Íranir hafa hótað hefndum fyrir loftárás, sem Ísraelar voru bendlaðir við, á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi. Sú árás átti sér stað í upphafi mánaðar.
Íranar hóta hefndum gegn Ísrael
Nú virðast Íranir hafa látið til skarar skríða. Ísraelski herinn hefur gefið út yfirlýsingu þar sem fram kemur að herinn búi sig undir fyrrgreindar árásir, sem bæði séu framkvæmdar með drónum og eldflaugum. Búist er við því að drónarnir nái ísraelskri lofthelgi innan nokkurra klukkustunda.
Á samfélagsmiðlum eru myndbönd í dreifingu sem sýna það sem gætu verið íranskir drónar á leið vestur.
Breaking: more videos were sent to me from sources in Nasriya, Iraq showing what could be Iranian drones flying over Iraq and headed west pic.twitter.com/8p7J5r6odG
— Steven Nabil (@thestevennabil) April 13, 2024
Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Ef hún birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni.