantík. Einhver gæti haldið því fram fyrir misskilning að það væri ekkert fallegt, siðlegt eða göfugt að þegja um óréttlæti, misnotkun valds eða brot gegn stjórnarskrá en svoleiðis pönkarar skilja ekki reglurnar. Engu skiptir þó þeir til dæmis reyni að nýta sér málið og réttinn til að mótmæla því þegar gefa á auðmönnum íslenska firði til að ala lúsugt norskt laxaóféti. Þeir sem tala um það sem á að þegja um verða aldrei stjórnmálaskýrendur (á RÚV), hvað þá pólitískt ópólitískir forsetar. Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálaskýrandi Íslands, prófessor Ólafur Þ. Harðarson hefur sagt (á RÚV) um fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi forsetaframbjóðanda Katrínu Jakobsdóttur að hún hafi gert það að listgrein að svara ekki spurningum. En hvaða spurningum á Katrín að svara (á RÚV) þegar Ólafur hefur gert það að listgrein alla tíð að spyrja ekki spurninga? Ólafur og Katrín eru í raun kósí par, hafi þjóðin ekki vitað það. En þau eiga í erfiðleikum með að tala saman svo vit sé í fyrir okkur hin sem hlustum (á RÚV). Því þau trúa ekki á rökræðu um óþægileg átakamál sem gætu valdið afdrifaríkum erjum, hrópum og köllum, ljótu orðfæri, sjokkerandi æsingi, jafnvel meltingartruflunum. Ólafur og Katrín eru draumaparið í íslenskum lopapeysu-stjórnmálum, sá sem ekki spyr og sú sem ekki svarar. Best væri að þau kæmu fram í sömu peysunni. Fólk eins og Óli og Kata, valdhafinn og túlkur hans, eru reyndar í ástarsambandi í fjölmiðlum út um allan heim. Þau eiga það sameiginlegt að hafa aldrei bjargað neinu samfélagi frá hættu. Þegar skellur á stríð segja þau úps! Þegar hungursneið verður segja þau æ! Og þegar þjóðfélag hrynur segja þau, ja hérna hér! Því þegar þau koma fram er aldrei neitt gagnrýnisvert að gerast. Hvöss gagnrýni er ógn við völdin og þeim er aldrei ruggað nema ef forsætisráðherrann er svo óheppinn að lenda í jarðskjálfta í beinni útsendingu. Óli og Kata eru yfir sig ástfanginn af leikjafræði (á RÚV). Nú býður Kata, í hlutverki forsætisráðherra Íslands, sig til dæmis fram í hlutverk forseta Íslands. Ótal óskaplega erfiðar spurningar vakna eins og hagsmunaárekstrar, valdsmisnotkun, vanhæfi, valdabrask og alls konar svoleiðis höfuðverkjandi og ljótt en Óli og Kata láta ekki narra sig frá leiknum.Í sjónvarpi (á RÚV) skýrir Óli málið fyrir okkur hinum með vönduðum áherslum: Nú, ef Katrín fer fram þá snýr Bjarni sennilega aftur og Sigurður Ingi fer til hægri og Þórdís líklega upp en Svandís líklega niður. Ríkisstjórnin gæti fallið, þó er það ólíklegt, líklega verður gos en það varir ekki lengi því þrátt fyrir allt þá er gos stjórnarandstöðunnar og forseta-mótframbjóðenda óttalegur ræfill og upphlaup þeirra mörg hver hreinlega dónaleg. Ólafur og Katrín gæta þess ætíð, í þágu almenns velsæmis, að ráða þeim reglum sem aðrir sem stíga inn á pólitískt leiksvið eiga að fylgja: Allir forsetaframbjóðendur eiga að vera vinir. Enginn forsetaframbjóðandi má gagnrýna annan forsetaframbjóðanda og alls ekki má tala um flokkspólitík, það er ljótur leikur. En nú lenda margir í vanda við að fylgja leikjafræðireglum Óla og Kötu. Kata dásamar auðvitað eigin ríkisstjórn við hvert tækifæri og snýr út úr þegar hún er spurð erfiðra spurninga um hagsmunaárekstra og vanhæfi en samkvæmt reglum sem Óli passar upp á má enginn forsetaframbjóðandi svara þessu beint, einungis dulspekilega, kannski með því að birta öðruvísi lambamyndir og klæðast öðruvísi lopapeysum sem gætu mögulega verið flokkspólitískar og tengdar sveitarómantík. Einhver gæti haldið því fram fyrir misskilning að það væri ekkert fallegt, siðlegt eða göfugt að þegja um óréttlæti, misnotkun valds eða brot gegn stjórnarskrá en svoleiðis pönkarar skilja ekki reglurnar. Engu skiptir þó þeir til dæmis reyni að nýta sér málið og réttinn til að mótmæla því þegar gefa á auðmönnum íslenska firði til að ala lúsugt norskt laxaóféti. Þeir sem tala um það sem á að þegja um verða aldrei stjórnmálaskýrendur (á RÚV), hvað þá pólitískt ópólitískir forsetar. Höfundur er heimspekingur.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun