Villta vestrið í gjaldtöku bílastæða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. apríl 2024 13:01 Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FIB segir villta vestrið í gjaldtöku bílastæða. Þá sé refsigleðinn ótamin og erfitt fyrir neyendur að átta sig á af hverju verið sé að senda rukkanir í heimabanka. Vísir Neytendastofa hefur ákveðið að rannsaka gjaldtöku á bílstæðum eftir að FIB benti á ófremdarástand á markaðnum. Framkvæmdastjóri félagsins segir neytendur verða fyrir barðinu á græðgisvæðingu og frumskógi innheimtuleiða. Félag íslenskra bifreiðaeiganda gagnrýnir í nýjasta tölublaði sínu að Reykjavíkurborg og einkafyrirtæki hafi að undanförnu stóraukið gjaldtöku fyrir bílastæði, stækkað þau, lengt gjaldtökutíma og sett upp ný. Þá lykti gjaldtaka á sumum nýlegum bílastæðum af græðgi. Loks er bent á að of mörg bílastæðafyrirtæki og flækjur geti valdið bílaeigendum tjóni. Félagið kvartaði til Neytendastofu vegna ástandsins. Runólfur Ólafsson er framkvæmdastjóri. „Neytendastofa er búin að staðfesta móttöku og okkur skilst að það sé farin rannsókn í gang,“ segir Runólfur. Mikið flækjustig fyrir neytendur Smáforritum, sem taka við greiðslum þegar fólk leggur bílum sínum hefur fjölgað mikið. Hægt er að telja upp forrit eins og P- Bílastæðasjóð, Parka, Easy park, Green parking, My parking, Stefnu, Check-it og Autopay. Runólfur segir mikið flækjustig í gangi á þessum markaði. „Það er ekkert regluverk varðandi hámark gjalda. Sumstaðar er fólk í algjörri óvissu á hvaða gjaldsvæði það er á. Fólk hefur t.d. lent í vandræðum í stæðunum undir Hörpu, Hafnartorgi og Landsbankanum. Þar er sitt hvor rekstraraðili. Fólk er svo í grandaleysi rukkað um 4.500 kr. refsigjald eða þaðan af hærri upphæð fyrir að hafa ekki borgað í stæði. Þó fólk hafi verið í góðri trú að hafa greitt en það merkti þá ekki við rétt stæði. Sama á við víða um bæinn í þessum app-lausnum ýmissa bílastæðafyrirtækja. Þar kemur kannski fyrst upp stæði sem viðkomandi er ekki í. Það er svo rukkað refsigjald af því það greiddi ekki fyrir rétt stæði,“ segir Runólfur. Hið opinbera bregst Hann segir að það hefði þurft mun skýrara regluverk utan um gjaldtökuna og innheimtu á sektum. „Allir aðilar hafa verið að tala um að þetta sé eitthvað sem þurfi að skoða nánar. Við gagnrýnum aðhalds-, og aðgerðarleysi hins opinbera. Það hefur valdið vonbrigðum. Við hvetjum enn og aftur aðila eins og innviðaráðuneytið, Samgöngustofu og Neytendastofu að vera á tánum varðandi þessa þróun,“ segir Runólfur að lokum. Bílastæði Bílar Bílaleigur Neytendur Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Félag íslenskra bifreiðaeiganda gagnrýnir í nýjasta tölublaði sínu að Reykjavíkurborg og einkafyrirtæki hafi að undanförnu stóraukið gjaldtöku fyrir bílastæði, stækkað þau, lengt gjaldtökutíma og sett upp ný. Þá lykti gjaldtaka á sumum nýlegum bílastæðum af græðgi. Loks er bent á að of mörg bílastæðafyrirtæki og flækjur geti valdið bílaeigendum tjóni. Félagið kvartaði til Neytendastofu vegna ástandsins. Runólfur Ólafsson er framkvæmdastjóri. „Neytendastofa er búin að staðfesta móttöku og okkur skilst að það sé farin rannsókn í gang,“ segir Runólfur. Mikið flækjustig fyrir neytendur Smáforritum, sem taka við greiðslum þegar fólk leggur bílum sínum hefur fjölgað mikið. Hægt er að telja upp forrit eins og P- Bílastæðasjóð, Parka, Easy park, Green parking, My parking, Stefnu, Check-it og Autopay. Runólfur segir mikið flækjustig í gangi á þessum markaði. „Það er ekkert regluverk varðandi hámark gjalda. Sumstaðar er fólk í algjörri óvissu á hvaða gjaldsvæði það er á. Fólk hefur t.d. lent í vandræðum í stæðunum undir Hörpu, Hafnartorgi og Landsbankanum. Þar er sitt hvor rekstraraðili. Fólk er svo í grandaleysi rukkað um 4.500 kr. refsigjald eða þaðan af hærri upphæð fyrir að hafa ekki borgað í stæði. Þó fólk hafi verið í góðri trú að hafa greitt en það merkti þá ekki við rétt stæði. Sama á við víða um bæinn í þessum app-lausnum ýmissa bílastæðafyrirtækja. Þar kemur kannski fyrst upp stæði sem viðkomandi er ekki í. Það er svo rukkað refsigjald af því það greiddi ekki fyrir rétt stæði,“ segir Runólfur. Hið opinbera bregst Hann segir að það hefði þurft mun skýrara regluverk utan um gjaldtökuna og innheimtu á sektum. „Allir aðilar hafa verið að tala um að þetta sé eitthvað sem þurfi að skoða nánar. Við gagnrýnum aðhalds-, og aðgerðarleysi hins opinbera. Það hefur valdið vonbrigðum. Við hvetjum enn og aftur aðila eins og innviðaráðuneytið, Samgöngustofu og Neytendastofu að vera á tánum varðandi þessa þróun,“ segir Runólfur að lokum.
Bílastæði Bílar Bílaleigur Neytendur Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira