EM-sætið undir í vikunni: „Erum búin að bíða eftir þessu í töluverðan tíma“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. apríl 2024 17:01 Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er hársbreidd frá því að tryggja sér sæti á EM. EPA-EFE/Beate Oma Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er aðeins tveimur sigrum frá því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í handbolta sem fram fer í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss næsta vetur. Íslensku stelpurnar eiga útileik gegn Lúxemborg á morgun áður en liðið tekur á móti Færeyjum í hreinum úrslitaleik um sæti á EM næstkomandi sunnudag. Liðið kom saman fyrir páska og hefur því fengið góðan tíma til æfinga fyrir leikina mikilvægu og segir Arnar Pétursson, þjálfari liðsins, það vera dýrmætt. „Það er bara spenna í hópnum og tilhlökkun. Við erum búin að bíða eftir þessu í töluverðan tíma,“ sagði Arnar þegar liðið kom saman fyrir páska. „Það var 2021 sem við fórum svona að horfa á þetta mót og settum það á bak við eyrað. Okkar langaði á þetta mót. Þetta er búið að ganga ágætlega hingað til og við erum með þetta í okkar höndum þannig að það er bara tilhlökkun yfir þessu og spenna,“ bætti Arnar við. Kærkomnar æfingar Hann bætir einnig við að liðið hafi náð að stela sér smá tíma til æfinga. „Við erum vissulega að stela þessari viku. Þetta er ekki alþjóðleg landsliðsvika þannig að stelpurnar sem eru hérna heima og þær sem eru búnar með sitt úti eru komnar hérna til æfinga. Við bíðum enn eftir hinum en þetta var bara nauðsynlegt. Við fáum nokkra auka daga saman til að vinna í ákveðnum hlutum sem við höfum kannski ekki haft tíma til að vinna í þegar við erum að æfa og spila og höfum ekki marga daga til að undirbúa okkur þannig að þetta er kærkomið.“ Þá sagði Arnar einnig að hann ætlaði sér að gefa stelpunum smá páskafrí. Hvort hann hafi staðið við það er svo önnur spurning. „Ég mun gefa þeim gott frí. Þær fá frí frá hádegi á fimmtudegi fram á páskadag og í mínum bókum eru það fjórir dagar. Þannig að það er ágætis frí allavega,“ sagði Arnar léttur. Klippa: Arnar Pétursson á landsliðsæfingu EM-sætið undir Eins og áður segir eru leikirnir tveir sem Ísland spilar á næstu dögum gríðarlega mikilvægir, enda er sæti á EM í boði. Íslenska liðið er með fjögur stig í öðru sæti undanriðilsins nú þegar tveir leikir eru eftir. Ísland er fjórum stigum á eftir toppliði Svía og fjórum stigum fyrir ofan botnlið Lúxemborgar, en með jafn mörg stig og Færeyjar sem sitja í þriða sæti. Íslensku stelpurnar þurfa því helst sigur í þessum tveimur leikjum sem eftir eru til að gulltryggja EM-sætið. „Markmiðin eru klárlega skýr og hafa verið það í lengri tíma. Nú er það bara svolítið okkar að stilla þetta af og mæta í flæði inn í þessa leiki og spila okkar leik. Ef við náum okkar besta leik þá núm við okkar markmiðum. Það er bara þannig,“ sagði Arnar að lokum. Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Íslensku stelpurnar eiga útileik gegn Lúxemborg á morgun áður en liðið tekur á móti Færeyjum í hreinum úrslitaleik um sæti á EM næstkomandi sunnudag. Liðið kom saman fyrir páska og hefur því fengið góðan tíma til æfinga fyrir leikina mikilvægu og segir Arnar Pétursson, þjálfari liðsins, það vera dýrmætt. „Það er bara spenna í hópnum og tilhlökkun. Við erum búin að bíða eftir þessu í töluverðan tíma,“ sagði Arnar þegar liðið kom saman fyrir páska. „Það var 2021 sem við fórum svona að horfa á þetta mót og settum það á bak við eyrað. Okkar langaði á þetta mót. Þetta er búið að ganga ágætlega hingað til og við erum með þetta í okkar höndum þannig að það er bara tilhlökkun yfir þessu og spenna,“ bætti Arnar við. Kærkomnar æfingar Hann bætir einnig við að liðið hafi náð að stela sér smá tíma til æfinga. „Við erum vissulega að stela þessari viku. Þetta er ekki alþjóðleg landsliðsvika þannig að stelpurnar sem eru hérna heima og þær sem eru búnar með sitt úti eru komnar hérna til æfinga. Við bíðum enn eftir hinum en þetta var bara nauðsynlegt. Við fáum nokkra auka daga saman til að vinna í ákveðnum hlutum sem við höfum kannski ekki haft tíma til að vinna í þegar við erum að æfa og spila og höfum ekki marga daga til að undirbúa okkur þannig að þetta er kærkomið.“ Þá sagði Arnar einnig að hann ætlaði sér að gefa stelpunum smá páskafrí. Hvort hann hafi staðið við það er svo önnur spurning. „Ég mun gefa þeim gott frí. Þær fá frí frá hádegi á fimmtudegi fram á páskadag og í mínum bókum eru það fjórir dagar. Þannig að það er ágætis frí allavega,“ sagði Arnar léttur. Klippa: Arnar Pétursson á landsliðsæfingu EM-sætið undir Eins og áður segir eru leikirnir tveir sem Ísland spilar á næstu dögum gríðarlega mikilvægir, enda er sæti á EM í boði. Íslenska liðið er með fjögur stig í öðru sæti undanriðilsins nú þegar tveir leikir eru eftir. Ísland er fjórum stigum á eftir toppliði Svía og fjórum stigum fyrir ofan botnlið Lúxemborgar, en með jafn mörg stig og Færeyjar sem sitja í þriða sæti. Íslensku stelpurnar þurfa því helst sigur í þessum tveimur leikjum sem eftir eru til að gulltryggja EM-sætið. „Markmiðin eru klárlega skýr og hafa verið það í lengri tíma. Nú er það bara svolítið okkar að stilla þetta af og mæta í flæði inn í þessa leiki og spila okkar leik. Ef við náum okkar besta leik þá núm við okkar markmiðum. Það er bara þannig,“ sagði Arnar að lokum.
Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira