Segjast hafa skotið niður dýrmæta sprengjuflugvél Samúel Karl Ólason skrifar 19. apríl 2024 09:44 Úkraínumenn segjast hafa skotið sprengjuflugvélina niður í um þrjú hundruð kílómetra fjarlægð frá landamærum Úkraínu. Úkraínskir hermenn segjast hafa skotið niður verðmæta rússneska sprengjuflugvél. Flugvélin er af gerðinni Tu-22M3 en þær eru meðal annars notaðar til að skjóta eld- og stýriflaugum að Úkraínu. Einn flugmaður af fjórum úr áhöfn flugvélarinnar er sagður hafa látið lífið. Ráðamenn í Kreml segja að flugvélin hafi ekki verið skotin niður, heldur hafi hún hrapað vegna bilunar. Rússar hafa ítrekað haldið því fram þegar skipum þeirra hefur verið sökkt eða flugvélar skotnar niður að svo hafi í raun ekki gerst. Sjá einnig: Skutu niður þrjár rússneskar sprengjuvélar Úkraínumenn birtu í morgun myndband sem ku hafa verið tekið upp í stjórnstöð loftvarnarkerfisins sem notað var til að skjóta sprengjuflugvélina niður. Ekki liggur fyrir hvurslags loftvarnarkerfi um er að ræða. - 22 3 , .https://t.co/DlV2oRKFcC pic.twitter.com/Hp50GmTWZq— ( ) (@Shtirlitz53) April 19, 2024 Skortur á loftvarnarkerfum og flugskeytum í þau kerfi sem þeir eiga hefur reynst Úkraínumönnum erfiður á undanförnum vikum. Mikill kraftur hefur færst í eld- og stýriflaugaárásir Rússa og rússneskar flugvélar eru sagðar geta flogið yfir víglínunni í Úkraínu í mun meiri mæli en áður. Sjá einnig: Sirskí segir stöðuna hafa versnað töluvert Minnst níu manns létu lífið í árás í Dnípróhéraði Úkraínu í nótt og 29 eru særðir. Úkraínumenn segja fjórtán Shahed sjálfsprengidróna hafa verið notaða til árásarinnar auk 22 eld- og stýriflauga. Allir drónarnir og fimmtán eld- og stýriflaugar munu hafa verið skotnar niður. russia's missile attack on Dnipro and the region claimed the lives of at least nine people and injured 29 more. The terrorists once again targeted civilian infrastructure.We need a sufficient number of air defense systems. Not tomorrow, but today.#UkraineNeedsAirDefense pic.twitter.com/TYhKPCytWL— Defense of Ukraine (@DefenceU) April 19, 2024 Fyrr í vikunni féllu átján manns í sambærilegri árás á Tjerníhív. Orkuinnviðir Úkraínu hafa einnig orðið illa úti vegna endurtekinna árása Rússa á undanförnum vikum. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Handtekinn í tengslum við áform um að ráða Selenskí af dögum Pólskur maður hefur verið handtekinn í tengslum við áform rússneskra yfirvalda um að ráða Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta af dögum. Þetta segja saksóknarar í Póllandi og Úkraínu. 19. apríl 2024 06:32 Johnson í erfiðri stöðu Frumvarp um frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu hefur færst nær því að verða lagt fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings, eftir að hafa setið þar fast í marga mánuði. Mike Johnson, þingforseti, kæmi frumvarpinu ekki í gegnum þingið án aðstoðar Demókrata og það gæti þar að auki kostað hann embættið. 18. apríl 2024 16:38 Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. 18. apríl 2024 14:27 Mannskæð loftárás Rússa í Norður-Úkraínu Þrettán eru sagðir fallir í það minnsta og rúmlega sextíu særðir eftir að þrjú rússnesk flugskeyti hæfðu íbúðarblokk nærri miðborg Tsjérnihiv í norðanverðri Úkraínu í morgun. Enn er leitað að fórnarlömbum í húsarústum. 17. apríl 2024 11:18 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Einn flugmaður af fjórum úr áhöfn flugvélarinnar er sagður hafa látið lífið. Ráðamenn í Kreml segja að flugvélin hafi ekki verið skotin niður, heldur hafi hún hrapað vegna bilunar. Rússar hafa ítrekað haldið því fram þegar skipum þeirra hefur verið sökkt eða flugvélar skotnar niður að svo hafi í raun ekki gerst. Sjá einnig: Skutu niður þrjár rússneskar sprengjuvélar Úkraínumenn birtu í morgun myndband sem ku hafa verið tekið upp í stjórnstöð loftvarnarkerfisins sem notað var til að skjóta sprengjuflugvélina niður. Ekki liggur fyrir hvurslags loftvarnarkerfi um er að ræða. - 22 3 , .https://t.co/DlV2oRKFcC pic.twitter.com/Hp50GmTWZq— ( ) (@Shtirlitz53) April 19, 2024 Skortur á loftvarnarkerfum og flugskeytum í þau kerfi sem þeir eiga hefur reynst Úkraínumönnum erfiður á undanförnum vikum. Mikill kraftur hefur færst í eld- og stýriflaugaárásir Rússa og rússneskar flugvélar eru sagðar geta flogið yfir víglínunni í Úkraínu í mun meiri mæli en áður. Sjá einnig: Sirskí segir stöðuna hafa versnað töluvert Minnst níu manns létu lífið í árás í Dnípróhéraði Úkraínu í nótt og 29 eru særðir. Úkraínumenn segja fjórtán Shahed sjálfsprengidróna hafa verið notaða til árásarinnar auk 22 eld- og stýriflauga. Allir drónarnir og fimmtán eld- og stýriflaugar munu hafa verið skotnar niður. russia's missile attack on Dnipro and the region claimed the lives of at least nine people and injured 29 more. The terrorists once again targeted civilian infrastructure.We need a sufficient number of air defense systems. Not tomorrow, but today.#UkraineNeedsAirDefense pic.twitter.com/TYhKPCytWL— Defense of Ukraine (@DefenceU) April 19, 2024 Fyrr í vikunni féllu átján manns í sambærilegri árás á Tjerníhív. Orkuinnviðir Úkraínu hafa einnig orðið illa úti vegna endurtekinna árása Rússa á undanförnum vikum.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Handtekinn í tengslum við áform um að ráða Selenskí af dögum Pólskur maður hefur verið handtekinn í tengslum við áform rússneskra yfirvalda um að ráða Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta af dögum. Þetta segja saksóknarar í Póllandi og Úkraínu. 19. apríl 2024 06:32 Johnson í erfiðri stöðu Frumvarp um frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu hefur færst nær því að verða lagt fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings, eftir að hafa setið þar fast í marga mánuði. Mike Johnson, þingforseti, kæmi frumvarpinu ekki í gegnum þingið án aðstoðar Demókrata og það gæti þar að auki kostað hann embættið. 18. apríl 2024 16:38 Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. 18. apríl 2024 14:27 Mannskæð loftárás Rússa í Norður-Úkraínu Þrettán eru sagðir fallir í það minnsta og rúmlega sextíu særðir eftir að þrjú rússnesk flugskeyti hæfðu íbúðarblokk nærri miðborg Tsjérnihiv í norðanverðri Úkraínu í morgun. Enn er leitað að fórnarlömbum í húsarústum. 17. apríl 2024 11:18 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Handtekinn í tengslum við áform um að ráða Selenskí af dögum Pólskur maður hefur verið handtekinn í tengslum við áform rússneskra yfirvalda um að ráða Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta af dögum. Þetta segja saksóknarar í Póllandi og Úkraínu. 19. apríl 2024 06:32
Johnson í erfiðri stöðu Frumvarp um frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu hefur færst nær því að verða lagt fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings, eftir að hafa setið þar fast í marga mánuði. Mike Johnson, þingforseti, kæmi frumvarpinu ekki í gegnum þingið án aðstoðar Demókrata og það gæti þar að auki kostað hann embættið. 18. apríl 2024 16:38
Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. 18. apríl 2024 14:27
Mannskæð loftárás Rússa í Norður-Úkraínu Þrettán eru sagðir fallir í það minnsta og rúmlega sextíu særðir eftir að þrjú rússnesk flugskeyti hæfðu íbúðarblokk nærri miðborg Tsjérnihiv í norðanverðri Úkraínu í morgun. Enn er leitað að fórnarlömbum í húsarústum. 17. apríl 2024 11:18