Mikil vinna hefur staðið yfir hjá Fulham síðustu misseri til að gera upp völl félagsins en stúkuna á Craven Cottage sem liggur af Thames-ánni á að taka rækilega í gegn og gera nýstárlegar breytingar.
Eigandi Fulham, Shahid Khan, er einnig eigandi Jacksonville Jaguars liðsins í NFL-deildinni í Bandaríkjunum. Á völlum liða í NFL-deildinni er gjarnan mikið lagt upp úr veigamikilli VIP-aðstöðu og það virðist vera rík áhersla á slíkt í nýju stúkunni í Lundúnum.

Fulham hefur kynnt verkefnið The Riverside og virðist allskyns þjónusta eiga að vera til staðar á þeirri hlið hennar sem snýr burt frá vellinum en býður upp á gott útsýni yfir Thames.
Það sem mesta athygli vekur er að til stendur að reisa sundlaug í stúkunni hvaðan verður hægt að sjá fótboltaleikinn eða njóta útsýnis yfir Thames. Slíkt er nýjung í ensku úrvalsdeildinni en ekki í NFL-deildinni og ekki hjá Shahid Khan.

Það er nefnilega sundlaug á velli Jacksonville sem hefur vakið mikla athygli en þar hefur fólk fengið sér sprett milli kasta hjá Trevor Lawrence.
Khan virðist ætla að bjóða upp á það sama í Lundúnum og er spenntur fyrir verkefninu.