Höfum við efni á Hjartagosum? Sigþrúður Ármann skrifar 11. apríl 2024 11:24 Þegar þessi grein er skrifuð er útvarpsþátturinn Hjartagosar á Rás 2 í umsjón tveggja góðra og reyndra útvarpsmanna. Þeir eru sniðugir, skemmtilegir, fá til sín gesti og spila fína tónlist. Þessir útvarpsmenn eru það færir að ég myndi treysta þeim báðum til að sjá um þáttinn einn síns liðs. Á sama tíma og Hjartagosar skemmta okkur í útvarpinu vantar fleiri lækna út á land, fjölga þarf í lögreglu landsins og bæta þarf við starfsfólki í rannsóknardeild kynferðisbrotamála, svo nokkur dæmi séu tekin. Ef dagskrá Rásar 2 er skoðuð eru í mörgum tilfellum tveir jafnvel þrír umsjónarmenn með hvern þátt. Það eru engin fyrirtæki sem gætu ráðið svo mikið af góðu fólki til að halda uppi starfsemi sinni eins og RÚV gerir. Tökum dæmi. Í dag, fimmtudaginn 11. apríl, sjá 21 umsjónaraðili um dagskrána á Rás 1, 15 umsjónaraðilar sjá um dagskrána á Rás 2, 10 umsjónaraðilar sjá um dagskrána á Bylgjunni og 8 umsjónaraðilar sjá um dagskrána á K100. Þetta þýðir að það eru 50% fleiri umsjónaraðilar á Rás 2 en á Bylgjunni og 163% fleiri umsjónaraðilar á Rás1 en á K100. Hér á eftir að taka inn starfsfólk fréttastofa og allt annað starfsfólk þessara miðla. Á sama tíma og RÚV heldur uppi svo viðamikilli dagskrá og bætir ítrekað við starfsemi sína eru það skattgreiðendur sem þurfa að borga launin. Einstaklingar frá 16 ára til 69 ára og lögaðilar eru skyldug til að greiða yfir 6 þúsund milljónir í ár til RÚV hvort sem þau hlusta á miðla þess eða ekki. Þá fær RÚV hátt í þrjú þúsund milljónir í auglýsingatekjur á ári og kemur í veg fyrir eðlilega samkeppni á markaðnum sem gerir einkareknum fjölmiðlum verulega erfitt fyrir. Rekstrarkostnaður RÚV hefur hækkað gríðarlega á síðustu árum og áratugum og launakostnaður RÚV hækkaði um tæpaði hálfan milljarð í fyrra og er hærri en heildarlaunakostnaður allra dómstóla á Íslandi til samans. Hvað er til ráða? RÚV er nær 100 ára gamalt. Þörfin fyrir ríkisreknum fjölmiðli var önnur árið 1930 en er nú árið 2024. Líkt og öll einkafyrirtæki sem þurfa reglulega að endurskoða stefnu sína og sníða stakk eftir vexti þá þurfa stjórnmálamenn að endurhugsa hlutverk, stefnu og umfang RÚV. Eiga landsmenn að greiða fyrir rekstur á tveimur útvarpsstöðvum, tveimur sjónvarpsstöðvum (RÚV og RÚV2) og einum netmiðli? Um er að ræða dagskráliði sem einkareknir fjölmiðlar gætu sinnt í flestum, ef ekki öllum tilfellum. Í stað þess að skylda skattgreiðendur til að greiða yfir sex þúsund milljónir árlega til RÚV og gera rekstrarumhverfið ósamkeppnishæft þá þarf ríkið að ákveða hversu miklum fjármunum á að verja í málaflokkinn, bjóða út þá dagskrágerð sem talið er nauðsynlegt að ríkið fjármagni og huga að dreifingu. Með þeim hætti gætu einkareknir fjölmiðlar, framleiðslufyrirtæki, fjölmiðlafólk, hlaðvarpsstjórnendur og annað hæfileikaríkt fólk tekið að sér þá dagskrágerð í stað þess að fela RÚV að sjá um það með ákveðnum skilyrðum. Með þessum hætti yrði fjölbreytnin meiri, samkeppnin heilbrigðari og fjármunum væri ráðstafað með betri hætti. Öll fyrirtæki og fjölskyldur í landinu þurfa að hagræða og geta ekki leyft sér að eyða um efni fram. Hið sama á að sjálfsögðu við um opinberar stofnanir. Þó svo að Hjartagosar og annað dagskrágerðarfólk hjá RÚV kunni að bræða hjörtu landsmanna, þá er kominn tími til að hagræða í rekstri RÚV, fá einkaaðila til að sinna verkefnum, lækka skatta á fólk og fyrirtæki og ráðstafa fjármunum skattgreiðanda með betri og skilvirkari hætti. Við höfum ekki efni á öðru. Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Sigþrúður Ármann Ríkisútvarpið Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þegar þessi grein er skrifuð er útvarpsþátturinn Hjartagosar á Rás 2 í umsjón tveggja góðra og reyndra útvarpsmanna. Þeir eru sniðugir, skemmtilegir, fá til sín gesti og spila fína tónlist. Þessir útvarpsmenn eru það færir að ég myndi treysta þeim báðum til að sjá um þáttinn einn síns liðs. Á sama tíma og Hjartagosar skemmta okkur í útvarpinu vantar fleiri lækna út á land, fjölga þarf í lögreglu landsins og bæta þarf við starfsfólki í rannsóknardeild kynferðisbrotamála, svo nokkur dæmi séu tekin. Ef dagskrá Rásar 2 er skoðuð eru í mörgum tilfellum tveir jafnvel þrír umsjónarmenn með hvern þátt. Það eru engin fyrirtæki sem gætu ráðið svo mikið af góðu fólki til að halda uppi starfsemi sinni eins og RÚV gerir. Tökum dæmi. Í dag, fimmtudaginn 11. apríl, sjá 21 umsjónaraðili um dagskrána á Rás 1, 15 umsjónaraðilar sjá um dagskrána á Rás 2, 10 umsjónaraðilar sjá um dagskrána á Bylgjunni og 8 umsjónaraðilar sjá um dagskrána á K100. Þetta þýðir að það eru 50% fleiri umsjónaraðilar á Rás 2 en á Bylgjunni og 163% fleiri umsjónaraðilar á Rás1 en á K100. Hér á eftir að taka inn starfsfólk fréttastofa og allt annað starfsfólk þessara miðla. Á sama tíma og RÚV heldur uppi svo viðamikilli dagskrá og bætir ítrekað við starfsemi sína eru það skattgreiðendur sem þurfa að borga launin. Einstaklingar frá 16 ára til 69 ára og lögaðilar eru skyldug til að greiða yfir 6 þúsund milljónir í ár til RÚV hvort sem þau hlusta á miðla þess eða ekki. Þá fær RÚV hátt í þrjú þúsund milljónir í auglýsingatekjur á ári og kemur í veg fyrir eðlilega samkeppni á markaðnum sem gerir einkareknum fjölmiðlum verulega erfitt fyrir. Rekstrarkostnaður RÚV hefur hækkað gríðarlega á síðustu árum og áratugum og launakostnaður RÚV hækkaði um tæpaði hálfan milljarð í fyrra og er hærri en heildarlaunakostnaður allra dómstóla á Íslandi til samans. Hvað er til ráða? RÚV er nær 100 ára gamalt. Þörfin fyrir ríkisreknum fjölmiðli var önnur árið 1930 en er nú árið 2024. Líkt og öll einkafyrirtæki sem þurfa reglulega að endurskoða stefnu sína og sníða stakk eftir vexti þá þurfa stjórnmálamenn að endurhugsa hlutverk, stefnu og umfang RÚV. Eiga landsmenn að greiða fyrir rekstur á tveimur útvarpsstöðvum, tveimur sjónvarpsstöðvum (RÚV og RÚV2) og einum netmiðli? Um er að ræða dagskráliði sem einkareknir fjölmiðlar gætu sinnt í flestum, ef ekki öllum tilfellum. Í stað þess að skylda skattgreiðendur til að greiða yfir sex þúsund milljónir árlega til RÚV og gera rekstrarumhverfið ósamkeppnishæft þá þarf ríkið að ákveða hversu miklum fjármunum á að verja í málaflokkinn, bjóða út þá dagskrágerð sem talið er nauðsynlegt að ríkið fjármagni og huga að dreifingu. Með þeim hætti gætu einkareknir fjölmiðlar, framleiðslufyrirtæki, fjölmiðlafólk, hlaðvarpsstjórnendur og annað hæfileikaríkt fólk tekið að sér þá dagskrágerð í stað þess að fela RÚV að sjá um það með ákveðnum skilyrðum. Með þessum hætti yrði fjölbreytnin meiri, samkeppnin heilbrigðari og fjármunum væri ráðstafað með betri hætti. Öll fyrirtæki og fjölskyldur í landinu þurfa að hagræða og geta ekki leyft sér að eyða um efni fram. Hið sama á að sjálfsögðu við um opinberar stofnanir. Þó svo að Hjartagosar og annað dagskrágerðarfólk hjá RÚV kunni að bræða hjörtu landsmanna, þá er kominn tími til að hagræða í rekstri RÚV, fá einkaaðila til að sinna verkefnum, lækka skatta á fólk og fyrirtæki og ráðstafa fjármunum skattgreiðanda með betri og skilvirkari hætti. Við höfum ekki efni á öðru. Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar