Segjast hafa skotið niður dýrmæta sprengjuflugvél Samúel Karl Ólason skrifar 19. apríl 2024 09:44 Úkraínumenn segjast hafa skotið sprengjuflugvélina niður í um þrjú hundruð kílómetra fjarlægð frá landamærum Úkraínu. Úkraínskir hermenn segjast hafa skotið niður verðmæta rússneska sprengjuflugvél. Flugvélin er af gerðinni Tu-22M3 en þær eru meðal annars notaðar til að skjóta eld- og stýriflaugum að Úkraínu. Einn flugmaður af fjórum úr áhöfn flugvélarinnar er sagður hafa látið lífið. Ráðamenn í Kreml segja að flugvélin hafi ekki verið skotin niður, heldur hafi hún hrapað vegna bilunar. Rússar hafa ítrekað haldið því fram þegar skipum þeirra hefur verið sökkt eða flugvélar skotnar niður að svo hafi í raun ekki gerst. Sjá einnig: Skutu niður þrjár rússneskar sprengjuvélar Úkraínumenn birtu í morgun myndband sem ku hafa verið tekið upp í stjórnstöð loftvarnarkerfisins sem notað var til að skjóta sprengjuflugvélina niður. Ekki liggur fyrir hvurslags loftvarnarkerfi um er að ræða. - 22 3 , .https://t.co/DlV2oRKFcC pic.twitter.com/Hp50GmTWZq— ( ) (@Shtirlitz53) April 19, 2024 Skortur á loftvarnarkerfum og flugskeytum í þau kerfi sem þeir eiga hefur reynst Úkraínumönnum erfiður á undanförnum vikum. Mikill kraftur hefur færst í eld- og stýriflaugaárásir Rússa og rússneskar flugvélar eru sagðar geta flogið yfir víglínunni í Úkraínu í mun meiri mæli en áður. Sjá einnig: Sirskí segir stöðuna hafa versnað töluvert Minnst níu manns létu lífið í árás í Dnípróhéraði Úkraínu í nótt og 29 eru særðir. Úkraínumenn segja fjórtán Shahed sjálfsprengidróna hafa verið notaða til árásarinnar auk 22 eld- og stýriflauga. Allir drónarnir og fimmtán eld- og stýriflaugar munu hafa verið skotnar niður. russia's missile attack on Dnipro and the region claimed the lives of at least nine people and injured 29 more. The terrorists once again targeted civilian infrastructure.We need a sufficient number of air defense systems. Not tomorrow, but today.#UkraineNeedsAirDefense pic.twitter.com/TYhKPCytWL— Defense of Ukraine (@DefenceU) April 19, 2024 Fyrr í vikunni féllu átján manns í sambærilegri árás á Tjerníhív. Orkuinnviðir Úkraínu hafa einnig orðið illa úti vegna endurtekinna árása Rússa á undanförnum vikum. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Handtekinn í tengslum við áform um að ráða Selenskí af dögum Pólskur maður hefur verið handtekinn í tengslum við áform rússneskra yfirvalda um að ráða Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta af dögum. Þetta segja saksóknarar í Póllandi og Úkraínu. 19. apríl 2024 06:32 Johnson í erfiðri stöðu Frumvarp um frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu hefur færst nær því að verða lagt fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings, eftir að hafa setið þar fast í marga mánuði. Mike Johnson, þingforseti, kæmi frumvarpinu ekki í gegnum þingið án aðstoðar Demókrata og það gæti þar að auki kostað hann embættið. 18. apríl 2024 16:38 Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. 18. apríl 2024 14:27 Mannskæð loftárás Rússa í Norður-Úkraínu Þrettán eru sagðir fallir í það minnsta og rúmlega sextíu særðir eftir að þrjú rússnesk flugskeyti hæfðu íbúðarblokk nærri miðborg Tsjérnihiv í norðanverðri Úkraínu í morgun. Enn er leitað að fórnarlömbum í húsarústum. 17. apríl 2024 11:18 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Einn flugmaður af fjórum úr áhöfn flugvélarinnar er sagður hafa látið lífið. Ráðamenn í Kreml segja að flugvélin hafi ekki verið skotin niður, heldur hafi hún hrapað vegna bilunar. Rússar hafa ítrekað haldið því fram þegar skipum þeirra hefur verið sökkt eða flugvélar skotnar niður að svo hafi í raun ekki gerst. Sjá einnig: Skutu niður þrjár rússneskar sprengjuvélar Úkraínumenn birtu í morgun myndband sem ku hafa verið tekið upp í stjórnstöð loftvarnarkerfisins sem notað var til að skjóta sprengjuflugvélina niður. Ekki liggur fyrir hvurslags loftvarnarkerfi um er að ræða. - 22 3 , .https://t.co/DlV2oRKFcC pic.twitter.com/Hp50GmTWZq— ( ) (@Shtirlitz53) April 19, 2024 Skortur á loftvarnarkerfum og flugskeytum í þau kerfi sem þeir eiga hefur reynst Úkraínumönnum erfiður á undanförnum vikum. Mikill kraftur hefur færst í eld- og stýriflaugaárásir Rússa og rússneskar flugvélar eru sagðar geta flogið yfir víglínunni í Úkraínu í mun meiri mæli en áður. Sjá einnig: Sirskí segir stöðuna hafa versnað töluvert Minnst níu manns létu lífið í árás í Dnípróhéraði Úkraínu í nótt og 29 eru særðir. Úkraínumenn segja fjórtán Shahed sjálfsprengidróna hafa verið notaða til árásarinnar auk 22 eld- og stýriflauga. Allir drónarnir og fimmtán eld- og stýriflaugar munu hafa verið skotnar niður. russia's missile attack on Dnipro and the region claimed the lives of at least nine people and injured 29 more. The terrorists once again targeted civilian infrastructure.We need a sufficient number of air defense systems. Not tomorrow, but today.#UkraineNeedsAirDefense pic.twitter.com/TYhKPCytWL— Defense of Ukraine (@DefenceU) April 19, 2024 Fyrr í vikunni féllu átján manns í sambærilegri árás á Tjerníhív. Orkuinnviðir Úkraínu hafa einnig orðið illa úti vegna endurtekinna árása Rússa á undanförnum vikum.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Handtekinn í tengslum við áform um að ráða Selenskí af dögum Pólskur maður hefur verið handtekinn í tengslum við áform rússneskra yfirvalda um að ráða Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta af dögum. Þetta segja saksóknarar í Póllandi og Úkraínu. 19. apríl 2024 06:32 Johnson í erfiðri stöðu Frumvarp um frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu hefur færst nær því að verða lagt fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings, eftir að hafa setið þar fast í marga mánuði. Mike Johnson, þingforseti, kæmi frumvarpinu ekki í gegnum þingið án aðstoðar Demókrata og það gæti þar að auki kostað hann embættið. 18. apríl 2024 16:38 Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. 18. apríl 2024 14:27 Mannskæð loftárás Rússa í Norður-Úkraínu Þrettán eru sagðir fallir í það minnsta og rúmlega sextíu særðir eftir að þrjú rússnesk flugskeyti hæfðu íbúðarblokk nærri miðborg Tsjérnihiv í norðanverðri Úkraínu í morgun. Enn er leitað að fórnarlömbum í húsarústum. 17. apríl 2024 11:18 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Handtekinn í tengslum við áform um að ráða Selenskí af dögum Pólskur maður hefur verið handtekinn í tengslum við áform rússneskra yfirvalda um að ráða Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta af dögum. Þetta segja saksóknarar í Póllandi og Úkraínu. 19. apríl 2024 06:32
Johnson í erfiðri stöðu Frumvarp um frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu hefur færst nær því að verða lagt fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings, eftir að hafa setið þar fast í marga mánuði. Mike Johnson, þingforseti, kæmi frumvarpinu ekki í gegnum þingið án aðstoðar Demókrata og það gæti þar að auki kostað hann embættið. 18. apríl 2024 16:38
Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. 18. apríl 2024 14:27
Mannskæð loftárás Rússa í Norður-Úkraínu Þrettán eru sagðir fallir í það minnsta og rúmlega sextíu særðir eftir að þrjú rússnesk flugskeyti hæfðu íbúðarblokk nærri miðborg Tsjérnihiv í norðanverðri Úkraínu í morgun. Enn er leitað að fórnarlömbum í húsarústum. 17. apríl 2024 11:18