Konur sem eiga ekki að eignast börn Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 16. apríl 2024 08:30 Jöfn staða fólks eftir kyni er tryggð í stjórnarskrá Íslands. Jafn réttur og jöfn staða fólks er jafnframt tíunduð í lögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Þar er m.a. sérstakt ákvæði um skyldur atvinnurekenda til að auðvelda starfsfólki að koma aftur til starfa eftir fæðingar- og foreldraorlof. Þá er atvinnurekendum óheimilt að láta fæðingar- og foreldraorlof eða aðrar aðstæður tengdar meðgöngu og barnsburði hafa neikvæð áhrif á atvinnuþátttöku og almenn vinnuskilyrði starfsfólks. Atvinnurekendur sem brjóta gegn lögunum geta orðið skaðabótaskyldir samkvæmt almennum reglum þar um. Nýlega steig kona fram á þessum vettvangi og greindi frá því að henni hefði verið boðið lægri staða og laun hjá opinberri stofnun eftir að hún sneri aftur til vinnu úr fæðingarorlofi. Í frásögn hennar kom fram að hún hefði eignast tvö börn með stuttu millibili, en þegar hún stefndi að endurkomu var henni síður en svo tekið opnum örmum. Henni stæði til boða að taka við nýju starfi af lægri tign og lækka þar með um tvo launaflokka. Þessi saga er ekki einsdæmi. Alltof oft hef ég heyrt svipaðar sögur frá vinkonum og kunningjakonum. Ég hef því sent félags- og vinnumarkaðsráðherra fyrirspurn á Alþingi um það hvort atvinnuréttindi kvenna sem snúa til vinnu að loknu fæðingarorlofi séu nægilega tryggð í lögum. Ef ekki, hvort ráðherrann hyggist beita sér fyrir því að svo verði. Það verður fróðlegt að heyra svör ráðherrans. Mæður taka almennt talsvert lengra orlof en feður, auk þess sem þær geta þurft að hverfa fyrr af vinnumarkaði á meðgöngu. Reynslusögur eru líka sagðar af atvinnuviðtölum þar sem konurnar eru spurðar út í barnseignir og fjölskylduplön í atvinnuviðtölum. Undir rós auðvitað, svo lögbrotið sé ekki eins augljóst. Frjósemi íslenskra kvenna heldur áfram að minnka og meðalaldur mæðra að hækka. Viðhorf til kvenna á vinnumarkaði hefur þar eflaust mikið að segja, þótt vandinn í dagvistunarmálum, sérstaklega í Reykjavík, sé að vísu oft nefnd í þessu samhengi. Þeir sem segjast hafa áhyggjur af þróun aldurspýramídans hérlendis ættu að hafa þetta hugfast. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Frjósemi Fæðingarorlof Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Jöfn staða fólks eftir kyni er tryggð í stjórnarskrá Íslands. Jafn réttur og jöfn staða fólks er jafnframt tíunduð í lögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Þar er m.a. sérstakt ákvæði um skyldur atvinnurekenda til að auðvelda starfsfólki að koma aftur til starfa eftir fæðingar- og foreldraorlof. Þá er atvinnurekendum óheimilt að láta fæðingar- og foreldraorlof eða aðrar aðstæður tengdar meðgöngu og barnsburði hafa neikvæð áhrif á atvinnuþátttöku og almenn vinnuskilyrði starfsfólks. Atvinnurekendur sem brjóta gegn lögunum geta orðið skaðabótaskyldir samkvæmt almennum reglum þar um. Nýlega steig kona fram á þessum vettvangi og greindi frá því að henni hefði verið boðið lægri staða og laun hjá opinberri stofnun eftir að hún sneri aftur til vinnu úr fæðingarorlofi. Í frásögn hennar kom fram að hún hefði eignast tvö börn með stuttu millibili, en þegar hún stefndi að endurkomu var henni síður en svo tekið opnum örmum. Henni stæði til boða að taka við nýju starfi af lægri tign og lækka þar með um tvo launaflokka. Þessi saga er ekki einsdæmi. Alltof oft hef ég heyrt svipaðar sögur frá vinkonum og kunningjakonum. Ég hef því sent félags- og vinnumarkaðsráðherra fyrirspurn á Alþingi um það hvort atvinnuréttindi kvenna sem snúa til vinnu að loknu fæðingarorlofi séu nægilega tryggð í lögum. Ef ekki, hvort ráðherrann hyggist beita sér fyrir því að svo verði. Það verður fróðlegt að heyra svör ráðherrans. Mæður taka almennt talsvert lengra orlof en feður, auk þess sem þær geta þurft að hverfa fyrr af vinnumarkaði á meðgöngu. Reynslusögur eru líka sagðar af atvinnuviðtölum þar sem konurnar eru spurðar út í barnseignir og fjölskylduplön í atvinnuviðtölum. Undir rós auðvitað, svo lögbrotið sé ekki eins augljóst. Frjósemi íslenskra kvenna heldur áfram að minnka og meðalaldur mæðra að hækka. Viðhorf til kvenna á vinnumarkaði hefur þar eflaust mikið að segja, þótt vandinn í dagvistunarmálum, sérstaklega í Reykjavík, sé að vísu oft nefnd í þessu samhengi. Þeir sem segjast hafa áhyggjur af þróun aldurspýramídans hérlendis ættu að hafa þetta hugfast. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun