Valdimar Jóhannsson kom gestunum frá Suðurlandi nokkuð óvænt yfir snemma leiks en Dagur Ingi Axelsson jafnaði metin eftir rúman hálftíma, staðan 1-1 í hálfleik.
Í síðari hálfleik kom Máni Austmann Hilmarsson heimamönnum í 2-1 og Júlíus Már Júlíusson bætti þriðja marki Fjölnis við á 73. mínútu. Þegar níu mínútur voru til loka venjulega leiktíma minnkaði Gonzalo Zamorano muninn í eitt mark en Jónatan Guðni Arnarsson gerði út um leikinn áður en 90 mínútur voru komnar á klukkuna.
Lokatölur 4-2 og Fjölnir komið áfram í Mjólkurbikar karla.