Enga saltdreifara á Bessastaði takk Skírnir Garðarsson skrifar 28. apríl 2024 23:01 Mér er mjög minnisstæð predikun gamals prests fyrir áratugum síðan, en hann lagði út af textanum "þér eruð salt jarðar", sem er bein tilvitnun í biblíuna. Klerkurinn brýndi fyrir okkur að fara vel með saltið og misnota það ekki, því ekkert væri verra en að hella salti í sár þeirra sem "óvígir lægju á vellinum" eins og hann orðaði það, og þá átti hann við þá sem orðið höfðu undir í lífsbaráttunni. Nú tíðkast það hins vegar að strá salti í sár eða á ör minni máttar, og er þá yfirleitt um að ræða öryrkja, fátækt fólk, heilsutæpa, og nú síðast vistheimilabörn og vöggustofubörn, sem á fullorðinsaldri reyna að rétta hlut sinn og ná fram viðurkenningu og bótum vegna kerfislægs ofbeldis og mismununar sem þau hafa orðið fyrir. Þau sem dreifa saltinu eru helst stjórnmálamenn og konur, yfirleittt hægri sinnað velmegunarfólk, sem ekki þarf annað en að láta vita hvaða launahækkanir og fríðindi það sjálft fær, - og skammtar sér í sumum tilvikum bara launin sjálft. Þau sem höllum fæti standa fá svo annað hvort sagógrjón eins og Jónas Árnason orðaði það, nú eða það fær gusur af salti í formi svikinna loforða, sinnuleysis, og hroka frá þeim sem farið hafa á námskeið í axlayppingum. Ég minni á þáttaröð sem Stöð 2 mun hefja þann 5. maí ef ég man rétt, en þar mun ýmislegt koma í ljós sem ekki mun valda yfirvöldum vinsældum. Þar verður fjallað um kjör vistheimilabarna og ofbeldi sem þau yrðu fyrir í boði stjórnvalda. Á dögunum horfði ég á viðtalið við systurnar sem vistaðar höfðu verið á Laugalandi og sögðu sögu sína, frábær kjarkur og þor og feykilega þarft málefni og gott að fólk skuli þora að segja frá. Þessar sögur og þættir á Visir.is og á Stöð 2 birtast nú í kosningabaráttunni, en ég hef áður nefnt að það er fráleit hugmynd að kjósa stjórnmálafólk til forseta nú. Í forsetaembættið má ekki veljast kerfisfólk með pólitískar bindingar og tengsl, þá er eins gott að kjósa saltdreifara á Bessastaði, í staðinn fyrir að kjósa fyrrverandi pólitíkusa. Ég persónulega skora á alþingi og ríkisstjórn að fara að koma fram við minni máttar fólk af kurteisi og sanngirni. Í hópi frambjóðenda eru persónur með mikla þekkingu af baráttu þeirra sem minnimátter eru, heilsteyptar manneskjur sem ekki þurfa á baklandi hægri sinnaðra hagsmunaafla að halda. Það er nóg komið af slíku. Þjóðin vill ekki spillingu á Bessastaði, - og því síður fólk sem á pólitískum vettvangi hefur siglt kosningaloforðum í var, oftast ekki í land, heldur oftar en ekki í strand. Höfundur er prestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Vistheimili Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Mér er mjög minnisstæð predikun gamals prests fyrir áratugum síðan, en hann lagði út af textanum "þér eruð salt jarðar", sem er bein tilvitnun í biblíuna. Klerkurinn brýndi fyrir okkur að fara vel með saltið og misnota það ekki, því ekkert væri verra en að hella salti í sár þeirra sem "óvígir lægju á vellinum" eins og hann orðaði það, og þá átti hann við þá sem orðið höfðu undir í lífsbaráttunni. Nú tíðkast það hins vegar að strá salti í sár eða á ör minni máttar, og er þá yfirleitt um að ræða öryrkja, fátækt fólk, heilsutæpa, og nú síðast vistheimilabörn og vöggustofubörn, sem á fullorðinsaldri reyna að rétta hlut sinn og ná fram viðurkenningu og bótum vegna kerfislægs ofbeldis og mismununar sem þau hafa orðið fyrir. Þau sem dreifa saltinu eru helst stjórnmálamenn og konur, yfirleittt hægri sinnað velmegunarfólk, sem ekki þarf annað en að láta vita hvaða launahækkanir og fríðindi það sjálft fær, - og skammtar sér í sumum tilvikum bara launin sjálft. Þau sem höllum fæti standa fá svo annað hvort sagógrjón eins og Jónas Árnason orðaði það, nú eða það fær gusur af salti í formi svikinna loforða, sinnuleysis, og hroka frá þeim sem farið hafa á námskeið í axlayppingum. Ég minni á þáttaröð sem Stöð 2 mun hefja þann 5. maí ef ég man rétt, en þar mun ýmislegt koma í ljós sem ekki mun valda yfirvöldum vinsældum. Þar verður fjallað um kjör vistheimilabarna og ofbeldi sem þau yrðu fyrir í boði stjórnvalda. Á dögunum horfði ég á viðtalið við systurnar sem vistaðar höfðu verið á Laugalandi og sögðu sögu sína, frábær kjarkur og þor og feykilega þarft málefni og gott að fólk skuli þora að segja frá. Þessar sögur og þættir á Visir.is og á Stöð 2 birtast nú í kosningabaráttunni, en ég hef áður nefnt að það er fráleit hugmynd að kjósa stjórnmálafólk til forseta nú. Í forsetaembættið má ekki veljast kerfisfólk með pólitískar bindingar og tengsl, þá er eins gott að kjósa saltdreifara á Bessastaði, í staðinn fyrir að kjósa fyrrverandi pólitíkusa. Ég persónulega skora á alþingi og ríkisstjórn að fara að koma fram við minni máttar fólk af kurteisi og sanngirni. Í hópi frambjóðenda eru persónur með mikla þekkingu af baráttu þeirra sem minnimátter eru, heilsteyptar manneskjur sem ekki þurfa á baklandi hægri sinnaðra hagsmunaafla að halda. Það er nóg komið af slíku. Þjóðin vill ekki spillingu á Bessastaði, - og því síður fólk sem á pólitískum vettvangi hefur siglt kosningaloforðum í var, oftast ekki í land, heldur oftar en ekki í strand. Höfundur er prestur.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun