Bandaríkin höfða mál gegn Apple vegna einokunar Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2024 16:50 Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í dag. AP/Jose Luis Magana Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn Apple. Tæknirisinn er sakaður um að beita einokunarstöðu sinni á markaði snjallsíma til að koma í veg fyrir samkeppni. Þá hafi staða fyrirtækisins verði notuð til að halda aftur af samkeppni á hugbúnaðarmarkaði og draga úr notagildi annarra síma í samkeppni við iPhone. Forsvarsmenn fyrirtækisins eru þar að auki sakaðir um að gera notendum erfitt um vik með að færa sig yfir í snjalltæki frá öðrum fyrirtækjum. Málið var höfðað fyrir alríkisdómstól í New Jersey í Bandaríkjunum í dag. Þetta er í þriðja sinn sem dómsmálaráðuneytið höfðar mál gegn Apple frá 2009. „Neytendur eiga ekki að þurfa að greiða hærra verð því fyrirtæki brjóta lögin,“ sagði Merrick Garland, dómsmálaráðherra, í yfirlýsingu. Hann segir einokun Apple á bandarískum markaði hafa þýtt hærra verð, færri valkosti og verri síma fyrir neytendur. Þar að auki hafi hún valdið skorti á nýsköpun. Saksóknarar dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna hafa einni höfðað einokunarmál gegn Amazon, Google og Meta á undanförnum árum. Wall Street Journal segir forsvarsmenn Apple hafa heitið því að berjast af hörku gegn lögsókninni. Þeir segja lögsóknina ógna fyrirtækinu og þeim grunngildum sem aðskilji vörur Apple frá öðrum á markaði þar sem þeir segja mikla samkeppni ríkja. „Ef lögsóknin heppnast myndi hún koma niður á getu okkar til að skapa þá tækni sem fólk býst við af Apple, þar sem tækni, hugbúnaður og þjónusta mætast,“ sagði talsmaður fyrirtækisins. Hér að neðan má sjá blaðamannafund sem haldinn var í dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna í dag. Apple undir þrýstingi Á undanförnum mánuðum hefur þrýstingur á Apple aukist víðsvegar um heiminn vegna viðskiptahátta þess, stýrikerfisins sem fyrirtækið notar og aðgengi að því. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sektaði fyrirtækið nýverið um 270 milljarða á grundvelli einokunar þess á sviði tónlistarstreymis. Sjá einnig: Apple sektað um 270 milljarða af ESB Forsvarsmenn Apple hafa lengi varist ásökunum um að þeir komi í veg fyrir aðgengi annarra fyrirtækja að stýrikerfi þeirra á þá vegu að takmarkað aðgengi sé lykilatriði í því að koma í veg fyrir að vírusar og svikaforrit rati þar inn. Bandaríkin Apple Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Forsvarsmenn fyrirtækisins eru þar að auki sakaðir um að gera notendum erfitt um vik með að færa sig yfir í snjalltæki frá öðrum fyrirtækjum. Málið var höfðað fyrir alríkisdómstól í New Jersey í Bandaríkjunum í dag. Þetta er í þriðja sinn sem dómsmálaráðuneytið höfðar mál gegn Apple frá 2009. „Neytendur eiga ekki að þurfa að greiða hærra verð því fyrirtæki brjóta lögin,“ sagði Merrick Garland, dómsmálaráðherra, í yfirlýsingu. Hann segir einokun Apple á bandarískum markaði hafa þýtt hærra verð, færri valkosti og verri síma fyrir neytendur. Þar að auki hafi hún valdið skorti á nýsköpun. Saksóknarar dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna hafa einni höfðað einokunarmál gegn Amazon, Google og Meta á undanförnum árum. Wall Street Journal segir forsvarsmenn Apple hafa heitið því að berjast af hörku gegn lögsókninni. Þeir segja lögsóknina ógna fyrirtækinu og þeim grunngildum sem aðskilji vörur Apple frá öðrum á markaði þar sem þeir segja mikla samkeppni ríkja. „Ef lögsóknin heppnast myndi hún koma niður á getu okkar til að skapa þá tækni sem fólk býst við af Apple, þar sem tækni, hugbúnaður og þjónusta mætast,“ sagði talsmaður fyrirtækisins. Hér að neðan má sjá blaðamannafund sem haldinn var í dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna í dag. Apple undir þrýstingi Á undanförnum mánuðum hefur þrýstingur á Apple aukist víðsvegar um heiminn vegna viðskiptahátta þess, stýrikerfisins sem fyrirtækið notar og aðgengi að því. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sektaði fyrirtækið nýverið um 270 milljarða á grundvelli einokunar þess á sviði tónlistarstreymis. Sjá einnig: Apple sektað um 270 milljarða af ESB Forsvarsmenn Apple hafa lengi varist ásökunum um að þeir komi í veg fyrir aðgengi annarra fyrirtækja að stýrikerfi þeirra á þá vegu að takmarkað aðgengi sé lykilatriði í því að koma í veg fyrir að vírusar og svikaforrit rati þar inn.
Bandaríkin Apple Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira