EM-sætið undir í vikunni: „Erum búin að bíða eftir þessu í töluverðan tíma“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. apríl 2024 17:01 Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er hársbreidd frá því að tryggja sér sæti á EM. EPA-EFE/Beate Oma Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er aðeins tveimur sigrum frá því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í handbolta sem fram fer í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss næsta vetur. Íslensku stelpurnar eiga útileik gegn Lúxemborg á morgun áður en liðið tekur á móti Færeyjum í hreinum úrslitaleik um sæti á EM næstkomandi sunnudag. Liðið kom saman fyrir páska og hefur því fengið góðan tíma til æfinga fyrir leikina mikilvægu og segir Arnar Pétursson, þjálfari liðsins, það vera dýrmætt. „Það er bara spenna í hópnum og tilhlökkun. Við erum búin að bíða eftir þessu í töluverðan tíma,“ sagði Arnar þegar liðið kom saman fyrir páska. „Það var 2021 sem við fórum svona að horfa á þetta mót og settum það á bak við eyrað. Okkar langaði á þetta mót. Þetta er búið að ganga ágætlega hingað til og við erum með þetta í okkar höndum þannig að það er bara tilhlökkun yfir þessu og spenna,“ bætti Arnar við. Kærkomnar æfingar Hann bætir einnig við að liðið hafi náð að stela sér smá tíma til æfinga. „Við erum vissulega að stela þessari viku. Þetta er ekki alþjóðleg landsliðsvika þannig að stelpurnar sem eru hérna heima og þær sem eru búnar með sitt úti eru komnar hérna til æfinga. Við bíðum enn eftir hinum en þetta var bara nauðsynlegt. Við fáum nokkra auka daga saman til að vinna í ákveðnum hlutum sem við höfum kannski ekki haft tíma til að vinna í þegar við erum að æfa og spila og höfum ekki marga daga til að undirbúa okkur þannig að þetta er kærkomið.“ Þá sagði Arnar einnig að hann ætlaði sér að gefa stelpunum smá páskafrí. Hvort hann hafi staðið við það er svo önnur spurning. „Ég mun gefa þeim gott frí. Þær fá frí frá hádegi á fimmtudegi fram á páskadag og í mínum bókum eru það fjórir dagar. Þannig að það er ágætis frí allavega,“ sagði Arnar léttur. Klippa: Arnar Pétursson á landsliðsæfingu EM-sætið undir Eins og áður segir eru leikirnir tveir sem Ísland spilar á næstu dögum gríðarlega mikilvægir, enda er sæti á EM í boði. Íslenska liðið er með fjögur stig í öðru sæti undanriðilsins nú þegar tveir leikir eru eftir. Ísland er fjórum stigum á eftir toppliði Svía og fjórum stigum fyrir ofan botnlið Lúxemborgar, en með jafn mörg stig og Færeyjar sem sitja í þriða sæti. Íslensku stelpurnar þurfa því helst sigur í þessum tveimur leikjum sem eftir eru til að gulltryggja EM-sætið. „Markmiðin eru klárlega skýr og hafa verið það í lengri tíma. Nú er það bara svolítið okkar að stilla þetta af og mæta í flæði inn í þessa leiki og spila okkar leik. Ef við náum okkar besta leik þá núm við okkar markmiðum. Það er bara þannig,“ sagði Arnar að lokum. Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira
Íslensku stelpurnar eiga útileik gegn Lúxemborg á morgun áður en liðið tekur á móti Færeyjum í hreinum úrslitaleik um sæti á EM næstkomandi sunnudag. Liðið kom saman fyrir páska og hefur því fengið góðan tíma til æfinga fyrir leikina mikilvægu og segir Arnar Pétursson, þjálfari liðsins, það vera dýrmætt. „Það er bara spenna í hópnum og tilhlökkun. Við erum búin að bíða eftir þessu í töluverðan tíma,“ sagði Arnar þegar liðið kom saman fyrir páska. „Það var 2021 sem við fórum svona að horfa á þetta mót og settum það á bak við eyrað. Okkar langaði á þetta mót. Þetta er búið að ganga ágætlega hingað til og við erum með þetta í okkar höndum þannig að það er bara tilhlökkun yfir þessu og spenna,“ bætti Arnar við. Kærkomnar æfingar Hann bætir einnig við að liðið hafi náð að stela sér smá tíma til æfinga. „Við erum vissulega að stela þessari viku. Þetta er ekki alþjóðleg landsliðsvika þannig að stelpurnar sem eru hérna heima og þær sem eru búnar með sitt úti eru komnar hérna til æfinga. Við bíðum enn eftir hinum en þetta var bara nauðsynlegt. Við fáum nokkra auka daga saman til að vinna í ákveðnum hlutum sem við höfum kannski ekki haft tíma til að vinna í þegar við erum að æfa og spila og höfum ekki marga daga til að undirbúa okkur þannig að þetta er kærkomið.“ Þá sagði Arnar einnig að hann ætlaði sér að gefa stelpunum smá páskafrí. Hvort hann hafi staðið við það er svo önnur spurning. „Ég mun gefa þeim gott frí. Þær fá frí frá hádegi á fimmtudegi fram á páskadag og í mínum bókum eru það fjórir dagar. Þannig að það er ágætis frí allavega,“ sagði Arnar léttur. Klippa: Arnar Pétursson á landsliðsæfingu EM-sætið undir Eins og áður segir eru leikirnir tveir sem Ísland spilar á næstu dögum gríðarlega mikilvægir, enda er sæti á EM í boði. Íslenska liðið er með fjögur stig í öðru sæti undanriðilsins nú þegar tveir leikir eru eftir. Ísland er fjórum stigum á eftir toppliði Svía og fjórum stigum fyrir ofan botnlið Lúxemborgar, en með jafn mörg stig og Færeyjar sem sitja í þriða sæti. Íslensku stelpurnar þurfa því helst sigur í þessum tveimur leikjum sem eftir eru til að gulltryggja EM-sætið. „Markmiðin eru klárlega skýr og hafa verið það í lengri tíma. Nú er það bara svolítið okkar að stilla þetta af og mæta í flæði inn í þessa leiki og spila okkar leik. Ef við náum okkar besta leik þá núm við okkar markmiðum. Það er bara þannig,“ sagði Arnar að lokum.
Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira