Að gefnu tilefni vegna ummæla bæjarfulltrúa D-listans í Hveragerði Geir Sveinsson skrifar 21. mars 2024 10:54 Ummæli bæjarfulltrúa minnihlutans í Hveragerði í fjölmiðlum í gær koma lítið á óvart enda algjörlega í takt við þá kjallarapólitík sem minnihluti D lista hefur stundað á þessu kjörtímabili; að sparka í starfsfólk bæjarins, afvegaleiða alla umræðu, halda ósannindum fram gagnvart bæjarbúum, brjóta trúnað, axla ekki ábyrgð á sínum fyrri kostnaðarsömu mistökum, vinna gegn hagsmunum bæjarbúa og hafa málefnalega nákvæmlega ekkert fram að færa annað en leiðindi. Eins og einn kollegi minn orðaði það svo réttilega í bréfi til mín í kjölfar þessara ummæla: ‚‚Ég sendi þér þessar línur þar sem ég hef hugsað mikið til þín í dag. Það er með hreinum ólíkindum að lesa ákveðin ummæli í fjölmiðlum eftir starfslok þín. Slík ummæli gefa mér sterka vísbendingu um eitrað umhverfi - og slíkt umhverfi er ekki eftirsóknarvert, og þaðan af síður nærandi fyrir okkur!‘‘ Það tekur greinilega á, eftir 16 ár við völd, að upplifa þann veruleika að vera ekki lengur við stjórn og eina sem þau geta og kunna er að “bullíast” í fólki með von um að það komi þeim aftur til valda, næst þegar verður kosið. En megi ég ráðleggja bæjarbúum Hveragerðis eitthvað, þá er það að eyða ekki atkvæði sínu á D-listann með þetta fólk um borð, það er einfaldlega ekki þess virði. Bæjarfulltrúi minnihlutans hefur áhyggjur af kostnaði við starfslok mín, sem eru fullkomlega eðlileg starfslok. Sama er ekki hægt að segja um starfslok forvera míns í stóli bæjarstjóra Hveragerðis og hefði bæjarfulltrúanum verið nær að hafa áhyggjur af starfslokum hans 2022 en þau starfslok kostuðu bæinn margfalt meira en mín starfslok munu kosta Hveragerðisbæ, starfslok sem bæjarfulltrúinn sjálfur gerði samning um og samþykkti í bæjarstjórn á sínum tíma. Gríðarlega mörg aðkallandi verkefni biðu mín og nýs meirihluta þegar ég tók við sem bæjarstjóri og staðreyndin er að aldrei nokkurn tímann í sögu Hveragerðisbæjar hefur jafn mikið verið gert á eins skömmum tíma. Stækkun grunnskólans í Hveraðgerði er hafin og verður lokið að mestu um næstu áramót. Stækkun leikskólans Óskalands um 4 deildir er farin af stað. Við fengum aðgerðar- og metnaðarleysi minnihlutans í fráveitumálum bæjarins sl.10 ár í fangið sem mun m.a. kosta Hveragerðisbúa 50 milljónir í skaðabætur til Veiðifélagsins í Varmá. Ekki gengur að vera með einhvern bútasaum og redda málum fyrir horn heldur þarf að vanda mjög vel til verks hvaða leið á að fara til að leysa þessi mál til framtíðar. Sú vinna er hafin, verkáætlun komin og höfum við núna sett 500 milljónir kr. í verkefnið næstu þrjú ár. Samningur um Árhólma voru kláraðir en hann mun skila bænum hundruð milljóna króna á næstu árum. Þessi samningur felur í sér meiriháttar uppbyggingu í dalnum fyrir ofan Hveragerði, m.a. náttúrulaugar og aðstöðu til afþreyingar og útivistar ásamt fjölbreyttum gistimöguleikum. Nýtt og endurbætt skipurit bæjarins hefur litið dagsins ljós og frábær stefnumótun bæjarins sem Heilsueflandi samfélag til næstu ára unnin og kynnt. Heilt fræðslu- og velferðarsvið Hveragerðis var stofnað og komið af stað með 15 öfluga starfsmenn um borð. Undirbúningur og hönnun gervigrasvallar er komin af stað og er áætlað að hann verði tekinn í notkun seinnipart þessa árs og stækkun íþróttahússins hefur verið hönnuð og er komin í deiliskipulagsferli. Við tókum í gegn og endurskoðuðum samþykktir um stjórn bæjararins og sömuleiðis ný erindisbréf fyrir nefndir bæjarins. Ný sorphirða hefur verið innleidd. Aðalskipulagsvinna bæjarins er i gangi og stór uppbyggingarverkefni í sveitarfélaginu komin af stað, svo sem hótel- og íbúðauppbygging til að mæta ört stækkandi íbúafjölda. Þetta er bara hluti þeirra verkefna sem hafa verið unnin á síðustu misserum og hafa síðustu tvö ár því svo sannarlega verið mjög viðburðarík og gríðarlega mikil vinna farið fram. Hveragerði er yndislegur bær með mikla möguleika og það hafa verið forréttindi að vinna þar með frábæru starfsfólki bæjarins og án þeirra hefði okkur ekki tekist að koma jafn miklu í verk og raun ber vitni. Ég hefði að sjálfsögðu kosið að klára alla þá vinnu sem hafin var en ég og fulltrúar meirihlutans höfðum ólíka sýn á mitt hlutverk sem bæjarstjóra sem ráðnum framkvæmdastjóra bæjarfélagsins. Þetta skref var því það besta í stöðunni og í raun léttir að komast út úr því eitraða umhverfi sem minnihlutanum hefur tekist að skapa. Ég óska meirihlutanum og starfsfólki bæjarins áfram alls hins besta og velfarnaðar í komandi verkefnum. Höfundur er fráfarandi bæjastjóri Hveragerðisbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Ljóst að hann réð ekki við verkefnið“ Eyþór H. Ólafsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði, segir að ákvörðun meirihluta bæjarstjórar að semja við Geir Sveinsson bæjarstjóra um starfslok hafa komið sér nokkuð á óvart. Þó hafi verið ljóst um nokkurt skeið hvert stefndi. Fulltrúar meirihlutans munu ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum bæjarstjórnarfundi á föstudag. 20. mars 2024 10:37 Segir fulltrúa minnihlutans vega illa að Geir Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðis, er ekki par sáttur við orð bæjarfulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn um að ljóst væri að Geir Sveinsson hafi ekki ráðið við embætti bæjarstjóra. 20. mars 2024 12:55 Geir hættir sem bæjarstjóri Hveragerðis Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar og Geir Sveinsson bæjarstjóri hafa náð samkomulagi um starfslok Geirs. 20. mars 2024 09:53 Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Ummæli bæjarfulltrúa minnihlutans í Hveragerði í fjölmiðlum í gær koma lítið á óvart enda algjörlega í takt við þá kjallarapólitík sem minnihluti D lista hefur stundað á þessu kjörtímabili; að sparka í starfsfólk bæjarins, afvegaleiða alla umræðu, halda ósannindum fram gagnvart bæjarbúum, brjóta trúnað, axla ekki ábyrgð á sínum fyrri kostnaðarsömu mistökum, vinna gegn hagsmunum bæjarbúa og hafa málefnalega nákvæmlega ekkert fram að færa annað en leiðindi. Eins og einn kollegi minn orðaði það svo réttilega í bréfi til mín í kjölfar þessara ummæla: ‚‚Ég sendi þér þessar línur þar sem ég hef hugsað mikið til þín í dag. Það er með hreinum ólíkindum að lesa ákveðin ummæli í fjölmiðlum eftir starfslok þín. Slík ummæli gefa mér sterka vísbendingu um eitrað umhverfi - og slíkt umhverfi er ekki eftirsóknarvert, og þaðan af síður nærandi fyrir okkur!‘‘ Það tekur greinilega á, eftir 16 ár við völd, að upplifa þann veruleika að vera ekki lengur við stjórn og eina sem þau geta og kunna er að “bullíast” í fólki með von um að það komi þeim aftur til valda, næst þegar verður kosið. En megi ég ráðleggja bæjarbúum Hveragerðis eitthvað, þá er það að eyða ekki atkvæði sínu á D-listann með þetta fólk um borð, það er einfaldlega ekki þess virði. Bæjarfulltrúi minnihlutans hefur áhyggjur af kostnaði við starfslok mín, sem eru fullkomlega eðlileg starfslok. Sama er ekki hægt að segja um starfslok forvera míns í stóli bæjarstjóra Hveragerðis og hefði bæjarfulltrúanum verið nær að hafa áhyggjur af starfslokum hans 2022 en þau starfslok kostuðu bæinn margfalt meira en mín starfslok munu kosta Hveragerðisbæ, starfslok sem bæjarfulltrúinn sjálfur gerði samning um og samþykkti í bæjarstjórn á sínum tíma. Gríðarlega mörg aðkallandi verkefni biðu mín og nýs meirihluta þegar ég tók við sem bæjarstjóri og staðreyndin er að aldrei nokkurn tímann í sögu Hveragerðisbæjar hefur jafn mikið verið gert á eins skömmum tíma. Stækkun grunnskólans í Hveraðgerði er hafin og verður lokið að mestu um næstu áramót. Stækkun leikskólans Óskalands um 4 deildir er farin af stað. Við fengum aðgerðar- og metnaðarleysi minnihlutans í fráveitumálum bæjarins sl.10 ár í fangið sem mun m.a. kosta Hveragerðisbúa 50 milljónir í skaðabætur til Veiðifélagsins í Varmá. Ekki gengur að vera með einhvern bútasaum og redda málum fyrir horn heldur þarf að vanda mjög vel til verks hvaða leið á að fara til að leysa þessi mál til framtíðar. Sú vinna er hafin, verkáætlun komin og höfum við núna sett 500 milljónir kr. í verkefnið næstu þrjú ár. Samningur um Árhólma voru kláraðir en hann mun skila bænum hundruð milljóna króna á næstu árum. Þessi samningur felur í sér meiriháttar uppbyggingu í dalnum fyrir ofan Hveragerði, m.a. náttúrulaugar og aðstöðu til afþreyingar og útivistar ásamt fjölbreyttum gistimöguleikum. Nýtt og endurbætt skipurit bæjarins hefur litið dagsins ljós og frábær stefnumótun bæjarins sem Heilsueflandi samfélag til næstu ára unnin og kynnt. Heilt fræðslu- og velferðarsvið Hveragerðis var stofnað og komið af stað með 15 öfluga starfsmenn um borð. Undirbúningur og hönnun gervigrasvallar er komin af stað og er áætlað að hann verði tekinn í notkun seinnipart þessa árs og stækkun íþróttahússins hefur verið hönnuð og er komin í deiliskipulagsferli. Við tókum í gegn og endurskoðuðum samþykktir um stjórn bæjararins og sömuleiðis ný erindisbréf fyrir nefndir bæjarins. Ný sorphirða hefur verið innleidd. Aðalskipulagsvinna bæjarins er i gangi og stór uppbyggingarverkefni í sveitarfélaginu komin af stað, svo sem hótel- og íbúðauppbygging til að mæta ört stækkandi íbúafjölda. Þetta er bara hluti þeirra verkefna sem hafa verið unnin á síðustu misserum og hafa síðustu tvö ár því svo sannarlega verið mjög viðburðarík og gríðarlega mikil vinna farið fram. Hveragerði er yndislegur bær með mikla möguleika og það hafa verið forréttindi að vinna þar með frábæru starfsfólki bæjarins og án þeirra hefði okkur ekki tekist að koma jafn miklu í verk og raun ber vitni. Ég hefði að sjálfsögðu kosið að klára alla þá vinnu sem hafin var en ég og fulltrúar meirihlutans höfðum ólíka sýn á mitt hlutverk sem bæjarstjóra sem ráðnum framkvæmdastjóra bæjarfélagsins. Þetta skref var því það besta í stöðunni og í raun léttir að komast út úr því eitraða umhverfi sem minnihlutanum hefur tekist að skapa. Ég óska meirihlutanum og starfsfólki bæjarins áfram alls hins besta og velfarnaðar í komandi verkefnum. Höfundur er fráfarandi bæjastjóri Hveragerðisbæjar.
„Ljóst að hann réð ekki við verkefnið“ Eyþór H. Ólafsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði, segir að ákvörðun meirihluta bæjarstjórar að semja við Geir Sveinsson bæjarstjóra um starfslok hafa komið sér nokkuð á óvart. Þó hafi verið ljóst um nokkurt skeið hvert stefndi. Fulltrúar meirihlutans munu ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum bæjarstjórnarfundi á föstudag. 20. mars 2024 10:37
Segir fulltrúa minnihlutans vega illa að Geir Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðis, er ekki par sáttur við orð bæjarfulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn um að ljóst væri að Geir Sveinsson hafi ekki ráðið við embætti bæjarstjóra. 20. mars 2024 12:55
Geir hættir sem bæjarstjóri Hveragerðis Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar og Geir Sveinsson bæjarstjóri hafa náð samkomulagi um starfslok Geirs. 20. mars 2024 09:53
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun