Valur bókaði flug á röngum degi: „Þeir fá að fljóta með, ríkið blæðir“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. apríl 2024 14:14 Kristófer Acox og félagar í Val fengu far til Egilsstaða með þotum Landsvirkjunar. Vísir / Hulda Margrét Vegna mistaka við flugbókun fékk Valur far til Egilsstaða með flugvélum Landsvirkjunar. Formenn félaganna sammældust ekki um það hvort Valur myndi borga ferðina. Valur mætir Hetti frá Egilsstöðum í kvöld í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni Subway deildar karla. Valsmenn leiða einvígið 1-0 eftir öruggan heimasigur í fyrsta leik. Það flækti þó aðeins málin fyrir deildarmeistarana að þeir bókuðu flug austur til Egilsstaða á röngum degi. Þegar menn mættu upp á flugvöll í morgun kom í ljós að þeir hefðu óvart bókað flug næsta sunnudag, viku of seint. Guðmundur Bj. Hafþórsson, formaður knattspyrnudeildar Hattar, vakti athygli á málinu á samfélagsmiðlinum X. Hrós dagsins fá starfsmenn íþróttafélagsins Vals- þeir ákváðu að bóka flug körfuboltaliðsins fyrir leikinn í kvöld gegn Hetti, næsta sunnudag. Lið Vals mætti á völlinn í morgun og gripu í tómt, engin bókun. Þeir breyta þá bara þessari bókun í mánudaginn í staðin @korfuboltakvold— Gummó (@Dullarinn) April 14, 2024 „Þeim til happs, þá var árshátíð Landsvirkjunar á Egilsstöðum í gær og eru þotur að sækja starfsmenn í dag. Þeir fá að fljóta með, ríkið blæðir. Annars hefði beðið þeirra 8 tíma akstur fyrir leik“ skrifaði hann svo í færslu fyrir neðan. Valur flaut ekki bara með Svali Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Vals, sagði ríkið alls ekki 'blæða' í þessa ferð líkt og Guðmundur hélt fram. Hann sagði mistök hafa orðið sem úrræðagóðir starfsmenn Icelandair leystu úr og Valur myndi að sjálfsögðu borga brúsann. „Það urðu einhver mistök hjá fremsta flugfélagi landsins. Einhver mistök bara eins og getur orðið, svo bjargaðist þetta bara. Landsvirkjun var að ferja vél þarna á milli og úrræðagóðir starfsmenn Icelandair sáu þessa lausn fyrir okkur.“ Hvoru megin mistökin voru, hjá Val eða Icelandair, sagði Svali ekki skipta neinu máli. Málið reddaðist og liðið er á leið sinni austur, sem er fyrir öllu. „Það urðu bara mistök í bókun, skiptir engu máli hvar klúðrið var, svo bara bjargaðist það og engir eftirmálar af því. Það verða mistök og þá eru snjallir aðilar sem greiða úr því. Blessunarlega fannst leið.“ „Auðvitað er það ekki þannig“ Hann ítrekaði að Landsvirkjun, sem er í eigu ríkisins, muni ekki bera kostnað ferðarinnar. „Landsvirkjun var alls ekki að kosta þessa ferð, það var bara flug þarna á milli og við náðum að komast með. Eins og ég sagði voru það úrræðagóðir starfsmenn Icelandair sem komu með þessa lausn. Landsvirkjun kemur ekkert að þessu. Við þurfum auðvitað að borga fyrir að fara með þessari vél. Það væri vonandi og mjög gott fyrir íþróttafélög á Íslandi ef flug væru ókeypis, auðvitað er það ekki þannig, ekkert ókeypis í þessum heimi“ sagði Svali svo að lokum. Höttur Valur Subway-deild karla Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira
Valur mætir Hetti frá Egilsstöðum í kvöld í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni Subway deildar karla. Valsmenn leiða einvígið 1-0 eftir öruggan heimasigur í fyrsta leik. Það flækti þó aðeins málin fyrir deildarmeistarana að þeir bókuðu flug austur til Egilsstaða á röngum degi. Þegar menn mættu upp á flugvöll í morgun kom í ljós að þeir hefðu óvart bókað flug næsta sunnudag, viku of seint. Guðmundur Bj. Hafþórsson, formaður knattspyrnudeildar Hattar, vakti athygli á málinu á samfélagsmiðlinum X. Hrós dagsins fá starfsmenn íþróttafélagsins Vals- þeir ákváðu að bóka flug körfuboltaliðsins fyrir leikinn í kvöld gegn Hetti, næsta sunnudag. Lið Vals mætti á völlinn í morgun og gripu í tómt, engin bókun. Þeir breyta þá bara þessari bókun í mánudaginn í staðin @korfuboltakvold— Gummó (@Dullarinn) April 14, 2024 „Þeim til happs, þá var árshátíð Landsvirkjunar á Egilsstöðum í gær og eru þotur að sækja starfsmenn í dag. Þeir fá að fljóta með, ríkið blæðir. Annars hefði beðið þeirra 8 tíma akstur fyrir leik“ skrifaði hann svo í færslu fyrir neðan. Valur flaut ekki bara með Svali Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Vals, sagði ríkið alls ekki 'blæða' í þessa ferð líkt og Guðmundur hélt fram. Hann sagði mistök hafa orðið sem úrræðagóðir starfsmenn Icelandair leystu úr og Valur myndi að sjálfsögðu borga brúsann. „Það urðu einhver mistök hjá fremsta flugfélagi landsins. Einhver mistök bara eins og getur orðið, svo bjargaðist þetta bara. Landsvirkjun var að ferja vél þarna á milli og úrræðagóðir starfsmenn Icelandair sáu þessa lausn fyrir okkur.“ Hvoru megin mistökin voru, hjá Val eða Icelandair, sagði Svali ekki skipta neinu máli. Málið reddaðist og liðið er á leið sinni austur, sem er fyrir öllu. „Það urðu bara mistök í bókun, skiptir engu máli hvar klúðrið var, svo bara bjargaðist það og engir eftirmálar af því. Það verða mistök og þá eru snjallir aðilar sem greiða úr því. Blessunarlega fannst leið.“ „Auðvitað er það ekki þannig“ Hann ítrekaði að Landsvirkjun, sem er í eigu ríkisins, muni ekki bera kostnað ferðarinnar. „Landsvirkjun var alls ekki að kosta þessa ferð, það var bara flug þarna á milli og við náðum að komast með. Eins og ég sagði voru það úrræðagóðir starfsmenn Icelandair sem komu með þessa lausn. Landsvirkjun kemur ekkert að þessu. Við þurfum auðvitað að borga fyrir að fara með þessari vél. Það væri vonandi og mjög gott fyrir íþróttafélög á Íslandi ef flug væru ókeypis, auðvitað er það ekki þannig, ekkert ókeypis í þessum heimi“ sagði Svali svo að lokum.
Höttur Valur Subway-deild karla Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira