Enga saltdreifara á Bessastaði takk Skírnir Garðarsson skrifar 28. apríl 2024 23:01 Mér er mjög minnisstæð predikun gamals prests fyrir áratugum síðan, en hann lagði út af textanum "þér eruð salt jarðar", sem er bein tilvitnun í biblíuna. Klerkurinn brýndi fyrir okkur að fara vel með saltið og misnota það ekki, því ekkert væri verra en að hella salti í sár þeirra sem "óvígir lægju á vellinum" eins og hann orðaði það, og þá átti hann við þá sem orðið höfðu undir í lífsbaráttunni. Nú tíðkast það hins vegar að strá salti í sár eða á ör minni máttar, og er þá yfirleitt um að ræða öryrkja, fátækt fólk, heilsutæpa, og nú síðast vistheimilabörn og vöggustofubörn, sem á fullorðinsaldri reyna að rétta hlut sinn og ná fram viðurkenningu og bótum vegna kerfislægs ofbeldis og mismununar sem þau hafa orðið fyrir. Þau sem dreifa saltinu eru helst stjórnmálamenn og konur, yfirleittt hægri sinnað velmegunarfólk, sem ekki þarf annað en að láta vita hvaða launahækkanir og fríðindi það sjálft fær, - og skammtar sér í sumum tilvikum bara launin sjálft. Þau sem höllum fæti standa fá svo annað hvort sagógrjón eins og Jónas Árnason orðaði það, nú eða það fær gusur af salti í formi svikinna loforða, sinnuleysis, og hroka frá þeim sem farið hafa á námskeið í axlayppingum. Ég minni á þáttaröð sem Stöð 2 mun hefja þann 5. maí ef ég man rétt, en þar mun ýmislegt koma í ljós sem ekki mun valda yfirvöldum vinsældum. Þar verður fjallað um kjör vistheimilabarna og ofbeldi sem þau yrðu fyrir í boði stjórnvalda. Á dögunum horfði ég á viðtalið við systurnar sem vistaðar höfðu verið á Laugalandi og sögðu sögu sína, frábær kjarkur og þor og feykilega þarft málefni og gott að fólk skuli þora að segja frá. Þessar sögur og þættir á Visir.is og á Stöð 2 birtast nú í kosningabaráttunni, en ég hef áður nefnt að það er fráleit hugmynd að kjósa stjórnmálafólk til forseta nú. Í forsetaembættið má ekki veljast kerfisfólk með pólitískar bindingar og tengsl, þá er eins gott að kjósa saltdreifara á Bessastaði, í staðinn fyrir að kjósa fyrrverandi pólitíkusa. Ég persónulega skora á alþingi og ríkisstjórn að fara að koma fram við minni máttar fólk af kurteisi og sanngirni. Í hópi frambjóðenda eru persónur með mikla þekkingu af baráttu þeirra sem minnimátter eru, heilsteyptar manneskjur sem ekki þurfa á baklandi hægri sinnaðra hagsmunaafla að halda. Það er nóg komið af slíku. Þjóðin vill ekki spillingu á Bessastaði, - og því síður fólk sem á pólitískum vettvangi hefur siglt kosningaloforðum í var, oftast ekki í land, heldur oftar en ekki í strand. Höfundur er prestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Vistheimili Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Mér er mjög minnisstæð predikun gamals prests fyrir áratugum síðan, en hann lagði út af textanum "þér eruð salt jarðar", sem er bein tilvitnun í biblíuna. Klerkurinn brýndi fyrir okkur að fara vel með saltið og misnota það ekki, því ekkert væri verra en að hella salti í sár þeirra sem "óvígir lægju á vellinum" eins og hann orðaði það, og þá átti hann við þá sem orðið höfðu undir í lífsbaráttunni. Nú tíðkast það hins vegar að strá salti í sár eða á ör minni máttar, og er þá yfirleitt um að ræða öryrkja, fátækt fólk, heilsutæpa, og nú síðast vistheimilabörn og vöggustofubörn, sem á fullorðinsaldri reyna að rétta hlut sinn og ná fram viðurkenningu og bótum vegna kerfislægs ofbeldis og mismununar sem þau hafa orðið fyrir. Þau sem dreifa saltinu eru helst stjórnmálamenn og konur, yfirleittt hægri sinnað velmegunarfólk, sem ekki þarf annað en að láta vita hvaða launahækkanir og fríðindi það sjálft fær, - og skammtar sér í sumum tilvikum bara launin sjálft. Þau sem höllum fæti standa fá svo annað hvort sagógrjón eins og Jónas Árnason orðaði það, nú eða það fær gusur af salti í formi svikinna loforða, sinnuleysis, og hroka frá þeim sem farið hafa á námskeið í axlayppingum. Ég minni á þáttaröð sem Stöð 2 mun hefja þann 5. maí ef ég man rétt, en þar mun ýmislegt koma í ljós sem ekki mun valda yfirvöldum vinsældum. Þar verður fjallað um kjör vistheimilabarna og ofbeldi sem þau yrðu fyrir í boði stjórnvalda. Á dögunum horfði ég á viðtalið við systurnar sem vistaðar höfðu verið á Laugalandi og sögðu sögu sína, frábær kjarkur og þor og feykilega þarft málefni og gott að fólk skuli þora að segja frá. Þessar sögur og þættir á Visir.is og á Stöð 2 birtast nú í kosningabaráttunni, en ég hef áður nefnt að það er fráleit hugmynd að kjósa stjórnmálafólk til forseta nú. Í forsetaembættið má ekki veljast kerfisfólk með pólitískar bindingar og tengsl, þá er eins gott að kjósa saltdreifara á Bessastaði, í staðinn fyrir að kjósa fyrrverandi pólitíkusa. Ég persónulega skora á alþingi og ríkisstjórn að fara að koma fram við minni máttar fólk af kurteisi og sanngirni. Í hópi frambjóðenda eru persónur með mikla þekkingu af baráttu þeirra sem minnimátter eru, heilsteyptar manneskjur sem ekki þurfa á baklandi hægri sinnaðra hagsmunaafla að halda. Það er nóg komið af slíku. Þjóðin vill ekki spillingu á Bessastaði, - og því síður fólk sem á pólitískum vettvangi hefur siglt kosningaloforðum í var, oftast ekki í land, heldur oftar en ekki í strand. Höfundur er prestur.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun