Fækkuðu tímum í skriffinnsku um tugi klukkustunda á mánuði Lovísa Arnardóttir skrifar 20. apríl 2024 15:36 Henný sér fram á að halda áfram rannsóknum sínum á tæknilausnum í heilbrigðisþjónustu sem geti sparað tíma og aukið skilvirkni og gæði þjónustu. Aðsend Hjúkrunarfræðingum hefur tekist að minnka skriffinnsku um margar klukkustundir með notkun smáforritsins Iðunnar. Í forritinu eru forskráð verkefni sem starfsfólk hakar við að loknu verki. Forritið minnkar skriffinnsku og eykur yfirsýn að mati rannsakanda. Henný Björk Birgisdóttir, meistaranemi í stafrænni heilbrigðistækni í Háskólanum í Reykjavík, hefur rannsakað appið og hvaða áhrif notkun þess hefur fyrir starfsfólk á fjórum hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu. Forritið er hannað af Helix en þar var Henný í starfsnámi. „Þar fékk ég áhuga á þessu og að skoða betur hvernig tæknin getur haft áhrif á starf heilbrigðisstarfsmanna,“ segir Henný sem sjálf er hjúkrunarfræðingur og starfar á Landspítala. Meðal niðurstaðna rannsóknar hennar er að innleiðing á smáforriti, eins og Iðunni, hefur í för með sér tímasparnað og aukna yfirsýn á hjúkrunarheimilum. Sem dæmi kom fram að hægt sé að nýta um 22 tíma á hverjum mánuði í umönnun og aðhlynningu íbúa sem hefðu að óbreyttu farið í skriffinnsku og skráningar. Einu hjúkrunarheimili tókst meðal annars að fækka daglegum vaktafundum starfsfólks úr þremur niður í tvo, þar sem yfirsýn starfsfólks hafði aukist með betri skráningu verka. Faglærðum fækkað Í þessu samhengi er gott að nefna að faglærðum einstaklingum á hjúkrunarheimilum hefur fækkað mikið undanfarin ár. Hjúkrunarfræðingar eru til að mynda einungis 10 prósent þeirra sem sinna umönnun á hjúkrunarheimilum. Dæmi um skráningu í Iðunni. „Það vita það flestir að það er skortur á heilbrigðisstarfsfólki en ég held að fólki geri sér kannski ekki grein fyrir því hversu slæm staðan er orðin,“ segir Henný og að samkvæmt athugun heilbrigðisráðuneytisins sé hlutfall hjúkrunarfræðinga sem koma að umönnun íbúa aðeins helmingur af lágmarksviði landlæknisembættisins. „Svo íbúi fái viðunandi þjónustu á hjúkrunarheimili. Það sem er svo verra er að þessi fámenni hópur hjúkrunarfræðinga ef við rýnum ofan í störfin er frekar illa nýttur. Skráning er rosa stór hluti af okkur vinnu því samkvæmt lögum ber okkur að skrá niður allt sem við gerum fyrir skjólstæðinga okkar á hverri vakt. Skráningarskyldan er í raun svo mikil að ef verkið er ekki skráð þá er litið svo á að verkið hafi ekki verið unnið.“ Haka við fyrirframákveðin verk Í viðtölum Hennýjar við starfandi hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarheimilum kom fram að um 50 til 75 prósent af tíma þeirra í vinnu var varið fyrir framan tölvu í skráningar á bæði sínum verkum og þeirra sem sjá um almenna umönnun. „Iðunn virkar þannig að það birtist listi yfir íbúana og þá þætti sem þarf að gera fyrir íbúann. Þegar starfsmaðurinn hakar við þessa þætti þá færist það sjálfkrafa inn í sjúkrasögu íbúans. Þar geta hjúkrunarfræðingarnir fylgst með því sem er verið að gera. Markmiðið með Iðunni er þessi rauntímaskráning. Að starfsmenn í umönnun merki við um leið og þeir séu að sinna einum íbúa eða að minnsta kosti þar til þeir fara til þess næsta. Þar af leiðandi berast upplýsingar hraðar inn í kerfið og hjúkrunarfræðingar fá upplýsingarnar fyrr.“ Dæmi um verkefni sem þarf að sinna hjá íbúa Með notkun Iðunnar hafi skriffinnska minnkað en skráningin einnig batnað, því allir starfsmenn skrá sjálfir það sem þeir gera. Þannig fæst einnig betri yfirsýn. „Það að skrá niður hvenær einhver íbúi á hjúkrunarheimili fer í bað. Það er mjög mikilvægt, og að halda líka utan um klósettferðir því tíðni þeirra geta gefið okkur ýmsar upplýsingar. Þannig þetta eru í raun allt skráningarskyldar upplýsingar.“ Hvert verk skráningarskylt Spurð hvort það sé hætta á að skráningin verði ónákvæmari segir Henný að hún ætti ekki að verða það. Á sama tíma og fólk haki við þá geti það skráð athugasemdir ef eitthvað þarf að kanna betur. Hjúkrunarfræðingarnir fái þessar upplýsingar í rauntíma og geti þá brugðist við strax. „Segjum að einstaklingur fari í bað. Þá er hægt að haka við að hann fari í bað og bæta svo við stuttri lýsingu um það sé kannski einhver roði einhvers staðar og hjúkrunarfræðingurinn getur brugðist strax við.“ Henný spurði hjúkrunarfræðingana hversu mikinn tíma þær teldu Iðunni vera að spara þeim og voru svörin mjög ólík. Í einhverjum tilfellum þurfti ekki lengur að sinna daglegri skráningu. „Í gamni mínu tók ég saman. Ef við gerum ráð fyrir að tími þeirra hafi styst um helming miðað við mönnun á hundrað manna heimili þá er að sparast um hálf vinnuvika á mánuði bara í þetta.“ Dæmið væri þá reiknað svona: 100 íbúa hjúkrunarheimili þar sem sex hjúkrunarfræðingar í heildina sinna morgun- og kvöldvöktum þar sem eftir farandi verk eru framkvæmd á einum sólarhring; allir hringja 2 símtöl í ættingja, eitt legusár sem fylgjast þarf með daglega og starfsmenn eru svo duglegir að skrá að hægt er að fella niður rapport. Þá sparast um það bil 43 mínútur á dag með tilkomu Iðunnar. Sé sama rútína endurtekin á hverjum degi í einn mánuð (30 daga) gerir það 1.306 mínútur eða 21.75 klukkustundir á mánuði Fleiri verk sem spari tíma Henný segir fleira en bara skráninguna spara hjúkrunarfræðingum tíma. Sem dæmi sé hægt að framkvæma sáramyndatöku í síma sem appið er í og hlaða beint inn og hringja beint í aðstandendur. „Það tók áður margar mínútur að taka mynd af sári og hengja inn í sjúkraskrá einstaklings. Nú tekur þetta um 20 sekúndur. Bara svona einfaldir hlutir telja fljótt þegar þeir eru lagðir saman.“ Henný segir að með slíkum tímasparnaði batni þjónustan. „Hjúkrunarfræðingarnir hafa meiri tíma til að vera frammi. Vera með íbúunum og geta gefið sér meiri tíma í að sinna þeim verkum sem þær þurfa að gera.“ Henný segir að þau hjúkrunarheimili sem séu að nota appið hafi keypt sérstaka síma sem keyri appið og svo sé það tengt Internetinu á heimilinu. Þannig sé tryggt að enginn geti komist í upplýsingarnar utan heimilisins og ef einhver tekur óvart símann heim kemst hann ekki í upplýsingarnar þar. Henný segist ætla að rannsaka efnið nánar og er að skrifa meistararitgerð þar sem hún fer nánar í þessar niðurstöður. „Þetta er spennandi vettvangur sem býður upp á mörg tækifæri. Ég held að þetta sé bara byrjunin og við séum að fara að stíga stórt skref inn í stafræna framtíð.“ Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Tækni Stafræn þróun Tengdar fréttir Heimilislæknar boða einhliða aðgerðir verði skriffinnskan ekki afnumin Heimilislæknar ætla að beita einhliða aðgerðum ef ekki verður komið til móts við kröfur þeirra um afnám skriffinnsku sem þeir telja óþarfa. Stór hluti af vinnudegi þeirra fari í pappírsvinnu sem valdi því að löng bið er eftir tíma hjá heimilislækni. Þá er meira en helmingur heimilislækna við kulnunarmörk. 14. apríl 2024 19:17 Atvinnurekendur sligi kerfið með kröfum um vottorð Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að í heilbrigðiskerfinu fari allt of mikill tími í skriffinnsku og alltof lítill tími í að sinna sjúklingum. 11. apríl 2024 12:49 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Henný Björk Birgisdóttir, meistaranemi í stafrænni heilbrigðistækni í Háskólanum í Reykjavík, hefur rannsakað appið og hvaða áhrif notkun þess hefur fyrir starfsfólk á fjórum hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu. Forritið er hannað af Helix en þar var Henný í starfsnámi. „Þar fékk ég áhuga á þessu og að skoða betur hvernig tæknin getur haft áhrif á starf heilbrigðisstarfsmanna,“ segir Henný sem sjálf er hjúkrunarfræðingur og starfar á Landspítala. Meðal niðurstaðna rannsóknar hennar er að innleiðing á smáforriti, eins og Iðunni, hefur í för með sér tímasparnað og aukna yfirsýn á hjúkrunarheimilum. Sem dæmi kom fram að hægt sé að nýta um 22 tíma á hverjum mánuði í umönnun og aðhlynningu íbúa sem hefðu að óbreyttu farið í skriffinnsku og skráningar. Einu hjúkrunarheimili tókst meðal annars að fækka daglegum vaktafundum starfsfólks úr þremur niður í tvo, þar sem yfirsýn starfsfólks hafði aukist með betri skráningu verka. Faglærðum fækkað Í þessu samhengi er gott að nefna að faglærðum einstaklingum á hjúkrunarheimilum hefur fækkað mikið undanfarin ár. Hjúkrunarfræðingar eru til að mynda einungis 10 prósent þeirra sem sinna umönnun á hjúkrunarheimilum. Dæmi um skráningu í Iðunni. „Það vita það flestir að það er skortur á heilbrigðisstarfsfólki en ég held að fólki geri sér kannski ekki grein fyrir því hversu slæm staðan er orðin,“ segir Henný og að samkvæmt athugun heilbrigðisráðuneytisins sé hlutfall hjúkrunarfræðinga sem koma að umönnun íbúa aðeins helmingur af lágmarksviði landlæknisembættisins. „Svo íbúi fái viðunandi þjónustu á hjúkrunarheimili. Það sem er svo verra er að þessi fámenni hópur hjúkrunarfræðinga ef við rýnum ofan í störfin er frekar illa nýttur. Skráning er rosa stór hluti af okkur vinnu því samkvæmt lögum ber okkur að skrá niður allt sem við gerum fyrir skjólstæðinga okkar á hverri vakt. Skráningarskyldan er í raun svo mikil að ef verkið er ekki skráð þá er litið svo á að verkið hafi ekki verið unnið.“ Haka við fyrirframákveðin verk Í viðtölum Hennýjar við starfandi hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarheimilum kom fram að um 50 til 75 prósent af tíma þeirra í vinnu var varið fyrir framan tölvu í skráningar á bæði sínum verkum og þeirra sem sjá um almenna umönnun. „Iðunn virkar þannig að það birtist listi yfir íbúana og þá þætti sem þarf að gera fyrir íbúann. Þegar starfsmaðurinn hakar við þessa þætti þá færist það sjálfkrafa inn í sjúkrasögu íbúans. Þar geta hjúkrunarfræðingarnir fylgst með því sem er verið að gera. Markmiðið með Iðunni er þessi rauntímaskráning. Að starfsmenn í umönnun merki við um leið og þeir séu að sinna einum íbúa eða að minnsta kosti þar til þeir fara til þess næsta. Þar af leiðandi berast upplýsingar hraðar inn í kerfið og hjúkrunarfræðingar fá upplýsingarnar fyrr.“ Dæmi um verkefni sem þarf að sinna hjá íbúa Með notkun Iðunnar hafi skriffinnska minnkað en skráningin einnig batnað, því allir starfsmenn skrá sjálfir það sem þeir gera. Þannig fæst einnig betri yfirsýn. „Það að skrá niður hvenær einhver íbúi á hjúkrunarheimili fer í bað. Það er mjög mikilvægt, og að halda líka utan um klósettferðir því tíðni þeirra geta gefið okkur ýmsar upplýsingar. Þannig þetta eru í raun allt skráningarskyldar upplýsingar.“ Hvert verk skráningarskylt Spurð hvort það sé hætta á að skráningin verði ónákvæmari segir Henný að hún ætti ekki að verða það. Á sama tíma og fólk haki við þá geti það skráð athugasemdir ef eitthvað þarf að kanna betur. Hjúkrunarfræðingarnir fái þessar upplýsingar í rauntíma og geti þá brugðist við strax. „Segjum að einstaklingur fari í bað. Þá er hægt að haka við að hann fari í bað og bæta svo við stuttri lýsingu um það sé kannski einhver roði einhvers staðar og hjúkrunarfræðingurinn getur brugðist strax við.“ Henný spurði hjúkrunarfræðingana hversu mikinn tíma þær teldu Iðunni vera að spara þeim og voru svörin mjög ólík. Í einhverjum tilfellum þurfti ekki lengur að sinna daglegri skráningu. „Í gamni mínu tók ég saman. Ef við gerum ráð fyrir að tími þeirra hafi styst um helming miðað við mönnun á hundrað manna heimili þá er að sparast um hálf vinnuvika á mánuði bara í þetta.“ Dæmið væri þá reiknað svona: 100 íbúa hjúkrunarheimili þar sem sex hjúkrunarfræðingar í heildina sinna morgun- og kvöldvöktum þar sem eftir farandi verk eru framkvæmd á einum sólarhring; allir hringja 2 símtöl í ættingja, eitt legusár sem fylgjast þarf með daglega og starfsmenn eru svo duglegir að skrá að hægt er að fella niður rapport. Þá sparast um það bil 43 mínútur á dag með tilkomu Iðunnar. Sé sama rútína endurtekin á hverjum degi í einn mánuð (30 daga) gerir það 1.306 mínútur eða 21.75 klukkustundir á mánuði Fleiri verk sem spari tíma Henný segir fleira en bara skráninguna spara hjúkrunarfræðingum tíma. Sem dæmi sé hægt að framkvæma sáramyndatöku í síma sem appið er í og hlaða beint inn og hringja beint í aðstandendur. „Það tók áður margar mínútur að taka mynd af sári og hengja inn í sjúkraskrá einstaklings. Nú tekur þetta um 20 sekúndur. Bara svona einfaldir hlutir telja fljótt þegar þeir eru lagðir saman.“ Henný segir að með slíkum tímasparnaði batni þjónustan. „Hjúkrunarfræðingarnir hafa meiri tíma til að vera frammi. Vera með íbúunum og geta gefið sér meiri tíma í að sinna þeim verkum sem þær þurfa að gera.“ Henný segir að þau hjúkrunarheimili sem séu að nota appið hafi keypt sérstaka síma sem keyri appið og svo sé það tengt Internetinu á heimilinu. Þannig sé tryggt að enginn geti komist í upplýsingarnar utan heimilisins og ef einhver tekur óvart símann heim kemst hann ekki í upplýsingarnar þar. Henný segist ætla að rannsaka efnið nánar og er að skrifa meistararitgerð þar sem hún fer nánar í þessar niðurstöður. „Þetta er spennandi vettvangur sem býður upp á mörg tækifæri. Ég held að þetta sé bara byrjunin og við séum að fara að stíga stórt skref inn í stafræna framtíð.“
Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Tækni Stafræn þróun Tengdar fréttir Heimilislæknar boða einhliða aðgerðir verði skriffinnskan ekki afnumin Heimilislæknar ætla að beita einhliða aðgerðum ef ekki verður komið til móts við kröfur þeirra um afnám skriffinnsku sem þeir telja óþarfa. Stór hluti af vinnudegi þeirra fari í pappírsvinnu sem valdi því að löng bið er eftir tíma hjá heimilislækni. Þá er meira en helmingur heimilislækna við kulnunarmörk. 14. apríl 2024 19:17 Atvinnurekendur sligi kerfið með kröfum um vottorð Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að í heilbrigðiskerfinu fari allt of mikill tími í skriffinnsku og alltof lítill tími í að sinna sjúklingum. 11. apríl 2024 12:49 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Heimilislæknar boða einhliða aðgerðir verði skriffinnskan ekki afnumin Heimilislæknar ætla að beita einhliða aðgerðum ef ekki verður komið til móts við kröfur þeirra um afnám skriffinnsku sem þeir telja óþarfa. Stór hluti af vinnudegi þeirra fari í pappírsvinnu sem valdi því að löng bið er eftir tíma hjá heimilislækni. Þá er meira en helmingur heimilislækna við kulnunarmörk. 14. apríl 2024 19:17
Atvinnurekendur sligi kerfið með kröfum um vottorð Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að í heilbrigðiskerfinu fari allt of mikill tími í skriffinnsku og alltof lítill tími í að sinna sjúklingum. 11. apríl 2024 12:49