Hámark tryggir sjálfbærni Gylfi Ólafsson skrifar 10. apríl 2024 09:01 Í síðustu viku samþykkti bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar stefnu og aðgerðaáætlun um móttöku skemmtiferðaskipa. Ég leyfi mér að segja að þetta sé heildstæðasta stefnan af þessu tagi sem samþykkt er á landinu, og fyrsta skipti sem sveitarfélag setur skriflegt og skýrt hámark á fjölda gesta á hverjum degi. Er það gert til að tryggja gæði upplifunar gesta skipanna og annarra ferðamanna, og stuðla að því að íbúar og gestir geti lifað í sátt og samlyndi áfram. Með þessu náum við stjórn á málaflokknum og getum vonandi dreift betur skipakomunum. Miklar tekjur, fjölbreytt aðgerðaáætlun Skemmtiferðaskipum sem koma til hafna Ísafjarðarbæjar hefur fjölgað ört síðustu ár. Skyldi engan undra; Ísafjarðarbær er frábær viðkomustaður sem býður upp á skemmtilega blöndu af náttúru- og menningarupplifun. Þessari móttöku hafa fylgt miklar tekjur fyrir ferðaþjóna, verslanir og þjónustu. Mörg fyrirtæki sem starfa á ársgrundvelli og þjóna heimamönnum hefðu ekki rekstrargrundvöll án skemmtiferðaskipanna. Ísafjarðarhöfn er þriðja stærsta höfnin, ekki langt frá Reykjavík og Akureyri í fjölda farþega á ári. Tveir þriðju tekna hafnarinnar koma af móttöku skemmtiferðaskipa. Mörg atriði snúa að bættum gæðum í móttöku gestanna og skipanna. Unnið er að dýpkun sundanna og frágangi á nýjum viðlegukanti. Skipulagi er verið að breyta og undirbúningur hafinn að byggingu farþegahúss þar. Þá þarf að tryggja aðgengi, göngustíga, upplýsingagjöf, aðgengi að salernum og ýmsa aðra þjónustu. Hvað varðar umhverfismálin, þá bíðum við leyfis Alþingis til að geta látið hafnargjöld endurspegla umhverfiseinkunn skipanna, en okkur er það því miður óheimilt í dag. Við viljum einnig efla loftgæðamælingar og auka sýnileika þeirra niðurstaðna. Rannsóknir hingað til sýna að skipin hafa lítil áhrif á loftgæði í Skutulsfirði, jafnvel þó skipin séu stór og fjörðurinn þröngur. Þá viljum við stuðla að rafvæðingu hafnanna. Einnig er settur á fót nýr sjóður, sem raunar hefur í einfaldaðri mynd tekið til starfa, sem ætlað er að styrkja ýmis menningar-, umhverfis- og samfélagsverkefni. Þannig njóta íbúar ávinnings af móttöku skipanna með skýrum hætti. Hámark tryggir langtímahagsmuni Það sem er þó kannski fréttnæmast er hámark sem sett er á gestafjölda, en árin 2025 og 26 er sett hámark upp á um fimm þúsund farþega á dag. Með þessu er ljóst að sveitarfélagið getur orðið af einhverjum tekjum til skemmri tíma, en með því að setja mörk teljum við að hægt sé að auka langtímatekjur með bættri upplifun gesta og heimamanna. Uppbygging í tengslum við móttöku skipanna mun svo gefa tilefni til að endurskoða þessar tölur. Fyrsta skemmtiferðaskip þessa árs kemur á laugardaginn þó hér snjói enn. Gleðilegt skemmtiskipasumar! Höfundur er formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar fyrir Í-listann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísafjarðarbær Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Gylfi Ólafsson Mest lesið Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku samþykkti bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar stefnu og aðgerðaáætlun um móttöku skemmtiferðaskipa. Ég leyfi mér að segja að þetta sé heildstæðasta stefnan af þessu tagi sem samþykkt er á landinu, og fyrsta skipti sem sveitarfélag setur skriflegt og skýrt hámark á fjölda gesta á hverjum degi. Er það gert til að tryggja gæði upplifunar gesta skipanna og annarra ferðamanna, og stuðla að því að íbúar og gestir geti lifað í sátt og samlyndi áfram. Með þessu náum við stjórn á málaflokknum og getum vonandi dreift betur skipakomunum. Miklar tekjur, fjölbreytt aðgerðaáætlun Skemmtiferðaskipum sem koma til hafna Ísafjarðarbæjar hefur fjölgað ört síðustu ár. Skyldi engan undra; Ísafjarðarbær er frábær viðkomustaður sem býður upp á skemmtilega blöndu af náttúru- og menningarupplifun. Þessari móttöku hafa fylgt miklar tekjur fyrir ferðaþjóna, verslanir og þjónustu. Mörg fyrirtæki sem starfa á ársgrundvelli og þjóna heimamönnum hefðu ekki rekstrargrundvöll án skemmtiferðaskipanna. Ísafjarðarhöfn er þriðja stærsta höfnin, ekki langt frá Reykjavík og Akureyri í fjölda farþega á ári. Tveir þriðju tekna hafnarinnar koma af móttöku skemmtiferðaskipa. Mörg atriði snúa að bættum gæðum í móttöku gestanna og skipanna. Unnið er að dýpkun sundanna og frágangi á nýjum viðlegukanti. Skipulagi er verið að breyta og undirbúningur hafinn að byggingu farþegahúss þar. Þá þarf að tryggja aðgengi, göngustíga, upplýsingagjöf, aðgengi að salernum og ýmsa aðra þjónustu. Hvað varðar umhverfismálin, þá bíðum við leyfis Alþingis til að geta látið hafnargjöld endurspegla umhverfiseinkunn skipanna, en okkur er það því miður óheimilt í dag. Við viljum einnig efla loftgæðamælingar og auka sýnileika þeirra niðurstaðna. Rannsóknir hingað til sýna að skipin hafa lítil áhrif á loftgæði í Skutulsfirði, jafnvel þó skipin séu stór og fjörðurinn þröngur. Þá viljum við stuðla að rafvæðingu hafnanna. Einnig er settur á fót nýr sjóður, sem raunar hefur í einfaldaðri mynd tekið til starfa, sem ætlað er að styrkja ýmis menningar-, umhverfis- og samfélagsverkefni. Þannig njóta íbúar ávinnings af móttöku skipanna með skýrum hætti. Hámark tryggir langtímahagsmuni Það sem er þó kannski fréttnæmast er hámark sem sett er á gestafjölda, en árin 2025 og 26 er sett hámark upp á um fimm þúsund farþega á dag. Með þessu er ljóst að sveitarfélagið getur orðið af einhverjum tekjum til skemmri tíma, en með því að setja mörk teljum við að hægt sé að auka langtímatekjur með bættri upplifun gesta og heimamanna. Uppbygging í tengslum við móttöku skipanna mun svo gefa tilefni til að endurskoða þessar tölur. Fyrsta skemmtiferðaskip þessa árs kemur á laugardaginn þó hér snjói enn. Gleðilegt skemmtiskipasumar! Höfundur er formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar fyrir Í-listann.
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun