Gleðilegan 2. apríl! Hugleiðing um félagsfærni Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar 2. apríl 2024 08:31 2. apríl er alþjóðlegur dagur einhverfra. Af því tilefni hvet ég óeinhverfa til að hugleiða hugtakið „félagsfærni“. Einhverfir hafa í gegnum tíðina verið skilgreindir af óeinhverfum fagaðilum á þann veg að þeir eiga „erfitt með að setja sig í spor annarra“. Þetta er sem betur fer smám saman að breytast eftir því sem fleiri og fleiri einhverfir eru farnir að sérhæfa sig í einhverfu.Hjá Einhverfusamtökunum eru t.d. starfandi fræðslufulltrúar, ráðgjafar og sálfræðingur, sem eru sjálfir einhverfir. Þessi skilgreining á einhverfum um að þeir eiga erfitt með að setja sig í spor „annarra“ er einfaldlega kolröng. Það er vandamál þarna til staðar sem heitir á ensku „double empathy problem“. Félagsfærni er auðvitað „tvíhliða“ og þessi meinta slaka félagsfærni sem háir marga einhverfa er aðeins frá sjónarhóli óeinhverfra. Þeir sem eru „óeinhverfir“ eiga almennt erfitt með að setja sig í spor einhverfra þrátt fyrir að hafa oft tækifæri til byggja upp slíka félagsfærni, sérstaklega ef þeir eiga einhvern einhverfan fjölskyldumeðlim. Allir hafa einhverntímann átt einhverfa skólafélaga eða vinnufélaga. Þið vitið nokkurn veginn hverjir þeir eru og það þarf í raun enga sérfræðinga til að spotta þá. Þeir eru oft auðveld fórnarlömb eineltis og virka klaufalegir, jafnvel óviðeigandi stundum (í ykkar augum). Einhverfir eiga almennt auðvelt með að setja sig í spor annara einhverfra og hafa allt aðra samskiptamenningu sem fyrir óeinhverfum sem fylgjast með gæti virst stórundarlegt og óskiljanlegt. Þetta er nákvæmlega það sem einhverfir upplifa þegar þeir fylgjast með óeinhverfum eiga samskipti sín á milli. Með þetta í huga skulum við fagna þessum degi. Við skulum fagna því að fólk er allskonar. Ást og friður til allra ❤ Höfundur er einhverfur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mamiko Dís Ragnarsdóttir Einhverfa Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Narfi frá JBT Marel til Kviku Árni Sæberg skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Sjá meira
2. apríl er alþjóðlegur dagur einhverfra. Af því tilefni hvet ég óeinhverfa til að hugleiða hugtakið „félagsfærni“. Einhverfir hafa í gegnum tíðina verið skilgreindir af óeinhverfum fagaðilum á þann veg að þeir eiga „erfitt með að setja sig í spor annarra“. Þetta er sem betur fer smám saman að breytast eftir því sem fleiri og fleiri einhverfir eru farnir að sérhæfa sig í einhverfu.Hjá Einhverfusamtökunum eru t.d. starfandi fræðslufulltrúar, ráðgjafar og sálfræðingur, sem eru sjálfir einhverfir. Þessi skilgreining á einhverfum um að þeir eiga erfitt með að setja sig í spor „annarra“ er einfaldlega kolröng. Það er vandamál þarna til staðar sem heitir á ensku „double empathy problem“. Félagsfærni er auðvitað „tvíhliða“ og þessi meinta slaka félagsfærni sem háir marga einhverfa er aðeins frá sjónarhóli óeinhverfra. Þeir sem eru „óeinhverfir“ eiga almennt erfitt með að setja sig í spor einhverfra þrátt fyrir að hafa oft tækifæri til byggja upp slíka félagsfærni, sérstaklega ef þeir eiga einhvern einhverfan fjölskyldumeðlim. Allir hafa einhverntímann átt einhverfa skólafélaga eða vinnufélaga. Þið vitið nokkurn veginn hverjir þeir eru og það þarf í raun enga sérfræðinga til að spotta þá. Þeir eru oft auðveld fórnarlömb eineltis og virka klaufalegir, jafnvel óviðeigandi stundum (í ykkar augum). Einhverfir eiga almennt auðvelt með að setja sig í spor annara einhverfra og hafa allt aðra samskiptamenningu sem fyrir óeinhverfum sem fylgjast með gæti virst stórundarlegt og óskiljanlegt. Þetta er nákvæmlega það sem einhverfir upplifa þegar þeir fylgjast með óeinhverfum eiga samskipti sín á milli. Með þetta í huga skulum við fagna þessum degi. Við skulum fagna því að fólk er allskonar. Ást og friður til allra ❤ Höfundur er einhverfur.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun