Eru aðgangs- og öryggismál í fjölbýlishúsum í molum? Daníel Árnason skrifar 21. mars 2024 11:30 Það vakti athygli mína á dögunum að í frétt í Morgunblaðinu ráðlagði lögreglan íbúum í fjölbýlishúsum að huga vel að læsingum á geymslum og velja sér aðra staði til að geyma verðmæti. Það hlýtur að vera vond tilfinning að geta ekki geymt muni sína í eigin geymslu! Í lögum um fjöleignarhús er ekki minnst á öryggi eða aðgangsmál í fjöleignarhúsum. Hlutverk og tilgangur húsfélags er m.a. varðveisla sameignar og að stuðla að því að hagnýting séreignar og sameignar sé ávallt með eðlilegum hætti. Undir ábyrgðarsvið húsfélags falla því sameignarrými innanhúss, tæknirými, s.s. hitakerfi, rafkerfi og fjarskiptakerfi og einnig lóð og bílastæði. Heimilið er griðastaður Í tölfræði frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að skráð innbrot í hverjum mánuði eru að jafnaði 20 - 60 talsins. Innbrot eru því miður allt of algeng og þau sem fyrir því verða fyllast bæði ónotatilfinningu og óöryggi. Við vitum líka að sú röskun sem fylgir innbrotum hefur slæm áhrif á andlega heilsu margra. Með breyttri samfélagsgerð, vaxandi fjölda íbúða í fjölbýli og ólíkri flóru eigenda, er nauðsynlegt að gera ráðstafanir sem tryggja varðveislu eigna og öryggi íbúa. Reynslan sýnir að helstu innbrotaleiðir í fjölbýlishús eru bílageymslur, gluggar og sameignarhurðir. Á fjölmörgum aðalfundum húsfélaga sem eru í þjónustu hjá okkur, ekki síst í nýlegum húsum, kemur þessi umræða upp. Hverjir eru með lykla að sameigninni? Er til yfirlit yfir lykla í umferð? Hvaða lausnir eru í boði? Við vitum að í meðalstóru fjöleignarhúsi er fjöldi fólks með aðgang eða lykil að sameignarrýmum. Það er hins vegar undir hælinn lagt hvort haldin er örugg skrá yfir aðgangslykla í umferð og þá sem hafa aðgangslykil eða annað auðkenni. Aðgangs- og öryggismál komin á dagskrá Hjá fyrirtækjum og stofnunum eru aðgangs- og öryggismál í vaxandi mæli sett í forgang vegna hættu á umgangi óviðkomandi eða óboðinna gesta. Vaxandi fjöldi húsfélaga hefur einnig sett aðgangs- og öryggismál á dagskrá og jafnvel fjárfest í dýrum búnaði. Það er töluvert um að húsfélög leiti til okkar um aðstoð við umsjón og rekstur slíkra kerfa sem eru flókin; bæði í samanburði tilboða, uppsetningu og ekki síður í umsjón og rekstri. Það þarf að ramma þetta ferli vel inn ef húsfélög vilja feta þessa leið. Við bjóðum hlutlausa úttekt og skýrslu, ásamt verðkönnun og eftirliti með uppsetningu, sem og rekstur og umsjón, ef húsfélög vilja fara alla leið í þessum málum og nýta sér faglega ráðgjöf og traust utanumhald. Höfundur er framkvæmdastjóri Eignaumsjónar hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það vakti athygli mína á dögunum að í frétt í Morgunblaðinu ráðlagði lögreglan íbúum í fjölbýlishúsum að huga vel að læsingum á geymslum og velja sér aðra staði til að geyma verðmæti. Það hlýtur að vera vond tilfinning að geta ekki geymt muni sína í eigin geymslu! Í lögum um fjöleignarhús er ekki minnst á öryggi eða aðgangsmál í fjöleignarhúsum. Hlutverk og tilgangur húsfélags er m.a. varðveisla sameignar og að stuðla að því að hagnýting séreignar og sameignar sé ávallt með eðlilegum hætti. Undir ábyrgðarsvið húsfélags falla því sameignarrými innanhúss, tæknirými, s.s. hitakerfi, rafkerfi og fjarskiptakerfi og einnig lóð og bílastæði. Heimilið er griðastaður Í tölfræði frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að skráð innbrot í hverjum mánuði eru að jafnaði 20 - 60 talsins. Innbrot eru því miður allt of algeng og þau sem fyrir því verða fyllast bæði ónotatilfinningu og óöryggi. Við vitum líka að sú röskun sem fylgir innbrotum hefur slæm áhrif á andlega heilsu margra. Með breyttri samfélagsgerð, vaxandi fjölda íbúða í fjölbýli og ólíkri flóru eigenda, er nauðsynlegt að gera ráðstafanir sem tryggja varðveislu eigna og öryggi íbúa. Reynslan sýnir að helstu innbrotaleiðir í fjölbýlishús eru bílageymslur, gluggar og sameignarhurðir. Á fjölmörgum aðalfundum húsfélaga sem eru í þjónustu hjá okkur, ekki síst í nýlegum húsum, kemur þessi umræða upp. Hverjir eru með lykla að sameigninni? Er til yfirlit yfir lykla í umferð? Hvaða lausnir eru í boði? Við vitum að í meðalstóru fjöleignarhúsi er fjöldi fólks með aðgang eða lykil að sameignarrýmum. Það er hins vegar undir hælinn lagt hvort haldin er örugg skrá yfir aðgangslykla í umferð og þá sem hafa aðgangslykil eða annað auðkenni. Aðgangs- og öryggismál komin á dagskrá Hjá fyrirtækjum og stofnunum eru aðgangs- og öryggismál í vaxandi mæli sett í forgang vegna hættu á umgangi óviðkomandi eða óboðinna gesta. Vaxandi fjöldi húsfélaga hefur einnig sett aðgangs- og öryggismál á dagskrá og jafnvel fjárfest í dýrum búnaði. Það er töluvert um að húsfélög leiti til okkar um aðstoð við umsjón og rekstur slíkra kerfa sem eru flókin; bæði í samanburði tilboða, uppsetningu og ekki síður í umsjón og rekstri. Það þarf að ramma þetta ferli vel inn ef húsfélög vilja feta þessa leið. Við bjóðum hlutlausa úttekt og skýrslu, ásamt verðkönnun og eftirliti með uppsetningu, sem og rekstur og umsjón, ef húsfélög vilja fara alla leið í þessum málum og nýta sér faglega ráðgjöf og traust utanumhald. Höfundur er framkvæmdastjóri Eignaumsjónar hf.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun