Ofbeldismenning í ríkisstjórninni Margrét Rut Eddurdóttir skrifar 10. apríl 2024 22:00 Ég er ekki reið en staðráðin. Í gær var ég handtekin af lögreglunni á Bessastöðum af því í dag, eins og í gær, er ég ekki lengur meðvirk með gerendum þessarar þjóðar. Þegar ég sá fréttir af nýrri stöðu Bjarna Benediktssonar upplifði ég ofbeldi. Það er ofbeldi sem fær að viðgangast gagnvart þjóðinni að þessi maður fái að halda ótrautt áfram að valsa um valdastöður þessarar þjóðar óáreittur. Vantraust þjóðarinnar til Bjarna Benediktssonar er í sögulegu hámarki, ekki núna heldur hefur hann náð þeim titli að vera óvinsælasti og ótraustverðugasti stjórnmálamaður Íslandssögunnar. Það sem mér þykir þó átakanlegast er ekki ofbeldismaðurinn sjálfur heldur allt góða fólkið sem er meðvirkt með honum. Fólkið sem átti að vinna heiðarlegt og gott starf fyrir þjóðina og þá er ég að tala um Katrínu Jakobsdóttir, núverandi forsetaframbjóðenda, og alla sem vinna bæði á þingi og í ríkisstjórn sem virðist blindaðir af ótta, meðvirkni og normalíseringu á þessu tiltekna ofbeldi. Við berum öll ábyrgð á meðvirkni okkar. Okkur ber að setja mörk og leyfa ofbeldinu ekki að leika lausum hala. En til þess að vinna okkur úr ofbeldismenningunni þurfum við að geta treyst hvort öðru. Traust er undirstaða alls og eina leiðin til þess að leiða þjóðina saman er að byggja traust. Án trausts höfum við ekkert samtal og með engu samtali verður meiri sorg, reiði og ofbeldi. Fyrir okkur sem horfum utan frá er þetta ekki flókið mál. Bjarni Benediktsson er rúin öllu trausti og við erum ekki lengur meðvirk. Á mótmælum við Bessastaði í gær var fjölbreyttur hópur af fólki. Ég ásamt flest öðrum komum þarna á eigin vegum til þess að standa í lappirnar gegn því siðrofi sem hefur kraumað í Íslenskum stjórnmálum svo árum skiptir. Mótmælin voru að öllu leyti friðsamleg. Hins vegar vorum við nokkur sem settumst niður í mótmælaskyni þar sem okkur var og er ofboðið hvað Bjarni Benediktsson fær trekk í trekk að valsa undir sig hvert ráðherrasætið eftir öðru í óþökk þjóðarinnar. Það sem þjóðin þarf núna er traust til ríkisstjórnarinnar. Það traust verður ekki unnið til baka á meðan Bjarni Benediktsson situr í ráðherrastól. Í lokin vil ég vísa í grein eftir Gunnar Smára Egilsson þar sem hann rekur feril Bjarna Benediktssonar í grófum dráttum. Greinin birtist á Vísi 28. apríl 2022. Mér ber að nefna að fyrir utan alla vafasama og siðlausu hegðun Bjarna í gegnum árin þá er það að mínu mati það allra versta sem hann hefur gert þjóðinni er að taka virkan þátt í þjóðarmorðinu í Palestínu með því að frysta fjárframlög til UNRWA og hefur ennþá ekki stutt málsókn Suður Afríku fyrir alþjóðadómstólnum gegn Ísrael vegna þjóðarmorðsins í Gaza. Síðast enn ekki síst hefur Bjarni Benediktsson ekki unnið að því að koma öllu því fólki á Gaza sem var búið að fá samþykkta vernd við fjölskyldusameiningu heim til Íslands. Ég vil persónulega þakka öllu því fólki sem lætur til sín taka í málefnum jaðarsettra í samfélaginu. Þetta er fólkið sem lögreglan ætti að vernda í stað þess að slá skjaldborg um auðvaldið. En það er efni í annan pistil. Kær og ómeðvirk kveðja,Magga Eddudóttir Höfundur er listakona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Ég er ekki reið en staðráðin. Í gær var ég handtekin af lögreglunni á Bessastöðum af því í dag, eins og í gær, er ég ekki lengur meðvirk með gerendum þessarar þjóðar. Þegar ég sá fréttir af nýrri stöðu Bjarna Benediktssonar upplifði ég ofbeldi. Það er ofbeldi sem fær að viðgangast gagnvart þjóðinni að þessi maður fái að halda ótrautt áfram að valsa um valdastöður þessarar þjóðar óáreittur. Vantraust þjóðarinnar til Bjarna Benediktssonar er í sögulegu hámarki, ekki núna heldur hefur hann náð þeim titli að vera óvinsælasti og ótraustverðugasti stjórnmálamaður Íslandssögunnar. Það sem mér þykir þó átakanlegast er ekki ofbeldismaðurinn sjálfur heldur allt góða fólkið sem er meðvirkt með honum. Fólkið sem átti að vinna heiðarlegt og gott starf fyrir þjóðina og þá er ég að tala um Katrínu Jakobsdóttir, núverandi forsetaframbjóðenda, og alla sem vinna bæði á þingi og í ríkisstjórn sem virðist blindaðir af ótta, meðvirkni og normalíseringu á þessu tiltekna ofbeldi. Við berum öll ábyrgð á meðvirkni okkar. Okkur ber að setja mörk og leyfa ofbeldinu ekki að leika lausum hala. En til þess að vinna okkur úr ofbeldismenningunni þurfum við að geta treyst hvort öðru. Traust er undirstaða alls og eina leiðin til þess að leiða þjóðina saman er að byggja traust. Án trausts höfum við ekkert samtal og með engu samtali verður meiri sorg, reiði og ofbeldi. Fyrir okkur sem horfum utan frá er þetta ekki flókið mál. Bjarni Benediktsson er rúin öllu trausti og við erum ekki lengur meðvirk. Á mótmælum við Bessastaði í gær var fjölbreyttur hópur af fólki. Ég ásamt flest öðrum komum þarna á eigin vegum til þess að standa í lappirnar gegn því siðrofi sem hefur kraumað í Íslenskum stjórnmálum svo árum skiptir. Mótmælin voru að öllu leyti friðsamleg. Hins vegar vorum við nokkur sem settumst niður í mótmælaskyni þar sem okkur var og er ofboðið hvað Bjarni Benediktsson fær trekk í trekk að valsa undir sig hvert ráðherrasætið eftir öðru í óþökk þjóðarinnar. Það sem þjóðin þarf núna er traust til ríkisstjórnarinnar. Það traust verður ekki unnið til baka á meðan Bjarni Benediktsson situr í ráðherrastól. Í lokin vil ég vísa í grein eftir Gunnar Smára Egilsson þar sem hann rekur feril Bjarna Benediktssonar í grófum dráttum. Greinin birtist á Vísi 28. apríl 2022. Mér ber að nefna að fyrir utan alla vafasama og siðlausu hegðun Bjarna í gegnum árin þá er það að mínu mati það allra versta sem hann hefur gert þjóðinni er að taka virkan þátt í þjóðarmorðinu í Palestínu með því að frysta fjárframlög til UNRWA og hefur ennþá ekki stutt málsókn Suður Afríku fyrir alþjóðadómstólnum gegn Ísrael vegna þjóðarmorðsins í Gaza. Síðast enn ekki síst hefur Bjarni Benediktsson ekki unnið að því að koma öllu því fólki á Gaza sem var búið að fá samþykkta vernd við fjölskyldusameiningu heim til Íslands. Ég vil persónulega þakka öllu því fólki sem lætur til sín taka í málefnum jaðarsettra í samfélaginu. Þetta er fólkið sem lögreglan ætti að vernda í stað þess að slá skjaldborg um auðvaldið. En það er efni í annan pistil. Kær og ómeðvirk kveðja,Magga Eddudóttir Höfundur er listakona.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun