Brunavarnir á byggingarsvæðum Böðvar Tómasson skrifar 16. apríl 2024 13:00 Afleiðingar eldsvoða á byggingarstað geta verið gífurlegar, eins og nýleg dæmi sanna. Eldsvoði getur valdið manntjóni, miklu eignatjóni og stöðvun framkvæmda um langan tíma. Margar sögulegar byggingar hafa gereyðilagst hérlendis og erlendis svo sem Børsen í Kaupmannahöfn og Notre-Dame í París. Enn fremur getur áhrifa gætt í nærliggjandi umhverfi, sem leiðir til frekara fjárhagslegs og félagslegs tjóns. Eldvarnir eru því mikilvægur þáttur í að tryggja öryggi í byggingarframkvæmdum. Þar sem eldfim efni eru til staðar er hætta á að eldur breiðist hratt út og geti fljótt orðið óviðráðanlegur ef ekki er brugðist fljótt við. Eldur sem brýst út á byggingarsvæði getur valdið manntjóni, eignatjóni og stöðvun framkvæmda. Hér er fjallað um brunavarnir í byggingarframkvæmdum og lagður fram listi yfir nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja brunavarnir. Ábyrgð á öryggi Samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (46/1980) ber atvinnurekandi ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað. Atvinnurekandi skal þar að auki sjá um að starfsmenn fái nauðsynlega kennslu og þjálfun í að framkvæma störf sín á öruggan hátt. Brunavarnir eru mikilvægur þáttur í því að tryggja öryggi. Hætta á byggingarsvæðum Eldhætta á byggingarsvæðum er oft mikil vegna notkunar eldfimra efna, þar á meðal tjörupappa, brennanlegra byggingarefna, leysiefna og úrgangsefna. Enn fremur eykur notkun rafsuðutækja, rafmagns- og hitunartækja enn frekar hættu á eldi. Meðal annarra þátta sem stuðla að aukinni hættu á byggingarsvæðum eru að um ófullgert húsnæði er að ræða (sérstaklega með tilliti til brunahólfunar og flóttaleiða), ónógur búnaður til brunavarna og ófullnægjandi þjálfun í öryggismálum. Kröfur til byggingarsvæða Til að tryggja brunavarnir á byggingarsvæðum er brýnt að fylgja eftirfarandi atriðum: Móta brunavarnaáætlun: Gera skal heildstæða brunavarnaáætlun og kynna hana öllum starfsmönnum og verktökum á byggingarstað. Í áætluninni skal lýsa hlutverki og ábyrgð alls starfsfólks ef eldur kemur upp og í henni skal gera grein fyrir verklagsreglum um rýmingu, ráðstöfunum til að koma í veg fyrir eld og samskiptaupplýsingum í neyðartilvikum. Framkvæma reglulegt mat á brunaáhættu: Framkvæma skal reglulegt brunaáhættumat til að greina hugsanlega hættu og gera ráðstafanir til að draga úr henni. Í því felst að bera kennsl á eldfim efni, búnað og vinnu sem getur skapað eldhættu, auk þess að tryggja viðeigandi geymslu og meðhöndlun efna. Tryggja góða umgengni á byggingarsvæðum: Gera skal viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir uppsöfnun eldfimra efna, þar á meðal byggingarefna og úrgangsefna frá framkvæmdinni. Allt efni skal geymt á þar til gerðum svæðum og því fargað í samræmi við gildandi reglur. Tryggja eldvarnarbúnað: Hentugur eldvarnarbúnaður skal vera á staðnum og honum skal haldið við í góðu ástandi, þar með talin slökkvitæki, eldvarnarteppi vegna logavinnu og reykskynjarar eftir atvikum. Allt starfsfólk skal fá þjálfun í að nota búnaðinn og vita hvar hægt er að nálgast hann ef eldur kemur upp. Tryggja rafmagnsöryggi: Gera skal ráðstafanir varðandi rafmagnsöryggi sem tekur tillit til álags búnaðar, dreifingar rafmagns og réttrar notkunar og staðsetningar rafbúnaðar. Allur rafbúnaður þarf reglulega skoðun og viðhald. Takmarka hættu vegna heitrar vinnu: Heit vinna er t.d. vinna með gashitun, slípirokka og logsuðu, sem skapar sérstaka eldhættu. Sækja skal um leyfi til allrar heitrar vinnu samkvæmt sérstöku eyðublaði. Engin vinna skal fara fram ef loftræsing er ófullnægjandi eða nauðsynlegar varúðarráðstafanir eru ekki fyrir hendi. Eftir að heitri vinnu er lokið skal vera eftirlit á staðnum í a.m.k. 60 mínútur. Tryggja rétta geymslu eldfimra efna: Eldfim efni skulu geymd á tilgreindum svæðum fjarri eldhættu, sérstaklega í viðunandi fjarlægð frá heitri vinnu. Veita þjálfun í slysavörnum: Allt starfsfólk skal fá viðunandi þjálfun í slysavörnum, þar á meðal þjálfun í brunavörnum, áður en vinna hefst á byggingarsvæðinu. Regluleg þjálfun skal tryggja stöðugar og réttar varnir og stuðla að því að hugsanleg hætta sé greind tímanlega. Framkvæmd brunavarna: Fylgja skal eftir brunavörnum á byggingarsvæðum í samræmi við ofangreind atriði. Brunavarnir skulu vera hluti af öryggisstjórnunarkerfi verktaka. Eins og fjölmörg dæmi sýna er ljóst að brunavarnir eru sérlega mikilvægar á byggingarsvæðum. Draga má úr hættunni á tjóni með því að uppfylla þá þætti sem fjallað er um hér að ofan, meðal annars með gerð ítarlegrar brunavarnaáætlunar, reglulegu brunaáhættumati, góðu skipulagi og hreinsun, brunavörnum byggingarsvæðis, slökkvibúnaði, rafmagnsöryggi, réttu verklagi við heita vinnu, öruggri geymslu eldfimra efna og þjálfun í notkun slökkvibúnaðar. Með því að framfylgja þessum þáttum geta stjórnendur á byggingarsvæðum tryggt öryggi starfsfólks síns, dregið úr hættunni á eldsvoða og komið í veg fyrir manntjón, eignatjón og stöðvun framkvæmda. Í stuttu máli má segja að brunavarnir eiga alltaf að vera í forgangi á byggingarsvæðum. Með því að fylgja þessum leiðbeiningum geta stjórnendur byggingarframkvæmda dregið úr hættu á eldsvoða og tryggt öruggt vinnuumhverfi. Höfundur er framkvæmdastjóri, byggingar- og brunaverkfræðingur hjá ÖRUGG verkfræðistofa ehf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Slysavarnir Stórbruni í Børsen Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Afleiðingar eldsvoða á byggingarstað geta verið gífurlegar, eins og nýleg dæmi sanna. Eldsvoði getur valdið manntjóni, miklu eignatjóni og stöðvun framkvæmda um langan tíma. Margar sögulegar byggingar hafa gereyðilagst hérlendis og erlendis svo sem Børsen í Kaupmannahöfn og Notre-Dame í París. Enn fremur getur áhrifa gætt í nærliggjandi umhverfi, sem leiðir til frekara fjárhagslegs og félagslegs tjóns. Eldvarnir eru því mikilvægur þáttur í að tryggja öryggi í byggingarframkvæmdum. Þar sem eldfim efni eru til staðar er hætta á að eldur breiðist hratt út og geti fljótt orðið óviðráðanlegur ef ekki er brugðist fljótt við. Eldur sem brýst út á byggingarsvæði getur valdið manntjóni, eignatjóni og stöðvun framkvæmda. Hér er fjallað um brunavarnir í byggingarframkvæmdum og lagður fram listi yfir nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja brunavarnir. Ábyrgð á öryggi Samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (46/1980) ber atvinnurekandi ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað. Atvinnurekandi skal þar að auki sjá um að starfsmenn fái nauðsynlega kennslu og þjálfun í að framkvæma störf sín á öruggan hátt. Brunavarnir eru mikilvægur þáttur í því að tryggja öryggi. Hætta á byggingarsvæðum Eldhætta á byggingarsvæðum er oft mikil vegna notkunar eldfimra efna, þar á meðal tjörupappa, brennanlegra byggingarefna, leysiefna og úrgangsefna. Enn fremur eykur notkun rafsuðutækja, rafmagns- og hitunartækja enn frekar hættu á eldi. Meðal annarra þátta sem stuðla að aukinni hættu á byggingarsvæðum eru að um ófullgert húsnæði er að ræða (sérstaklega með tilliti til brunahólfunar og flóttaleiða), ónógur búnaður til brunavarna og ófullnægjandi þjálfun í öryggismálum. Kröfur til byggingarsvæða Til að tryggja brunavarnir á byggingarsvæðum er brýnt að fylgja eftirfarandi atriðum: Móta brunavarnaáætlun: Gera skal heildstæða brunavarnaáætlun og kynna hana öllum starfsmönnum og verktökum á byggingarstað. Í áætluninni skal lýsa hlutverki og ábyrgð alls starfsfólks ef eldur kemur upp og í henni skal gera grein fyrir verklagsreglum um rýmingu, ráðstöfunum til að koma í veg fyrir eld og samskiptaupplýsingum í neyðartilvikum. Framkvæma reglulegt mat á brunaáhættu: Framkvæma skal reglulegt brunaáhættumat til að greina hugsanlega hættu og gera ráðstafanir til að draga úr henni. Í því felst að bera kennsl á eldfim efni, búnað og vinnu sem getur skapað eldhættu, auk þess að tryggja viðeigandi geymslu og meðhöndlun efna. Tryggja góða umgengni á byggingarsvæðum: Gera skal viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir uppsöfnun eldfimra efna, þar á meðal byggingarefna og úrgangsefna frá framkvæmdinni. Allt efni skal geymt á þar til gerðum svæðum og því fargað í samræmi við gildandi reglur. Tryggja eldvarnarbúnað: Hentugur eldvarnarbúnaður skal vera á staðnum og honum skal haldið við í góðu ástandi, þar með talin slökkvitæki, eldvarnarteppi vegna logavinnu og reykskynjarar eftir atvikum. Allt starfsfólk skal fá þjálfun í að nota búnaðinn og vita hvar hægt er að nálgast hann ef eldur kemur upp. Tryggja rafmagnsöryggi: Gera skal ráðstafanir varðandi rafmagnsöryggi sem tekur tillit til álags búnaðar, dreifingar rafmagns og réttrar notkunar og staðsetningar rafbúnaðar. Allur rafbúnaður þarf reglulega skoðun og viðhald. Takmarka hættu vegna heitrar vinnu: Heit vinna er t.d. vinna með gashitun, slípirokka og logsuðu, sem skapar sérstaka eldhættu. Sækja skal um leyfi til allrar heitrar vinnu samkvæmt sérstöku eyðublaði. Engin vinna skal fara fram ef loftræsing er ófullnægjandi eða nauðsynlegar varúðarráðstafanir eru ekki fyrir hendi. Eftir að heitri vinnu er lokið skal vera eftirlit á staðnum í a.m.k. 60 mínútur. Tryggja rétta geymslu eldfimra efna: Eldfim efni skulu geymd á tilgreindum svæðum fjarri eldhættu, sérstaklega í viðunandi fjarlægð frá heitri vinnu. Veita þjálfun í slysavörnum: Allt starfsfólk skal fá viðunandi þjálfun í slysavörnum, þar á meðal þjálfun í brunavörnum, áður en vinna hefst á byggingarsvæðinu. Regluleg þjálfun skal tryggja stöðugar og réttar varnir og stuðla að því að hugsanleg hætta sé greind tímanlega. Framkvæmd brunavarna: Fylgja skal eftir brunavörnum á byggingarsvæðum í samræmi við ofangreind atriði. Brunavarnir skulu vera hluti af öryggisstjórnunarkerfi verktaka. Eins og fjölmörg dæmi sýna er ljóst að brunavarnir eru sérlega mikilvægar á byggingarsvæðum. Draga má úr hættunni á tjóni með því að uppfylla þá þætti sem fjallað er um hér að ofan, meðal annars með gerð ítarlegrar brunavarnaáætlunar, reglulegu brunaáhættumati, góðu skipulagi og hreinsun, brunavörnum byggingarsvæðis, slökkvibúnaði, rafmagnsöryggi, réttu verklagi við heita vinnu, öruggri geymslu eldfimra efna og þjálfun í notkun slökkvibúnaðar. Með því að framfylgja þessum þáttum geta stjórnendur á byggingarsvæðum tryggt öryggi starfsfólks síns, dregið úr hættunni á eldsvoða og komið í veg fyrir manntjón, eignatjón og stöðvun framkvæmda. Í stuttu máli má segja að brunavarnir eiga alltaf að vera í forgangi á byggingarsvæðum. Með því að fylgja þessum leiðbeiningum geta stjórnendur byggingarframkvæmda dregið úr hættu á eldsvoða og tryggt öruggt vinnuumhverfi. Höfundur er framkvæmdastjóri, byggingar- og brunaverkfræðingur hjá ÖRUGG verkfræðistofa ehf
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun