Gleðilegan 2. apríl! Hugleiðing um félagsfærni Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar 2. apríl 2024 08:31 2. apríl er alþjóðlegur dagur einhverfra. Af því tilefni hvet ég óeinhverfa til að hugleiða hugtakið „félagsfærni“. Einhverfir hafa í gegnum tíðina verið skilgreindir af óeinhverfum fagaðilum á þann veg að þeir eiga „erfitt með að setja sig í spor annarra“. Þetta er sem betur fer smám saman að breytast eftir því sem fleiri og fleiri einhverfir eru farnir að sérhæfa sig í einhverfu.Hjá Einhverfusamtökunum eru t.d. starfandi fræðslufulltrúar, ráðgjafar og sálfræðingur, sem eru sjálfir einhverfir. Þessi skilgreining á einhverfum um að þeir eiga erfitt með að setja sig í spor „annarra“ er einfaldlega kolröng. Það er vandamál þarna til staðar sem heitir á ensku „double empathy problem“. Félagsfærni er auðvitað „tvíhliða“ og þessi meinta slaka félagsfærni sem háir marga einhverfa er aðeins frá sjónarhóli óeinhverfra. Þeir sem eru „óeinhverfir“ eiga almennt erfitt með að setja sig í spor einhverfra þrátt fyrir að hafa oft tækifæri til byggja upp slíka félagsfærni, sérstaklega ef þeir eiga einhvern einhverfan fjölskyldumeðlim. Allir hafa einhverntímann átt einhverfa skólafélaga eða vinnufélaga. Þið vitið nokkurn veginn hverjir þeir eru og það þarf í raun enga sérfræðinga til að spotta þá. Þeir eru oft auðveld fórnarlömb eineltis og virka klaufalegir, jafnvel óviðeigandi stundum (í ykkar augum). Einhverfir eiga almennt auðvelt með að setja sig í spor annara einhverfra og hafa allt aðra samskiptamenningu sem fyrir óeinhverfum sem fylgjast með gæti virst stórundarlegt og óskiljanlegt. Þetta er nákvæmlega það sem einhverfir upplifa þegar þeir fylgjast með óeinhverfum eiga samskipti sín á milli. Með þetta í huga skulum við fagna þessum degi. Við skulum fagna því að fólk er allskonar. Ást og friður til allra ❤ Höfundur er einhverfur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mamiko Dís Ragnarsdóttir Einhverfa Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
2. apríl er alþjóðlegur dagur einhverfra. Af því tilefni hvet ég óeinhverfa til að hugleiða hugtakið „félagsfærni“. Einhverfir hafa í gegnum tíðina verið skilgreindir af óeinhverfum fagaðilum á þann veg að þeir eiga „erfitt með að setja sig í spor annarra“. Þetta er sem betur fer smám saman að breytast eftir því sem fleiri og fleiri einhverfir eru farnir að sérhæfa sig í einhverfu.Hjá Einhverfusamtökunum eru t.d. starfandi fræðslufulltrúar, ráðgjafar og sálfræðingur, sem eru sjálfir einhverfir. Þessi skilgreining á einhverfum um að þeir eiga erfitt með að setja sig í spor „annarra“ er einfaldlega kolröng. Það er vandamál þarna til staðar sem heitir á ensku „double empathy problem“. Félagsfærni er auðvitað „tvíhliða“ og þessi meinta slaka félagsfærni sem háir marga einhverfa er aðeins frá sjónarhóli óeinhverfra. Þeir sem eru „óeinhverfir“ eiga almennt erfitt með að setja sig í spor einhverfra þrátt fyrir að hafa oft tækifæri til byggja upp slíka félagsfærni, sérstaklega ef þeir eiga einhvern einhverfan fjölskyldumeðlim. Allir hafa einhverntímann átt einhverfa skólafélaga eða vinnufélaga. Þið vitið nokkurn veginn hverjir þeir eru og það þarf í raun enga sérfræðinga til að spotta þá. Þeir eru oft auðveld fórnarlömb eineltis og virka klaufalegir, jafnvel óviðeigandi stundum (í ykkar augum). Einhverfir eiga almennt auðvelt með að setja sig í spor annara einhverfra og hafa allt aðra samskiptamenningu sem fyrir óeinhverfum sem fylgjast með gæti virst stórundarlegt og óskiljanlegt. Þetta er nákvæmlega það sem einhverfir upplifa þegar þeir fylgjast með óeinhverfum eiga samskipti sín á milli. Með þetta í huga skulum við fagna þessum degi. Við skulum fagna því að fólk er allskonar. Ást og friður til allra ❤ Höfundur er einhverfur.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar