Að velja forseta Stefán Bogi Sveinsson skrifar 30. apríl 2024 12:30 Forsetakosningar eru ólíkar öllum öðrum kosningum. Þegar við kjósum okkur forseta er þjóðin að velja sér trúnaðarmanneskju, einstakling sem við treystum til að bregðast rétt við þegar viðbragða er þörf. Við ætlumst til þess að forseti geti stýrt málum og tryggt að mynduð verði ríkisstjórn með fullnægjandi stuðning á lýðræðislega kjörnu Alþingi. Við þurfum að treysta dómgreind forseta til að taka ákvörðun um hvort vísa á lögum settum af þessu sama Alþingi í þjóðaratkvæðagreiðslu, ákvörðun sem ber aldrei að taka af léttúð eða á grundvelli persónulegra skoðana, heldur aðeins ef forseti metur það svo að brýna nauðsyn beri til. Þegar við horfum til þessara þátta er ljóst að embætti forseta er ekki ópólitískt í eðli sínu, þó það sé ekki flokkspólitískt, og það er kannski þess vegna sem Íslendingar hafa oft leitað til stjórnmálafólks til að gegna því, en helmingur þeirra sem setið hafa í embættinu til þessa höfðu bakgrunn í pólitík. En forsetaembættið er líka annað og meira en það sem ég er búinn að nefna. Forseti þarf að bera skynbragð á sögu og samfélag okkar og geta á þeim grunni stigið fram og orðað það sem sameinar okkur sem þjóð. Orðað ófrávíkjanleg gildi okkar eins og lýðræði og mannréttindi öllum til handa. Orðað það sem okkur er dýrmætast eins og tungumálið og náttúruna. Forseti þarf að geta leitt okkur í einlægum fögnuði og þjóðarstolti yfir afrekum Íslendinga á sviði menningar, íþrótta og hverju því öðru sem við stöndum sameinuð að baki. En forseti þarf líka að geta komið sameiginlegum harmi okkar og þjóðarsorg í orð þegar áföll dynja á. Forsetaembættið er óvenjulegt og fyrir vikið þarf manneskju með óvenjulegar gáfur og hæfileika til að sinna því. Það er enginn vafi í mínum huga að Katrín Jakobsdóttir er þess konar manneskja. Hún hefur til að bera gríðarlega reynslu og þekkingu á samfélaginu okkar, stjórnskipan, menningu og tungumáli og hún er hlý, mannleg og einlæg í öllu sem hún gerir. Hún er að mínu mati best til þess fallin af öllum að sinna þessu krefjandi verkefni. Ég mun þess vegna greiða Katrínu atkvæði mitt í komandi forsetakosningum og treysti því að þjóðinni beri gæfa til þess að velja hana sem forseta Íslands. Höfundur er lögfræðingur og héraðsskjalavörður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Forsetakosningar eru ólíkar öllum öðrum kosningum. Þegar við kjósum okkur forseta er þjóðin að velja sér trúnaðarmanneskju, einstakling sem við treystum til að bregðast rétt við þegar viðbragða er þörf. Við ætlumst til þess að forseti geti stýrt málum og tryggt að mynduð verði ríkisstjórn með fullnægjandi stuðning á lýðræðislega kjörnu Alþingi. Við þurfum að treysta dómgreind forseta til að taka ákvörðun um hvort vísa á lögum settum af þessu sama Alþingi í þjóðaratkvæðagreiðslu, ákvörðun sem ber aldrei að taka af léttúð eða á grundvelli persónulegra skoðana, heldur aðeins ef forseti metur það svo að brýna nauðsyn beri til. Þegar við horfum til þessara þátta er ljóst að embætti forseta er ekki ópólitískt í eðli sínu, þó það sé ekki flokkspólitískt, og það er kannski þess vegna sem Íslendingar hafa oft leitað til stjórnmálafólks til að gegna því, en helmingur þeirra sem setið hafa í embættinu til þessa höfðu bakgrunn í pólitík. En forsetaembættið er líka annað og meira en það sem ég er búinn að nefna. Forseti þarf að bera skynbragð á sögu og samfélag okkar og geta á þeim grunni stigið fram og orðað það sem sameinar okkur sem þjóð. Orðað ófrávíkjanleg gildi okkar eins og lýðræði og mannréttindi öllum til handa. Orðað það sem okkur er dýrmætast eins og tungumálið og náttúruna. Forseti þarf að geta leitt okkur í einlægum fögnuði og þjóðarstolti yfir afrekum Íslendinga á sviði menningar, íþrótta og hverju því öðru sem við stöndum sameinuð að baki. En forseti þarf líka að geta komið sameiginlegum harmi okkar og þjóðarsorg í orð þegar áföll dynja á. Forsetaembættið er óvenjulegt og fyrir vikið þarf manneskju með óvenjulegar gáfur og hæfileika til að sinna því. Það er enginn vafi í mínum huga að Katrín Jakobsdóttir er þess konar manneskja. Hún hefur til að bera gríðarlega reynslu og þekkingu á samfélaginu okkar, stjórnskipan, menningu og tungumáli og hún er hlý, mannleg og einlæg í öllu sem hún gerir. Hún er að mínu mati best til þess fallin af öllum að sinna þessu krefjandi verkefni. Ég mun þess vegna greiða Katrínu atkvæði mitt í komandi forsetakosningum og treysti því að þjóðinni beri gæfa til þess að velja hana sem forseta Íslands. Höfundur er lögfræðingur og héraðsskjalavörður.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun