„Drauma útsýnishæðin okkar komin á sölu. Hér hefur verið yndislegt að vera en það er komið að öðrum að njóta,“ skrifar Karin og deilir eigninni á Facebook.

Heimilið er innréttað á smekklegan máta þar sem hlýir litatónar eru í aðalhlutverki. Eldhús, stofa og borðstofa er í opnu og björtu rými með stórbrotnu útsýni út á hafið, til Gróttu og Snæfellsness.
Í eldhúsi eru framhliðar frá HAF-studio úr eik og kvartssteinn á eyju og borðum. Eldhúsið var nýlega endurnýjað og teiknað af hönnunarfyrirtækinu HAF-studio. Á gólfum er ljóst fiskibeinaparket sem setur sjarmerandi svip á heildarmyndina. Samtals eru fjögur svefnherbergi og eitt baðherbergi.
Nánari upplýsingar um eignina á fasteignavef Vísis.




