Það er kominn tími til að tala um frið Lea María Lemarquis skrifar 21. apríl 2024 15:30 Reglulega er leitast eftir stuðningi Íslands við stríð. Íslensk stjórnvöld svara kallinu og styðja hernað gegnum hernaðarbandalagið NATÓ. Á hverju ári eru haldnar heræfingar á landinu og gistinóttum bandarískra hermanna í Keflavík fjölgar. Enn eru fjölskyldur að syrgja ástvini sem myrtir voru með stuðningi Íslands í Írak, Afganistan og Líbíu. En það er VAL að taka þátt í hernaði. Lítið ríki getur lagt sitt af mörkum til að stuðla að friði í stað þess að hvetja til hernaðar. Við eigum að reka sjálfstæða utanríkisstefnu með frið að leiðarljósi! Íslensk stjórnvöld hafa ekki látið innrás Ísraels á Gaza trufla sig mikið. Engar aðgerðir til að stöðva þjóðarmorð. Engar skammir til landránsnýlendunnar frekar en venjulega. Ekki viðskiptaþvinganir og blússandi diplómatískt samstarf milli Íslands og Ísrael. Jú það var smá lífsmark þegar utanríkisráðherrann Bjarni Benediktsson frysti lífsnauðsynlega aðstoð til Gaza um leið og vinir hans í Likud-flokki Netanyahu hnipptu í hann. Aðgerðir íslenskra stjórnvalda hafa verið herskáar. Engar fordæmingar á blóðbaðinu. En íslenskir ráðamenn voru ekki lengi að fordæma drónaárásir Írana. Árásir þar sem enginn lét lífið og voru andsvar við árásum Ísraels. Drónaárásir sem voru tilkynntar með fyrirvara til þess að þeim yrði örugglega eytt í lofti. Eins og í leiknum “Yfir” þar sem hitt liðið er látið vita til að geta gripið boltann. Í þetta sinn brugðust Bjarni og Kolbrún skjótt við til að fordæma. Því spyr ég: Er árás á sumar þjóðir alvarlegri en árás á aðrar? Er ekki maður það sama og maður? Krefjumst þess að ríkisstjórn Íslands fordæmi árásir Ísraela. RÍKISSTJÓRN FORDÆMIÐ ÞJÓÐARMORÐ. Í lok síðasta árs kom í ljós að Suður Afríka myndi sækja mál fyrir Alþjóðadómstólnum í tilraun til að koma í veg fyrir þjóðarmorð Ísraela á palestínsku þjóðinni. Þá höfðu drápin staðið yfir í marga mánuði og ljóst að ásetningurinn var að eyðileggja alla innviði, drepa fólk, svelta, og hrekja á flótta. Málsókn Suður Afríku vakti von um að alþjóðasamfélagið myndi ekki standa hjá andspænis svo miklum manngerðum hryllingi. Svo vongóð var ég að ég stofnaði undirskriftalista til að hvetja íslensk stjórnvöld til að styðja málsóknina. Á skömmum tíma skrifuðu 10 þúsund manns undir. Hvatningin var stíluð á Katrínu Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson þáverandi utanríkisráðherra. Katrín vildi ekkert með málið hafa. Ég skrifaði pósta, hringdi í forsætisráðuneytið og kom skilaboðum til ráðuneytisstjórans. Alltaf sama svarið: Katrín neitaði að taka við listanum, hún sæi ekki um utanríkismálin. Utanríkisstefna hennar eigin ríkisstjórnar var henni alveg óviðkomandi! Bjarni tók aldrei við listanum. Hann var ýmist erlendis eða það var svo erfitt að finna 5 mínútur til að taka við listanum. Mér var boðið að skilja listann eftir í anddyri ráðuneytisins. Loks fékk ég boð um að það yrði aðstoðarmaður utanríkisráðherra sem tæki við undirskriftunum. Þarna, eftir 18 daga stapp við að reyna að afhenda utanríkisráðherra listann, gafst ég upp. Utanríkisráðuneytið gaf út að Ísland styddi Alþjóðadómstólinn en ekki einstaka mál. Gott og vel. Nú liggur úrskurður fyrir í málinu: Ísrael á að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Þá er komið að því að sýna stuðning við Alþjóðadómstólinn í verki. Ríkisstjórnin verður að fordæma drápin og beita sér til að stöðva hryllinginn! Fyrir 10 dögum tók nýr utanríkisráðherra til starfa en Þórdís Kolbrún hefur sinnt embættinu áður. Þegar hún ávarpaði Allsherjarráð Sameinuðu Þjóðanna árið 2022 sagði hún: “Mannkynsins vegna, verður Úkraína að sigra”. Hún sagði ekki: “Mannkynsins vegna verður að stöðva stríðið. Mannkynsins vegna þarf að efla friðarviðræður” eða “Mannkynsins vegna þurfa stórveldin að eyða kjarnorkuvopnum sínum.” Nei, ræðum ekki diplómatískar leiðir. Fórnum frekar mannslífum og sendum vopn úr fjarlægð. Því miður bendir flest til þess að Þórdís Kolbrún sé jafn herská og Bjarni. En við erum hér og við höfnum hernaðarhyggjunni. Friður er alltaf mögulegur. Krefjumst þess að Ísland reki sjálfstæða utanríkisstefnu. Við viljum standa utan hernaðarbandalaga. Við viljum afvopnun. Við viljum að fólk í Palestínu geti lifað frjálst í eigin landi. Við viljum frið og réttlæti í Palestínu! Höfundur er í stjórn Menningar og friðarsamtakanna MFÍK Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Reglulega er leitast eftir stuðningi Íslands við stríð. Íslensk stjórnvöld svara kallinu og styðja hernað gegnum hernaðarbandalagið NATÓ. Á hverju ári eru haldnar heræfingar á landinu og gistinóttum bandarískra hermanna í Keflavík fjölgar. Enn eru fjölskyldur að syrgja ástvini sem myrtir voru með stuðningi Íslands í Írak, Afganistan og Líbíu. En það er VAL að taka þátt í hernaði. Lítið ríki getur lagt sitt af mörkum til að stuðla að friði í stað þess að hvetja til hernaðar. Við eigum að reka sjálfstæða utanríkisstefnu með frið að leiðarljósi! Íslensk stjórnvöld hafa ekki látið innrás Ísraels á Gaza trufla sig mikið. Engar aðgerðir til að stöðva þjóðarmorð. Engar skammir til landránsnýlendunnar frekar en venjulega. Ekki viðskiptaþvinganir og blússandi diplómatískt samstarf milli Íslands og Ísrael. Jú það var smá lífsmark þegar utanríkisráðherrann Bjarni Benediktsson frysti lífsnauðsynlega aðstoð til Gaza um leið og vinir hans í Likud-flokki Netanyahu hnipptu í hann. Aðgerðir íslenskra stjórnvalda hafa verið herskáar. Engar fordæmingar á blóðbaðinu. En íslenskir ráðamenn voru ekki lengi að fordæma drónaárásir Írana. Árásir þar sem enginn lét lífið og voru andsvar við árásum Ísraels. Drónaárásir sem voru tilkynntar með fyrirvara til þess að þeim yrði örugglega eytt í lofti. Eins og í leiknum “Yfir” þar sem hitt liðið er látið vita til að geta gripið boltann. Í þetta sinn brugðust Bjarni og Kolbrún skjótt við til að fordæma. Því spyr ég: Er árás á sumar þjóðir alvarlegri en árás á aðrar? Er ekki maður það sama og maður? Krefjumst þess að ríkisstjórn Íslands fordæmi árásir Ísraela. RÍKISSTJÓRN FORDÆMIÐ ÞJÓÐARMORÐ. Í lok síðasta árs kom í ljós að Suður Afríka myndi sækja mál fyrir Alþjóðadómstólnum í tilraun til að koma í veg fyrir þjóðarmorð Ísraela á palestínsku þjóðinni. Þá höfðu drápin staðið yfir í marga mánuði og ljóst að ásetningurinn var að eyðileggja alla innviði, drepa fólk, svelta, og hrekja á flótta. Málsókn Suður Afríku vakti von um að alþjóðasamfélagið myndi ekki standa hjá andspænis svo miklum manngerðum hryllingi. Svo vongóð var ég að ég stofnaði undirskriftalista til að hvetja íslensk stjórnvöld til að styðja málsóknina. Á skömmum tíma skrifuðu 10 þúsund manns undir. Hvatningin var stíluð á Katrínu Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson þáverandi utanríkisráðherra. Katrín vildi ekkert með málið hafa. Ég skrifaði pósta, hringdi í forsætisráðuneytið og kom skilaboðum til ráðuneytisstjórans. Alltaf sama svarið: Katrín neitaði að taka við listanum, hún sæi ekki um utanríkismálin. Utanríkisstefna hennar eigin ríkisstjórnar var henni alveg óviðkomandi! Bjarni tók aldrei við listanum. Hann var ýmist erlendis eða það var svo erfitt að finna 5 mínútur til að taka við listanum. Mér var boðið að skilja listann eftir í anddyri ráðuneytisins. Loks fékk ég boð um að það yrði aðstoðarmaður utanríkisráðherra sem tæki við undirskriftunum. Þarna, eftir 18 daga stapp við að reyna að afhenda utanríkisráðherra listann, gafst ég upp. Utanríkisráðuneytið gaf út að Ísland styddi Alþjóðadómstólinn en ekki einstaka mál. Gott og vel. Nú liggur úrskurður fyrir í málinu: Ísrael á að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Þá er komið að því að sýna stuðning við Alþjóðadómstólinn í verki. Ríkisstjórnin verður að fordæma drápin og beita sér til að stöðva hryllinginn! Fyrir 10 dögum tók nýr utanríkisráðherra til starfa en Þórdís Kolbrún hefur sinnt embættinu áður. Þegar hún ávarpaði Allsherjarráð Sameinuðu Þjóðanna árið 2022 sagði hún: “Mannkynsins vegna, verður Úkraína að sigra”. Hún sagði ekki: “Mannkynsins vegna verður að stöðva stríðið. Mannkynsins vegna þarf að efla friðarviðræður” eða “Mannkynsins vegna þurfa stórveldin að eyða kjarnorkuvopnum sínum.” Nei, ræðum ekki diplómatískar leiðir. Fórnum frekar mannslífum og sendum vopn úr fjarlægð. Því miður bendir flest til þess að Þórdís Kolbrún sé jafn herská og Bjarni. En við erum hér og við höfnum hernaðarhyggjunni. Friður er alltaf mögulegur. Krefjumst þess að Ísland reki sjálfstæða utanríkisstefnu. Við viljum standa utan hernaðarbandalaga. Við viljum afvopnun. Við viljum að fólk í Palestínu geti lifað frjálst í eigin landi. Við viljum frið og réttlæti í Palestínu! Höfundur er í stjórn Menningar og friðarsamtakanna MFÍK
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun