Höfum aldrei notið fulls tollfrelsis Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 4. apríl 2024 09:01 Meginástæða þess að ákveðið var á sínum tíma að Ísland skyldi gerast aðili að EES-samningnum var sú að við Íslendingar áttum að njóta sérstakra kjara fyrir sjávarafurðir inn á markað Evrópusambandsins umfram þá sem ekki ættu aðild að honum. Einkum og sér í lagi með tilliti til tolla. Á móti áttum við að taka upp regluverk sambandsins um innri markað þess. Var það réttlætt með hinum sérstöku kjörum. Við Íslendingar njótum hins vegar ekki fulls tollfrelsis í viðskiptum með sjávarafurðir við ríki Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn og höfum aldrei gert síðan samningurinn tók gildi fyrir 30 árum síðan. Á hinn bóginn hefur sambandið á undanförnum árum samið um víðtæka fríverzlunarsamninga við ríki á borð við Kanada, Japan og Bretland þar sem kveðið er á um fullt tollfrelsi í viðskiptum með sjávarafurðir. Vegna þessa hafa íslenzk stjórnvöld á liðnum árum ítrekað óskað eftir því við Evrópusambandið að komið yrði á fullu tollfrelsi í viðskiptum með sjávarafurðir í gegnum EES-samninginn. Óásættanlegt væri að ríki, sem ekki væru í eins nánum tengslum við sambandið, nytu hagstæðari tollakjara. Til þessa hefur sú viðleitni ekki skilað tilætluðum árangri en tollar eru einkum á unnum og þar með verðmætari afurðum. Fríverzlun hagstæðari fyrir sjávarútveginn Fram kemur í svari frá utanríkisráðuneytinu í ágúst 2022 við fyrirspurn frá mér að áætlað sé að tollar á íslenzkar sjávarafurðir í gegnum EES-samninginn nemi árlega 2,5-2,7 milljörðum króna. Í svari ráðuneytisins við annarri fyrirspurn minni árið 2019 kemur hins vegar fram að án samningsins væri aukinn kostnaður vegna útfluttra sjávarafurða áætlaður að lágmarki 4,2 milljarðar vegna eftirlits og skerts geymsluþols. Miðað við tölur ráðuneytisins má þannig draga þá áyktun að ef Ísland gerði víðtækan fríverzlunarsamning við Evrópusambandið í stað EES-samningsins, og þyrfti þar með að sæta auknu eftirliti með sjávarafurðum af hálfu sambandsins en nyti á móti fulls tollfrelsis í þeim efnum, væri viðskiptalegur ávinningur af aðildinni hvað umræddar vörur varðar mögulega einungis á bilinu 1,5-1,7 milljarðar króna á ári. Hins vegar er þar aðeins tekið mið af útflutningi sjávarafurða í gegnum EES-samninginn til þessa. Viðbúið er að fullt tollfrelsi þýddi meiri fullvinnslu sjávarafurða hér á landi og fyrir vikið mun meiri fjárhagslegan ávinning en 1,5-1,7 milljarða króna fyrir utan fleiri störf og meiri kaup á vörum og þjónustu. Þess má geta að verðmæti útfluttra sjávarafurða til Evrópusambandins á síðasta ári nam um 160 milljörðum. Milljarðar króna fyrir verri viðskiptakjör Við þetta bætist að ekki eru teknar inn í myndina ráðstafanir sem kveðið er til dæmis á um í fríverzlunarsamningi Evrópusambandsins og Kanada og miða að því að lágmarka mögulegar tafir við innflutning á kanadískum varningi með takmarkað geymsluþol til sambandsins. Eins og til dæmis sjávarafurðum. Hið sama á við um nýja tækni sem miðar að því að tryggja ferskleika slíks varnings í flutningum mun lengur en áður. Vert er einnig að nefna að frá gildistöku EES-samningsins hefur Ísland greitt árlega í uppbyggingasjóð Evrópska efnahagssvæðisins. Samið var síðast um þessar greiðslur fyrir jól og er gert ráð fyrir því að þær muni nema um 1,7 milljörðum króna á ári næstu sjö árin. Samtals um 12 milljörðum. Samhliða því var samið um frekari tollkvóta fyrir íslenzkar sjávarafurðir en verulega vantar hins vegar upp á fullt tollfrelsi í þeim efnum. Með öðrum orðum er þar um að ræða hliðstæða fjárhæð á ári og gera má ráð fyrir að sé árlegur ávinningur af útflutningi sjávarafurða í gegnum EES-samninginn umfram víðtækan fríverzlunarsamning ef ekki er tekinn inn í myndina verðmætari útflutningur og afleiddur ávinningur af því. Með fríverzlunarsamningi í staðinn fyrir EES-samninginn þyrfti Ísland ekki að greiða í uppbyggingarsjóð Evrópska efnahagssvæðisins. Viðskiptahindranir og íþyngjandi regluverk Taka þarf enn fremur með í reikninginn vaxandi tilkostnað vegna íþyngjandi regluverks frá Evrópusambandinu fyrir bæði atvinnulífið og almenning sem innleiða þarf vegna EES-samningsins. Óheimilt er að innleiða regluverkið minna íþyngjandi en fullt svigrúm til þess að gullhúða það eins og það hefur verið kallað. Utan EES væri hægt að setja minna íþyngjandi regluverk í stað regluverks sambandsins eða alls ekkert. Með aðildinni að EES-samningnum er Ísland utan tollamúra Evrópusambandsins en hins vegar innan regluverksmúra þess. Formlega hafa íslenzk stjórnvöld fullt frelsi til þess að semja um fríverzlun við önnur ríki en í raun markar samningurinn rammann í þeim efnum. EES-samningurinn er með öðrum orðum í vaxandi mæli viðskiptahindrun gagnvart öðrum heimshlutum sem miklu fremur eru framtíðarmarkaðir. Með öðrum orðum liggur fyrir að ekki væri einungis hægt að tryggja viðskiptahagsmuni Íslands gagnvart Evrópusambandinu með víðtækum fríverzlunarsamningi í stað EES-samningsins og það að öllum líkindum betur, án þess að þurfa að framselja vald yfir íslenzkum málum í vaxandi mæli í gegnum sífellt meira kostnaðarsamt og íþyngjandi regluverk frá sambandinu, heldur einnig greiðara aðgengi að öðrum mörkuðum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Meginástæða þess að ákveðið var á sínum tíma að Ísland skyldi gerast aðili að EES-samningnum var sú að við Íslendingar áttum að njóta sérstakra kjara fyrir sjávarafurðir inn á markað Evrópusambandsins umfram þá sem ekki ættu aðild að honum. Einkum og sér í lagi með tilliti til tolla. Á móti áttum við að taka upp regluverk sambandsins um innri markað þess. Var það réttlætt með hinum sérstöku kjörum. Við Íslendingar njótum hins vegar ekki fulls tollfrelsis í viðskiptum með sjávarafurðir við ríki Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn og höfum aldrei gert síðan samningurinn tók gildi fyrir 30 árum síðan. Á hinn bóginn hefur sambandið á undanförnum árum samið um víðtæka fríverzlunarsamninga við ríki á borð við Kanada, Japan og Bretland þar sem kveðið er á um fullt tollfrelsi í viðskiptum með sjávarafurðir. Vegna þessa hafa íslenzk stjórnvöld á liðnum árum ítrekað óskað eftir því við Evrópusambandið að komið yrði á fullu tollfrelsi í viðskiptum með sjávarafurðir í gegnum EES-samninginn. Óásættanlegt væri að ríki, sem ekki væru í eins nánum tengslum við sambandið, nytu hagstæðari tollakjara. Til þessa hefur sú viðleitni ekki skilað tilætluðum árangri en tollar eru einkum á unnum og þar með verðmætari afurðum. Fríverzlun hagstæðari fyrir sjávarútveginn Fram kemur í svari frá utanríkisráðuneytinu í ágúst 2022 við fyrirspurn frá mér að áætlað sé að tollar á íslenzkar sjávarafurðir í gegnum EES-samninginn nemi árlega 2,5-2,7 milljörðum króna. Í svari ráðuneytisins við annarri fyrirspurn minni árið 2019 kemur hins vegar fram að án samningsins væri aukinn kostnaður vegna útfluttra sjávarafurða áætlaður að lágmarki 4,2 milljarðar vegna eftirlits og skerts geymsluþols. Miðað við tölur ráðuneytisins má þannig draga þá áyktun að ef Ísland gerði víðtækan fríverzlunarsamning við Evrópusambandið í stað EES-samningsins, og þyrfti þar með að sæta auknu eftirliti með sjávarafurðum af hálfu sambandsins en nyti á móti fulls tollfrelsis í þeim efnum, væri viðskiptalegur ávinningur af aðildinni hvað umræddar vörur varðar mögulega einungis á bilinu 1,5-1,7 milljarðar króna á ári. Hins vegar er þar aðeins tekið mið af útflutningi sjávarafurða í gegnum EES-samninginn til þessa. Viðbúið er að fullt tollfrelsi þýddi meiri fullvinnslu sjávarafurða hér á landi og fyrir vikið mun meiri fjárhagslegan ávinning en 1,5-1,7 milljarða króna fyrir utan fleiri störf og meiri kaup á vörum og þjónustu. Þess má geta að verðmæti útfluttra sjávarafurða til Evrópusambandins á síðasta ári nam um 160 milljörðum. Milljarðar króna fyrir verri viðskiptakjör Við þetta bætist að ekki eru teknar inn í myndina ráðstafanir sem kveðið er til dæmis á um í fríverzlunarsamningi Evrópusambandsins og Kanada og miða að því að lágmarka mögulegar tafir við innflutning á kanadískum varningi með takmarkað geymsluþol til sambandsins. Eins og til dæmis sjávarafurðum. Hið sama á við um nýja tækni sem miðar að því að tryggja ferskleika slíks varnings í flutningum mun lengur en áður. Vert er einnig að nefna að frá gildistöku EES-samningsins hefur Ísland greitt árlega í uppbyggingasjóð Evrópska efnahagssvæðisins. Samið var síðast um þessar greiðslur fyrir jól og er gert ráð fyrir því að þær muni nema um 1,7 milljörðum króna á ári næstu sjö árin. Samtals um 12 milljörðum. Samhliða því var samið um frekari tollkvóta fyrir íslenzkar sjávarafurðir en verulega vantar hins vegar upp á fullt tollfrelsi í þeim efnum. Með öðrum orðum er þar um að ræða hliðstæða fjárhæð á ári og gera má ráð fyrir að sé árlegur ávinningur af útflutningi sjávarafurða í gegnum EES-samninginn umfram víðtækan fríverzlunarsamning ef ekki er tekinn inn í myndina verðmætari útflutningur og afleiddur ávinningur af því. Með fríverzlunarsamningi í staðinn fyrir EES-samninginn þyrfti Ísland ekki að greiða í uppbyggingarsjóð Evrópska efnahagssvæðisins. Viðskiptahindranir og íþyngjandi regluverk Taka þarf enn fremur með í reikninginn vaxandi tilkostnað vegna íþyngjandi regluverks frá Evrópusambandinu fyrir bæði atvinnulífið og almenning sem innleiða þarf vegna EES-samningsins. Óheimilt er að innleiða regluverkið minna íþyngjandi en fullt svigrúm til þess að gullhúða það eins og það hefur verið kallað. Utan EES væri hægt að setja minna íþyngjandi regluverk í stað regluverks sambandsins eða alls ekkert. Með aðildinni að EES-samningnum er Ísland utan tollamúra Evrópusambandsins en hins vegar innan regluverksmúra þess. Formlega hafa íslenzk stjórnvöld fullt frelsi til þess að semja um fríverzlun við önnur ríki en í raun markar samningurinn rammann í þeim efnum. EES-samningurinn er með öðrum orðum í vaxandi mæli viðskiptahindrun gagnvart öðrum heimshlutum sem miklu fremur eru framtíðarmarkaðir. Með öðrum orðum liggur fyrir að ekki væri einungis hægt að tryggja viðskiptahagsmuni Íslands gagnvart Evrópusambandinu með víðtækum fríverzlunarsamningi í stað EES-samningsins og það að öllum líkindum betur, án þess að þurfa að framselja vald yfir íslenzkum málum í vaxandi mæli í gegnum sífellt meira kostnaðarsamt og íþyngjandi regluverk frá sambandinu, heldur einnig greiðara aðgengi að öðrum mörkuðum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun