Lýsa yfir áhyggjum af fregnum af fjöldagröfum á Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 23. apríl 2024 18:24 Fólk á ferli um Khan Younis á Gasaströndinni. EPA/MOHAMMED SABER Volker Türk, yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur lýst yfir miklum áhyggjum af fregnum af því að hundruð líka hafi fundist í fjöldagröfum við tvö stærstu sjúkrahús Gasastrandarinnar. Palestínskir embættismenn, sem lúta stjórn Hamas-samtakanna, segja að 310 lík hafi fundist í gröfum við Nasser-sjúkrahúsið í Khan Younis eftir að Ísraelar hörfuðu þaðan í síðustu viku. Fyrr í mánuðinum bárust fregnir af fundi fjöldagrafa við Shifa-sjúkrahúsið, eftir að Ísraelar hörfuðu einnig þaðan í kjölfar umsáturs. Guardian hefur eftir Ravinu Shamdasani, talskonu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, að tilefni hafi verið til að hringja viðvörunarbjöllum vegna þessara fregna. Lík hafi fundist grafin með rusli og meðal þeirra væru lík gamalmenna og kvenna og að einver líkin virtust með bundnar hendur. Það gæfi augljóslega til kynna að einhverskonar ódæði hefðu verið framin og segir Shamdasani að rannsaka verði málið. Verið sé að vinna í því að staðfesta frásagnir Palestínumanna. Forsvarsmenn ísraelska hersins segja ekki rétt að hermenn hafi grafið lík við sjúkrahúsin. Í einhverjum tilfellum hefðu lík sem starfsmenn sjúkrahúsanna höfðu grafið verið grafin upp aftur og skoðuð en Ísraelar segja að þau hafi verið grafin aftur. Í yfirlýsingu frá hernum sem Reuters vitnar í segir að í þessum tilfellum hafi verið að kanna hvort ísraelskir gíslar Hamas eða annarra vígahópa hefðu verið grafnir í umræddum gröfum. Blaðamenn Reuters segjast hafa séð lík grafin upp úr jörðinni við Nasser-sjúkrahúsið í gær. Myndefni sem birt hefur verið á undanförnum mánuðum gefur þó til kynna að lík hafi verið grafin við sjúkrahúsið löngu áður en Ísraelar gerðu áhlaup á það. Fátt hefur verið staðfest í þessum efnum, enn sem komið er. Heilbrigðisráðuneyti Gasa segir að minnsta kosti 34,151 Palestínumann hafa fallið í árásum Ísraela frá því innrás þeirra á Gasaströndina hófst í október. Rúmlega 77 þúsund eru sagðir særðir og talið er að rúmlega sjö þúsund lík liggi enn í rústum húsa á svæðinu. Ofbeldi á Vesturbakkanum Ofbeldi hefur aukist á Vesturbakkanum á undanförnum mánuðum. Ísraelski herinn gerði áhlaup á Vesturbakkann um helgina og sögðu talsmenn hersins að nokkrir vígamenn hefðu verið felldir og aðrir handteknir. Heimastjórnin á Vesturbakkanum segir fjórtán Palestínumenn hafa fallið á laugardaginn en það er einhver mesti fjöldi látinna á svæðinu í nokkra mánuði. Shamdasani sagði í dag að Sameinuðu þjóðunum hefði borist fregnir af því að einhverjir hinna látnu virtust hafa verið teknir af lífi. Fjölmiðlar Hamas-samtakanna hafa þar að auki sakað Ísraela um að taka fólk af lífi en hefur ekki birt neinar sannanir fyrir slíkum ásökunum og Ísraelar hafna þeim. Fyrr í þessum mánuði gengi ísraelskir landtökumenn berserksgang á Vesturbakkanum eftir að lík fjórtán ára fjárhirðis sem talinn er hafa verið myrtur fannst. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Tugir handteknir á mótmælum háskólanema gegn aðgerðum Ísraels Tugir háskólanema voru handteknir á mótmælum gegn stríðsrekstri Ísraelsmanna á Gasa við Yale University í Connecticut og New York University á Manhattan í gær. Allir tímar við Columbia University fara nú fram um fjarfundabúnað vegna mótmæla. 23. apríl 2024 06:47 Engin sönnunargögn bendla UNRWA við árásina Ísraelsk yfirvöld hafa enn ekki komið fram með sönnunargögn sem bendla starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við aðild að áhlaupi Hamasliða á Ísrael þann sjöunda október síðasta árs. 22. apríl 2024 20:26 Segir af sér vegna mistaka í kringum árás Hamas Yfirmaður ísraelsku herleyniþjónustunnar sagði af sér í dag. Hann er fyrsti hátt setti embættismaðurinn sem lætur af starfi vegna afglapa leyniþjónustunnar sem gerðu vígamönnum Hamas kleift að ráðast á Ísrael 7. október. 22. apríl 2024 08:35 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Palestínskir embættismenn, sem lúta stjórn Hamas-samtakanna, segja að 310 lík hafi fundist í gröfum við Nasser-sjúkrahúsið í Khan Younis eftir að Ísraelar hörfuðu þaðan í síðustu viku. Fyrr í mánuðinum bárust fregnir af fundi fjöldagrafa við Shifa-sjúkrahúsið, eftir að Ísraelar hörfuðu einnig þaðan í kjölfar umsáturs. Guardian hefur eftir Ravinu Shamdasani, talskonu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, að tilefni hafi verið til að hringja viðvörunarbjöllum vegna þessara fregna. Lík hafi fundist grafin með rusli og meðal þeirra væru lík gamalmenna og kvenna og að einver líkin virtust með bundnar hendur. Það gæfi augljóslega til kynna að einhverskonar ódæði hefðu verið framin og segir Shamdasani að rannsaka verði málið. Verið sé að vinna í því að staðfesta frásagnir Palestínumanna. Forsvarsmenn ísraelska hersins segja ekki rétt að hermenn hafi grafið lík við sjúkrahúsin. Í einhverjum tilfellum hefðu lík sem starfsmenn sjúkrahúsanna höfðu grafið verið grafin upp aftur og skoðuð en Ísraelar segja að þau hafi verið grafin aftur. Í yfirlýsingu frá hernum sem Reuters vitnar í segir að í þessum tilfellum hafi verið að kanna hvort ísraelskir gíslar Hamas eða annarra vígahópa hefðu verið grafnir í umræddum gröfum. Blaðamenn Reuters segjast hafa séð lík grafin upp úr jörðinni við Nasser-sjúkrahúsið í gær. Myndefni sem birt hefur verið á undanförnum mánuðum gefur þó til kynna að lík hafi verið grafin við sjúkrahúsið löngu áður en Ísraelar gerðu áhlaup á það. Fátt hefur verið staðfest í þessum efnum, enn sem komið er. Heilbrigðisráðuneyti Gasa segir að minnsta kosti 34,151 Palestínumann hafa fallið í árásum Ísraela frá því innrás þeirra á Gasaströndina hófst í október. Rúmlega 77 þúsund eru sagðir særðir og talið er að rúmlega sjö þúsund lík liggi enn í rústum húsa á svæðinu. Ofbeldi á Vesturbakkanum Ofbeldi hefur aukist á Vesturbakkanum á undanförnum mánuðum. Ísraelski herinn gerði áhlaup á Vesturbakkann um helgina og sögðu talsmenn hersins að nokkrir vígamenn hefðu verið felldir og aðrir handteknir. Heimastjórnin á Vesturbakkanum segir fjórtán Palestínumenn hafa fallið á laugardaginn en það er einhver mesti fjöldi látinna á svæðinu í nokkra mánuði. Shamdasani sagði í dag að Sameinuðu þjóðunum hefði borist fregnir af því að einhverjir hinna látnu virtust hafa verið teknir af lífi. Fjölmiðlar Hamas-samtakanna hafa þar að auki sakað Ísraela um að taka fólk af lífi en hefur ekki birt neinar sannanir fyrir slíkum ásökunum og Ísraelar hafna þeim. Fyrr í þessum mánuði gengi ísraelskir landtökumenn berserksgang á Vesturbakkanum eftir að lík fjórtán ára fjárhirðis sem talinn er hafa verið myrtur fannst.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Tugir handteknir á mótmælum háskólanema gegn aðgerðum Ísraels Tugir háskólanema voru handteknir á mótmælum gegn stríðsrekstri Ísraelsmanna á Gasa við Yale University í Connecticut og New York University á Manhattan í gær. Allir tímar við Columbia University fara nú fram um fjarfundabúnað vegna mótmæla. 23. apríl 2024 06:47 Engin sönnunargögn bendla UNRWA við árásina Ísraelsk yfirvöld hafa enn ekki komið fram með sönnunargögn sem bendla starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við aðild að áhlaupi Hamasliða á Ísrael þann sjöunda október síðasta árs. 22. apríl 2024 20:26 Segir af sér vegna mistaka í kringum árás Hamas Yfirmaður ísraelsku herleyniþjónustunnar sagði af sér í dag. Hann er fyrsti hátt setti embættismaðurinn sem lætur af starfi vegna afglapa leyniþjónustunnar sem gerðu vígamönnum Hamas kleift að ráðast á Ísrael 7. október. 22. apríl 2024 08:35 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Tugir handteknir á mótmælum háskólanema gegn aðgerðum Ísraels Tugir háskólanema voru handteknir á mótmælum gegn stríðsrekstri Ísraelsmanna á Gasa við Yale University í Connecticut og New York University á Manhattan í gær. Allir tímar við Columbia University fara nú fram um fjarfundabúnað vegna mótmæla. 23. apríl 2024 06:47
Engin sönnunargögn bendla UNRWA við árásina Ísraelsk yfirvöld hafa enn ekki komið fram með sönnunargögn sem bendla starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við aðild að áhlaupi Hamasliða á Ísrael þann sjöunda október síðasta árs. 22. apríl 2024 20:26
Segir af sér vegna mistaka í kringum árás Hamas Yfirmaður ísraelsku herleyniþjónustunnar sagði af sér í dag. Hann er fyrsti hátt setti embættismaðurinn sem lætur af starfi vegna afglapa leyniþjónustunnar sem gerðu vígamönnum Hamas kleift að ráðast á Ísrael 7. október. 22. apríl 2024 08:35