Hættu við eftir símtal frá Biden Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2024 11:25 Joe Biden og Benjamín Netanjahú. AP Stríðsráð Ísrael mun koma saman seinna í dag til að ræða möguleg viðbrögð við umfangsmikilli árás Írana á landið í gærkvöldi og í nótt. Ísraelar ætluðu sér að bregðast við árásinni í gærkvöldi en eru sagðir hafa hætt við. Í frétt New York Times er haft eftir tveimur ónafngreindum ísraelskum embættismönnum að meðlimir stríðsráðsins, sem myndað var eftir árásina á Ísrael þann 7. október, hafi lagt til viðbrögð við árás Írana í gærkvöldi. Hætt hafi verið við þau viðbrögð eftir að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, ræddi við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Heimildarmenn NYT vildu ekki segja nánar frá því hvað Netanjahú og Biden töluðu um. Biden hefur kallað eftir því að Ísraelar forðist frekari stigmögnun og hefur hann boðað leiðtoga G-7 ríkjanna á fund til að finna annarskonar leiðir til að bregðast við árás Írana. Einnig segja embættismennirnir að það hafi spilað inn í að nánast allir drónarnir og eldflaugarnar sem Íranar skutu að Ísrael hafi verið skotnar niður. Árás Írana hefur verið fordæmd víða á Vesturlöndum. Utanríkisráðherra Írans hefur kallað sendiherra Bretlands, Þýskalands og Frakklands, á teppið í Teheran í dag. Í yfirlýsingu frá ráðuneytinu segir að sendiherrarnir hafi verið boðaðir á fund vegna „óábyrgrar afstöðu“ ríkjanna til árásar Írana. Eins of fram hefur komið skutu Íranar um þrjú hundruð sjálfsprengidrónum, stýriflaugum og skotflaugum að Ísrael í gærkvöldi. Það segjast ráðamenn í Íran hafa gert vegna loftárásar á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í síðasta mánuði, sem Ísraelar hafa verið sakaðir um að gera. Tveir herforingjar úr íranska byltingarverðinum féllu í árásinni. Forsvarsmenn herafla Íran hafa lýst því yfir í morgun að málinu sé lokið af þeirra hálfu en segja að Íranar muni gera enn stærri árás á Ísrael, svari Ísraelar árásinni í gærkvöldi. Íranar hafa einnig varað Bandaríkjamenn við því að koma Ísraelum til aðstoðar. Geri þeir það verði árásir gerðar á bandarískar herstöðvar í Mið-Austurlöndum. Slíkar árásir frá vígahópum sem Íranar standa við bakið á hafa verið tíðar á undanförnum mánuðum. Bandarískur hermaður féll í þessum árásum í fyrra, sem leiddi til árása Bandaríkjamanna á hermenn byltingarvarðarins í Sýrlandi. Þá hafa hóparnir einnig skotið eldflaugum að sendiráði Bandaríkjanna í Baghdad í Írak. Ísrael Bandaríkin Íran Hernaður Joe Biden Tengdar fréttir Ísland fordæmir árásina Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 14. apríl 2024 09:25 Neyðarfundur hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag vegna árásar Íran á Ísrael. Fundurinn fer fram síðdegis. Þá mun þjóðstjórn í ríkisstjórn Netanjahús funda með morgninum. 14. apríl 2024 07:21 Útkoman sem allir óttuðust Beint stríð milli Írans og Ísraels er niðurstaða langdreginna átaka, sem óttast var mest. Íranir hafa undirbúið hefndaraðgerðir frá því að loftárás, sem Ísraelar voru bendlaðir við, var gerð á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi. 14. apríl 2024 01:00 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Í frétt New York Times er haft eftir tveimur ónafngreindum ísraelskum embættismönnum að meðlimir stríðsráðsins, sem myndað var eftir árásina á Ísrael þann 7. október, hafi lagt til viðbrögð við árás Írana í gærkvöldi. Hætt hafi verið við þau viðbrögð eftir að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, ræddi við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Heimildarmenn NYT vildu ekki segja nánar frá því hvað Netanjahú og Biden töluðu um. Biden hefur kallað eftir því að Ísraelar forðist frekari stigmögnun og hefur hann boðað leiðtoga G-7 ríkjanna á fund til að finna annarskonar leiðir til að bregðast við árás Írana. Einnig segja embættismennirnir að það hafi spilað inn í að nánast allir drónarnir og eldflaugarnar sem Íranar skutu að Ísrael hafi verið skotnar niður. Árás Írana hefur verið fordæmd víða á Vesturlöndum. Utanríkisráðherra Írans hefur kallað sendiherra Bretlands, Þýskalands og Frakklands, á teppið í Teheran í dag. Í yfirlýsingu frá ráðuneytinu segir að sendiherrarnir hafi verið boðaðir á fund vegna „óábyrgrar afstöðu“ ríkjanna til árásar Írana. Eins of fram hefur komið skutu Íranar um þrjú hundruð sjálfsprengidrónum, stýriflaugum og skotflaugum að Ísrael í gærkvöldi. Það segjast ráðamenn í Íran hafa gert vegna loftárásar á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í síðasta mánuði, sem Ísraelar hafa verið sakaðir um að gera. Tveir herforingjar úr íranska byltingarverðinum féllu í árásinni. Forsvarsmenn herafla Íran hafa lýst því yfir í morgun að málinu sé lokið af þeirra hálfu en segja að Íranar muni gera enn stærri árás á Ísrael, svari Ísraelar árásinni í gærkvöldi. Íranar hafa einnig varað Bandaríkjamenn við því að koma Ísraelum til aðstoðar. Geri þeir það verði árásir gerðar á bandarískar herstöðvar í Mið-Austurlöndum. Slíkar árásir frá vígahópum sem Íranar standa við bakið á hafa verið tíðar á undanförnum mánuðum. Bandarískur hermaður féll í þessum árásum í fyrra, sem leiddi til árása Bandaríkjamanna á hermenn byltingarvarðarins í Sýrlandi. Þá hafa hóparnir einnig skotið eldflaugum að sendiráði Bandaríkjanna í Baghdad í Írak.
Ísrael Bandaríkin Íran Hernaður Joe Biden Tengdar fréttir Ísland fordæmir árásina Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 14. apríl 2024 09:25 Neyðarfundur hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag vegna árásar Íran á Ísrael. Fundurinn fer fram síðdegis. Þá mun þjóðstjórn í ríkisstjórn Netanjahús funda með morgninum. 14. apríl 2024 07:21 Útkoman sem allir óttuðust Beint stríð milli Írans og Ísraels er niðurstaða langdreginna átaka, sem óttast var mest. Íranir hafa undirbúið hefndaraðgerðir frá því að loftárás, sem Ísraelar voru bendlaðir við, var gerð á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi. 14. apríl 2024 01:00 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Ísland fordæmir árásina Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 14. apríl 2024 09:25
Neyðarfundur hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag vegna árásar Íran á Ísrael. Fundurinn fer fram síðdegis. Þá mun þjóðstjórn í ríkisstjórn Netanjahús funda með morgninum. 14. apríl 2024 07:21
Útkoman sem allir óttuðust Beint stríð milli Írans og Ísraels er niðurstaða langdreginna átaka, sem óttast var mest. Íranir hafa undirbúið hefndaraðgerðir frá því að loftárás, sem Ísraelar voru bendlaðir við, var gerð á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi. 14. apríl 2024 01:00