„Ég var skíthrædd að senda þessa tölvupósta“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 1. maí 2024 07:01 Rakel Guðmundsdóttir er eignarhaldsstjóri hjá Alfa Framtak, stjórnarformaður Origo, situr í stjórn INVIT og í stjórn Reykjafell og er meðstofnandi í fyrirtækinu Venja. Rakel segir tengslanetsmyndun svo sannarlega geta skilað sér, þótt það þýði að fara út fyrir þægindarramman. Vísir/Vilhelm „Ég var skíthrædd að senda þessa tölvupósta. Hafði alltaf haft á mér þann merkimiða að ég væri svona „introvert“ og alls ekki nógu góð í neinu sem héti tengslanetsmyndun,“ segir Rakel Guðmundsdóttir eignarhaldsstjóri hjá Alfa Framtak og hlær. „Persónulega hafði mér alltaf fundist allir svona tengslamyndunarviðburðir alveg skelfilegir!“ En þótt Rakel hafi svo sannarlega stigið út fyrir þægindarrammann sinn, bar það árangur. Því með því að hitta fólk sem hún þekkti ekkert, endaði hún með að fá tvö spennandi starfstilboð. Á tengslanetsviðburði kynntist hún líka Sirrý Svöludóttur, meðstofnanda sinn að fyrirtækinu Venju, en það selur bætiefni í áskrift sérsniðin að mismunandi lífsskeiðum kvenna. Rakel er líka stjórnarformaður Origo og situr í stjórn INVIT (Gröfu og Grjót) og Reykjafell. Þá er hún meðstofnandi í fyrirtæki sem heitir Venja og selur bætiefni í áskrift sérsniðin að mismunandi lífsskeiðum kvenna. Krefjandi starf kallar á langa vinnudaga en Rakel á þrjú ung börn með unnusta sínum, Helga Má Hrafnkelssyni sem nú starfar í fullu starfi hjá Venju. Rakel segir þriðju vaktina vissulega til staðar á sínu heimili eins og hjá öðrum. Það sé þó vakt sem hún og Helgi Má standi saman. „Ég tel vinnustaði reyndar geta gert ýmislegt til að liðka fyrir ungum konum í atvinnulífinu þannig að þær komist auðveldar inn á vinnumarkaðinn aftur eftir barneignir,“ segir Rakel en bætir við: Að sama skapi tel ég að fyrirtæki geti gert ýmislegt til að tryggja karlmönnum tækifæri til að taka sér lengri fæðingarorlof. Því oft ræðst úthlutun orlofsins á því hvort foreldrið er með hærri ráðstöfunartekjur og enn sem komið er, hallar gjarnan á konur í því.“ Rakel er einn fyrirlesara á ráðstefnu UAK í næstu viku, sem ber yfirskriftina „Drifkraftur breytinga.“ Sérstakur afmælisbragur verður á ráðstefnunni því í ár fagnar UAK tíu ára afmæli sínu. Af því tilefni verður síðasti áratugur í brennidepli og framtíðina, með áherslu á mikilvægi kynjajafnréttis og það að markmiði að fylla þátttakendur eldmóði. Í tilefni ráðstefnunnar fjallar Atvinnulífið um jafnréttismálin í dag. Háskólanám samhliða vinnu Rakel er fædd árið 1991 og segist því hætt að telja: Nú þegar árin eru orðin 33! Frá árinu 2018 hefur Rakel starfað hjá Alfa Framtak, en það fyrirtæki rekur tvo framtakssjóði, AF1 og AF2. Meðal fyrirtækja í eignasafni sjóðanna eru Origo, Greiðslumiðlun Íslands, Málmsteypa Þorgríms Jónssonar, INVIT, Tixly, Thor Ice, Reykjafell og Travel Connect. Upphaflega stefndi Rakel á að læra sjúkraþjálfun. „Ég ætlaði að fara beint í háskóla eftir menntaskóla, mér fannst svo gaman í skóla. Mér fannst margt spennandi og á þessum tíma fannst mér allt svo spennandi sem tengist líkama og heilsu og stefndi á að fara í nám í sjúkraþjálfun. Helgi samdi hins vegar við mig um að við tækjum eitt ár í frí eftir stúdentinn, því honum langaði aðeins að ferðast,“ segir Rakel. Úr varð að Rakel fór að vinna hjá Gló. „Ég byrjaði þar sem almennur starfsmaður en innan við ári eftir að ég byrjaði, bauðst mér að verða veitingastjóri fyrir nýjan stað Gló sem þá var að opna í Hafnarfirði. Málin þróuðust síðan þannig að stuttu síðar varð ég rekstrarstjóri,“ segir Rakel og bætir við: „Þetta er á þeim tíma þar sem vöxtur félagsins var mjög hraður. Ég festist svolítið í starfinu, fannst svo gaman að ég einfaldlega tímdi ekki að hætta.“ Rakel var þó alltaf ákveðin í að feta menntaveginn. Samhliða starfinu hjá Gló, skráði hún sig í rekstrarverkfræði í Háskólanum í Reykjavík. „Það var því miður ekki í boði þetta flotta fjarnám þá. Þannig að ég lærði heima á kvöldin og tók mér síðan frí í vinnu í kringum prófin,“ segir Rakel. Rakel segist þakklát þessu fríi frá námi eftir stúdentinn og segir háskólanámið líka hafa nýst öðruvísi og oft vel, því hún var samhliða því að vinna og oft að máta námsefnið við raunveruleikann. „Það getur verið mjög gagnlegt að taka svona pásu eftir stúdentsprófið og ég er ekkert endilega sannfærð um að þessi stytting á framhaldsskólanáminu sé mjög skynsöm. Það er erfitt að átta sig á því þegar maður er 19 ára hvað maður vill læra og leggja fyrir sig í lífinu.“ Rakel nýtti sér tengslanetið til að hafa samband við fólk sem hún þekkti ekki og hitta það fyrir í spjalli. Hún undirbjó sig fyrir hvert samtal og úr varð að hún fékk tvö spennandi starfstilboð. Lengi vel fannst henni tengslanetsviðburðir skelfilegir en þó var það á slíkum viðburði sem hún kynntist Sirrý Svöludóttur, meðstofnanda sínum í Venju. Vísir/Vilhelm Að stíga út fyrir þægindarrammann Loks kom að því að Rakel hætti hjá Gló og velti fyrir sér næstu skrefum. Þar byrjaði hún á því sem flestir gera: Að ganga frá ferilskrá og hitta fólk á ráðningastofum. En Rakel ákvað líka að ganga lengra. Þótt henni fyndist það erfitt. Og stundum jafnvel óþægilegt. Því Rakel ákvað að nýta sér tengslanetið, hitta fólk og fyrirtæki og reyna að koma sér á framfæri og/eða að sjá hvaða tækifæri væru mögulega til staðar fyrir hana í atvinnulífinu sem ekki endilega kæmu fram í atvinnuauglýsingum. Ég var ekki alveg viss hvað mig langaði að gera næst svo ég nýtti tengslanetið mitt þannig að ég hafði samband við fólk sem mér fannst vera í áhugaverðum fyrirtækjum og í áhugaverðum hlutverkum til þess að spjalla og máta mig inn í hitt og þetta. Þar á meðal hitti ég einn sem starfar hjá stóru og rótgrónu fyrirtæki. Þar endaði ég með að fá starfstilboð en fyrir tilviljun nefnir bróðir minn síðan við mig að ég ætti endilega að hitta einn af partnerum hjá Alfa Framtak og spjalla við hann.“ Sem Rakel gerði, en viðurkennir þó að um allt sem tengdist framtakssjóðum þekkti hún lítið á þessum tíma. „Ég fór í raun inn í það samtal með það að fá innsýn í hitt starfið sem ég var að velta fyrir mér. En vildi svo til að ég var á réttum stað á réttum tíma og bauð hann mér starf hjá þeim sem ég þáði.” En hvernig barstu þig að þegar þú hafðir samband við fólk sem þú þekktir ekki og baðst um fund? „Ég var bara skíthrædd að senda tölvupósta því ég var yfirleitt að hafa samband við fólk sem ég þekkti ekki neitt,“ svarar Rakel og hlær. Hún lýsir tilfinningunni þannig að hún hafi fundið fyrir kvíða og spennu yfir hverjum tölvupósti sem hún sendi. „En það var þess virði, enda hefur maður engu að tapa á meðan ávinningurinn getur orðið mikill,“ segir hún og bætir við að hún myndi hiklaust mæla með því að ungt fólk reyni svona fyrir sér, hafi það áhuga á einhverju fyrirtæki eða geira eða geti nýtt sér tengslanetið eins og hún gerði. „En ég undirbjó mig smá fyrir hvert spjall með því að punkta niður nokkur atriði sem ég sæi fyrir mér sem útgangspunkta fyrir einhverja umræðu.“ Valdefling Hjá Alfa Framtak var Rakel fyrsti starfsmaðurinn og lengi vel eina konan. Í dag segist hún stolt af því að hjá fyrirtækinu starfi nú fjórir karlmenn og fjórar konur, kynjahlutföllin séu því jöfn. „Sem fyrsti starfsmaður í smáu teymi voru verkefnin mjög fjölbreytt,“ segir Rakel þegar hún rifjar upp upphafið hjá Alfa Framtak. Sem dæmi nefnir hún bókhald. „Sem ég er ofsalega þakklát fyrir í dag því aðkoma að fjölbreyttum verkefnum skapa manni sterkan grunn og þessi verkefni hafa nýst mér ótrúlega vel í því sem ég vinn meira að núna.“ Til dæmis því að vinna með stjórnendum að stefnumótun og sitja í stjórnum félaga. „Því við skilgreinum okkur sem virka eigendur í þeim félögum sem við fjárfestum í,“ útskýrir Rakel en framtakssjóðir Alfa Framtaks eru annars vegar á 7 milljarða króna að stærð og hins vegar 15 milljarða króna að stærð. Ég hef verið svo heppin að hafa yfirmenn og maka sem hafa haft meiri trú á sjálfri mér en ég sjálf. Því lengi vel var ég ofsalega lítil í mér verandi í algjörlega nýju umhverfi og fást við nýjar áskoranir og jafnvel ólíkan karakter verandi eina konan í teyminu. Ég var alltaf að velta mér uppúr þeim atriðum sem ég væri ekki nógu góð í og þyrfti að bæta.“ Ávinningurinn sem felst í því að nýta styrkleikana er hins vegar mikill. „Mér fannst mikið frelsi þegar ég fór að einblína meira á styrkleika mína og nýta þá til fulls. Í Alfa Framtak höfum við sem teymi mikið unnið með styrkleikapróf og þannig draga fram styrkleika og hæfileika hvers og eins, með það fyrir augum að gera okkur enn öflugari heild. Um leið er mikilvægt að vera meðvituð um hvar við erum ekki eins sterk og draga þá rétta fólkið að borðinu í stað þess að reyna að gera allt sjálfur.“ Styrkleikapróf segir Rakel vera frábæra leið til að valdefla okkur því að oft eru okkar eigin styrkleikar okkur svolítið ósýnilegir. Okkur finnst þeir svo sjálfsagðir að við vanmetum þá. „Ég nýti mér þetta viðhorf tvímælalaust í stjórnarsetunni minni sem dæmi. Að horfa strax á það hverjir eru styrkleikarnir hjá hverjum og einum. Eða sérþekking. Þannig að þegar verkefni koma upp, þá er þykist ég ekki vera með öll svörin sjálf heldur frekar að efla liðsheildina og draga fram ólík sjónarmið,“ segir Rakel og útskýrir að henni finnist að mörgu leyti starf sitt felast í því að valdefla aðra. Þá er skemmtilegt að lesa um það hvernig tengslanetsviðburður leiddi til þess að Rakel kynntist meðstofnanda sínum Sirrý Svöludóttir og hvernig þær nýttu sér styrkleikapróf til að læra á styrkleika hvor annarrar. Ungar athafnakonur á Íslandi Rakel segir samt margt gera ungum konum erfiðara fyrir en karlmönnum. Það er til dæmis líffræðileg staðreynd að það er erfiðara fyrir konur að fara aftur á vinnumarkað eftir barneign. Ekki bara vegna þess að hún er að jafna sig eftir fæðingu, heldur má líka nefna brjóstagjöf og fleira.“ Rakel trúir að fyrirtæki geti gert betur í að styðja við endurkomu kvenna úr fæðingarorlofi. „Fyrir mörgum er þetta dásamlegur tími en fyrir margar er þetta mjög krefjandi tími sem einkennist af fæðingarþunglyndi og einangrun. Ég held að margar konur myndu vilja snúa aftur fyrr til vinnu ef að fyrirtæki myndu veita meiri sveigjanleika og stuðning fyrsta árið. Það eru mikil viðbrigði fyrir móður að fara frá barni og á fyrsta ári eru margar svefnlausar nætur. Ég tel það því mikinn kost ef fyrirtæki geta boðið meiri sveigjanleika í starfshlutfalli, vinnutíma og fjarvinnu fyrsta árið.“ Hún segir fyrirmyndir mjög mikilvægar og þar hafi hún sjálf verið mjög heppin. Móðir hennar starfaði sem fjármálastjóri í stóru fyrirtæki og var þar eina konan í framkvæmdastjórn. Þá hafi hún alist upp við að Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands. „Þannig að já, ég viðurkenni alveg að þegar ég fór fyrst að vinna hélt ég að þetta væri svolítið komið. Að konur og karlar stæðu jafnfætis í atvinnulífinu. Hið rétta er að svo er ekki. Það er því miður ennþá þannig að það getur verið erfiðara fyrir konur á barneignaraldri að fá spennandi störf því vinnuveitendur hafa það svo sýnilega á bakvið eyrað að viðkomandi sé líkleg til að þurfa frí vegna fæðingarorlofa. “ Þessu tengt nefnir Rakel Ástu Fjeldsted sem dæmi um stóran áfanga og mikla fyrirmynd, enda var hún ráðin forstjóri í skráðu félagi þegar hún var langt gengin með. Börn Rakelar og Helga Más eru sjö ára, þriggja ára og eins og hálfs ár. Að sögn hennar, segir hún lykilatriði að pör séu samstíga í heimilishaldinu þannig að þriðja vaktin lendi ekki á öðrum aðilanum. „Það er samt erfitt verkefni á meðan hallar á konur og ég trúi að liður í því að útrýma þessari kynbundnu þriðju vakt sé að karlar taki virkari þátt í fæðingarorlofi. Það myndi einnig auka líkur á að bæði kyn standi jafnari fæti þegar kemur að ráðningum hjá ungu fólki.“ Sjálf hefur hún þó upplifað ýmsa fordóma. „Til dæmis fann ég það alveg stundum á samtölum við konur að þeim fannst ekki rétt að ég væri að taka svona stutt fæðingarorlof en við Helgi Már skiptum orlofinu jafnt á milli okkar. Nýlega fengum við okkur síðan aupair til starfa á heimilið. Það er annað dæmi sem ég hef alveg upplifað ákveðna fordóma því tengt.“ Sem hún segir þó hálf furðulega þegar málin eru hugsuð til enda. „Það að fá einhvern til að létta á heimilisverkum, eldamennsku og fleira heima fyrir er í raun fyrst og fremst að tryggja okkur fleiri gæðastundir með börnunum okkar.“ Rakel segir líka af hinu góða að ræða suma hluti meira opinskátt eins og andlega heilsu og gaman að sjá að íslensk fyrirtæki eru byrjuð að stíga skref þar t.d. að bjóða sálfræðitíma sem hluta af starfskjörum. Fyrirtæki þurfa að hugsa um langtímaárangur og þar skiptir jafnvægi vinnu og einkalífs miklu máli. Þá segir hún það verða að vera langtímamarkmið að vinna í jafnréttismálunum. Horfa þurfi á málaflokkinn þannig að fyrirbæri eins og þriðja vaktin endi með að hverfa. „Þess vegna skipta fyrirmyndir svo miklu máli. Því enn eimir nokkuð af því að ungum konum líði eins og þær þurfi að velja: Annað hvort að eignast börn eða velja starfsframann,“ segir Rakel og bætir við: Sjálf æfði ég alltaf samkvæmisdans. Þar sem pörin vinna saman á jafningjagrundvelli og bæði skipta jafn miklu máli. Atvinnulífið og samfélagið horfir hins vegar oft meira á kynin eins og fótboltalið. Við tölum um kvennaliðið og karlaliðið og hvaða árangur þau eru að ná hvort um sig. Jafnréttisbaráttan snýst hins vegar um að gera þetta saman.“ Rakel telur algengt að fólk sé svo upptekið í að bæta veikleikana sína að það gleymi að horfa á og virkja styrkleikana sína. Hennar frelsun hafi einmitt falist í því að læra að nýta styrkleikana sína betur. Í dag miðlar Rakel til okkar góðum ráðum sem hafa nýst henni vel og byggja á aðferðarfræði sem kennir okkur að hugsa stórt og jafnvel enn stærra.Vísir/Vilhelm Að hugsa miklu stærra Í tilefni UAK ráðstefnunnar í næstu viku, fengum við Rakel til að gefa okkur innblástur og nokkur góð ráð. „Ég held að lágt sjálfstraust og ákveðin fullkomnunarárátta stoppi sumar ungar konur í að fara á eftir tækifærum. Oft erum við búin að ákveða eitthvað innra með okkur að við séum ekki týpan til þess að koma fram eða láta skoðanir okkar í ljós. Staðreyndin er sú að þetta er allt hægt að þjálfa og við getum nýtt hversdagsleg samtöl og aðra snertifleti í daglega lífinu til þess að efla okkur á þessu sviði. Oft snýst þetta bara um að hafa trú á sjálfum sér og stíga inn í hlutverkið. Í Alfa Framtak hef ég kynnst aðferðafræði sem heitir Strategic Coach þar sem eru ýmis einföld tæki og tól til þess að nýta sér persónulega og í starfi. Eitt af því er æfing í að hugsa 10x stærri framtíð. Oft þegar við setjum okkur markmið þá hugsum við sem dæmi að ná tvöfalt meiri árangri á einhverju sviði og þá fer heilinn ósjálfrátt að hugsa að við þurfum að leggja tvöfalt meira á okkur. Ef við hugsum um 10x stærri árangur þá fær það okkur til þess að hugsa nýjar leiðir svo hverjir geta hjálpað mér að komast þangað og hvaða tengslanet þarf ég þá að byggja upp. Að lokum er góð æfing að ímynda sér hvernig manni líður í þessari nýju framtíð; hvernig sjálfstraustið manns er og hvernig maður kemur fram og yfirfæra það í nútíðina.“ Starfsframi Mannauðsmál Stjórnun Vinnumarkaður Fæðingarorlof Jafnréttismál Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Fimm konur og fjörutíu karlar: „Ertu ekki að djóka í mér?!“ „Við erum að tala um þvílíkar rokkstjörnur á sviðinu. Þannig var stemningin,“ segir segir Tanya Zharov, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Alvotech, í upphafi viðtals um Heimsþing kvenleiðtoga sem haldið var í Reykjavík þessa vikuna. 16. nóvember 2023 07:01 „Ég var til dæmis alveg glötuð í að semja um laun“ „Að hlusta á svona umræður og að mæta á svona þing veitir mikinn innblástur,“ segir Þóra Arnórsdóttir forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, en hún stýrði málstofu á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu í gær. 15. nóvember 2023 07:01 Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. 20. apríl 2023 07:02 Ein kona að fjárfesta fyrir hverja þrjá karlmenn í Kauphöll Að valdefla ungar konur og hvetja þær til að fjárfesta er liður í jafnréttisbaráttunni. 25. janúar 2022 13:12 „Karlarnir segja konur of reynslulausar“ „Karlarnir segja konur of reynslulausar og að þær þurfi að bíða. Vera þolinmóðar í svona tíu til fimmtán ár í viðbót, þá verði þetta komið,“ segir Ásta Dís Óladóttir prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 8. mars 2024 07:25 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
„Persónulega hafði mér alltaf fundist allir svona tengslamyndunarviðburðir alveg skelfilegir!“ En þótt Rakel hafi svo sannarlega stigið út fyrir þægindarrammann sinn, bar það árangur. Því með því að hitta fólk sem hún þekkti ekkert, endaði hún með að fá tvö spennandi starfstilboð. Á tengslanetsviðburði kynntist hún líka Sirrý Svöludóttur, meðstofnanda sinn að fyrirtækinu Venju, en það selur bætiefni í áskrift sérsniðin að mismunandi lífsskeiðum kvenna. Rakel er líka stjórnarformaður Origo og situr í stjórn INVIT (Gröfu og Grjót) og Reykjafell. Þá er hún meðstofnandi í fyrirtæki sem heitir Venja og selur bætiefni í áskrift sérsniðin að mismunandi lífsskeiðum kvenna. Krefjandi starf kallar á langa vinnudaga en Rakel á þrjú ung börn með unnusta sínum, Helga Má Hrafnkelssyni sem nú starfar í fullu starfi hjá Venju. Rakel segir þriðju vaktina vissulega til staðar á sínu heimili eins og hjá öðrum. Það sé þó vakt sem hún og Helgi Má standi saman. „Ég tel vinnustaði reyndar geta gert ýmislegt til að liðka fyrir ungum konum í atvinnulífinu þannig að þær komist auðveldar inn á vinnumarkaðinn aftur eftir barneignir,“ segir Rakel en bætir við: Að sama skapi tel ég að fyrirtæki geti gert ýmislegt til að tryggja karlmönnum tækifæri til að taka sér lengri fæðingarorlof. Því oft ræðst úthlutun orlofsins á því hvort foreldrið er með hærri ráðstöfunartekjur og enn sem komið er, hallar gjarnan á konur í því.“ Rakel er einn fyrirlesara á ráðstefnu UAK í næstu viku, sem ber yfirskriftina „Drifkraftur breytinga.“ Sérstakur afmælisbragur verður á ráðstefnunni því í ár fagnar UAK tíu ára afmæli sínu. Af því tilefni verður síðasti áratugur í brennidepli og framtíðina, með áherslu á mikilvægi kynjajafnréttis og það að markmiði að fylla þátttakendur eldmóði. Í tilefni ráðstefnunnar fjallar Atvinnulífið um jafnréttismálin í dag. Háskólanám samhliða vinnu Rakel er fædd árið 1991 og segist því hætt að telja: Nú þegar árin eru orðin 33! Frá árinu 2018 hefur Rakel starfað hjá Alfa Framtak, en það fyrirtæki rekur tvo framtakssjóði, AF1 og AF2. Meðal fyrirtækja í eignasafni sjóðanna eru Origo, Greiðslumiðlun Íslands, Málmsteypa Þorgríms Jónssonar, INVIT, Tixly, Thor Ice, Reykjafell og Travel Connect. Upphaflega stefndi Rakel á að læra sjúkraþjálfun. „Ég ætlaði að fara beint í háskóla eftir menntaskóla, mér fannst svo gaman í skóla. Mér fannst margt spennandi og á þessum tíma fannst mér allt svo spennandi sem tengist líkama og heilsu og stefndi á að fara í nám í sjúkraþjálfun. Helgi samdi hins vegar við mig um að við tækjum eitt ár í frí eftir stúdentinn, því honum langaði aðeins að ferðast,“ segir Rakel. Úr varð að Rakel fór að vinna hjá Gló. „Ég byrjaði þar sem almennur starfsmaður en innan við ári eftir að ég byrjaði, bauðst mér að verða veitingastjóri fyrir nýjan stað Gló sem þá var að opna í Hafnarfirði. Málin þróuðust síðan þannig að stuttu síðar varð ég rekstrarstjóri,“ segir Rakel og bætir við: „Þetta er á þeim tíma þar sem vöxtur félagsins var mjög hraður. Ég festist svolítið í starfinu, fannst svo gaman að ég einfaldlega tímdi ekki að hætta.“ Rakel var þó alltaf ákveðin í að feta menntaveginn. Samhliða starfinu hjá Gló, skráði hún sig í rekstrarverkfræði í Háskólanum í Reykjavík. „Það var því miður ekki í boði þetta flotta fjarnám þá. Þannig að ég lærði heima á kvöldin og tók mér síðan frí í vinnu í kringum prófin,“ segir Rakel. Rakel segist þakklát þessu fríi frá námi eftir stúdentinn og segir háskólanámið líka hafa nýst öðruvísi og oft vel, því hún var samhliða því að vinna og oft að máta námsefnið við raunveruleikann. „Það getur verið mjög gagnlegt að taka svona pásu eftir stúdentsprófið og ég er ekkert endilega sannfærð um að þessi stytting á framhaldsskólanáminu sé mjög skynsöm. Það er erfitt að átta sig á því þegar maður er 19 ára hvað maður vill læra og leggja fyrir sig í lífinu.“ Rakel nýtti sér tengslanetið til að hafa samband við fólk sem hún þekkti ekki og hitta það fyrir í spjalli. Hún undirbjó sig fyrir hvert samtal og úr varð að hún fékk tvö spennandi starfstilboð. Lengi vel fannst henni tengslanetsviðburðir skelfilegir en þó var það á slíkum viðburði sem hún kynntist Sirrý Svöludóttur, meðstofnanda sínum í Venju. Vísir/Vilhelm Að stíga út fyrir þægindarrammann Loks kom að því að Rakel hætti hjá Gló og velti fyrir sér næstu skrefum. Þar byrjaði hún á því sem flestir gera: Að ganga frá ferilskrá og hitta fólk á ráðningastofum. En Rakel ákvað líka að ganga lengra. Þótt henni fyndist það erfitt. Og stundum jafnvel óþægilegt. Því Rakel ákvað að nýta sér tengslanetið, hitta fólk og fyrirtæki og reyna að koma sér á framfæri og/eða að sjá hvaða tækifæri væru mögulega til staðar fyrir hana í atvinnulífinu sem ekki endilega kæmu fram í atvinnuauglýsingum. Ég var ekki alveg viss hvað mig langaði að gera næst svo ég nýtti tengslanetið mitt þannig að ég hafði samband við fólk sem mér fannst vera í áhugaverðum fyrirtækjum og í áhugaverðum hlutverkum til þess að spjalla og máta mig inn í hitt og þetta. Þar á meðal hitti ég einn sem starfar hjá stóru og rótgrónu fyrirtæki. Þar endaði ég með að fá starfstilboð en fyrir tilviljun nefnir bróðir minn síðan við mig að ég ætti endilega að hitta einn af partnerum hjá Alfa Framtak og spjalla við hann.“ Sem Rakel gerði, en viðurkennir þó að um allt sem tengdist framtakssjóðum þekkti hún lítið á þessum tíma. „Ég fór í raun inn í það samtal með það að fá innsýn í hitt starfið sem ég var að velta fyrir mér. En vildi svo til að ég var á réttum stað á réttum tíma og bauð hann mér starf hjá þeim sem ég þáði.” En hvernig barstu þig að þegar þú hafðir samband við fólk sem þú þekktir ekki og baðst um fund? „Ég var bara skíthrædd að senda tölvupósta því ég var yfirleitt að hafa samband við fólk sem ég þekkti ekki neitt,“ svarar Rakel og hlær. Hún lýsir tilfinningunni þannig að hún hafi fundið fyrir kvíða og spennu yfir hverjum tölvupósti sem hún sendi. „En það var þess virði, enda hefur maður engu að tapa á meðan ávinningurinn getur orðið mikill,“ segir hún og bætir við að hún myndi hiklaust mæla með því að ungt fólk reyni svona fyrir sér, hafi það áhuga á einhverju fyrirtæki eða geira eða geti nýtt sér tengslanetið eins og hún gerði. „En ég undirbjó mig smá fyrir hvert spjall með því að punkta niður nokkur atriði sem ég sæi fyrir mér sem útgangspunkta fyrir einhverja umræðu.“ Valdefling Hjá Alfa Framtak var Rakel fyrsti starfsmaðurinn og lengi vel eina konan. Í dag segist hún stolt af því að hjá fyrirtækinu starfi nú fjórir karlmenn og fjórar konur, kynjahlutföllin séu því jöfn. „Sem fyrsti starfsmaður í smáu teymi voru verkefnin mjög fjölbreytt,“ segir Rakel þegar hún rifjar upp upphafið hjá Alfa Framtak. Sem dæmi nefnir hún bókhald. „Sem ég er ofsalega þakklát fyrir í dag því aðkoma að fjölbreyttum verkefnum skapa manni sterkan grunn og þessi verkefni hafa nýst mér ótrúlega vel í því sem ég vinn meira að núna.“ Til dæmis því að vinna með stjórnendum að stefnumótun og sitja í stjórnum félaga. „Því við skilgreinum okkur sem virka eigendur í þeim félögum sem við fjárfestum í,“ útskýrir Rakel en framtakssjóðir Alfa Framtaks eru annars vegar á 7 milljarða króna að stærð og hins vegar 15 milljarða króna að stærð. Ég hef verið svo heppin að hafa yfirmenn og maka sem hafa haft meiri trú á sjálfri mér en ég sjálf. Því lengi vel var ég ofsalega lítil í mér verandi í algjörlega nýju umhverfi og fást við nýjar áskoranir og jafnvel ólíkan karakter verandi eina konan í teyminu. Ég var alltaf að velta mér uppúr þeim atriðum sem ég væri ekki nógu góð í og þyrfti að bæta.“ Ávinningurinn sem felst í því að nýta styrkleikana er hins vegar mikill. „Mér fannst mikið frelsi þegar ég fór að einblína meira á styrkleika mína og nýta þá til fulls. Í Alfa Framtak höfum við sem teymi mikið unnið með styrkleikapróf og þannig draga fram styrkleika og hæfileika hvers og eins, með það fyrir augum að gera okkur enn öflugari heild. Um leið er mikilvægt að vera meðvituð um hvar við erum ekki eins sterk og draga þá rétta fólkið að borðinu í stað þess að reyna að gera allt sjálfur.“ Styrkleikapróf segir Rakel vera frábæra leið til að valdefla okkur því að oft eru okkar eigin styrkleikar okkur svolítið ósýnilegir. Okkur finnst þeir svo sjálfsagðir að við vanmetum þá. „Ég nýti mér þetta viðhorf tvímælalaust í stjórnarsetunni minni sem dæmi. Að horfa strax á það hverjir eru styrkleikarnir hjá hverjum og einum. Eða sérþekking. Þannig að þegar verkefni koma upp, þá er þykist ég ekki vera með öll svörin sjálf heldur frekar að efla liðsheildina og draga fram ólík sjónarmið,“ segir Rakel og útskýrir að henni finnist að mörgu leyti starf sitt felast í því að valdefla aðra. Þá er skemmtilegt að lesa um það hvernig tengslanetsviðburður leiddi til þess að Rakel kynntist meðstofnanda sínum Sirrý Svöludóttir og hvernig þær nýttu sér styrkleikapróf til að læra á styrkleika hvor annarrar. Ungar athafnakonur á Íslandi Rakel segir samt margt gera ungum konum erfiðara fyrir en karlmönnum. Það er til dæmis líffræðileg staðreynd að það er erfiðara fyrir konur að fara aftur á vinnumarkað eftir barneign. Ekki bara vegna þess að hún er að jafna sig eftir fæðingu, heldur má líka nefna brjóstagjöf og fleira.“ Rakel trúir að fyrirtæki geti gert betur í að styðja við endurkomu kvenna úr fæðingarorlofi. „Fyrir mörgum er þetta dásamlegur tími en fyrir margar er þetta mjög krefjandi tími sem einkennist af fæðingarþunglyndi og einangrun. Ég held að margar konur myndu vilja snúa aftur fyrr til vinnu ef að fyrirtæki myndu veita meiri sveigjanleika og stuðning fyrsta árið. Það eru mikil viðbrigði fyrir móður að fara frá barni og á fyrsta ári eru margar svefnlausar nætur. Ég tel það því mikinn kost ef fyrirtæki geta boðið meiri sveigjanleika í starfshlutfalli, vinnutíma og fjarvinnu fyrsta árið.“ Hún segir fyrirmyndir mjög mikilvægar og þar hafi hún sjálf verið mjög heppin. Móðir hennar starfaði sem fjármálastjóri í stóru fyrirtæki og var þar eina konan í framkvæmdastjórn. Þá hafi hún alist upp við að Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands. „Þannig að já, ég viðurkenni alveg að þegar ég fór fyrst að vinna hélt ég að þetta væri svolítið komið. Að konur og karlar stæðu jafnfætis í atvinnulífinu. Hið rétta er að svo er ekki. Það er því miður ennþá þannig að það getur verið erfiðara fyrir konur á barneignaraldri að fá spennandi störf því vinnuveitendur hafa það svo sýnilega á bakvið eyrað að viðkomandi sé líkleg til að þurfa frí vegna fæðingarorlofa. “ Þessu tengt nefnir Rakel Ástu Fjeldsted sem dæmi um stóran áfanga og mikla fyrirmynd, enda var hún ráðin forstjóri í skráðu félagi þegar hún var langt gengin með. Börn Rakelar og Helga Más eru sjö ára, þriggja ára og eins og hálfs ár. Að sögn hennar, segir hún lykilatriði að pör séu samstíga í heimilishaldinu þannig að þriðja vaktin lendi ekki á öðrum aðilanum. „Það er samt erfitt verkefni á meðan hallar á konur og ég trúi að liður í því að útrýma þessari kynbundnu þriðju vakt sé að karlar taki virkari þátt í fæðingarorlofi. Það myndi einnig auka líkur á að bæði kyn standi jafnari fæti þegar kemur að ráðningum hjá ungu fólki.“ Sjálf hefur hún þó upplifað ýmsa fordóma. „Til dæmis fann ég það alveg stundum á samtölum við konur að þeim fannst ekki rétt að ég væri að taka svona stutt fæðingarorlof en við Helgi Már skiptum orlofinu jafnt á milli okkar. Nýlega fengum við okkur síðan aupair til starfa á heimilið. Það er annað dæmi sem ég hef alveg upplifað ákveðna fordóma því tengt.“ Sem hún segir þó hálf furðulega þegar málin eru hugsuð til enda. „Það að fá einhvern til að létta á heimilisverkum, eldamennsku og fleira heima fyrir er í raun fyrst og fremst að tryggja okkur fleiri gæðastundir með börnunum okkar.“ Rakel segir líka af hinu góða að ræða suma hluti meira opinskátt eins og andlega heilsu og gaman að sjá að íslensk fyrirtæki eru byrjuð að stíga skref þar t.d. að bjóða sálfræðitíma sem hluta af starfskjörum. Fyrirtæki þurfa að hugsa um langtímaárangur og þar skiptir jafnvægi vinnu og einkalífs miklu máli. Þá segir hún það verða að vera langtímamarkmið að vinna í jafnréttismálunum. Horfa þurfi á málaflokkinn þannig að fyrirbæri eins og þriðja vaktin endi með að hverfa. „Þess vegna skipta fyrirmyndir svo miklu máli. Því enn eimir nokkuð af því að ungum konum líði eins og þær þurfi að velja: Annað hvort að eignast börn eða velja starfsframann,“ segir Rakel og bætir við: Sjálf æfði ég alltaf samkvæmisdans. Þar sem pörin vinna saman á jafningjagrundvelli og bæði skipta jafn miklu máli. Atvinnulífið og samfélagið horfir hins vegar oft meira á kynin eins og fótboltalið. Við tölum um kvennaliðið og karlaliðið og hvaða árangur þau eru að ná hvort um sig. Jafnréttisbaráttan snýst hins vegar um að gera þetta saman.“ Rakel telur algengt að fólk sé svo upptekið í að bæta veikleikana sína að það gleymi að horfa á og virkja styrkleikana sína. Hennar frelsun hafi einmitt falist í því að læra að nýta styrkleikana sína betur. Í dag miðlar Rakel til okkar góðum ráðum sem hafa nýst henni vel og byggja á aðferðarfræði sem kennir okkur að hugsa stórt og jafnvel enn stærra.Vísir/Vilhelm Að hugsa miklu stærra Í tilefni UAK ráðstefnunnar í næstu viku, fengum við Rakel til að gefa okkur innblástur og nokkur góð ráð. „Ég held að lágt sjálfstraust og ákveðin fullkomnunarárátta stoppi sumar ungar konur í að fara á eftir tækifærum. Oft erum við búin að ákveða eitthvað innra með okkur að við séum ekki týpan til þess að koma fram eða láta skoðanir okkar í ljós. Staðreyndin er sú að þetta er allt hægt að þjálfa og við getum nýtt hversdagsleg samtöl og aðra snertifleti í daglega lífinu til þess að efla okkur á þessu sviði. Oft snýst þetta bara um að hafa trú á sjálfum sér og stíga inn í hlutverkið. Í Alfa Framtak hef ég kynnst aðferðafræði sem heitir Strategic Coach þar sem eru ýmis einföld tæki og tól til þess að nýta sér persónulega og í starfi. Eitt af því er æfing í að hugsa 10x stærri framtíð. Oft þegar við setjum okkur markmið þá hugsum við sem dæmi að ná tvöfalt meiri árangri á einhverju sviði og þá fer heilinn ósjálfrátt að hugsa að við þurfum að leggja tvöfalt meira á okkur. Ef við hugsum um 10x stærri árangur þá fær það okkur til þess að hugsa nýjar leiðir svo hverjir geta hjálpað mér að komast þangað og hvaða tengslanet þarf ég þá að byggja upp. Að lokum er góð æfing að ímynda sér hvernig manni líður í þessari nýju framtíð; hvernig sjálfstraustið manns er og hvernig maður kemur fram og yfirfæra það í nútíðina.“
Starfsframi Mannauðsmál Stjórnun Vinnumarkaður Fæðingarorlof Jafnréttismál Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Fimm konur og fjörutíu karlar: „Ertu ekki að djóka í mér?!“ „Við erum að tala um þvílíkar rokkstjörnur á sviðinu. Þannig var stemningin,“ segir segir Tanya Zharov, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Alvotech, í upphafi viðtals um Heimsþing kvenleiðtoga sem haldið var í Reykjavík þessa vikuna. 16. nóvember 2023 07:01 „Ég var til dæmis alveg glötuð í að semja um laun“ „Að hlusta á svona umræður og að mæta á svona þing veitir mikinn innblástur,“ segir Þóra Arnórsdóttir forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, en hún stýrði málstofu á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu í gær. 15. nóvember 2023 07:01 Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. 20. apríl 2023 07:02 Ein kona að fjárfesta fyrir hverja þrjá karlmenn í Kauphöll Að valdefla ungar konur og hvetja þær til að fjárfesta er liður í jafnréttisbaráttunni. 25. janúar 2022 13:12 „Karlarnir segja konur of reynslulausar“ „Karlarnir segja konur of reynslulausar og að þær þurfi að bíða. Vera þolinmóðar í svona tíu til fimmtán ár í viðbót, þá verði þetta komið,“ segir Ásta Dís Óladóttir prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 8. mars 2024 07:25 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Fimm konur og fjörutíu karlar: „Ertu ekki að djóka í mér?!“ „Við erum að tala um þvílíkar rokkstjörnur á sviðinu. Þannig var stemningin,“ segir segir Tanya Zharov, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Alvotech, í upphafi viðtals um Heimsþing kvenleiðtoga sem haldið var í Reykjavík þessa vikuna. 16. nóvember 2023 07:01
„Ég var til dæmis alveg glötuð í að semja um laun“ „Að hlusta á svona umræður og að mæta á svona þing veitir mikinn innblástur,“ segir Þóra Arnórsdóttir forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, en hún stýrði málstofu á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu í gær. 15. nóvember 2023 07:01
Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. 20. apríl 2023 07:02
Ein kona að fjárfesta fyrir hverja þrjá karlmenn í Kauphöll Að valdefla ungar konur og hvetja þær til að fjárfesta er liður í jafnréttisbaráttunni. 25. janúar 2022 13:12
„Karlarnir segja konur of reynslulausar“ „Karlarnir segja konur of reynslulausar og að þær þurfi að bíða. Vera þolinmóðar í svona tíu til fimmtán ár í viðbót, þá verði þetta komið,“ segir Ásta Dís Óladóttir prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 8. mars 2024 07:25