Íranskir sérsveitarmenn tóku stjórn á flutningaskipi Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2024 14:44 Íranskir hermenn sigu um borð í flutningaskiptið í morgun og sigldu því inn í landhelgi Íran. AP Hermenn frá Byltingarvörðum Írans tóku í morgun stjórn á flutningaskipi nærri Hormuz-sundi. Skipinu var í kjölfarið siglt inn í landhelgi Írans en skipið er sagt tengjast Ísrael, þó því sé siglt undir fána Portúgal. Skiptið heitir MSC Aries og er sagt í eigu Zodic Maritime, fyrirtæki sem er með höfuðstöðvar í Lundúnum. Það félag er í eigu Zodiac Group, sem ísraelski auðjöfurinn Eyal Ofer á. Tuttugu og fimm menn eru í áhöfn skipsins, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ríkismiðlar Írans segja árásina hafa verið gerða af sérsveitarmönnum sjóhers Byltingarvarðanna. Myndband sem blaðamenn AP komu höndum yfir rennir stoðum undir það en á því má sjá hermenn síga um borð í skipið úr þyrlu. Byltingarverðir Íran, sem er stærsta og valdamesta deild hers landsins, heyra eingöngu undir Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerk Íran, sem stjórnar landinu. Hersveitir þessar flytja þar að auki vopn til vígahópa sem yfirvöld í Íran styðja víðsvegar um Mið-Austurlönd, eins og Hesbollah í Líbanon og Sýrlandi, Húta í Jemen og aðra hópa í Írak. Ísraelar og Íranar hafa eldað grátt silfur saman um árabil. Nokkuð hefur þó hitnað í kolunum á undanförnum mánuðum, samhliða stríðinu á Gasaströndinni. Þáttaskil urðu svo í byrjun mánaðarins þegar Ísraelar gerðu loftárásir á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi. Tólf féllu í árásinni og þar á meðal tveir herforingjar Byltingarvarða Íran. Ráðamenn í Íran hafa hótað hefndum. Talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins sagði í gær að von væri á meiriháttar árás Írana á Ísrael. Frá 2019 hafa Íranar tekið nokkur skip með þessum hætti við Hormuz-sund. Hútar, sem studdir eru af Íran, hafa einnig gert árásir á flutningaskip á Aden-flóa og Rauðahafi. Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Portúgal Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Skiptið heitir MSC Aries og er sagt í eigu Zodic Maritime, fyrirtæki sem er með höfuðstöðvar í Lundúnum. Það félag er í eigu Zodiac Group, sem ísraelski auðjöfurinn Eyal Ofer á. Tuttugu og fimm menn eru í áhöfn skipsins, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ríkismiðlar Írans segja árásina hafa verið gerða af sérsveitarmönnum sjóhers Byltingarvarðanna. Myndband sem blaðamenn AP komu höndum yfir rennir stoðum undir það en á því má sjá hermenn síga um borð í skipið úr þyrlu. Byltingarverðir Íran, sem er stærsta og valdamesta deild hers landsins, heyra eingöngu undir Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerk Íran, sem stjórnar landinu. Hersveitir þessar flytja þar að auki vopn til vígahópa sem yfirvöld í Íran styðja víðsvegar um Mið-Austurlönd, eins og Hesbollah í Líbanon og Sýrlandi, Húta í Jemen og aðra hópa í Írak. Ísraelar og Íranar hafa eldað grátt silfur saman um árabil. Nokkuð hefur þó hitnað í kolunum á undanförnum mánuðum, samhliða stríðinu á Gasaströndinni. Þáttaskil urðu svo í byrjun mánaðarins þegar Ísraelar gerðu loftárásir á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi. Tólf féllu í árásinni og þar á meðal tveir herforingjar Byltingarvarða Íran. Ráðamenn í Íran hafa hótað hefndum. Talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins sagði í gær að von væri á meiriháttar árás Írana á Ísrael. Frá 2019 hafa Íranar tekið nokkur skip með þessum hætti við Hormuz-sund. Hútar, sem studdir eru af Íran, hafa einnig gert árásir á flutningaskip á Aden-flóa og Rauðahafi.
Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Portúgal Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira