Hættu við eftir símtal frá Biden Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2024 11:25 Joe Biden og Benjamín Netanjahú. AP Stríðsráð Ísrael mun koma saman seinna í dag til að ræða möguleg viðbrögð við umfangsmikilli árás Írana á landið í gærkvöldi og í nótt. Ísraelar ætluðu sér að bregðast við árásinni í gærkvöldi en eru sagðir hafa hætt við. Í frétt New York Times er haft eftir tveimur ónafngreindum ísraelskum embættismönnum að meðlimir stríðsráðsins, sem myndað var eftir árásina á Ísrael þann 7. október, hafi lagt til viðbrögð við árás Írana í gærkvöldi. Hætt hafi verið við þau viðbrögð eftir að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, ræddi við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Heimildarmenn NYT vildu ekki segja nánar frá því hvað Netanjahú og Biden töluðu um. Biden hefur kallað eftir því að Ísraelar forðist frekari stigmögnun og hefur hann boðað leiðtoga G-7 ríkjanna á fund til að finna annarskonar leiðir til að bregðast við árás Írana. Einnig segja embættismennirnir að það hafi spilað inn í að nánast allir drónarnir og eldflaugarnar sem Íranar skutu að Ísrael hafi verið skotnar niður. Árás Írana hefur verið fordæmd víða á Vesturlöndum. Utanríkisráðherra Írans hefur kallað sendiherra Bretlands, Þýskalands og Frakklands, á teppið í Teheran í dag. Í yfirlýsingu frá ráðuneytinu segir að sendiherrarnir hafi verið boðaðir á fund vegna „óábyrgrar afstöðu“ ríkjanna til árásar Írana. Eins of fram hefur komið skutu Íranar um þrjú hundruð sjálfsprengidrónum, stýriflaugum og skotflaugum að Ísrael í gærkvöldi. Það segjast ráðamenn í Íran hafa gert vegna loftárásar á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í síðasta mánuði, sem Ísraelar hafa verið sakaðir um að gera. Tveir herforingjar úr íranska byltingarverðinum féllu í árásinni. Forsvarsmenn herafla Íran hafa lýst því yfir í morgun að málinu sé lokið af þeirra hálfu en segja að Íranar muni gera enn stærri árás á Ísrael, svari Ísraelar árásinni í gærkvöldi. Íranar hafa einnig varað Bandaríkjamenn við því að koma Ísraelum til aðstoðar. Geri þeir það verði árásir gerðar á bandarískar herstöðvar í Mið-Austurlöndum. Slíkar árásir frá vígahópum sem Íranar standa við bakið á hafa verið tíðar á undanförnum mánuðum. Bandarískur hermaður féll í þessum árásum í fyrra, sem leiddi til árása Bandaríkjamanna á hermenn byltingarvarðarins í Sýrlandi. Þá hafa hóparnir einnig skotið eldflaugum að sendiráði Bandaríkjanna í Baghdad í Írak. Ísrael Bandaríkin Íran Hernaður Joe Biden Tengdar fréttir Ísland fordæmir árásina Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 14. apríl 2024 09:25 Neyðarfundur hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag vegna árásar Íran á Ísrael. Fundurinn fer fram síðdegis. Þá mun þjóðstjórn í ríkisstjórn Netanjahús funda með morgninum. 14. apríl 2024 07:21 Útkoman sem allir óttuðust Beint stríð milli Írans og Ísraels er niðurstaða langdreginna átaka, sem óttast var mest. Íranir hafa undirbúið hefndaraðgerðir frá því að loftárás, sem Ísraelar voru bendlaðir við, var gerð á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi. 14. apríl 2024 01:00 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Í frétt New York Times er haft eftir tveimur ónafngreindum ísraelskum embættismönnum að meðlimir stríðsráðsins, sem myndað var eftir árásina á Ísrael þann 7. október, hafi lagt til viðbrögð við árás Írana í gærkvöldi. Hætt hafi verið við þau viðbrögð eftir að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, ræddi við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Heimildarmenn NYT vildu ekki segja nánar frá því hvað Netanjahú og Biden töluðu um. Biden hefur kallað eftir því að Ísraelar forðist frekari stigmögnun og hefur hann boðað leiðtoga G-7 ríkjanna á fund til að finna annarskonar leiðir til að bregðast við árás Írana. Einnig segja embættismennirnir að það hafi spilað inn í að nánast allir drónarnir og eldflaugarnar sem Íranar skutu að Ísrael hafi verið skotnar niður. Árás Írana hefur verið fordæmd víða á Vesturlöndum. Utanríkisráðherra Írans hefur kallað sendiherra Bretlands, Þýskalands og Frakklands, á teppið í Teheran í dag. Í yfirlýsingu frá ráðuneytinu segir að sendiherrarnir hafi verið boðaðir á fund vegna „óábyrgrar afstöðu“ ríkjanna til árásar Írana. Eins of fram hefur komið skutu Íranar um þrjú hundruð sjálfsprengidrónum, stýriflaugum og skotflaugum að Ísrael í gærkvöldi. Það segjast ráðamenn í Íran hafa gert vegna loftárásar á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í síðasta mánuði, sem Ísraelar hafa verið sakaðir um að gera. Tveir herforingjar úr íranska byltingarverðinum féllu í árásinni. Forsvarsmenn herafla Íran hafa lýst því yfir í morgun að málinu sé lokið af þeirra hálfu en segja að Íranar muni gera enn stærri árás á Ísrael, svari Ísraelar árásinni í gærkvöldi. Íranar hafa einnig varað Bandaríkjamenn við því að koma Ísraelum til aðstoðar. Geri þeir það verði árásir gerðar á bandarískar herstöðvar í Mið-Austurlöndum. Slíkar árásir frá vígahópum sem Íranar standa við bakið á hafa verið tíðar á undanförnum mánuðum. Bandarískur hermaður féll í þessum árásum í fyrra, sem leiddi til árása Bandaríkjamanna á hermenn byltingarvarðarins í Sýrlandi. Þá hafa hóparnir einnig skotið eldflaugum að sendiráði Bandaríkjanna í Baghdad í Írak.
Ísrael Bandaríkin Íran Hernaður Joe Biden Tengdar fréttir Ísland fordæmir árásina Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 14. apríl 2024 09:25 Neyðarfundur hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag vegna árásar Íran á Ísrael. Fundurinn fer fram síðdegis. Þá mun þjóðstjórn í ríkisstjórn Netanjahús funda með morgninum. 14. apríl 2024 07:21 Útkoman sem allir óttuðust Beint stríð milli Írans og Ísraels er niðurstaða langdreginna átaka, sem óttast var mest. Íranir hafa undirbúið hefndaraðgerðir frá því að loftárás, sem Ísraelar voru bendlaðir við, var gerð á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi. 14. apríl 2024 01:00 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Ísland fordæmir árásina Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 14. apríl 2024 09:25
Neyðarfundur hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag vegna árásar Íran á Ísrael. Fundurinn fer fram síðdegis. Þá mun þjóðstjórn í ríkisstjórn Netanjahús funda með morgninum. 14. apríl 2024 07:21
Útkoman sem allir óttuðust Beint stríð milli Írans og Ísraels er niðurstaða langdreginna átaka, sem óttast var mest. Íranir hafa undirbúið hefndaraðgerðir frá því að loftárás, sem Ísraelar voru bendlaðir við, var gerð á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi. 14. apríl 2024 01:00