Ungt fólk á betri upplýsingar skilið Haukur V. Alfreðsson skrifar 8. apríl 2024 09:31 Fyrir skömmu héldu háskólar landsins Háskóla Daginn víðsvegar um land. Þar gáfu háskólarnir áhugasömum færi á að kynna sér hinar ýmsu námsleiðir skólanna betur með spjalli við fulltrúa skólanna. Kynningar sem þessar eru ekki nýjar af nálinni, til að mynda sótti ég sama eða samskonar dag þegar ég var að velja mér háskólanám fyrir um fimmtán árum. Þar fékk ég ágætis bækling sem innihélt gott ef ekki 200-300 orð um námið sem ég var að velta fyrir mér og gaf mér þannig feiki nægar upplýsingar til að taka eina af stærstu ákvörðunum míns lífs. Mikilvægustu upplýsingarnar fékk ég þó beint frá þeim sem rétti mér bæklingin, nú að félagslífið væri gott. Á þeim Háskóla Degi sem var haldinn í ár kann vel að vera að betri upplýsingar séu veittar en var þegar ég var að velja nám. Til að mynda er núna vefsíða með tenglum inn á allar námsleiðir hjá háskólunum og einnig próf sem reynir að tengja saman þinn áhuga og námsleiðir við hæfi. En eftir að hafa tekið ýmsar stikkprufur af heimasíðum háskólanna þykir mér engu að síður ýmsar mikilvægar upplýsingar vanta. Til dæmis: Hver eru meðallaun þeirra sem útskrifast úr náminu? Hvernig eru atvinnuhorfur: - Hversu margir með slíka menntun eru atvinnulausir? - Hvað tekur að meðaltali langan tíma eftir nám að fá vinnu tengda náminu? - Hversu margir starfa tengt náminu eftir 6 mánuði, 1 ár, 5 ár, 10 ár? Hvað fela vinnur byggðar á þessu námi í raun í sér? Hvernig er vinnudagurinn? Hversu langur er vinnudagurinn? Hvernig er álag í starfi? Hér mætti lengi telja upp ýmis atriði sem gott væri að vita. En mér þykir ofboðslega skrítið að við sem þjóðfélag séum sátt við það að ungt fólk geti ekki fengið haldbærar upplýsingar um atvinnuhorfur og kjör þegar það tekur stórar ákvarðanir um framtíð sína. Heldur nokkur maður að þeim fjármunum sem væri varið í að safna þessum upplýsingum saman væri illa varið? Það er gott og gilt að velja sér starfsvettvang eftir áhuga, en það er ljótt að neita fólki um að taka upplýstar ákvarðanir. Að ónefndu að það kostar okkur sem samfélag að senda fólk í nám sem það hefði ef til vill aldrei dottið í hug að fara í ef það vissi hvað biði sín eða hvað annað væri í raun í boði. Þessa sömu sögu má segja um allt nám á Íslandi en ekki eingöngu háskólanám. Upplýsingar sem þessar eigi vitanlega að liggja fyrir strax við val á námi eftir grunnskóla. Það er einfaldlega ekki boðlegt að kynslóð eftir kynslóð velji framtíðin sína eingöngu út frá upplýsingum um skemmtilegt félagslíf eða því sem mamma og pabbi segja. Höfundur er eigandi Ráðsölunnar ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Mest lesið Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Skoðun Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu héldu háskólar landsins Háskóla Daginn víðsvegar um land. Þar gáfu háskólarnir áhugasömum færi á að kynna sér hinar ýmsu námsleiðir skólanna betur með spjalli við fulltrúa skólanna. Kynningar sem þessar eru ekki nýjar af nálinni, til að mynda sótti ég sama eða samskonar dag þegar ég var að velja mér háskólanám fyrir um fimmtán árum. Þar fékk ég ágætis bækling sem innihélt gott ef ekki 200-300 orð um námið sem ég var að velta fyrir mér og gaf mér þannig feiki nægar upplýsingar til að taka eina af stærstu ákvörðunum míns lífs. Mikilvægustu upplýsingarnar fékk ég þó beint frá þeim sem rétti mér bæklingin, nú að félagslífið væri gott. Á þeim Háskóla Degi sem var haldinn í ár kann vel að vera að betri upplýsingar séu veittar en var þegar ég var að velja nám. Til að mynda er núna vefsíða með tenglum inn á allar námsleiðir hjá háskólunum og einnig próf sem reynir að tengja saman þinn áhuga og námsleiðir við hæfi. En eftir að hafa tekið ýmsar stikkprufur af heimasíðum háskólanna þykir mér engu að síður ýmsar mikilvægar upplýsingar vanta. Til dæmis: Hver eru meðallaun þeirra sem útskrifast úr náminu? Hvernig eru atvinnuhorfur: - Hversu margir með slíka menntun eru atvinnulausir? - Hvað tekur að meðaltali langan tíma eftir nám að fá vinnu tengda náminu? - Hversu margir starfa tengt náminu eftir 6 mánuði, 1 ár, 5 ár, 10 ár? Hvað fela vinnur byggðar á þessu námi í raun í sér? Hvernig er vinnudagurinn? Hversu langur er vinnudagurinn? Hvernig er álag í starfi? Hér mætti lengi telja upp ýmis atriði sem gott væri að vita. En mér þykir ofboðslega skrítið að við sem þjóðfélag séum sátt við það að ungt fólk geti ekki fengið haldbærar upplýsingar um atvinnuhorfur og kjör þegar það tekur stórar ákvarðanir um framtíð sína. Heldur nokkur maður að þeim fjármunum sem væri varið í að safna þessum upplýsingum saman væri illa varið? Það er gott og gilt að velja sér starfsvettvang eftir áhuga, en það er ljótt að neita fólki um að taka upplýstar ákvarðanir. Að ónefndu að það kostar okkur sem samfélag að senda fólk í nám sem það hefði ef til vill aldrei dottið í hug að fara í ef það vissi hvað biði sín eða hvað annað væri í raun í boði. Þessa sömu sögu má segja um allt nám á Íslandi en ekki eingöngu háskólanám. Upplýsingar sem þessar eigi vitanlega að liggja fyrir strax við val á námi eftir grunnskóla. Það er einfaldlega ekki boðlegt að kynslóð eftir kynslóð velji framtíðin sína eingöngu út frá upplýsingum um skemmtilegt félagslíf eða því sem mamma og pabbi segja. Höfundur er eigandi Ráðsölunnar ehf.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar