Skipulagsstofnun brýnir fyrir Vegagerðinni að vanda til verka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. mars 2024 08:31 Vegagerðin, í samvinnu við Reykjavíkurborg, vinnur nú að undirbúningi Sundabrautar frá Sæbraut að Kjalarnesi. Vegagerðin Skipulagsstofnun gerir ýmsar athugasemdir við matsáætlun Vegagerðarinnar vegna Sundabrautar og ítrekar meðal annars að í umhverfismatsskýrslu verði greint frá því á hvaða forsendum öðrum kostum, til að mynda jarðgöngum, var hafnað. Álit Skipulagsstofnunar á matsáætlun Vegagerðarinnar kom út núna í vikunni en í því er meðal annars horf til hina fjölmörgu umsagna sem bárust um málið. Umsagnir bárust frá tíu opinberum aðilum og 96 til viðbótar, flestar frá einstaklingum. Ljóst er af umsögnunum að framkvæmdin er afar umdeild, ekki síst meðal íbúa á þeim svæðum sem munu verða fyrir áhrifum. Aukin umferð og aðför að náttúrulegum svæðum eru meðal þess sem fólk hefur áhyggjur af, auk áhrifa á loftgæði. Margir gera athugasemdir við að jarðgöng hafi ekki verið skoðuð af meiri alvöru og tekur Skipulagsstofnun undir þær og segir að við mat á umhverfisáhrifum sé Vegagerðin skyldug til að gera grein fyrir öllum valkostum sem hafa verið skoðaðir. „Í mörgum umsögnum er óskað eftir skoðun á fleiri jarðgangakostum, m.a. göngum alla leið, göngum milli Sæbrautar og Geldinganess, göngum milli Gufuness og Álfsness og sumir að botngöng verði skoðuð nánar. Vegagerðin hafnar þessum tillögum, m.a. með vísan í kostnað og markmið framkvæmdar. Skipulagsstofnun telur ljóst að jarðgöng myndu hafa mun minni áhrif á marga umhverfisþætti samanborið við veg á yfirborði. Því telur stofnunin mikilvægt að í umhverfismatsskýrslu verði gerð grein fyrir þeim valkostum sem hafa verið skoðaðir í umhverfismatsferlinu og færð skýr rök fyrir vali á framlögðum kostum og af hverju ekki var talin ástæða til að meta umhverfisáhrif annarra kosta,“ segir meðal annars í áliti Samgöngustofnunar. Aukinn umferðarþungi á Sæbraut verulegt áhyggjuefni Í álitinu er einnig komið inn á áhyggjur fólks vegna áhrifa Sundabrautar á umferð, ekki síst um Sæbraut. Sæbraut sé þegar teppt af umferð á vissum tímum flesta virka daga og tenging Sundabrautr við Sæbraut muni auka álagið enn frekar. Ekkert liggi fyrir um það hvernig auka eigi afkastagetu Sæbrautar og fyrirætluð byggðarþétting á aðlægum svæðum muni auka umferðarálagið enn frekar. Þá standi fleiri framkvæmdir fyrir dyrum á næstu árum, til að mynda við Borgarlínu, og reikna megi með miklum töfum á umferð vegna þessa. Vegagerðin segir að umferðargreining verði unnin og fjallað um hana í umhverfismatsskýrslu en Skipulagsstofnun segir um lykilatriði að ræða og að umferðargreining sé nauðsynleg forsenda framkvæmda. „Í umhverfismatsskýrslu þarf að fjalla ítarlega um og meta út frá skýrum forsendum áhrif Sundabrautar á umferð og umferðaröryggi á helstu stofnbrautum og hliðarvegum á áhrifasvæði hennar á framkvæmda- og rekstrartíma og bera saman við líklega þróun umferðar án Sundabrautar, þ.e. núllkost. Gera þarf grein fyrir áhrifum framkvæmdarinnar á heildarfjölda ekinna kílómetra og ferðatíma fyrir alla ferðamáta, þ.e. akandi, almenningssamgöngur, gangandi og hjólandi, og bera saman við núllkost. Við matið þarf m.a. að horfa til framtíðarþróunar byggðar á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi og samlegðaráhrifa á framkvæmdartíma með öðrum áformuðum framkvæmdum á stofnbrautum, s.s. Borgarlínu og vegstokki á Sæbraut.“ „Kann að hafa margvísleg neikvæð áhrif á íbúa“ Skipulagsstofnun tekur einnig undir umsagnir aðila á borð við Náttúrufræðistofnun Íslands um nauðsyn þess að kanna áhrif framkvæmdarinnar á dýralíf, gróðurfar og vistgerðir og jarðminjar. Þá kemur fram að nú þegar sé unnið að rannsóknum á aflögðum ruslahaug í Gufunesi, þar sem Umhverfisstofnun segir hættu á gasmengun og mengun grunn- og yfirborðsvatns. Loftgæði eru umsagnaraðilum einnig hugleikin en Umhverfisstofnun hefur meðal annars bent á að uppþyrlun jarðvegsryks gæti orðið veruleg á framkvæmdatímanum og haft talsverð áhrif í nærliggjandi íbúðahverfum. Bæði sé um að ræða óþægindi á borð við óhreinindi á bílum og mannvirkjum en einnig neikvæð heilsufarsleg áhrif. Í áliti Skipulagsstofuninar er einnig vikið að almennum áhrifum á samfélagið. „Skipulagsstofnun telur ljóst að Sundabraut kann að hafa margvísleg neikvæð áhrif á íbúa sem búa í næsta nágrenni við hana, bæði á fimm ára framkvæmdatíma sem og rekstrartíma. Stofnunin telur áhyggjur íbúa réttmætar og mikilvægt að umhverfismatið sé nýtt til þess að varpa ljósi á áhrif framkvæmdarinnar á íbúabyggð innan áhrifasvæðis Sundabrautar. Skipulagsstofnun tekur undir ábendingar Akraneskaupstaðar um að meta þurfi áhrif Sundabrautar á byggðaþróun norðan Hvalfjarðar. Telur stofnunin að hér sé um veigamikið atriði að ræða sem horfa þurfi til við mat á áhrifum framkvæmdarinnar á aðra umhverfisþætti, s.s. umferð og loftslag. Í umhverfismatsskýrslu þarf að fjalla um og meta áhrif allra valkosta, þ.m.t. núllkostar, á íbúabyggð á áhrifasvæði Sundabrautar og þróun hennar samkvæmt skipulagi, samgönguhætti og lífsgæði íbúa á framkvæmda- og rekstrartíma.“ Samgöngur Reykjavík Sundabraut Umferð Loftgæði Umhverfismál Vegagerð Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferðarkerfið „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Sjá meira
Álit Skipulagsstofnunar á matsáætlun Vegagerðarinnar kom út núna í vikunni en í því er meðal annars horf til hina fjölmörgu umsagna sem bárust um málið. Umsagnir bárust frá tíu opinberum aðilum og 96 til viðbótar, flestar frá einstaklingum. Ljóst er af umsögnunum að framkvæmdin er afar umdeild, ekki síst meðal íbúa á þeim svæðum sem munu verða fyrir áhrifum. Aukin umferð og aðför að náttúrulegum svæðum eru meðal þess sem fólk hefur áhyggjur af, auk áhrifa á loftgæði. Margir gera athugasemdir við að jarðgöng hafi ekki verið skoðuð af meiri alvöru og tekur Skipulagsstofnun undir þær og segir að við mat á umhverfisáhrifum sé Vegagerðin skyldug til að gera grein fyrir öllum valkostum sem hafa verið skoðaðir. „Í mörgum umsögnum er óskað eftir skoðun á fleiri jarðgangakostum, m.a. göngum alla leið, göngum milli Sæbrautar og Geldinganess, göngum milli Gufuness og Álfsness og sumir að botngöng verði skoðuð nánar. Vegagerðin hafnar þessum tillögum, m.a. með vísan í kostnað og markmið framkvæmdar. Skipulagsstofnun telur ljóst að jarðgöng myndu hafa mun minni áhrif á marga umhverfisþætti samanborið við veg á yfirborði. Því telur stofnunin mikilvægt að í umhverfismatsskýrslu verði gerð grein fyrir þeim valkostum sem hafa verið skoðaðir í umhverfismatsferlinu og færð skýr rök fyrir vali á framlögðum kostum og af hverju ekki var talin ástæða til að meta umhverfisáhrif annarra kosta,“ segir meðal annars í áliti Samgöngustofnunar. Aukinn umferðarþungi á Sæbraut verulegt áhyggjuefni Í álitinu er einnig komið inn á áhyggjur fólks vegna áhrifa Sundabrautar á umferð, ekki síst um Sæbraut. Sæbraut sé þegar teppt af umferð á vissum tímum flesta virka daga og tenging Sundabrautr við Sæbraut muni auka álagið enn frekar. Ekkert liggi fyrir um það hvernig auka eigi afkastagetu Sæbrautar og fyrirætluð byggðarþétting á aðlægum svæðum muni auka umferðarálagið enn frekar. Þá standi fleiri framkvæmdir fyrir dyrum á næstu árum, til að mynda við Borgarlínu, og reikna megi með miklum töfum á umferð vegna þessa. Vegagerðin segir að umferðargreining verði unnin og fjallað um hana í umhverfismatsskýrslu en Skipulagsstofnun segir um lykilatriði að ræða og að umferðargreining sé nauðsynleg forsenda framkvæmda. „Í umhverfismatsskýrslu þarf að fjalla ítarlega um og meta út frá skýrum forsendum áhrif Sundabrautar á umferð og umferðaröryggi á helstu stofnbrautum og hliðarvegum á áhrifasvæði hennar á framkvæmda- og rekstrartíma og bera saman við líklega þróun umferðar án Sundabrautar, þ.e. núllkost. Gera þarf grein fyrir áhrifum framkvæmdarinnar á heildarfjölda ekinna kílómetra og ferðatíma fyrir alla ferðamáta, þ.e. akandi, almenningssamgöngur, gangandi og hjólandi, og bera saman við núllkost. Við matið þarf m.a. að horfa til framtíðarþróunar byggðar á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi og samlegðaráhrifa á framkvæmdartíma með öðrum áformuðum framkvæmdum á stofnbrautum, s.s. Borgarlínu og vegstokki á Sæbraut.“ „Kann að hafa margvísleg neikvæð áhrif á íbúa“ Skipulagsstofnun tekur einnig undir umsagnir aðila á borð við Náttúrufræðistofnun Íslands um nauðsyn þess að kanna áhrif framkvæmdarinnar á dýralíf, gróðurfar og vistgerðir og jarðminjar. Þá kemur fram að nú þegar sé unnið að rannsóknum á aflögðum ruslahaug í Gufunesi, þar sem Umhverfisstofnun segir hættu á gasmengun og mengun grunn- og yfirborðsvatns. Loftgæði eru umsagnaraðilum einnig hugleikin en Umhverfisstofnun hefur meðal annars bent á að uppþyrlun jarðvegsryks gæti orðið veruleg á framkvæmdatímanum og haft talsverð áhrif í nærliggjandi íbúðahverfum. Bæði sé um að ræða óþægindi á borð við óhreinindi á bílum og mannvirkjum en einnig neikvæð heilsufarsleg áhrif. Í áliti Skipulagsstofuninar er einnig vikið að almennum áhrifum á samfélagið. „Skipulagsstofnun telur ljóst að Sundabraut kann að hafa margvísleg neikvæð áhrif á íbúa sem búa í næsta nágrenni við hana, bæði á fimm ára framkvæmdatíma sem og rekstrartíma. Stofnunin telur áhyggjur íbúa réttmætar og mikilvægt að umhverfismatið sé nýtt til þess að varpa ljósi á áhrif framkvæmdarinnar á íbúabyggð innan áhrifasvæðis Sundabrautar. Skipulagsstofnun tekur undir ábendingar Akraneskaupstaðar um að meta þurfi áhrif Sundabrautar á byggðaþróun norðan Hvalfjarðar. Telur stofnunin að hér sé um veigamikið atriði að ræða sem horfa þurfi til við mat á áhrifum framkvæmdarinnar á aðra umhverfisþætti, s.s. umferð og loftslag. Í umhverfismatsskýrslu þarf að fjalla um og meta áhrif allra valkosta, þ.m.t. núllkostar, á íbúabyggð á áhrifasvæði Sundabrautar og þróun hennar samkvæmt skipulagi, samgönguhætti og lífsgæði íbúa á framkvæmda- og rekstrartíma.“
Samgöngur Reykjavík Sundabraut Umferð Loftgæði Umhverfismál Vegagerð Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferðarkerfið „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Sjá meira