Skipulagsstofnun brýnir fyrir Vegagerðinni að vanda til verka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. mars 2024 08:31 Vegagerðin, í samvinnu við Reykjavíkurborg, vinnur nú að undirbúningi Sundabrautar frá Sæbraut að Kjalarnesi. Vegagerðin Skipulagsstofnun gerir ýmsar athugasemdir við matsáætlun Vegagerðarinnar vegna Sundabrautar og ítrekar meðal annars að í umhverfismatsskýrslu verði greint frá því á hvaða forsendum öðrum kostum, til að mynda jarðgöngum, var hafnað. Álit Skipulagsstofnunar á matsáætlun Vegagerðarinnar kom út núna í vikunni en í því er meðal annars horf til hina fjölmörgu umsagna sem bárust um málið. Umsagnir bárust frá tíu opinberum aðilum og 96 til viðbótar, flestar frá einstaklingum. Ljóst er af umsögnunum að framkvæmdin er afar umdeild, ekki síst meðal íbúa á þeim svæðum sem munu verða fyrir áhrifum. Aukin umferð og aðför að náttúrulegum svæðum eru meðal þess sem fólk hefur áhyggjur af, auk áhrifa á loftgæði. Margir gera athugasemdir við að jarðgöng hafi ekki verið skoðuð af meiri alvöru og tekur Skipulagsstofnun undir þær og segir að við mat á umhverfisáhrifum sé Vegagerðin skyldug til að gera grein fyrir öllum valkostum sem hafa verið skoðaðir. „Í mörgum umsögnum er óskað eftir skoðun á fleiri jarðgangakostum, m.a. göngum alla leið, göngum milli Sæbrautar og Geldinganess, göngum milli Gufuness og Álfsness og sumir að botngöng verði skoðuð nánar. Vegagerðin hafnar þessum tillögum, m.a. með vísan í kostnað og markmið framkvæmdar. Skipulagsstofnun telur ljóst að jarðgöng myndu hafa mun minni áhrif á marga umhverfisþætti samanborið við veg á yfirborði. Því telur stofnunin mikilvægt að í umhverfismatsskýrslu verði gerð grein fyrir þeim valkostum sem hafa verið skoðaðir í umhverfismatsferlinu og færð skýr rök fyrir vali á framlögðum kostum og af hverju ekki var talin ástæða til að meta umhverfisáhrif annarra kosta,“ segir meðal annars í áliti Samgöngustofnunar. Aukinn umferðarþungi á Sæbraut verulegt áhyggjuefni Í álitinu er einnig komið inn á áhyggjur fólks vegna áhrifa Sundabrautar á umferð, ekki síst um Sæbraut. Sæbraut sé þegar teppt af umferð á vissum tímum flesta virka daga og tenging Sundabrautr við Sæbraut muni auka álagið enn frekar. Ekkert liggi fyrir um það hvernig auka eigi afkastagetu Sæbrautar og fyrirætluð byggðarþétting á aðlægum svæðum muni auka umferðarálagið enn frekar. Þá standi fleiri framkvæmdir fyrir dyrum á næstu árum, til að mynda við Borgarlínu, og reikna megi með miklum töfum á umferð vegna þessa. Vegagerðin segir að umferðargreining verði unnin og fjallað um hana í umhverfismatsskýrslu en Skipulagsstofnun segir um lykilatriði að ræða og að umferðargreining sé nauðsynleg forsenda framkvæmda. „Í umhverfismatsskýrslu þarf að fjalla ítarlega um og meta út frá skýrum forsendum áhrif Sundabrautar á umferð og umferðaröryggi á helstu stofnbrautum og hliðarvegum á áhrifasvæði hennar á framkvæmda- og rekstrartíma og bera saman við líklega þróun umferðar án Sundabrautar, þ.e. núllkost. Gera þarf grein fyrir áhrifum framkvæmdarinnar á heildarfjölda ekinna kílómetra og ferðatíma fyrir alla ferðamáta, þ.e. akandi, almenningssamgöngur, gangandi og hjólandi, og bera saman við núllkost. Við matið þarf m.a. að horfa til framtíðarþróunar byggðar á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi og samlegðaráhrifa á framkvæmdartíma með öðrum áformuðum framkvæmdum á stofnbrautum, s.s. Borgarlínu og vegstokki á Sæbraut.“ „Kann að hafa margvísleg neikvæð áhrif á íbúa“ Skipulagsstofnun tekur einnig undir umsagnir aðila á borð við Náttúrufræðistofnun Íslands um nauðsyn þess að kanna áhrif framkvæmdarinnar á dýralíf, gróðurfar og vistgerðir og jarðminjar. Þá kemur fram að nú þegar sé unnið að rannsóknum á aflögðum ruslahaug í Gufunesi, þar sem Umhverfisstofnun segir hættu á gasmengun og mengun grunn- og yfirborðsvatns. Loftgæði eru umsagnaraðilum einnig hugleikin en Umhverfisstofnun hefur meðal annars bent á að uppþyrlun jarðvegsryks gæti orðið veruleg á framkvæmdatímanum og haft talsverð áhrif í nærliggjandi íbúðahverfum. Bæði sé um að ræða óþægindi á borð við óhreinindi á bílum og mannvirkjum en einnig neikvæð heilsufarsleg áhrif. Í áliti Skipulagsstofuninar er einnig vikið að almennum áhrifum á samfélagið. „Skipulagsstofnun telur ljóst að Sundabraut kann að hafa margvísleg neikvæð áhrif á íbúa sem búa í næsta nágrenni við hana, bæði á fimm ára framkvæmdatíma sem og rekstrartíma. Stofnunin telur áhyggjur íbúa réttmætar og mikilvægt að umhverfismatið sé nýtt til þess að varpa ljósi á áhrif framkvæmdarinnar á íbúabyggð innan áhrifasvæðis Sundabrautar. Skipulagsstofnun tekur undir ábendingar Akraneskaupstaðar um að meta þurfi áhrif Sundabrautar á byggðaþróun norðan Hvalfjarðar. Telur stofnunin að hér sé um veigamikið atriði að ræða sem horfa þurfi til við mat á áhrifum framkvæmdarinnar á aðra umhverfisþætti, s.s. umferð og loftslag. Í umhverfismatsskýrslu þarf að fjalla um og meta áhrif allra valkosta, þ.m.t. núllkostar, á íbúabyggð á áhrifasvæði Sundabrautar og þróun hennar samkvæmt skipulagi, samgönguhætti og lífsgæði íbúa á framkvæmda- og rekstrartíma.“ Samgöngur Reykjavík Sundabraut Umferð Loftgæði Umhverfismál Vegagerð Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Álit Skipulagsstofnunar á matsáætlun Vegagerðarinnar kom út núna í vikunni en í því er meðal annars horf til hina fjölmörgu umsagna sem bárust um málið. Umsagnir bárust frá tíu opinberum aðilum og 96 til viðbótar, flestar frá einstaklingum. Ljóst er af umsögnunum að framkvæmdin er afar umdeild, ekki síst meðal íbúa á þeim svæðum sem munu verða fyrir áhrifum. Aukin umferð og aðför að náttúrulegum svæðum eru meðal þess sem fólk hefur áhyggjur af, auk áhrifa á loftgæði. Margir gera athugasemdir við að jarðgöng hafi ekki verið skoðuð af meiri alvöru og tekur Skipulagsstofnun undir þær og segir að við mat á umhverfisáhrifum sé Vegagerðin skyldug til að gera grein fyrir öllum valkostum sem hafa verið skoðaðir. „Í mörgum umsögnum er óskað eftir skoðun á fleiri jarðgangakostum, m.a. göngum alla leið, göngum milli Sæbrautar og Geldinganess, göngum milli Gufuness og Álfsness og sumir að botngöng verði skoðuð nánar. Vegagerðin hafnar þessum tillögum, m.a. með vísan í kostnað og markmið framkvæmdar. Skipulagsstofnun telur ljóst að jarðgöng myndu hafa mun minni áhrif á marga umhverfisþætti samanborið við veg á yfirborði. Því telur stofnunin mikilvægt að í umhverfismatsskýrslu verði gerð grein fyrir þeim valkostum sem hafa verið skoðaðir í umhverfismatsferlinu og færð skýr rök fyrir vali á framlögðum kostum og af hverju ekki var talin ástæða til að meta umhverfisáhrif annarra kosta,“ segir meðal annars í áliti Samgöngustofnunar. Aukinn umferðarþungi á Sæbraut verulegt áhyggjuefni Í álitinu er einnig komið inn á áhyggjur fólks vegna áhrifa Sundabrautar á umferð, ekki síst um Sæbraut. Sæbraut sé þegar teppt af umferð á vissum tímum flesta virka daga og tenging Sundabrautr við Sæbraut muni auka álagið enn frekar. Ekkert liggi fyrir um það hvernig auka eigi afkastagetu Sæbrautar og fyrirætluð byggðarþétting á aðlægum svæðum muni auka umferðarálagið enn frekar. Þá standi fleiri framkvæmdir fyrir dyrum á næstu árum, til að mynda við Borgarlínu, og reikna megi með miklum töfum á umferð vegna þessa. Vegagerðin segir að umferðargreining verði unnin og fjallað um hana í umhverfismatsskýrslu en Skipulagsstofnun segir um lykilatriði að ræða og að umferðargreining sé nauðsynleg forsenda framkvæmda. „Í umhverfismatsskýrslu þarf að fjalla ítarlega um og meta út frá skýrum forsendum áhrif Sundabrautar á umferð og umferðaröryggi á helstu stofnbrautum og hliðarvegum á áhrifasvæði hennar á framkvæmda- og rekstrartíma og bera saman við líklega þróun umferðar án Sundabrautar, þ.e. núllkost. Gera þarf grein fyrir áhrifum framkvæmdarinnar á heildarfjölda ekinna kílómetra og ferðatíma fyrir alla ferðamáta, þ.e. akandi, almenningssamgöngur, gangandi og hjólandi, og bera saman við núllkost. Við matið þarf m.a. að horfa til framtíðarþróunar byggðar á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi og samlegðaráhrifa á framkvæmdartíma með öðrum áformuðum framkvæmdum á stofnbrautum, s.s. Borgarlínu og vegstokki á Sæbraut.“ „Kann að hafa margvísleg neikvæð áhrif á íbúa“ Skipulagsstofnun tekur einnig undir umsagnir aðila á borð við Náttúrufræðistofnun Íslands um nauðsyn þess að kanna áhrif framkvæmdarinnar á dýralíf, gróðurfar og vistgerðir og jarðminjar. Þá kemur fram að nú þegar sé unnið að rannsóknum á aflögðum ruslahaug í Gufunesi, þar sem Umhverfisstofnun segir hættu á gasmengun og mengun grunn- og yfirborðsvatns. Loftgæði eru umsagnaraðilum einnig hugleikin en Umhverfisstofnun hefur meðal annars bent á að uppþyrlun jarðvegsryks gæti orðið veruleg á framkvæmdatímanum og haft talsverð áhrif í nærliggjandi íbúðahverfum. Bæði sé um að ræða óþægindi á borð við óhreinindi á bílum og mannvirkjum en einnig neikvæð heilsufarsleg áhrif. Í áliti Skipulagsstofuninar er einnig vikið að almennum áhrifum á samfélagið. „Skipulagsstofnun telur ljóst að Sundabraut kann að hafa margvísleg neikvæð áhrif á íbúa sem búa í næsta nágrenni við hana, bæði á fimm ára framkvæmdatíma sem og rekstrartíma. Stofnunin telur áhyggjur íbúa réttmætar og mikilvægt að umhverfismatið sé nýtt til þess að varpa ljósi á áhrif framkvæmdarinnar á íbúabyggð innan áhrifasvæðis Sundabrautar. Skipulagsstofnun tekur undir ábendingar Akraneskaupstaðar um að meta þurfi áhrif Sundabrautar á byggðaþróun norðan Hvalfjarðar. Telur stofnunin að hér sé um veigamikið atriði að ræða sem horfa þurfi til við mat á áhrifum framkvæmdarinnar á aðra umhverfisþætti, s.s. umferð og loftslag. Í umhverfismatsskýrslu þarf að fjalla um og meta áhrif allra valkosta, þ.m.t. núllkostar, á íbúabyggð á áhrifasvæði Sundabrautar og þróun hennar samkvæmt skipulagi, samgönguhætti og lífsgæði íbúa á framkvæmda- og rekstrartíma.“
Samgöngur Reykjavík Sundabraut Umferð Loftgæði Umhverfismál Vegagerð Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira