Maðurinn sem hljóp þvert yfir alla Afríku Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. apríl 2024 18:35 Þegar kappinn Russ Cook komst lokst í mark, á nyrsta odda Afríku, í Túnis. X Bretinn Russ Cook lauk því ótrúlega afreki í dag að hlaupa þvert yfir alla Afríku. Það gerði hann á 352 dögum í þágu góðgerðarstarfs. Russ Cook, sem kallar sig „Hardest geezer“ á samfélagsmiðlum hóf hlaup sitt í Suður Afríku, á syðsta punkti Afríkuálfu og lauk því á þeim nyrsta í Túnis í dag. Á meðan þrekrauninni stóð var Russ duglegur við að sýna fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum frá því hver staðan á hlaupinu væri, en ekki síður staðan á honum sjálfum. Á leiðinni varð Russ fyrir alls kyns hrakföllum, eins og við mátti búast, svo sem veikindum, meiðslum og ráni. Hér að neðan má sjá skrautlega útsendingu Sky News frá því þegar Russ Cook kom í mark við strendur Túnis. Fjölmargir höfðu safnast saman til að taka á móti kappanum. BREAKING: 'Hardest Geezer' Russ Cook successfully runs the length of Africa https://t.co/wZzWN4sB1I@hardestgeezer📺 Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/ljcWndyKhQ— Sky News (@SkyNews) April 7, 2024 Dæmi um myndband þar sem Russ Cook gefur fylgjendum sínum stöðuuppfærlsu á samfélagsmiðlum má sjá hér að neðan. Day 348 of running the entire length of Africa. 4 more days to go🫡 pic.twitter.com/PWOOQT0hN7— Russ Cook (@hardestgeezer) April 3, 2024 Russ Cook segir að með hlaupinu hafi ætlunin verið að geta horft til baka á ævina án eftirsjár. Árin fyrir hlaup glímdi Russ við andleg veikindi, spilafíkn og óreglu. Tími var kominn til að snúa blaðinu við. Eins og áður segir hljóp Russ frá Suður-Afríku alla leið til Túnis, og fór í gegnum sextán lönd á leiðinni. Upprunalega planið var að hlaupa suður frá Túnis, en þau plön fóru í súginn vegna vegabréfavesens í Alsír. Til stóð að hlaupa 360 maraþon á 240 dögum. Á síðustu stundu breyttust plönin: hann skyldi hlaupa frá syðsta enda Suður-Afríku og þaðan í gegnum Afríkulöndin í vesturhluta álfunnar. Að endingu lauk hann maraþonunum 360 á 352 dögum. Hvorki meira né minna en nítján milljónir skrefa þarf til þess að skrefa alla Afríku. Ýmislegt varð á vegi jaxlsins, þar á meðal vopnað rán í Namibíu. Vegabréfi, myndavélum, símum, pening og visa-áritunum var stolið þann 24. júní á síðasta ári. Heilsan var ekki alltaf upp á sitt besta; þrálátur bakverkur gerði snemma vart við sig, auk magapesta sem gerði það að verkum að Russ þurfti að minnka hraðann á hlaupinu. Hann gafst þó aldrei upp og í dag lauk þessu þrekvirki á nyrsta odda Afríku. Fjöldinn allur af hlaupurum hlupu síðasta spölinn með Russ og breska pönkhljómsveitin Soft Play, áður Slaves, er mætt til að halda fjörinu uppi í kvöld. Óhætt er að mæla með X aðgangi Russ Cook þar sem hann hefur deilt efni frá hlaupinu mikla. Hlaup Bretland Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Sjá meira
Russ Cook, sem kallar sig „Hardest geezer“ á samfélagsmiðlum hóf hlaup sitt í Suður Afríku, á syðsta punkti Afríkuálfu og lauk því á þeim nyrsta í Túnis í dag. Á meðan þrekrauninni stóð var Russ duglegur við að sýna fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum frá því hver staðan á hlaupinu væri, en ekki síður staðan á honum sjálfum. Á leiðinni varð Russ fyrir alls kyns hrakföllum, eins og við mátti búast, svo sem veikindum, meiðslum og ráni. Hér að neðan má sjá skrautlega útsendingu Sky News frá því þegar Russ Cook kom í mark við strendur Túnis. Fjölmargir höfðu safnast saman til að taka á móti kappanum. BREAKING: 'Hardest Geezer' Russ Cook successfully runs the length of Africa https://t.co/wZzWN4sB1I@hardestgeezer📺 Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/ljcWndyKhQ— Sky News (@SkyNews) April 7, 2024 Dæmi um myndband þar sem Russ Cook gefur fylgjendum sínum stöðuuppfærlsu á samfélagsmiðlum má sjá hér að neðan. Day 348 of running the entire length of Africa. 4 more days to go🫡 pic.twitter.com/PWOOQT0hN7— Russ Cook (@hardestgeezer) April 3, 2024 Russ Cook segir að með hlaupinu hafi ætlunin verið að geta horft til baka á ævina án eftirsjár. Árin fyrir hlaup glímdi Russ við andleg veikindi, spilafíkn og óreglu. Tími var kominn til að snúa blaðinu við. Eins og áður segir hljóp Russ frá Suður-Afríku alla leið til Túnis, og fór í gegnum sextán lönd á leiðinni. Upprunalega planið var að hlaupa suður frá Túnis, en þau plön fóru í súginn vegna vegabréfavesens í Alsír. Til stóð að hlaupa 360 maraþon á 240 dögum. Á síðustu stundu breyttust plönin: hann skyldi hlaupa frá syðsta enda Suður-Afríku og þaðan í gegnum Afríkulöndin í vesturhluta álfunnar. Að endingu lauk hann maraþonunum 360 á 352 dögum. Hvorki meira né minna en nítján milljónir skrefa þarf til þess að skrefa alla Afríku. Ýmislegt varð á vegi jaxlsins, þar á meðal vopnað rán í Namibíu. Vegabréfi, myndavélum, símum, pening og visa-áritunum var stolið þann 24. júní á síðasta ári. Heilsan var ekki alltaf upp á sitt besta; þrálátur bakverkur gerði snemma vart við sig, auk magapesta sem gerði það að verkum að Russ þurfti að minnka hraðann á hlaupinu. Hann gafst þó aldrei upp og í dag lauk þessu þrekvirki á nyrsta odda Afríku. Fjöldinn allur af hlaupurum hlupu síðasta spölinn með Russ og breska pönkhljómsveitin Soft Play, áður Slaves, er mætt til að halda fjörinu uppi í kvöld. Óhætt er að mæla með X aðgangi Russ Cook þar sem hann hefur deilt efni frá hlaupinu mikla.
Hlaup Bretland Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Sjá meira