Fram fram fylking Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 24. mars 2024 09:01 Forðum okkur hættu frá. Tjáningarfrelsið er mikilvæg réttindi sem auðvelt er að glata, misnota og vanrækja. Frelsið er í raun ekki almennilega raunverulegt fyrr en við njótum þess ekki til fulls. Líkt og heilsa, svefn eða súrefni. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Hringferð mín um landið er hafin. Stórkostleg vegferð þar sem spjallað er við þjóðina beint. Mér er alls staðar vel tekið, höndum borin af mjúkum augum og mildum hjörtum. Mér líður vel enda er ég örugg, gleðin er við völd sem og forvitni. Alveg sama hvaða málefni er tekið fyrir þá birtast ólíkar skoðanir, lífssýn og áherslur til framkvæmda. „Hvernig eigum við að hafa hlutina?“ veitir 400 þúsund svör, þar af 200 þúsund kosningabær. Eitt erum við þó samhuga um – við viljum geta tjáð okkur óháð, sjálfstæð og frjáls. Það er áhugavert að upplifa viðbrögð þjóðarinnar við nýjum aðstæðum tengdum forsetakosningum. Margir frambjóðendur hafa stigið fram og sitt sýnist hverjum – bæði um ferlið, rafræna kerfið, fólkið, framkvæmdina… en eitt er víst – lýðræðið eru okkar einstöku, fágætu og dýrmætu réttindi og ef við erum að tala þau niður þá erum við að tala okkur sjálf niður. Við berum ábyrgð á okkar samfélagi og kerfum – ef við viljum breyta þeim þá þurfum við að vilja og gera það sjálf. Það er auðvelt að missa réttindi, erfitt að afla þeirra. Val er vald og valdið er okkar. Að iðka viðhorf hringleikahúss er að skemmta sér á kostnað annarra, draga dár að, lítillækka, hæða og minnkar manneskjur. Að iðka viðhorf landsleiksins er að gleðjast, hvetja, upphefja, njóta og lyftir manneskjum upp og áfram. Hvernig við nýtum tjáningarfrelsið á þessum einstöku Ólympíuleikum Íslands sýnir okkur spegilmynd þjóðarsálarinnar. Lítum í spegil og sjáum fólk sem er bjart, kraftmikið, hlýlegt, milt og sterkt. Fólk sem elskar að iðka réttindi sín átakalaust. Fólk sem skilur og finnur mikilvægi sitt og er tilbúið til að slá skjaldborg um lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði. Fólk sem stendur með sjálfu sér og öðrum, veitir rými til að stækka manneskjur og gefst aldrei upp. Sýnum nú dug, djörfung og hug. Vaki vaki vaskir menn er voða ber að höndum, sá er okkar síðast fer sveipaður verður böndum. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Sigríður Hrund Pétursdóttir Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Forðum okkur hættu frá. Tjáningarfrelsið er mikilvæg réttindi sem auðvelt er að glata, misnota og vanrækja. Frelsið er í raun ekki almennilega raunverulegt fyrr en við njótum þess ekki til fulls. Líkt og heilsa, svefn eða súrefni. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Hringferð mín um landið er hafin. Stórkostleg vegferð þar sem spjallað er við þjóðina beint. Mér er alls staðar vel tekið, höndum borin af mjúkum augum og mildum hjörtum. Mér líður vel enda er ég örugg, gleðin er við völd sem og forvitni. Alveg sama hvaða málefni er tekið fyrir þá birtast ólíkar skoðanir, lífssýn og áherslur til framkvæmda. „Hvernig eigum við að hafa hlutina?“ veitir 400 þúsund svör, þar af 200 þúsund kosningabær. Eitt erum við þó samhuga um – við viljum geta tjáð okkur óháð, sjálfstæð og frjáls. Það er áhugavert að upplifa viðbrögð þjóðarinnar við nýjum aðstæðum tengdum forsetakosningum. Margir frambjóðendur hafa stigið fram og sitt sýnist hverjum – bæði um ferlið, rafræna kerfið, fólkið, framkvæmdina… en eitt er víst – lýðræðið eru okkar einstöku, fágætu og dýrmætu réttindi og ef við erum að tala þau niður þá erum við að tala okkur sjálf niður. Við berum ábyrgð á okkar samfélagi og kerfum – ef við viljum breyta þeim þá þurfum við að vilja og gera það sjálf. Það er auðvelt að missa réttindi, erfitt að afla þeirra. Val er vald og valdið er okkar. Að iðka viðhorf hringleikahúss er að skemmta sér á kostnað annarra, draga dár að, lítillækka, hæða og minnkar manneskjur. Að iðka viðhorf landsleiksins er að gleðjast, hvetja, upphefja, njóta og lyftir manneskjum upp og áfram. Hvernig við nýtum tjáningarfrelsið á þessum einstöku Ólympíuleikum Íslands sýnir okkur spegilmynd þjóðarsálarinnar. Lítum í spegil og sjáum fólk sem er bjart, kraftmikið, hlýlegt, milt og sterkt. Fólk sem elskar að iðka réttindi sín átakalaust. Fólk sem skilur og finnur mikilvægi sitt og er tilbúið til að slá skjaldborg um lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði. Fólk sem stendur með sjálfu sér og öðrum, veitir rými til að stækka manneskjur og gefst aldrei upp. Sýnum nú dug, djörfung og hug. Vaki vaki vaskir menn er voða ber að höndum, sá er okkar síðast fer sveipaður verður böndum. Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar