Öldungadeildin samþykkti 95 milljarða dala aðstoð við Úkraínu, Ísrael og Taívan Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. apríl 2024 06:38 Chuck Schumer sagði samþykkt pakkans til marks um skuldbindingu Bandaríkjanna til að standa vörð um lýðræðið. Úkraínumenn hafa beðið aðstoðarinnar á meðan Rússar hafa sótt fram. AP/J. Scott Applewhite Öldungadeild bandaríska þingsins samþykkti í gær að veita samtals 95 milljörðum Bandaríkjadala til Úkraínu, Ísrael og Taívan. Frumvarpið var samþykkt með 79 atkvæðum gegn 18. „Öldungadeildin sendir í dag skýr skilaboð til alls heimsins; á ögurstundu munu Bandaríkin alltaf standa vörð um lýðræðið,“ sagði Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni. Hann sagði að Bandaríkin myndu áfram efna loforð sitt um að leiða á hinu alþjóðlega sviði og halda aftur af „óþokkamennum“ á borð við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. „Við erum að sýna Pútín að það eru alltaf alvarleg mistök að veðja gegn Bandaríkjunum.“ Eftir miklar málalengingar og tafir samþykkti fulltrúadeild þingsins fjögur frumvörp í síðustu viku, sem fjölluðu um stuðning við Úkraínu, Ísrael og Taívan og tillögur íhaldsmanna um bann við samfélagsmiðlinum Tik Tok, sem er í eigu kínversks fyrirtækis. Frumvörpin fjögur voru svo sameinuð í einn pakka sem öldungadeildin tók til atkvæðagreiðslu í gær. Fær Úkraína 60,8 milljarða dala, Ísrael 26,3 milljarða dala og Taívan 8,1 milljarð dala. Stjórnvöld í Kína hafa hvatt Bandaríkjamenn til að standa við loforð sitt um að styðja ekki „sjálfstætt Taívan“ og að láta af öllum aðgerðum sem stuðla að vopnun þess. Hermálayfirvöld á Taívan segjast munu eiga samráð við Bandaríkin um það hvernig fjármununum verður varið. Israel Katz, utanríkisráðherra Ísrael, sagði samþykkt pakkans skýr skilaboð til óvina ríkisins. Ítarlega frétt um málið má finna á Guardian. Bandaríkin Úkraína Ísrael Taívan Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Átök í Ísrael og Palestínu Kína Suður-Kínahaf Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sjá meira
„Öldungadeildin sendir í dag skýr skilaboð til alls heimsins; á ögurstundu munu Bandaríkin alltaf standa vörð um lýðræðið,“ sagði Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni. Hann sagði að Bandaríkin myndu áfram efna loforð sitt um að leiða á hinu alþjóðlega sviði og halda aftur af „óþokkamennum“ á borð við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. „Við erum að sýna Pútín að það eru alltaf alvarleg mistök að veðja gegn Bandaríkjunum.“ Eftir miklar málalengingar og tafir samþykkti fulltrúadeild þingsins fjögur frumvörp í síðustu viku, sem fjölluðu um stuðning við Úkraínu, Ísrael og Taívan og tillögur íhaldsmanna um bann við samfélagsmiðlinum Tik Tok, sem er í eigu kínversks fyrirtækis. Frumvörpin fjögur voru svo sameinuð í einn pakka sem öldungadeildin tók til atkvæðagreiðslu í gær. Fær Úkraína 60,8 milljarða dala, Ísrael 26,3 milljarða dala og Taívan 8,1 milljarð dala. Stjórnvöld í Kína hafa hvatt Bandaríkjamenn til að standa við loforð sitt um að styðja ekki „sjálfstætt Taívan“ og að láta af öllum aðgerðum sem stuðla að vopnun þess. Hermálayfirvöld á Taívan segjast munu eiga samráð við Bandaríkin um það hvernig fjármununum verður varið. Israel Katz, utanríkisráðherra Ísrael, sagði samþykkt pakkans skýr skilaboð til óvina ríkisins. Ítarlega frétt um málið má finna á Guardian.
Bandaríkin Úkraína Ísrael Taívan Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Átök í Ísrael og Palestínu Kína Suður-Kínahaf Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent