„Heilt ár af því að upplifa lífið án deyfingar“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 12. apríl 2024 10:57 Bergrún Íris Sævarsdóttir talaði opinskátt um lífið án áfengis í Bítinu á Bylgjunni í nóvember í fyrra. Bergrún Íris Bergrún Íris Sævarsdóttir rit- og myndhöfundur fagnaði eins árs edrúafmæli í gærkvöldi á Hamborgarafabrikkunni ásamt fjölskyldu sinni. Hún segist taka einn dag í einu þar sem alkahólismi er mun flóknari sjúkdómur en það eitt að leggja frá sér glasið. „Ég er eins árs í dag! Að baki er heilt ár af því að upplifa lífið án deyfingar. Tólf mánuðir þar sem ég leyfði mér að fara alla leið niður en fékk líka að komast alla leið upp. Það er ekki auðvelt að fara í fyrsta sinn í gegnum tilfinningar án þess að styðjast við hækju í vökvaformi,“ skrifar Bergrún Íris í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Sjálfsvinna og sjálfsást leiðin að bata „Ég tíndi upp úr öllum skúffum minningar og áföll, sorteraði og fór í gegnum það sem ég hef burðast með, valdi hverju skyldi halda og hverju sleppa takinu af. Ég hef unnið alls kyns verðlaun í gegnum árin en það að hætta að drekka og lifa í bata er stærsti sigurinn og það sem ég er hvað stoltust af. Verkefninu er ekki lokið, ég tekst á við einn dag í einu og þigg þá hjálp sem er í boði,“ segir Bergrún. „Alkahólismi er miklu flóknari sjúkdómur en svo að kona leggi bara frá sér glasið, en það er ómetanlegt að vita að enginn þarf að standa í þessu einn með sjálfum sér. Ef einhver er forvitin/nn/ð og vill byrja að kynna sér áfengislausan lífsstíl þá eru til alls kyns góðar bækur og hlaðvörp, öpp og fleira, en fyrir mig virkaði best að tala við fólk sem hefur upplifað það sama og ég. Þannig gat ég tekið fyrsta skrefið, og svo það næsta og þarnæsta.“ Hún segir að ferðalagið snúist minnst um áfengi. Það snúist mest um djúpa sjálfsvinnu og það að læra að elska sjálfa sig, allsgáð, með öllum sínum eiginleikum. Hún segir skrefin ekki hafa verið auðveld en þau séu stór og í rétta átt. Mamma ekki lengur þreytt Bergrún talaði opinskátt um ákvörðun sína um að hætta drekka í Bítínu á Bylgjunni í nóvember fyrra. þar sem hún meðal annar frá því að börnin hennar hafi tekið eftir breytingu vegna edrúmennskunnar. Hún hvetur alla til að hlusta á börnin. „Þó að börn sjái ekki á manni, þá sjá þau alveg að manni líður ekki vel. Einum af botnunum náð þegar sonurinn setti þrjú vatnsglös á borðið en eitt bjórglas fyrir mömmu. Þá finnur maður alveg að þetta sé kannski bara komið gott. Hann sagði mér eftir nokkrar vikur edrú: „Mamma þú ert svo miklu rólegri og þú ert ekki alltaf þreytt.“ „Þannig, hlustum á börnin.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Áfengi og tóbak Heilsa Geðheilbrigði Ástin og lífið Tengdar fréttir Bergrún Íris og Kolbrún nýtt par: „Soldið mikið skotin í þessari dásemd“ Mynd- og rithöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir hefur fundið ástina í örmum Kolbrúnar Óskar Skaftadóttur. 23. desember 2023 14:36 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Sjá meira
„Ég er eins árs í dag! Að baki er heilt ár af því að upplifa lífið án deyfingar. Tólf mánuðir þar sem ég leyfði mér að fara alla leið niður en fékk líka að komast alla leið upp. Það er ekki auðvelt að fara í fyrsta sinn í gegnum tilfinningar án þess að styðjast við hækju í vökvaformi,“ skrifar Bergrún Íris í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Sjálfsvinna og sjálfsást leiðin að bata „Ég tíndi upp úr öllum skúffum minningar og áföll, sorteraði og fór í gegnum það sem ég hef burðast með, valdi hverju skyldi halda og hverju sleppa takinu af. Ég hef unnið alls kyns verðlaun í gegnum árin en það að hætta að drekka og lifa í bata er stærsti sigurinn og það sem ég er hvað stoltust af. Verkefninu er ekki lokið, ég tekst á við einn dag í einu og þigg þá hjálp sem er í boði,“ segir Bergrún. „Alkahólismi er miklu flóknari sjúkdómur en svo að kona leggi bara frá sér glasið, en það er ómetanlegt að vita að enginn þarf að standa í þessu einn með sjálfum sér. Ef einhver er forvitin/nn/ð og vill byrja að kynna sér áfengislausan lífsstíl þá eru til alls kyns góðar bækur og hlaðvörp, öpp og fleira, en fyrir mig virkaði best að tala við fólk sem hefur upplifað það sama og ég. Þannig gat ég tekið fyrsta skrefið, og svo það næsta og þarnæsta.“ Hún segir að ferðalagið snúist minnst um áfengi. Það snúist mest um djúpa sjálfsvinnu og það að læra að elska sjálfa sig, allsgáð, með öllum sínum eiginleikum. Hún segir skrefin ekki hafa verið auðveld en þau séu stór og í rétta átt. Mamma ekki lengur þreytt Bergrún talaði opinskátt um ákvörðun sína um að hætta drekka í Bítínu á Bylgjunni í nóvember fyrra. þar sem hún meðal annar frá því að börnin hennar hafi tekið eftir breytingu vegna edrúmennskunnar. Hún hvetur alla til að hlusta á börnin. „Þó að börn sjái ekki á manni, þá sjá þau alveg að manni líður ekki vel. Einum af botnunum náð þegar sonurinn setti þrjú vatnsglös á borðið en eitt bjórglas fyrir mömmu. Þá finnur maður alveg að þetta sé kannski bara komið gott. Hann sagði mér eftir nokkrar vikur edrú: „Mamma þú ert svo miklu rólegri og þú ert ekki alltaf þreytt.“ „Þannig, hlustum á börnin.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Áfengi og tóbak Heilsa Geðheilbrigði Ástin og lífið Tengdar fréttir Bergrún Íris og Kolbrún nýtt par: „Soldið mikið skotin í þessari dásemd“ Mynd- og rithöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir hefur fundið ástina í örmum Kolbrúnar Óskar Skaftadóttur. 23. desember 2023 14:36 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Sjá meira
Bergrún Íris og Kolbrún nýtt par: „Soldið mikið skotin í þessari dásemd“ Mynd- og rithöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir hefur fundið ástina í örmum Kolbrúnar Óskar Skaftadóttur. 23. desember 2023 14:36