Voru sérstaklega varaðir við árás frá ISKP Samúel Karl Ólason skrifar 28. mars 2024 19:59 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Sergei Karpukhin Degi áður en sendiráð Bandaríkjanna í Moskvu gaf út opinbera viðvörun um mögulegar árásir öfgamanna á tónleika eða aðra samkomustaði í Moskvu höfðu starfsmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) í Moskvu sent rússneskum kollegum sínum sambærileg skilaboð. Viðvörunin innihélt meiri upplýsingar en birtar voru degi síðar en Bandaríkjamenn vöruðu sérstaklega við árás frá vígamönnum Íslamska ríkisins í Khorasan, eða ISKP. Bandaríkjamenn sögðust hafa fylgst náið með hópnum og töldu ógnina trúverðuga, samkvæmt heimildarmönnum New York Times úr leyniþjónustusamfélagi Bandaríkjanna. Degi síðar, þann 7. mars, þegar opinbera viðvörunin var birt lýstu forsvarsmenn Leyniþjónustu Rússlands (FSB) því yfir að komið hefði verið í veg fyrir árás vígamanna ISKP á bænahús gyðinga í Moskvu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lýsti því þó yfir, nokkrum dögum síðar, að opinbera viðvörunin væri tilraun til kúgunar og henni hefði verið ætlað að „ógna“ rússnesku samfélagi og efla til deilna. Þremur dögum eftir það, ruddust fjórir menn inn í tónleikahúsið og hófu þar skothríð. Á þrettán mínútum er talið að þeir hafi skotið um fimm hundruð skotum og kveikt í húsinu. Að minnsta kosti 143 eru dánir vegna árásarinnar og er óttast að talan gæti hækkað enn frekar þar sem fregnir hafa borist af því að margra sé saknað. Mennirnir flúðu af vettvangi eftir árásina og eru sagðir hafa verið handteknir á leið til Úkraínu. Pútín, aðrir ráðamenn í Rússlandi og málpípur Kreml í ríkisreknum miðlum og annars staðar hafa ítrekað haldið því fram að árásarmennirnir tengist Úkraínu og hafa einnig bendlað Bandaríkin og Bretland við árásina. Í frétt New York Times segir að í nýlegu minnisblaði frá leyniþjónustum Rússlands hafi verið varað við aukinni hættu á árásum öfgamanna frá Tadsíkistan sem tengdust ISKP. Mennirnir fjórir sem hafa verið handteknir fyrir að fremja árásina eru allir frá Tadsíkistan. Íslamska ríkið lýsti fljótt yfir ábyrgð á árásinni og birti myndefni frá henni sem árásarmennirnir tóku upp. Talsmaður samtakanna ítrekaði í yfirlýsingu sem birt var í dag vegna tíu ára afmælis stofnunar Kalífadæmisins að vígamenn samtakanna hefðu gert árásina í Moskvu og aðrar í Mið-Asíu, einkum í Íran. Íslamska ríkið í Khorasan er iðulega kallað ISIS-K en réttara er að kalla þau ISKP, þar sem skammstöfunin ISIS er tilvísun í Íslamska ríkið í Írak og Sýrlandi. ISKP er Íslamska ríkið í Khorasan. Talsmaðurinn vísaði til þess að vígamenn Íslamska ríkisins hefðu barist við rússneska hermenn bæði í Afríku og í Sýrlandi og hrósaði hann ISKP vegna árásarinnar í Moskvu. Þá kallaði hann eftir frekari árásum um heiminn allan. Þúsundir Rússa gengu til liðs við kalífadæmi ISIS á árum áður. Hafa einbeint sér að annars konar „öfgamönnum“ Í viðtölum við NYT segja embættismenn í Bandaríkjunum og Evrópu að þó viðvörun hafi verið gefin út um mögulega hættu sé erfitt að koma í veg fyrir árásir af þessu tagi. Þeir segja þó að Pútín hafi notað leyniþjónustur Rússlands gegn mótmælendum og andstæðingum ríkisstjórnar sinnar í Rússlandi og að starfsmenn FSB hafi sömuleiðis einblínt á Úkraínu og Vesturlönd. Sjá einnig : Segir árásarmennina hafa ætlað til Belarús Sú deild FSB sem á að stöðva öfgamenn af ýmsu tagi hefur tekið við sífellt fleiri verkefnum þar sem skilgreiningin á öfgamönnum hefur víkkað töluvert. Á undanförnum árum hefur þessi deild að mestu beitt sér gegn íslömskum öfgamönnum og ný-nasistum en við listann hafa bæst pólitískir aðgerðasinnar, stuðningsmenn Alexei Navalní, hinsegin fólk, Vottar Jehófa og alls konar aðgerðasinnar. Ráðamenn í Bandaríkjunum telja útsendara þessarar deildar hafa komið að því að eitra fyrir Navalní á sínum tíma. Listi yfir skráð öfgasamtök í Rússlandi hefur lengst gífurlega á undanförnum árum. Hundruðum samtaka hefur verið bætt við hann. „Í raun er FSB pólitískt afl og endurspeglar áhyggjur Kreml,“ segir einn sérfræðingur bresku hugveitunnar RUSI, elstu hugveitu heims sem fjallar um hernaðarmál. Hann segir stjórnvöld í Rússlandi einbeita sér að því að beita FSB gegn pólitískum andstæðingum og Úkraínumönnum. Rússland Vladimír Pútín Hryðjuverkaárás í Moskvu Úkraína Bandaríkin Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Beinir spjótunum enn að Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir öfgamenn úr röðum íslamista hafa gert árásina á tónleikahöllina í Crocus um helgina en beinir spjótum sínum þó áfram að Úkraínu og Bandaríkjunum. Í ræðu í kvöld gaf hann í skyn að árásarmennirnir hefðu fengið borgað fyrir árásina og frá Úkraínu. 25. mars 2024 22:01 Heita hefndum en freista þess enn að bendla Úkraínu við árásina Stjórnvöld í Rússlandi virðast enn staðráðin í því að reyna að sannfæra umheiminn um að Úkraínumenn hafi átt þátt í hryðjuverkaárásinni á Crocus City tónleikahöllina í Moskvu á föstudag, þar sem 137 létu lífið. 25. mars 2024 10:47 Fjórir menn fyrir dómara vegna hryðjuverkanna Fjórir menn hafa verið leiddir fyrir dómara vegna aðildar sinnar að hryðjuverkaárásunum í nágrenni Moskvu á föstudagskvöldið. Tveir þeirra játuðu skýlaust að hafa framið voðaverkin. 137 manns létu lífið þegar hópur manna hófu skothríð í Crocus City-tónleikahöllinni og meira en 150 særðust. 24. mars 2024 21:37 ISIS birtir hryllingsmyndbönd af árásinni Íslamska ríkið birti í dag ný myndbönd af hryðjuverkaárásinni í útjaðri Moskvuborgar sem átti sér stað á föstudagskvöld. 133 létust en myndböndin staðfesta fyrri yfirlýsingu íslamska ríkisins þar sem ábyrgð á árásinni var lýst yfir. Rússar hafa aftur á móti bendlað Úkraínumenn við árásina. 24. mars 2024 15:02 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Viðvörunin innihélt meiri upplýsingar en birtar voru degi síðar en Bandaríkjamenn vöruðu sérstaklega við árás frá vígamönnum Íslamska ríkisins í Khorasan, eða ISKP. Bandaríkjamenn sögðust hafa fylgst náið með hópnum og töldu ógnina trúverðuga, samkvæmt heimildarmönnum New York Times úr leyniþjónustusamfélagi Bandaríkjanna. Degi síðar, þann 7. mars, þegar opinbera viðvörunin var birt lýstu forsvarsmenn Leyniþjónustu Rússlands (FSB) því yfir að komið hefði verið í veg fyrir árás vígamanna ISKP á bænahús gyðinga í Moskvu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lýsti því þó yfir, nokkrum dögum síðar, að opinbera viðvörunin væri tilraun til kúgunar og henni hefði verið ætlað að „ógna“ rússnesku samfélagi og efla til deilna. Þremur dögum eftir það, ruddust fjórir menn inn í tónleikahúsið og hófu þar skothríð. Á þrettán mínútum er talið að þeir hafi skotið um fimm hundruð skotum og kveikt í húsinu. Að minnsta kosti 143 eru dánir vegna árásarinnar og er óttast að talan gæti hækkað enn frekar þar sem fregnir hafa borist af því að margra sé saknað. Mennirnir flúðu af vettvangi eftir árásina og eru sagðir hafa verið handteknir á leið til Úkraínu. Pútín, aðrir ráðamenn í Rússlandi og málpípur Kreml í ríkisreknum miðlum og annars staðar hafa ítrekað haldið því fram að árásarmennirnir tengist Úkraínu og hafa einnig bendlað Bandaríkin og Bretland við árásina. Í frétt New York Times segir að í nýlegu minnisblaði frá leyniþjónustum Rússlands hafi verið varað við aukinni hættu á árásum öfgamanna frá Tadsíkistan sem tengdust ISKP. Mennirnir fjórir sem hafa verið handteknir fyrir að fremja árásina eru allir frá Tadsíkistan. Íslamska ríkið lýsti fljótt yfir ábyrgð á árásinni og birti myndefni frá henni sem árásarmennirnir tóku upp. Talsmaður samtakanna ítrekaði í yfirlýsingu sem birt var í dag vegna tíu ára afmælis stofnunar Kalífadæmisins að vígamenn samtakanna hefðu gert árásina í Moskvu og aðrar í Mið-Asíu, einkum í Íran. Íslamska ríkið í Khorasan er iðulega kallað ISIS-K en réttara er að kalla þau ISKP, þar sem skammstöfunin ISIS er tilvísun í Íslamska ríkið í Írak og Sýrlandi. ISKP er Íslamska ríkið í Khorasan. Talsmaðurinn vísaði til þess að vígamenn Íslamska ríkisins hefðu barist við rússneska hermenn bæði í Afríku og í Sýrlandi og hrósaði hann ISKP vegna árásarinnar í Moskvu. Þá kallaði hann eftir frekari árásum um heiminn allan. Þúsundir Rússa gengu til liðs við kalífadæmi ISIS á árum áður. Hafa einbeint sér að annars konar „öfgamönnum“ Í viðtölum við NYT segja embættismenn í Bandaríkjunum og Evrópu að þó viðvörun hafi verið gefin út um mögulega hættu sé erfitt að koma í veg fyrir árásir af þessu tagi. Þeir segja þó að Pútín hafi notað leyniþjónustur Rússlands gegn mótmælendum og andstæðingum ríkisstjórnar sinnar í Rússlandi og að starfsmenn FSB hafi sömuleiðis einblínt á Úkraínu og Vesturlönd. Sjá einnig : Segir árásarmennina hafa ætlað til Belarús Sú deild FSB sem á að stöðva öfgamenn af ýmsu tagi hefur tekið við sífellt fleiri verkefnum þar sem skilgreiningin á öfgamönnum hefur víkkað töluvert. Á undanförnum árum hefur þessi deild að mestu beitt sér gegn íslömskum öfgamönnum og ný-nasistum en við listann hafa bæst pólitískir aðgerðasinnar, stuðningsmenn Alexei Navalní, hinsegin fólk, Vottar Jehófa og alls konar aðgerðasinnar. Ráðamenn í Bandaríkjunum telja útsendara þessarar deildar hafa komið að því að eitra fyrir Navalní á sínum tíma. Listi yfir skráð öfgasamtök í Rússlandi hefur lengst gífurlega á undanförnum árum. Hundruðum samtaka hefur verið bætt við hann. „Í raun er FSB pólitískt afl og endurspeglar áhyggjur Kreml,“ segir einn sérfræðingur bresku hugveitunnar RUSI, elstu hugveitu heims sem fjallar um hernaðarmál. Hann segir stjórnvöld í Rússlandi einbeita sér að því að beita FSB gegn pólitískum andstæðingum og Úkraínumönnum.
Rússland Vladimír Pútín Hryðjuverkaárás í Moskvu Úkraína Bandaríkin Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Beinir spjótunum enn að Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir öfgamenn úr röðum íslamista hafa gert árásina á tónleikahöllina í Crocus um helgina en beinir spjótum sínum þó áfram að Úkraínu og Bandaríkjunum. Í ræðu í kvöld gaf hann í skyn að árásarmennirnir hefðu fengið borgað fyrir árásina og frá Úkraínu. 25. mars 2024 22:01 Heita hefndum en freista þess enn að bendla Úkraínu við árásina Stjórnvöld í Rússlandi virðast enn staðráðin í því að reyna að sannfæra umheiminn um að Úkraínumenn hafi átt þátt í hryðjuverkaárásinni á Crocus City tónleikahöllina í Moskvu á föstudag, þar sem 137 létu lífið. 25. mars 2024 10:47 Fjórir menn fyrir dómara vegna hryðjuverkanna Fjórir menn hafa verið leiddir fyrir dómara vegna aðildar sinnar að hryðjuverkaárásunum í nágrenni Moskvu á föstudagskvöldið. Tveir þeirra játuðu skýlaust að hafa framið voðaverkin. 137 manns létu lífið þegar hópur manna hófu skothríð í Crocus City-tónleikahöllinni og meira en 150 særðust. 24. mars 2024 21:37 ISIS birtir hryllingsmyndbönd af árásinni Íslamska ríkið birti í dag ný myndbönd af hryðjuverkaárásinni í útjaðri Moskvuborgar sem átti sér stað á föstudagskvöld. 133 létust en myndböndin staðfesta fyrri yfirlýsingu íslamska ríkisins þar sem ábyrgð á árásinni var lýst yfir. Rússar hafa aftur á móti bendlað Úkraínumenn við árásina. 24. mars 2024 15:02 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Beinir spjótunum enn að Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir öfgamenn úr röðum íslamista hafa gert árásina á tónleikahöllina í Crocus um helgina en beinir spjótum sínum þó áfram að Úkraínu og Bandaríkjunum. Í ræðu í kvöld gaf hann í skyn að árásarmennirnir hefðu fengið borgað fyrir árásina og frá Úkraínu. 25. mars 2024 22:01
Heita hefndum en freista þess enn að bendla Úkraínu við árásina Stjórnvöld í Rússlandi virðast enn staðráðin í því að reyna að sannfæra umheiminn um að Úkraínumenn hafi átt þátt í hryðjuverkaárásinni á Crocus City tónleikahöllina í Moskvu á föstudag, þar sem 137 létu lífið. 25. mars 2024 10:47
Fjórir menn fyrir dómara vegna hryðjuverkanna Fjórir menn hafa verið leiddir fyrir dómara vegna aðildar sinnar að hryðjuverkaárásunum í nágrenni Moskvu á föstudagskvöldið. Tveir þeirra játuðu skýlaust að hafa framið voðaverkin. 137 manns létu lífið þegar hópur manna hófu skothríð í Crocus City-tónleikahöllinni og meira en 150 særðust. 24. mars 2024 21:37
ISIS birtir hryllingsmyndbönd af árásinni Íslamska ríkið birti í dag ný myndbönd af hryðjuverkaárásinni í útjaðri Moskvuborgar sem átti sér stað á föstudagskvöld. 133 létust en myndböndin staðfesta fyrri yfirlýsingu íslamska ríkisins þar sem ábyrgð á árásinni var lýst yfir. Rússar hafa aftur á móti bendlað Úkraínumenn við árásina. 24. mars 2024 15:02
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent