Mikil eyðilegging í Khan Younis: „Það er ekkert eftir hér“ Samúel Karl Ólason skrifar 8. apríl 2024 11:54 Margir íbúar Khan Younis hafa lagt leið sína til borgarinnar eftir að Ísraelar fóru að mestu þaðan. Fólkið hefur skoðað heimilí sín og reynt að bjarga eigum frá eyðileggingu. AP/Ismael Abu Dayyah Palestínumenn lögðu margir leið sína til borgarinnar Khan Younis á suðurhluta Gasastrandarinnar, eftir að ísraelskir hermenn hörfuðu að mestu leyti frá svæðinu um helgina. Borgina segja þeir óþekkjanlega vegna eyðileggingarinnar. Fjöldi bygginga hafa verið eyðilagðar eða orðið fyrir miklum skemmdum. Götur hafa verið fjarlægðar með jarðýtum, fjölbýlishús hafa verið jöfnuð við jörðu og skólar og sjúkrahús hafa skemmst verulega í átökum milli ísraelskra hermanna og Hamas-liða. Fólk hefur þó snúið aftur um helgina og í morgun til að kanna stöðuna á húsum þeirra og reyna að bjarga verðmætum. Einn viðmælandi AP fréttaveitunnar segir ástandið sérstaklega slæmt í miðborg Khan Younis. Hún sé óbyggileg vegna skemmda. Hann sagði hús sitt og hús nágranna sinna hafa verið jöfnuð við jörðu. Hér að neðan má sjá myndefni sem tekið var í Nasser sjúkrahúsinu í Khan Younis. Ísraelar segja Khan Younis hafa verið mikilvægt vígi Hamas-liða. Forsvarsmenn hersins segja þúsundir vígamanna hafa verið fellda í borginni og að skemmdir hafi verið unnar á umfangsmiklu neti jarðganga undir henni. Sjá einnig: Varnarmálaráðherra Ísrael segir „eftirfylgniaðgerðir“ í undirbúningi Stríðið, sem staðið hefur í yfir í rúma sex mánuði, hefur kostað að minnsta kosti 33 þúsund Palestínumenn lífið, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum Gasa, sem stýrt er af Hamas. Flestir af 2,3 milljónum íbúa svæðisins hafa þurft að flýja heimili sin og stór hluti Gasastrandarinnar er í rúst. Annar íbúi Khan Younis sem ræddi við blaðamenn AP sagðist ekki hafa getað komst í íbúð sína á þriðju hæð húss í borginni. Stigagangurinn væri hruninn. Bróðir hennar gat þó klifrað upp í gegnum rústirnar og sótt föt fyrir börn hennar og aðrar eigur þeirra. Enn einn sagði ekki lengur hægt að búa í Khan Younis. „Þeir skildu ekkert eftir hér.“ Netanjahú velt úr sessi án áhlaups á Rafah Talið er að Ísraelar ætli sér næst að gera áhlaup á borgina Rafa, sem er syðsta borg Gasastrandarinnar en þangað hafa um 1,4 milljónir manna flúið frá því stríðið á Gasa hófst. Meira en helmingur allra íbúa Gasa hafa leitað sér skjóls í Rafah og hafa ráðamenn víða um heim miklar áhyggjur af mögulegu áhlaupi Ísraela á borgina. Eins og fram kemur í grein AP gæti brotthvarfið frá Khan Younis létt á þrýstingnum á Rafah en fjölmargir sem flúið hafa borgina eiga ekki heimili þar lengur. Því til viðbótar er talið að mikið af ósprungnum sprengjum séu í Khan Younis. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa þrýst á Ísraela um að gera ekki áhlaup á Rafah en Benajmín Netanjahú, forsætisráðherra, finnur einnig fyrir þrýstingi heima fyrir. Ben Gvir, mjög svo hægri sinnaður ráðherra þjóðaröryggismála, lýsti því yfir í morgun að ef Netanjahú reyndi að enda stríðið án umfangsmikils áhlaups á Rafah, yrði honum velt úr sessi. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Ísraelsher dregur úr viðveru sinni á sunnanverðu Gasa Ísraelski herinn hefur minnkað viðveru sína á sunnanverðu Gasasvæðinu og er þar aðeins eitt stórfylki. Stórfylki er herdeild sem almennt er samsett úr nokkrum þúsunda hermanna. 7. apríl 2024 11:27 Reka tvo og refsa fleirum vegna árása á hjálparstarfsmenn Tveimur yfirmönnum í ísraelska hernum hefur verið vikið úr starfi í kjölfar rannsóknar á mannskæðum loftárásum á hjálparstarfsmenn World Central Kitchen. Rannsakendur segja alvarleg mistök hafa verið gerð og starfsreglur hersins hafi verið brotnar þegar árásirnar voru gerðar. 5. apríl 2024 11:21 Ísraelsmenn bregðast við hótunum Biden og opna landamærin á ný Skrifstofa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að öryggisráðuneyti landsins hafi samþykkt áætlun sem miðar að því að auka flæði neyðargagna inn á Gasa. 5. apríl 2024 06:32 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sjá meira
Fjöldi bygginga hafa verið eyðilagðar eða orðið fyrir miklum skemmdum. Götur hafa verið fjarlægðar með jarðýtum, fjölbýlishús hafa verið jöfnuð við jörðu og skólar og sjúkrahús hafa skemmst verulega í átökum milli ísraelskra hermanna og Hamas-liða. Fólk hefur þó snúið aftur um helgina og í morgun til að kanna stöðuna á húsum þeirra og reyna að bjarga verðmætum. Einn viðmælandi AP fréttaveitunnar segir ástandið sérstaklega slæmt í miðborg Khan Younis. Hún sé óbyggileg vegna skemmda. Hann sagði hús sitt og hús nágranna sinna hafa verið jöfnuð við jörðu. Hér að neðan má sjá myndefni sem tekið var í Nasser sjúkrahúsinu í Khan Younis. Ísraelar segja Khan Younis hafa verið mikilvægt vígi Hamas-liða. Forsvarsmenn hersins segja þúsundir vígamanna hafa verið fellda í borginni og að skemmdir hafi verið unnar á umfangsmiklu neti jarðganga undir henni. Sjá einnig: Varnarmálaráðherra Ísrael segir „eftirfylgniaðgerðir“ í undirbúningi Stríðið, sem staðið hefur í yfir í rúma sex mánuði, hefur kostað að minnsta kosti 33 þúsund Palestínumenn lífið, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum Gasa, sem stýrt er af Hamas. Flestir af 2,3 milljónum íbúa svæðisins hafa þurft að flýja heimili sin og stór hluti Gasastrandarinnar er í rúst. Annar íbúi Khan Younis sem ræddi við blaðamenn AP sagðist ekki hafa getað komst í íbúð sína á þriðju hæð húss í borginni. Stigagangurinn væri hruninn. Bróðir hennar gat þó klifrað upp í gegnum rústirnar og sótt föt fyrir börn hennar og aðrar eigur þeirra. Enn einn sagði ekki lengur hægt að búa í Khan Younis. „Þeir skildu ekkert eftir hér.“ Netanjahú velt úr sessi án áhlaups á Rafah Talið er að Ísraelar ætli sér næst að gera áhlaup á borgina Rafa, sem er syðsta borg Gasastrandarinnar en þangað hafa um 1,4 milljónir manna flúið frá því stríðið á Gasa hófst. Meira en helmingur allra íbúa Gasa hafa leitað sér skjóls í Rafah og hafa ráðamenn víða um heim miklar áhyggjur af mögulegu áhlaupi Ísraela á borgina. Eins og fram kemur í grein AP gæti brotthvarfið frá Khan Younis létt á þrýstingnum á Rafah en fjölmargir sem flúið hafa borgina eiga ekki heimili þar lengur. Því til viðbótar er talið að mikið af ósprungnum sprengjum séu í Khan Younis. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa þrýst á Ísraela um að gera ekki áhlaup á Rafah en Benajmín Netanjahú, forsætisráðherra, finnur einnig fyrir þrýstingi heima fyrir. Ben Gvir, mjög svo hægri sinnaður ráðherra þjóðaröryggismála, lýsti því yfir í morgun að ef Netanjahú reyndi að enda stríðið án umfangsmikils áhlaups á Rafah, yrði honum velt úr sessi.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Ísraelsher dregur úr viðveru sinni á sunnanverðu Gasa Ísraelski herinn hefur minnkað viðveru sína á sunnanverðu Gasasvæðinu og er þar aðeins eitt stórfylki. Stórfylki er herdeild sem almennt er samsett úr nokkrum þúsunda hermanna. 7. apríl 2024 11:27 Reka tvo og refsa fleirum vegna árása á hjálparstarfsmenn Tveimur yfirmönnum í ísraelska hernum hefur verið vikið úr starfi í kjölfar rannsóknar á mannskæðum loftárásum á hjálparstarfsmenn World Central Kitchen. Rannsakendur segja alvarleg mistök hafa verið gerð og starfsreglur hersins hafi verið brotnar þegar árásirnar voru gerðar. 5. apríl 2024 11:21 Ísraelsmenn bregðast við hótunum Biden og opna landamærin á ný Skrifstofa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að öryggisráðuneyti landsins hafi samþykkt áætlun sem miðar að því að auka flæði neyðargagna inn á Gasa. 5. apríl 2024 06:32 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sjá meira
Ísraelsher dregur úr viðveru sinni á sunnanverðu Gasa Ísraelski herinn hefur minnkað viðveru sína á sunnanverðu Gasasvæðinu og er þar aðeins eitt stórfylki. Stórfylki er herdeild sem almennt er samsett úr nokkrum þúsunda hermanna. 7. apríl 2024 11:27
Reka tvo og refsa fleirum vegna árása á hjálparstarfsmenn Tveimur yfirmönnum í ísraelska hernum hefur verið vikið úr starfi í kjölfar rannsóknar á mannskæðum loftárásum á hjálparstarfsmenn World Central Kitchen. Rannsakendur segja alvarleg mistök hafa verið gerð og starfsreglur hersins hafi verið brotnar þegar árásirnar voru gerðar. 5. apríl 2024 11:21
Ísraelsmenn bregðast við hótunum Biden og opna landamærin á ný Skrifstofa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að öryggisráðuneyti landsins hafi samþykkt áætlun sem miðar að því að auka flæði neyðargagna inn á Gasa. 5. apríl 2024 06:32