Dýravelferðarmartröð af áður óþekktri stærð Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar 24. apríl 2024 10:30 Nú er komið fram á Alþingi frumvarp sem var unnið á vakt Svandísar Svavarsdóttur og Katrínar Jakobsdóttur þegar hún sinnti störfum matvælaráðherra í um þrjá mánuði á þessu ári. Við vorum mörg sem bundum vonir við að tekið yrði fast á sjókvíeldisfyrirtækjunum í þessu frumvarpi. Þar á meðal á skelfilegri meðferð þeirra á eldislaxi. Þær vonir eru að engu orðnar því sem fyrr skulu eldisdýrin pínd til að viðhalda gróða eldisfyrirtækjanna. Hroðaleg meðferð Á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs drápust 815.000 eldislaxar í sjókvíum við Ísland samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Matvælastofnun. Sú tala er á við rúmlega tífalda stærð alls íslenska villta laxastofnsins. Í fyrra létu sjókvíaeldisfyrirtækin 4,5 milljónir eldisdýra drepast í sjókvíunum. Það eru 56 sinnum fleiri eldislaxar en samanlagður fjöldi villtra laxa sem gengur í ár á landinu. Og þessir eldislaxar kveljast þar að auki til dauða. Þeir ýmist kafna eða hjartað gefur sig, þar sem þeir þola ekki píndan vöxtinn, eða vegna hrikalegra áverka af völdum laxalúsar og vetrarsára. Þetta á við alls staðar þar sem sjókvíaeldi er stundað. Í Noregi þurfti til dæmis í átta vikur í röð nú í febrúar og mars að farga eða vinna í mjöl 35 prósent af öllum eldislaxi sem kom til slátrunar. Svo illa farinn og sjúkur var hann. Hverjir hafa lyst á að borða matvöru sem er framleidd með þessum hætti? Verra hér á landi Ástandið er enn verra hér. Mun hærra hlutfall drepst á hverju ári í sjókvíum við Ísland í samanburði við Noreg. Martröð dýranna er ólýsanleg eins og sjá má í myndböndum, sem Veiga Grétarsdóttir Sulebust kajakræðari og náttúruverndarkona tók hjá Arctic Fish og Arnarlaxi. Fyrirtækin í Patreksfirði þurftu að farga um tveimur milljónum eldislaxa sem voru svo illa skaðaðir af lús að engin leið var að bjarga þeim. Þessi myndbönd fóru í birtingu í fjölmiðlum um allan heim og vöktu hrylling og viðurstyggð. Má ekki verða að lögum Því miður þá munu fyrirtækin fá að halda þessu áfram svo til óáreitt ef lagareldisfrumvarpið verður að lögum. Þar er vissulega kveðið á um skerðingu á framleiðslukvóta en viðurlögin eru svo veikburða að fyrirtækin geta látið yfir 20 prósent af eldisdýrunum drepast samfleytt í 27 til 36 ár áður en reynir á ákvæði um „afturköllun rekstrarleyfis“. Þetta er algjörlega óásættanleg sinnuleysi gagnvart velferð eldisdýranna. Þetta frumvarp má ekki verða að lögum af mörgum ástæðum og þetta er ein þeirra. Höfundur er formaður VÁ, félags um vernd fjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Dýraheilbrigði Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Nú er komið fram á Alþingi frumvarp sem var unnið á vakt Svandísar Svavarsdóttur og Katrínar Jakobsdóttur þegar hún sinnti störfum matvælaráðherra í um þrjá mánuði á þessu ári. Við vorum mörg sem bundum vonir við að tekið yrði fast á sjókvíeldisfyrirtækjunum í þessu frumvarpi. Þar á meðal á skelfilegri meðferð þeirra á eldislaxi. Þær vonir eru að engu orðnar því sem fyrr skulu eldisdýrin pínd til að viðhalda gróða eldisfyrirtækjanna. Hroðaleg meðferð Á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs drápust 815.000 eldislaxar í sjókvíum við Ísland samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Matvælastofnun. Sú tala er á við rúmlega tífalda stærð alls íslenska villta laxastofnsins. Í fyrra létu sjókvíaeldisfyrirtækin 4,5 milljónir eldisdýra drepast í sjókvíunum. Það eru 56 sinnum fleiri eldislaxar en samanlagður fjöldi villtra laxa sem gengur í ár á landinu. Og þessir eldislaxar kveljast þar að auki til dauða. Þeir ýmist kafna eða hjartað gefur sig, þar sem þeir þola ekki píndan vöxtinn, eða vegna hrikalegra áverka af völdum laxalúsar og vetrarsára. Þetta á við alls staðar þar sem sjókvíaeldi er stundað. Í Noregi þurfti til dæmis í átta vikur í röð nú í febrúar og mars að farga eða vinna í mjöl 35 prósent af öllum eldislaxi sem kom til slátrunar. Svo illa farinn og sjúkur var hann. Hverjir hafa lyst á að borða matvöru sem er framleidd með þessum hætti? Verra hér á landi Ástandið er enn verra hér. Mun hærra hlutfall drepst á hverju ári í sjókvíum við Ísland í samanburði við Noreg. Martröð dýranna er ólýsanleg eins og sjá má í myndböndum, sem Veiga Grétarsdóttir Sulebust kajakræðari og náttúruverndarkona tók hjá Arctic Fish og Arnarlaxi. Fyrirtækin í Patreksfirði þurftu að farga um tveimur milljónum eldislaxa sem voru svo illa skaðaðir af lús að engin leið var að bjarga þeim. Þessi myndbönd fóru í birtingu í fjölmiðlum um allan heim og vöktu hrylling og viðurstyggð. Má ekki verða að lögum Því miður þá munu fyrirtækin fá að halda þessu áfram svo til óáreitt ef lagareldisfrumvarpið verður að lögum. Þar er vissulega kveðið á um skerðingu á framleiðslukvóta en viðurlögin eru svo veikburða að fyrirtækin geta látið yfir 20 prósent af eldisdýrunum drepast samfleytt í 27 til 36 ár áður en reynir á ákvæði um „afturköllun rekstrarleyfis“. Þetta er algjörlega óásættanleg sinnuleysi gagnvart velferð eldisdýranna. Þetta frumvarp má ekki verða að lögum af mörgum ástæðum og þetta er ein þeirra. Höfundur er formaður VÁ, félags um vernd fjarðar.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun