„Ég er frosinn á tánum“ Sverrir Mar Smárason skrifar 6. apríl 2024 21:48 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga var gríðarlega sáttur eftir 2-0 sigur síns liðs í fyrsta leik Bestu deildar karla í kvöld. “Mér fannst við bara vera með hlutina under control og vorum þroskaðari en þeir. Við vorum að stjórna leiknum að stórum hluta í fyrri hálfleik. Hann var mjög góður þegar við náðum tökum á uppspilinu okkar. Við komum þeim svolítið á óvart með því að fjölmenna hægra megin og Davíð fékk mikið frelsi. Við nýttum krossana ekki nægilega vel en fínt að fá mark fyrir lokin á fyrri,” sagði Arnar og hélt áfram. “Seinni hálfleikur var erfiður. Vindurinn var erfiður og Stjarnan lá á okkur en við nýttum okkar skyndisóknir mjög vel. Ég er hrikalega ánægður með þennan leik. Ég er frosinn á tánum í þessum erfiðu aðstæðum. Leikmenn þurftu að grafa djúpt á móti góðu liði.” Arnar var svo spurður um byrjunina á tímabilinu. “Að byrja svona, nákvæmlega eins og í fyrra á móti sama liði, það veit á gott. Mér finnst liðið í góðum takti. Höfum átt góðan og hljóðlátan vetur. Búnir að skerpa á nokkrum hlutum og erum að bíða eftir því að fá stóra pósta úr meiðslum. Á meðan svo er þá eru hinir að gera vel. Við erum með góðan strúktúr og getum leyft okkur að breyta til. Strákarnir eru ótrúlega duglegir að hlusta alltaf á bullið í mér alveg sama hvað ég kem þeim á óvart,” sagði hann. Hvað er langt í þessa stóru pósta? “Viktor var á bekknum núna, Aron kannski 2-3 vikur og Jón Guðni kannski 3-4 vikur. Þetta verður hausverkur og við erum samt með fyrirliðann okkar, Viktor Örlyg og Ara Sigurpáls og fleiri á bekknum en svona er þetta. Þetta verður hópverkefni í sumar,” sagði Arnar að lokum. Besta deild karla Stjarnan Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Tengdar fréttir Uppgjörið: Víkingur – Stjarnan 2-0 | Titilvörnin hófst á sigri Íslands- og bikarmeistarar Víkings unnu sterkan 2-0 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í opnunarleik Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Titilvörn Víkinga hófst því á sigri. 6. apríl 2024 21:13 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús Jafnaði sig af heilaskurðaðgerð og mætir Littler á afmælisdaginn Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Jordan lagði NASCAR Sjá meira
“Mér fannst við bara vera með hlutina under control og vorum þroskaðari en þeir. Við vorum að stjórna leiknum að stórum hluta í fyrri hálfleik. Hann var mjög góður þegar við náðum tökum á uppspilinu okkar. Við komum þeim svolítið á óvart með því að fjölmenna hægra megin og Davíð fékk mikið frelsi. Við nýttum krossana ekki nægilega vel en fínt að fá mark fyrir lokin á fyrri,” sagði Arnar og hélt áfram. “Seinni hálfleikur var erfiður. Vindurinn var erfiður og Stjarnan lá á okkur en við nýttum okkar skyndisóknir mjög vel. Ég er hrikalega ánægður með þennan leik. Ég er frosinn á tánum í þessum erfiðu aðstæðum. Leikmenn þurftu að grafa djúpt á móti góðu liði.” Arnar var svo spurður um byrjunina á tímabilinu. “Að byrja svona, nákvæmlega eins og í fyrra á móti sama liði, það veit á gott. Mér finnst liðið í góðum takti. Höfum átt góðan og hljóðlátan vetur. Búnir að skerpa á nokkrum hlutum og erum að bíða eftir því að fá stóra pósta úr meiðslum. Á meðan svo er þá eru hinir að gera vel. Við erum með góðan strúktúr og getum leyft okkur að breyta til. Strákarnir eru ótrúlega duglegir að hlusta alltaf á bullið í mér alveg sama hvað ég kem þeim á óvart,” sagði hann. Hvað er langt í þessa stóru pósta? “Viktor var á bekknum núna, Aron kannski 2-3 vikur og Jón Guðni kannski 3-4 vikur. Þetta verður hausverkur og við erum samt með fyrirliðann okkar, Viktor Örlyg og Ara Sigurpáls og fleiri á bekknum en svona er þetta. Þetta verður hópverkefni í sumar,” sagði Arnar að lokum.
Besta deild karla Stjarnan Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Tengdar fréttir Uppgjörið: Víkingur – Stjarnan 2-0 | Titilvörnin hófst á sigri Íslands- og bikarmeistarar Víkings unnu sterkan 2-0 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í opnunarleik Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Titilvörn Víkinga hófst því á sigri. 6. apríl 2024 21:13 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús Jafnaði sig af heilaskurðaðgerð og mætir Littler á afmælisdaginn Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Jordan lagði NASCAR Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur – Stjarnan 2-0 | Titilvörnin hófst á sigri Íslands- og bikarmeistarar Víkings unnu sterkan 2-0 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í opnunarleik Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Titilvörn Víkinga hófst því á sigri. 6. apríl 2024 21:13