Athafnaleysi Katrínar geti skaðað hagsmuni landsmanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. apríl 2024 14:33 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er sterklega orðuð við framboð til forseta Íslands. Fjölmiðlafólk hefur ekki náð tali af henni eftir síðustu tvo ríkisstjórnarfundi. Vísir/Vilhelm VR, Neytendasamtökin og Félag atvinnurekenda segja Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra enn í lykilstöðu til að bjarga hag neytenda, launþega og verslunar í landinu. Hún geti beitt sér fyrir því að nýsamþykkt búvörulög verði felld úr gildi. Lögin sem samþykkt hafi verið í flýti eftir miklar breytingar í meðför atvinnuveganefndar veiti stjórnendum ýmissa stórfyrirtækja heimild til að viðhafa ýmsa háttsemi sem í öðrum atvinnugreinum sé almennt ólögmæt og refsiverð. Meðal annars séu felld niður ákvæði í upphaflegu frumvarpi um að Samkeppniseftirlitið geti mælt fyrir um að einstakir samningar eða ákvarðanir framleiðendafélaga séu óheimilar. „Kjötafurðastöðvum verður heimilt að sameinast án takmarkana, sem var ekki lagt til í upphaflegu frumvarpi. Samkeppniseftirlitið hefur bent á að engin dæmi séu um undanþágu af þessu tagi í nágrannalöndunum,“ segir í tilkynningu samtakanna. Katrín hefur undanfarnar vikur verið starfandi matvælaráðherra í fjarveru Svandísar Svavarsdóttur sem boðar þó endurkomu í matvælaráðuneytið á morgun. Í erindi sínu til Katrínar reka formenn fyrrnefndra hagsmunasamtaka málið. Samtökin þrjú benda á að Katrín hafi eftir samþykkt frumvarpsins svarað fjölmiðlum á þann veg að skoða þurfi hvort nýju lögin brjóti í bága við EES-samninginn. „Samkvæmt samþykkt ríkisstjórnarinnar um undirbúning og frágang stjórnarfrumvarpa og þingsályktunartillagna frá 24. febrúar 2023 skal í greinargerð með frumvarpi fjalla um samræmi þess við stjórnarskrá eða alþjóðlegar skuldbindingar enda gefi frumvarpið tilefni til slíks mats. Ekki er gert ráð fyrir að ráðuneytin framkvæmi slíkt mat eftir á, þegar frumvörp eru orðin að lögum. Að mati samtakanna hefði verið fyllsta ástæða til þess að matvælaráðuneytið framkvæmdi nýtt mat á samræmi frumvarpsins við EES-samninginn eftir breytingar við 2. umræðu, áður en það var keyrt í gegnum Alþingi og varð að lögum,“ segja samtökin. Þá gera þau athugasemdir við að málið hafi í raun ekki fengið þrjár umræður á Alþingi eins og kveðið er á um í stjórnarskrá. Málin hafi verið gjörbreytt við 2. umræðu. „Það þingmál sem var samþykkt var allt annað en það sem umsagnaraðilar höfðu tekið afstöðu til í samráðsferli og í umsögnum til Alþingis og allt annað en það sem þingmenn ræddu við 1. umræðu. Ekki verður því séð að lögin hafi verið sett með stjórnskipulega réttum hætti.“ Fyrir vikið beri Katrín augljós skylda til að aðhafast tafarlaust að eigin frumkvæði til að tryggja þrennt: Að lagasetningin sé í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Að mat á áhrifum lagasetningarinnar sé í samræmi við reglur ríkisstjórnarinnar sjálfrar um undirbúning og frágang stjórnarfrumvarpa og þingsályktunartillagna. Að meðferð Alþingis á málinu sé í samræmi við stjórnarskrána. „Beinast liggur við að ráðherra beiti sér fyrir því að lög nr. 1322/2024 verði felld úr gildi. Athafnaleysi ráðherra í þessu máli er líklegt til að skaða hagsmuni neytenda, launþega og verslunar í landinu,“ segja samtökin og óska svara hið fyrsta um það til hvaða ráðstafana ráðherra hyggst grípa. Alþingi Landbúnaður Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Matvælaframleiðsla Verslun Samkeppnismál Tengdar fréttir Að vera eða vera ekki í samkeppni við sjálfa sig Ein réttlæting ríkisstjórnarmeirihlutans á Alþingi fyrir því að keyra í gegn breytingar á búvörulögunum, sem veita kjötafurðastöðvum víðtækar undanþágur frá samkeppnislögum, er að tollfrjáls innflutningur á kjöti hafi aukizt umtalsvert. 27. mars 2024 10:00 Athugasemdir frá Samkeppiseftirlitinu hafi komið seint fram Forsætisráðherra segir að athugasemdir Samkeppniseftirlitsins við búvörulög verði teknar til skoðunar, en lögin voru samþykkt í vikunni. Formaður atvinnuveganefndar vísar gagnrýni um gagnsemi laganna á bug. 24. mars 2024 20:00 Telur morgunljóst að nýju búvörulögin séu ólögleg Stjórnsýslufræðingur segir að nýsamþykkt búvörulög hafi verið ólöglega sett því breytingarfrumvarpið hafi breyst of mikið við aðra umræðu. Hann telur að málið yrði dæmt ógilt ef það færi fyrir dómstóla. 25. mars 2024 13:01 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Lögin sem samþykkt hafi verið í flýti eftir miklar breytingar í meðför atvinnuveganefndar veiti stjórnendum ýmissa stórfyrirtækja heimild til að viðhafa ýmsa háttsemi sem í öðrum atvinnugreinum sé almennt ólögmæt og refsiverð. Meðal annars séu felld niður ákvæði í upphaflegu frumvarpi um að Samkeppniseftirlitið geti mælt fyrir um að einstakir samningar eða ákvarðanir framleiðendafélaga séu óheimilar. „Kjötafurðastöðvum verður heimilt að sameinast án takmarkana, sem var ekki lagt til í upphaflegu frumvarpi. Samkeppniseftirlitið hefur bent á að engin dæmi séu um undanþágu af þessu tagi í nágrannalöndunum,“ segir í tilkynningu samtakanna. Katrín hefur undanfarnar vikur verið starfandi matvælaráðherra í fjarveru Svandísar Svavarsdóttur sem boðar þó endurkomu í matvælaráðuneytið á morgun. Í erindi sínu til Katrínar reka formenn fyrrnefndra hagsmunasamtaka málið. Samtökin þrjú benda á að Katrín hafi eftir samþykkt frumvarpsins svarað fjölmiðlum á þann veg að skoða þurfi hvort nýju lögin brjóti í bága við EES-samninginn. „Samkvæmt samþykkt ríkisstjórnarinnar um undirbúning og frágang stjórnarfrumvarpa og þingsályktunartillagna frá 24. febrúar 2023 skal í greinargerð með frumvarpi fjalla um samræmi þess við stjórnarskrá eða alþjóðlegar skuldbindingar enda gefi frumvarpið tilefni til slíks mats. Ekki er gert ráð fyrir að ráðuneytin framkvæmi slíkt mat eftir á, þegar frumvörp eru orðin að lögum. Að mati samtakanna hefði verið fyllsta ástæða til þess að matvælaráðuneytið framkvæmdi nýtt mat á samræmi frumvarpsins við EES-samninginn eftir breytingar við 2. umræðu, áður en það var keyrt í gegnum Alþingi og varð að lögum,“ segja samtökin. Þá gera þau athugasemdir við að málið hafi í raun ekki fengið þrjár umræður á Alþingi eins og kveðið er á um í stjórnarskrá. Málin hafi verið gjörbreytt við 2. umræðu. „Það þingmál sem var samþykkt var allt annað en það sem umsagnaraðilar höfðu tekið afstöðu til í samráðsferli og í umsögnum til Alþingis og allt annað en það sem þingmenn ræddu við 1. umræðu. Ekki verður því séð að lögin hafi verið sett með stjórnskipulega réttum hætti.“ Fyrir vikið beri Katrín augljós skylda til að aðhafast tafarlaust að eigin frumkvæði til að tryggja þrennt: Að lagasetningin sé í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Að mat á áhrifum lagasetningarinnar sé í samræmi við reglur ríkisstjórnarinnar sjálfrar um undirbúning og frágang stjórnarfrumvarpa og þingsályktunartillagna. Að meðferð Alþingis á málinu sé í samræmi við stjórnarskrána. „Beinast liggur við að ráðherra beiti sér fyrir því að lög nr. 1322/2024 verði felld úr gildi. Athafnaleysi ráðherra í þessu máli er líklegt til að skaða hagsmuni neytenda, launþega og verslunar í landinu,“ segja samtökin og óska svara hið fyrsta um það til hvaða ráðstafana ráðherra hyggst grípa.
Alþingi Landbúnaður Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Matvælaframleiðsla Verslun Samkeppnismál Tengdar fréttir Að vera eða vera ekki í samkeppni við sjálfa sig Ein réttlæting ríkisstjórnarmeirihlutans á Alþingi fyrir því að keyra í gegn breytingar á búvörulögunum, sem veita kjötafurðastöðvum víðtækar undanþágur frá samkeppnislögum, er að tollfrjáls innflutningur á kjöti hafi aukizt umtalsvert. 27. mars 2024 10:00 Athugasemdir frá Samkeppiseftirlitinu hafi komið seint fram Forsætisráðherra segir að athugasemdir Samkeppniseftirlitsins við búvörulög verði teknar til skoðunar, en lögin voru samþykkt í vikunni. Formaður atvinnuveganefndar vísar gagnrýni um gagnsemi laganna á bug. 24. mars 2024 20:00 Telur morgunljóst að nýju búvörulögin séu ólögleg Stjórnsýslufræðingur segir að nýsamþykkt búvörulög hafi verið ólöglega sett því breytingarfrumvarpið hafi breyst of mikið við aðra umræðu. Hann telur að málið yrði dæmt ógilt ef það færi fyrir dómstóla. 25. mars 2024 13:01 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Að vera eða vera ekki í samkeppni við sjálfa sig Ein réttlæting ríkisstjórnarmeirihlutans á Alþingi fyrir því að keyra í gegn breytingar á búvörulögunum, sem veita kjötafurðastöðvum víðtækar undanþágur frá samkeppnislögum, er að tollfrjáls innflutningur á kjöti hafi aukizt umtalsvert. 27. mars 2024 10:00
Athugasemdir frá Samkeppiseftirlitinu hafi komið seint fram Forsætisráðherra segir að athugasemdir Samkeppniseftirlitsins við búvörulög verði teknar til skoðunar, en lögin voru samþykkt í vikunni. Formaður atvinnuveganefndar vísar gagnrýni um gagnsemi laganna á bug. 24. mars 2024 20:00
Telur morgunljóst að nýju búvörulögin séu ólögleg Stjórnsýslufræðingur segir að nýsamþykkt búvörulög hafi verið ólöglega sett því breytingarfrumvarpið hafi breyst of mikið við aðra umræðu. Hann telur að málið yrði dæmt ógilt ef það færi fyrir dómstóla. 25. mars 2024 13:01