Hvað er opið um páskana? Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. mars 2024 15:41 Um páskana borða margir páskaegg. Vísir/Einar Opnunartímar verslana og þjónustu breytast yfir páskahátíðina en þó er hægt að verða sér út um helstu nauðsynjar á frídögum þessa helgina. Sundlaugar og skíðasvæði eru opin víða í dag. Kringlan er opin til klukkan 17 í dag, en verður lokuð á morgun. Hún opnar aftur á laugardag, frá 11-18, áður en við tekur tveggja daga lokun á páskadag og annan í páskum. Það nákvæmlega sama má segja um Smáralind. Þegar kemur að Glerártorgi á Akureyri vandast málið eilítið, þar sem opnunartími verslana þar er afar mismunandi yfir hátíðirnar. Hann má þó nálgast hér. Verslanir Verslanir Hagkaupa í Skeifunni og Garðabæ verða opnar allan sólarhringinn alla páskana. Hins vegar verður lokað á Eiðistorgi, Spönginni, Kringlunni og Smáralind á morgun föstudaginn langa, og á páskadag. Þar að auki verður lokað í Kringlunni og Smáralind annan í páskum. Hér að neðan má síðan sjá opnunartíma Krónunnar. Bónus er með opið eins og venjulega í dag, á morgun og á laugardag, þó verslunin í Kringlunni verði reyndar lokuð á morgun. Allar verslanir verða hins vegar lokaðar á páskadag og annan í páskum. Verslanir Nettó verða að mestu opnar, þó flestar þeirra loki á páskadag. Þó verða verslanir á Glerártorgi, Granda, Iðavöllum, Ísafirði, Mjódd, Mosfellsbæ, Selfossi og Selhellu opnar þann daginn. Opið verður í Heimkaupum alla daga til klukkan tíu að kvöldi. Extra í Keflavík og á Akureyri verður með opið allan sólarhringinn alla dagana. Melabúðin er opin frá tíu til átta alla daga nema páskadag, en þá verður lokað. Í Fjarðarkaupum verður lokað á föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum. Verslanir Vínbúðarinnar eru lokaðar í dag og á morgun. Þær opna aftur á laugardag áður en skellt verður í lás yfir páskadag og annan í páskum. Netverslanir með áfengi, svo sem Desma og Nýja Vínbúðin, eru þó með opið hjá sér yfir allra heilögustu helgidagana. Apótekarinn verður með opið alla daga til miðnættis í Austurveri, rétt eins og Lyfja í Lágmúla og Smáratorgi. Lyfjaval Hæðasmára er opið allan sólarhringinn og Lyfjaval Vesturlandsvegi alla daga til kl. 22. Verslanir ÁTVR eru lokaðar í dag, á morgun, á páskadag og annan í páskum. Vera kann að einhverjir sem gerðu ekki ráð fyrir því verði sér úti um áfengi annars staðar.Vísir/Vilhelm Þjónusta Strætó á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni ekur samvkæmt sunnudagsáætlun í dag, á morgun, á páskadag og annan í páskum. Opið er til 17 í Hlíðarfjalli á Akureyri í dag, rétt eins og næstu þrjá daga. Því geta skíða- og brettakappar varið páskunum á skíðum fyrir norðan. Það geta þeir einnig gert á skíðasvæði Dalvíkur, sem opið er til 16 alla dagana, í Skarðsdal á Siglufirði, eða í Bláfjöllum, þar sem opið er til 17 alla dagana. Breiðholtslaug og Grafarvogslaug verða lokaðar á morgun en annars opnar. Á páskadag verða Árbæjarlaug, Dalslaug og Klébergslaug lokaðar. Páskar Neytendur Matvöruverslun Verslun Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Sjá meira
Kringlan er opin til klukkan 17 í dag, en verður lokuð á morgun. Hún opnar aftur á laugardag, frá 11-18, áður en við tekur tveggja daga lokun á páskadag og annan í páskum. Það nákvæmlega sama má segja um Smáralind. Þegar kemur að Glerártorgi á Akureyri vandast málið eilítið, þar sem opnunartími verslana þar er afar mismunandi yfir hátíðirnar. Hann má þó nálgast hér. Verslanir Verslanir Hagkaupa í Skeifunni og Garðabæ verða opnar allan sólarhringinn alla páskana. Hins vegar verður lokað á Eiðistorgi, Spönginni, Kringlunni og Smáralind á morgun föstudaginn langa, og á páskadag. Þar að auki verður lokað í Kringlunni og Smáralind annan í páskum. Hér að neðan má síðan sjá opnunartíma Krónunnar. Bónus er með opið eins og venjulega í dag, á morgun og á laugardag, þó verslunin í Kringlunni verði reyndar lokuð á morgun. Allar verslanir verða hins vegar lokaðar á páskadag og annan í páskum. Verslanir Nettó verða að mestu opnar, þó flestar þeirra loki á páskadag. Þó verða verslanir á Glerártorgi, Granda, Iðavöllum, Ísafirði, Mjódd, Mosfellsbæ, Selfossi og Selhellu opnar þann daginn. Opið verður í Heimkaupum alla daga til klukkan tíu að kvöldi. Extra í Keflavík og á Akureyri verður með opið allan sólarhringinn alla dagana. Melabúðin er opin frá tíu til átta alla daga nema páskadag, en þá verður lokað. Í Fjarðarkaupum verður lokað á föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum. Verslanir Vínbúðarinnar eru lokaðar í dag og á morgun. Þær opna aftur á laugardag áður en skellt verður í lás yfir páskadag og annan í páskum. Netverslanir með áfengi, svo sem Desma og Nýja Vínbúðin, eru þó með opið hjá sér yfir allra heilögustu helgidagana. Apótekarinn verður með opið alla daga til miðnættis í Austurveri, rétt eins og Lyfja í Lágmúla og Smáratorgi. Lyfjaval Hæðasmára er opið allan sólarhringinn og Lyfjaval Vesturlandsvegi alla daga til kl. 22. Verslanir ÁTVR eru lokaðar í dag, á morgun, á páskadag og annan í páskum. Vera kann að einhverjir sem gerðu ekki ráð fyrir því verði sér úti um áfengi annars staðar.Vísir/Vilhelm Þjónusta Strætó á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni ekur samvkæmt sunnudagsáætlun í dag, á morgun, á páskadag og annan í páskum. Opið er til 17 í Hlíðarfjalli á Akureyri í dag, rétt eins og næstu þrjá daga. Því geta skíða- og brettakappar varið páskunum á skíðum fyrir norðan. Það geta þeir einnig gert á skíðasvæði Dalvíkur, sem opið er til 16 alla dagana, í Skarðsdal á Siglufirði, eða í Bláfjöllum, þar sem opið er til 17 alla dagana. Breiðholtslaug og Grafarvogslaug verða lokaðar á morgun en annars opnar. Á páskadag verða Árbæjarlaug, Dalslaug og Klébergslaug lokaðar.
Páskar Neytendur Matvöruverslun Verslun Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Sjá meira