Mælum með fjölbreytni Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 14. apríl 2024 09:01 Áttu eftir að mæla með til forseta? Íhugaðu hvaða vald þú hefur í hendi þér. Flestir þeir frambjóðendur sem búnir eru að ná meðmælendafjölda eru þekkt andlit, pólitískt starfandi eða úr opinberum störfum. Það eru þó umtalsvert fleiri umsækjendur sem óska eftir að komast að og þar er að finna afar hæft, hugrakkt, framsækið og skapandi fólk. Hver er ávinningurinn af því að fá fjölbreyttar raddir í sjónvarpið í maí? Stórkostlegur. Hver græðir á því að veita fólki tækifæri á að sýna sig, sanna og sækja fram? Við öll - samfélagið. Forsetakosningar eru eins og Ólympíuleikarnir, á 4 ára fresti. Hér er einstakt tækifæri til að rýna stöðu og framtíð lands og þjóðar og það er okkur öllum í hag að sem flestar ólíkar raddir heyrist. Það eru mörg krefjandi mál sem á þjóðinni brenna og sitt sýnist hverjum. Fólk af erlendum uppruna er nærri 20% þjóðarinnar. Það væri einstakt afrek ef einn einstaklingur úr þeirra hópi kæmist að. Það er ennfremur afar löng leið fyrir sjálfstætt starfandi fólk að taka þátt í þessu atvinnuviðtali – á meðan konan sem fer fyrir ríkisstofnun getur óskað eftir stuttu leyfi til að fara í framboð þá þurfti ég að ráða inn fólk í minn stað í mitt fyrirtæki fyrir rúmu hálfu ári síðan til að geta tekið þátt – og ég þurfti að tilkynna snemma um framboð til að ná vöruvitund neytenda – verða þekkt. Það er ekki hægt að ganga út úr sínu eigin fyrirtæki í stutt leyfi án þess að skaða fyrirtækið. Lifibrauðið. Raunveruleikinn. Frambjóðendur sem búa við það forskot að vera þekktir fyrir opinbera þjónustu, hafa fengið sína kynningu greidda af þjóðinni í gegnum sín góðu störf í þágu samfélagsins, og gátu farið í milliriðlakeppni í meðmælendaspretti. Hver gat safnað tilskildum 1500 meðmælendum á sem stystum tíma. Gerum okkur góða grein fyrir og verum í meðvitund um ójafnræði frambjóðenda – orsakir og afleiðingar þess. Að vera þekkt andlit er ekki hæfnisþáttur í þessu samhengi – ekkert umsækjenda hefur fyrri reynslu af því að þjóna sem forseti íslensku þjóðarinnar – eina óháða sameiginlega embætti þjóðarinnar. Samtal og virkt lýðræði færir okkur nær samvinnu og samstöðu. Með því að velja fjölbreyttar raddir og lyfta þeim upp og áfram með meðmælum – þínu lýðræðislega valdi – þá ertu að iðka það sem ég stend fyrir; lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði. Nýttu vald þitt til fulls, mæltu með fjölbreytni og lyftu samfélaginu upp með því að nýta þinn meðmælarétt til að koma ólíkum röddum að. Spurðu fólk í kringum þig „ertu búin/n að mæla með til forseta?“ og hvettu fólk til að taka þátt. Tækifærið til að læra, skapa nýjan farveg og hegðun er einstakt. Áfram Ísland! Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Sigríður Hrund Pétursdóttir Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Áttu eftir að mæla með til forseta? Íhugaðu hvaða vald þú hefur í hendi þér. Flestir þeir frambjóðendur sem búnir eru að ná meðmælendafjölda eru þekkt andlit, pólitískt starfandi eða úr opinberum störfum. Það eru þó umtalsvert fleiri umsækjendur sem óska eftir að komast að og þar er að finna afar hæft, hugrakkt, framsækið og skapandi fólk. Hver er ávinningurinn af því að fá fjölbreyttar raddir í sjónvarpið í maí? Stórkostlegur. Hver græðir á því að veita fólki tækifæri á að sýna sig, sanna og sækja fram? Við öll - samfélagið. Forsetakosningar eru eins og Ólympíuleikarnir, á 4 ára fresti. Hér er einstakt tækifæri til að rýna stöðu og framtíð lands og þjóðar og það er okkur öllum í hag að sem flestar ólíkar raddir heyrist. Það eru mörg krefjandi mál sem á þjóðinni brenna og sitt sýnist hverjum. Fólk af erlendum uppruna er nærri 20% þjóðarinnar. Það væri einstakt afrek ef einn einstaklingur úr þeirra hópi kæmist að. Það er ennfremur afar löng leið fyrir sjálfstætt starfandi fólk að taka þátt í þessu atvinnuviðtali – á meðan konan sem fer fyrir ríkisstofnun getur óskað eftir stuttu leyfi til að fara í framboð þá þurfti ég að ráða inn fólk í minn stað í mitt fyrirtæki fyrir rúmu hálfu ári síðan til að geta tekið þátt – og ég þurfti að tilkynna snemma um framboð til að ná vöruvitund neytenda – verða þekkt. Það er ekki hægt að ganga út úr sínu eigin fyrirtæki í stutt leyfi án þess að skaða fyrirtækið. Lifibrauðið. Raunveruleikinn. Frambjóðendur sem búa við það forskot að vera þekktir fyrir opinbera þjónustu, hafa fengið sína kynningu greidda af þjóðinni í gegnum sín góðu störf í þágu samfélagsins, og gátu farið í milliriðlakeppni í meðmælendaspretti. Hver gat safnað tilskildum 1500 meðmælendum á sem stystum tíma. Gerum okkur góða grein fyrir og verum í meðvitund um ójafnræði frambjóðenda – orsakir og afleiðingar þess. Að vera þekkt andlit er ekki hæfnisþáttur í þessu samhengi – ekkert umsækjenda hefur fyrri reynslu af því að þjóna sem forseti íslensku þjóðarinnar – eina óháða sameiginlega embætti þjóðarinnar. Samtal og virkt lýðræði færir okkur nær samvinnu og samstöðu. Með því að velja fjölbreyttar raddir og lyfta þeim upp og áfram með meðmælum – þínu lýðræðislega valdi – þá ertu að iðka það sem ég stend fyrir; lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði. Nýttu vald þitt til fulls, mæltu með fjölbreytni og lyftu samfélaginu upp með því að nýta þinn meðmælarétt til að koma ólíkum röddum að. Spurðu fólk í kringum þig „ertu búin/n að mæla með til forseta?“ og hvettu fólk til að taka þátt. Tækifærið til að læra, skapa nýjan farveg og hegðun er einstakt. Áfram Ísland! Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar