Lýsa yfir áhyggjum af fregnum af fjöldagröfum á Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 23. apríl 2024 18:24 Fólk á ferli um Khan Younis á Gasaströndinni. EPA/MOHAMMED SABER Volker Türk, yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur lýst yfir miklum áhyggjum af fregnum af því að hundruð líka hafi fundist í fjöldagröfum við tvö stærstu sjúkrahús Gasastrandarinnar. Palestínskir embættismenn, sem lúta stjórn Hamas-samtakanna, segja að 310 lík hafi fundist í gröfum við Nasser-sjúkrahúsið í Khan Younis eftir að Ísraelar hörfuðu þaðan í síðustu viku. Fyrr í mánuðinum bárust fregnir af fundi fjöldagrafa við Shifa-sjúkrahúsið, eftir að Ísraelar hörfuðu einnig þaðan í kjölfar umsáturs. Guardian hefur eftir Ravinu Shamdasani, talskonu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, að tilefni hafi verið til að hringja viðvörunarbjöllum vegna þessara fregna. Lík hafi fundist grafin með rusli og meðal þeirra væru lík gamalmenna og kvenna og að einver líkin virtust með bundnar hendur. Það gæfi augljóslega til kynna að einhverskonar ódæði hefðu verið framin og segir Shamdasani að rannsaka verði málið. Verið sé að vinna í því að staðfesta frásagnir Palestínumanna. Forsvarsmenn ísraelska hersins segja ekki rétt að hermenn hafi grafið lík við sjúkrahúsin. Í einhverjum tilfellum hefðu lík sem starfsmenn sjúkrahúsanna höfðu grafið verið grafin upp aftur og skoðuð en Ísraelar segja að þau hafi verið grafin aftur. Í yfirlýsingu frá hernum sem Reuters vitnar í segir að í þessum tilfellum hafi verið að kanna hvort ísraelskir gíslar Hamas eða annarra vígahópa hefðu verið grafnir í umræddum gröfum. Blaðamenn Reuters segjast hafa séð lík grafin upp úr jörðinni við Nasser-sjúkrahúsið í gær. Myndefni sem birt hefur verið á undanförnum mánuðum gefur þó til kynna að lík hafi verið grafin við sjúkrahúsið löngu áður en Ísraelar gerðu áhlaup á það. Fátt hefur verið staðfest í þessum efnum, enn sem komið er. Heilbrigðisráðuneyti Gasa segir að minnsta kosti 34,151 Palestínumann hafa fallið í árásum Ísraela frá því innrás þeirra á Gasaströndina hófst í október. Rúmlega 77 þúsund eru sagðir særðir og talið er að rúmlega sjö þúsund lík liggi enn í rústum húsa á svæðinu. Ofbeldi á Vesturbakkanum Ofbeldi hefur aukist á Vesturbakkanum á undanförnum mánuðum. Ísraelski herinn gerði áhlaup á Vesturbakkann um helgina og sögðu talsmenn hersins að nokkrir vígamenn hefðu verið felldir og aðrir handteknir. Heimastjórnin á Vesturbakkanum segir fjórtán Palestínumenn hafa fallið á laugardaginn en það er einhver mesti fjöldi látinna á svæðinu í nokkra mánuði. Shamdasani sagði í dag að Sameinuðu þjóðunum hefði borist fregnir af því að einhverjir hinna látnu virtust hafa verið teknir af lífi. Fjölmiðlar Hamas-samtakanna hafa þar að auki sakað Ísraela um að taka fólk af lífi en hefur ekki birt neinar sannanir fyrir slíkum ásökunum og Ísraelar hafna þeim. Fyrr í þessum mánuði gengi ísraelskir landtökumenn berserksgang á Vesturbakkanum eftir að lík fjórtán ára fjárhirðis sem talinn er hafa verið myrtur fannst. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Tugir handteknir á mótmælum háskólanema gegn aðgerðum Ísraels Tugir háskólanema voru handteknir á mótmælum gegn stríðsrekstri Ísraelsmanna á Gasa við Yale University í Connecticut og New York University á Manhattan í gær. Allir tímar við Columbia University fara nú fram um fjarfundabúnað vegna mótmæla. 23. apríl 2024 06:47 Engin sönnunargögn bendla UNRWA við árásina Ísraelsk yfirvöld hafa enn ekki komið fram með sönnunargögn sem bendla starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við aðild að áhlaupi Hamasliða á Ísrael þann sjöunda október síðasta árs. 22. apríl 2024 20:26 Segir af sér vegna mistaka í kringum árás Hamas Yfirmaður ísraelsku herleyniþjónustunnar sagði af sér í dag. Hann er fyrsti hátt setti embættismaðurinn sem lætur af starfi vegna afglapa leyniþjónustunnar sem gerðu vígamönnum Hamas kleift að ráðast á Ísrael 7. október. 22. apríl 2024 08:35 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Palestínskir embættismenn, sem lúta stjórn Hamas-samtakanna, segja að 310 lík hafi fundist í gröfum við Nasser-sjúkrahúsið í Khan Younis eftir að Ísraelar hörfuðu þaðan í síðustu viku. Fyrr í mánuðinum bárust fregnir af fundi fjöldagrafa við Shifa-sjúkrahúsið, eftir að Ísraelar hörfuðu einnig þaðan í kjölfar umsáturs. Guardian hefur eftir Ravinu Shamdasani, talskonu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, að tilefni hafi verið til að hringja viðvörunarbjöllum vegna þessara fregna. Lík hafi fundist grafin með rusli og meðal þeirra væru lík gamalmenna og kvenna og að einver líkin virtust með bundnar hendur. Það gæfi augljóslega til kynna að einhverskonar ódæði hefðu verið framin og segir Shamdasani að rannsaka verði málið. Verið sé að vinna í því að staðfesta frásagnir Palestínumanna. Forsvarsmenn ísraelska hersins segja ekki rétt að hermenn hafi grafið lík við sjúkrahúsin. Í einhverjum tilfellum hefðu lík sem starfsmenn sjúkrahúsanna höfðu grafið verið grafin upp aftur og skoðuð en Ísraelar segja að þau hafi verið grafin aftur. Í yfirlýsingu frá hernum sem Reuters vitnar í segir að í þessum tilfellum hafi verið að kanna hvort ísraelskir gíslar Hamas eða annarra vígahópa hefðu verið grafnir í umræddum gröfum. Blaðamenn Reuters segjast hafa séð lík grafin upp úr jörðinni við Nasser-sjúkrahúsið í gær. Myndefni sem birt hefur verið á undanförnum mánuðum gefur þó til kynna að lík hafi verið grafin við sjúkrahúsið löngu áður en Ísraelar gerðu áhlaup á það. Fátt hefur verið staðfest í þessum efnum, enn sem komið er. Heilbrigðisráðuneyti Gasa segir að minnsta kosti 34,151 Palestínumann hafa fallið í árásum Ísraela frá því innrás þeirra á Gasaströndina hófst í október. Rúmlega 77 þúsund eru sagðir særðir og talið er að rúmlega sjö þúsund lík liggi enn í rústum húsa á svæðinu. Ofbeldi á Vesturbakkanum Ofbeldi hefur aukist á Vesturbakkanum á undanförnum mánuðum. Ísraelski herinn gerði áhlaup á Vesturbakkann um helgina og sögðu talsmenn hersins að nokkrir vígamenn hefðu verið felldir og aðrir handteknir. Heimastjórnin á Vesturbakkanum segir fjórtán Palestínumenn hafa fallið á laugardaginn en það er einhver mesti fjöldi látinna á svæðinu í nokkra mánuði. Shamdasani sagði í dag að Sameinuðu þjóðunum hefði borist fregnir af því að einhverjir hinna látnu virtust hafa verið teknir af lífi. Fjölmiðlar Hamas-samtakanna hafa þar að auki sakað Ísraela um að taka fólk af lífi en hefur ekki birt neinar sannanir fyrir slíkum ásökunum og Ísraelar hafna þeim. Fyrr í þessum mánuði gengi ísraelskir landtökumenn berserksgang á Vesturbakkanum eftir að lík fjórtán ára fjárhirðis sem talinn er hafa verið myrtur fannst.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Tugir handteknir á mótmælum háskólanema gegn aðgerðum Ísraels Tugir háskólanema voru handteknir á mótmælum gegn stríðsrekstri Ísraelsmanna á Gasa við Yale University í Connecticut og New York University á Manhattan í gær. Allir tímar við Columbia University fara nú fram um fjarfundabúnað vegna mótmæla. 23. apríl 2024 06:47 Engin sönnunargögn bendla UNRWA við árásina Ísraelsk yfirvöld hafa enn ekki komið fram með sönnunargögn sem bendla starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við aðild að áhlaupi Hamasliða á Ísrael þann sjöunda október síðasta árs. 22. apríl 2024 20:26 Segir af sér vegna mistaka í kringum árás Hamas Yfirmaður ísraelsku herleyniþjónustunnar sagði af sér í dag. Hann er fyrsti hátt setti embættismaðurinn sem lætur af starfi vegna afglapa leyniþjónustunnar sem gerðu vígamönnum Hamas kleift að ráðast á Ísrael 7. október. 22. apríl 2024 08:35 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Tugir handteknir á mótmælum háskólanema gegn aðgerðum Ísraels Tugir háskólanema voru handteknir á mótmælum gegn stríðsrekstri Ísraelsmanna á Gasa við Yale University í Connecticut og New York University á Manhattan í gær. Allir tímar við Columbia University fara nú fram um fjarfundabúnað vegna mótmæla. 23. apríl 2024 06:47
Engin sönnunargögn bendla UNRWA við árásina Ísraelsk yfirvöld hafa enn ekki komið fram með sönnunargögn sem bendla starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við aðild að áhlaupi Hamasliða á Ísrael þann sjöunda október síðasta árs. 22. apríl 2024 20:26
Segir af sér vegna mistaka í kringum árás Hamas Yfirmaður ísraelsku herleyniþjónustunnar sagði af sér í dag. Hann er fyrsti hátt setti embættismaðurinn sem lætur af starfi vegna afglapa leyniþjónustunnar sem gerðu vígamönnum Hamas kleift að ráðast á Ísrael 7. október. 22. apríl 2024 08:35