Ritskoðaður bjór fær blessun ÁTVR Atli Ísleifsson skrifar 17. apríl 2024 07:01 Ingi Már Kjartansson, forstöðumaður birgjans, segir að ákveðið hafi verið að fara þessa leið. Að kæra ákvörðunina hefði tekið tíma. Aðsend/ÁTVR ÁTVR hefur lagt blessun sína yfir uppfært útlit bjórs úr smiðju Brewdog sem væntanlegur er í vínbúðir á næstu vikum þar sem límmiða hefur verið límt yfir teiknaðan fugl. Á límmiðanum stendur „Ritskoðað af ÁTVR“, en ríkisfyrirtækið hafði áður hafnað að setja bjórinn í sölu þar sem varan væri talin höfða sérstaklega til barna eða ungmenna. Sigrún Ósk Sigurðardóttir,aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir í samtali við fréttastofu að ÁTVR hafi gert athugasemdir við útlit dósanna þar sem það bryti í bága við reglugerð. Þar komi fram að heimilt sé að hafna vöru, höfði hún sérstaklega til barna eða ungmenna yngri en tuttugu ára, meðal annars hvað varðar texta, myndmál eða form. Umræddur bjór heitir Brewdog Wingman Session IPA og er á dósunum að finna mynd af teiknuðum, bláum fugli í flugmannajakka og með flugmannagleraugu. Sigrún Ósk segir að forsvarsmenn birgja hafi þá komið með þessa tillögu – að setja límmiða yfir andlit fuglsins – sem hafi verið ákveðið að samþykkja. Verður vesen Ingi Már Kjartansson, forsvarsmaður birgjans JG Bjórs sem flytur inn umræddan bjór, segir að þegar höfnunin frá ÁTVR hafi fyrst borist hafi JG Bjór óskað eftir að ákvörðunin yrði endurskoðuð. Það hafi hins vegar ekki gengið eftir. „Þeir vísa til þess að varan höfði sérstaklega til barna og að fuglinn líktist einhverri fígúru. Það er samt ekki þannig að fuglinn líkist einhverri ákveðinni fígúru. Þetta böggaði okkur svolítið þar sem það eru fullt af bjórum með teikningum í Vínbúðunum. Þetta er skringilega mikið huglægt mat. Við vitum að við höfum rétt á að kæra en það tekur tíma. Þetta var okkar tillaga og hún var samþykkt og þótti innan regluverksins,“ segir Ingi Már. Hann segir að nú verði farið í að koma límmiðunum fyrir á dósirnar. „Það verður smá vesen að koma límmiðunum fyrir en það verður að hafa það.“ Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Neytendur Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Sigrún Ósk Sigurðardóttir,aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir í samtali við fréttastofu að ÁTVR hafi gert athugasemdir við útlit dósanna þar sem það bryti í bága við reglugerð. Þar komi fram að heimilt sé að hafna vöru, höfði hún sérstaklega til barna eða ungmenna yngri en tuttugu ára, meðal annars hvað varðar texta, myndmál eða form. Umræddur bjór heitir Brewdog Wingman Session IPA og er á dósunum að finna mynd af teiknuðum, bláum fugli í flugmannajakka og með flugmannagleraugu. Sigrún Ósk segir að forsvarsmenn birgja hafi þá komið með þessa tillögu – að setja límmiða yfir andlit fuglsins – sem hafi verið ákveðið að samþykkja. Verður vesen Ingi Már Kjartansson, forsvarsmaður birgjans JG Bjórs sem flytur inn umræddan bjór, segir að þegar höfnunin frá ÁTVR hafi fyrst borist hafi JG Bjór óskað eftir að ákvörðunin yrði endurskoðuð. Það hafi hins vegar ekki gengið eftir. „Þeir vísa til þess að varan höfði sérstaklega til barna og að fuglinn líktist einhverri fígúru. Það er samt ekki þannig að fuglinn líkist einhverri ákveðinni fígúru. Þetta böggaði okkur svolítið þar sem það eru fullt af bjórum með teikningum í Vínbúðunum. Þetta er skringilega mikið huglægt mat. Við vitum að við höfum rétt á að kæra en það tekur tíma. Þetta var okkar tillaga og hún var samþykkt og þótti innan regluverksins,“ segir Ingi Már. Hann segir að nú verði farið í að koma límmiðunum fyrir á dósirnar. „Það verður smá vesen að koma límmiðunum fyrir en það verður að hafa það.“
Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Neytendur Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira