Hættu við eftir símtal frá Biden Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2024 11:25 Joe Biden og Benjamín Netanjahú. AP Stríðsráð Ísrael mun koma saman seinna í dag til að ræða möguleg viðbrögð við umfangsmikilli árás Írana á landið í gærkvöldi og í nótt. Ísraelar ætluðu sér að bregðast við árásinni í gærkvöldi en eru sagðir hafa hætt við. Í frétt New York Times er haft eftir tveimur ónafngreindum ísraelskum embættismönnum að meðlimir stríðsráðsins, sem myndað var eftir árásina á Ísrael þann 7. október, hafi lagt til viðbrögð við árás Írana í gærkvöldi. Hætt hafi verið við þau viðbrögð eftir að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, ræddi við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Heimildarmenn NYT vildu ekki segja nánar frá því hvað Netanjahú og Biden töluðu um. Biden hefur kallað eftir því að Ísraelar forðist frekari stigmögnun og hefur hann boðað leiðtoga G-7 ríkjanna á fund til að finna annarskonar leiðir til að bregðast við árás Írana. Einnig segja embættismennirnir að það hafi spilað inn í að nánast allir drónarnir og eldflaugarnar sem Íranar skutu að Ísrael hafi verið skotnar niður. Árás Írana hefur verið fordæmd víða á Vesturlöndum. Utanríkisráðherra Írans hefur kallað sendiherra Bretlands, Þýskalands og Frakklands, á teppið í Teheran í dag. Í yfirlýsingu frá ráðuneytinu segir að sendiherrarnir hafi verið boðaðir á fund vegna „óábyrgrar afstöðu“ ríkjanna til árásar Írana. Eins of fram hefur komið skutu Íranar um þrjú hundruð sjálfsprengidrónum, stýriflaugum og skotflaugum að Ísrael í gærkvöldi. Það segjast ráðamenn í Íran hafa gert vegna loftárásar á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í síðasta mánuði, sem Ísraelar hafa verið sakaðir um að gera. Tveir herforingjar úr íranska byltingarverðinum féllu í árásinni. Forsvarsmenn herafla Íran hafa lýst því yfir í morgun að málinu sé lokið af þeirra hálfu en segja að Íranar muni gera enn stærri árás á Ísrael, svari Ísraelar árásinni í gærkvöldi. Íranar hafa einnig varað Bandaríkjamenn við því að koma Ísraelum til aðstoðar. Geri þeir það verði árásir gerðar á bandarískar herstöðvar í Mið-Austurlöndum. Slíkar árásir frá vígahópum sem Íranar standa við bakið á hafa verið tíðar á undanförnum mánuðum. Bandarískur hermaður féll í þessum árásum í fyrra, sem leiddi til árása Bandaríkjamanna á hermenn byltingarvarðarins í Sýrlandi. Þá hafa hóparnir einnig skotið eldflaugum að sendiráði Bandaríkjanna í Baghdad í Írak. Ísrael Bandaríkin Íran Hernaður Joe Biden Tengdar fréttir Ísland fordæmir árásina Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 14. apríl 2024 09:25 Neyðarfundur hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag vegna árásar Íran á Ísrael. Fundurinn fer fram síðdegis. Þá mun þjóðstjórn í ríkisstjórn Netanjahús funda með morgninum. 14. apríl 2024 07:21 Útkoman sem allir óttuðust Beint stríð milli Írans og Ísraels er niðurstaða langdreginna átaka, sem óttast var mest. Íranir hafa undirbúið hefndaraðgerðir frá því að loftárás, sem Ísraelar voru bendlaðir við, var gerð á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi. 14. apríl 2024 01:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Í frétt New York Times er haft eftir tveimur ónafngreindum ísraelskum embættismönnum að meðlimir stríðsráðsins, sem myndað var eftir árásina á Ísrael þann 7. október, hafi lagt til viðbrögð við árás Írana í gærkvöldi. Hætt hafi verið við þau viðbrögð eftir að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, ræddi við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Heimildarmenn NYT vildu ekki segja nánar frá því hvað Netanjahú og Biden töluðu um. Biden hefur kallað eftir því að Ísraelar forðist frekari stigmögnun og hefur hann boðað leiðtoga G-7 ríkjanna á fund til að finna annarskonar leiðir til að bregðast við árás Írana. Einnig segja embættismennirnir að það hafi spilað inn í að nánast allir drónarnir og eldflaugarnar sem Íranar skutu að Ísrael hafi verið skotnar niður. Árás Írana hefur verið fordæmd víða á Vesturlöndum. Utanríkisráðherra Írans hefur kallað sendiherra Bretlands, Þýskalands og Frakklands, á teppið í Teheran í dag. Í yfirlýsingu frá ráðuneytinu segir að sendiherrarnir hafi verið boðaðir á fund vegna „óábyrgrar afstöðu“ ríkjanna til árásar Írana. Eins of fram hefur komið skutu Íranar um þrjú hundruð sjálfsprengidrónum, stýriflaugum og skotflaugum að Ísrael í gærkvöldi. Það segjast ráðamenn í Íran hafa gert vegna loftárásar á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í síðasta mánuði, sem Ísraelar hafa verið sakaðir um að gera. Tveir herforingjar úr íranska byltingarverðinum féllu í árásinni. Forsvarsmenn herafla Íran hafa lýst því yfir í morgun að málinu sé lokið af þeirra hálfu en segja að Íranar muni gera enn stærri árás á Ísrael, svari Ísraelar árásinni í gærkvöldi. Íranar hafa einnig varað Bandaríkjamenn við því að koma Ísraelum til aðstoðar. Geri þeir það verði árásir gerðar á bandarískar herstöðvar í Mið-Austurlöndum. Slíkar árásir frá vígahópum sem Íranar standa við bakið á hafa verið tíðar á undanförnum mánuðum. Bandarískur hermaður féll í þessum árásum í fyrra, sem leiddi til árása Bandaríkjamanna á hermenn byltingarvarðarins í Sýrlandi. Þá hafa hóparnir einnig skotið eldflaugum að sendiráði Bandaríkjanna í Baghdad í Írak.
Ísrael Bandaríkin Íran Hernaður Joe Biden Tengdar fréttir Ísland fordæmir árásina Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 14. apríl 2024 09:25 Neyðarfundur hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag vegna árásar Íran á Ísrael. Fundurinn fer fram síðdegis. Þá mun þjóðstjórn í ríkisstjórn Netanjahús funda með morgninum. 14. apríl 2024 07:21 Útkoman sem allir óttuðust Beint stríð milli Írans og Ísraels er niðurstaða langdreginna átaka, sem óttast var mest. Íranir hafa undirbúið hefndaraðgerðir frá því að loftárás, sem Ísraelar voru bendlaðir við, var gerð á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi. 14. apríl 2024 01:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Ísland fordæmir árásina Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 14. apríl 2024 09:25
Neyðarfundur hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag vegna árásar Íran á Ísrael. Fundurinn fer fram síðdegis. Þá mun þjóðstjórn í ríkisstjórn Netanjahús funda með morgninum. 14. apríl 2024 07:21
Útkoman sem allir óttuðust Beint stríð milli Írans og Ísraels er niðurstaða langdreginna átaka, sem óttast var mest. Íranir hafa undirbúið hefndaraðgerðir frá því að loftárás, sem Ísraelar voru bendlaðir við, var gerð á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi. 14. apríl 2024 01:00