Börn drepa dýr með teygjubyssum og deila myndefni á WhatsApp Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. mars 2024 08:41 Mynd af teygjubyssu og dauðum íkorna, sem deilt var í einum af hópunum. Sky News Rannsókn Sky News hefur varpað ljósi á hópa á samskiptamiðlinum WhatsApp þar sem um 500 einstaklingar á Bretlandseyjum, aðallega ungmenni, deilir myndum og myndskeiðum þar sem dýr eru skotin, særð og drepin með teygjubyssum. Sum myndskeiðin sýna dýrin heyja langt dauðastríð en á öðrm má sjá fólk misþyrma dýrunum eftir að hafa skotið þau, þangað til þau drepast. Þá stilla sumir sér upp með hræjum dýranna. Bresku dýraverndarsamtökin RSPCA segja myndefnið hryllilegt en um sé að ræða nýtt „trend“. Samkvæmt Sky News hefur málið orðið til þess að kallað hefur verið eftir því að teygjubyssur verði gerðar ólöglegar. Meðal þeirra dýrategunda sem hafa orðið fyrir barðinu á hópnum eru íkornar, refir, grísir og fuglar á borð við dúfur, endur og gæsir. Sky News hefur eftir talsmönnum einna dýraverndarsamtaka að veruleg aukning hafi orðið á dýrum sem hafa verið særð með teygjubyssum. Haft er eftir sjálfboðaliðanum Danni Rogers að sárin séu ljót og oftast á höfði eða hálsi fuglanna, sem sé til marks um að ætlunin hafi verið að drepa dýrin. Skotfærin eru oft rær úr stáli og á röntgenmyndum má sjá þær í skrokk dýranna, meðal brotinna beina. Í frétt um málið á vef Sky News má finna nokkrar af þeim myndum sem hefur verið deilt í WhatsApp hópunum og er óhætt að segja að þær séu mjög óhugnanlegar. Þá er einu myndskeiðanna lýst, þar sem barn stendur yfir dádýri þar sem það liggur og kippist til á jörðinni, með alvarlega höfuðáverka. Barnið sparkar svo í dýrið. Samkvæmt umfjöllun miðilsins virðast börn á grunnskólaaldri vera meðlimir í umræddum hópum. Metro hefur einnig fjallað um málið en benti á það í tengslum við aðra frétt, þar sem sagði frá níu ára dreng í Hollandi sem lagði leið sína í húsdýragarð og kyrkti þar níu kanínur og tvo naggrísi til dauða. Hér má finna frétt Sky News en við vörum við myndefninu í fréttinni. Bretland Dýr Börn og uppeldi Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Sum myndskeiðin sýna dýrin heyja langt dauðastríð en á öðrm má sjá fólk misþyrma dýrunum eftir að hafa skotið þau, þangað til þau drepast. Þá stilla sumir sér upp með hræjum dýranna. Bresku dýraverndarsamtökin RSPCA segja myndefnið hryllilegt en um sé að ræða nýtt „trend“. Samkvæmt Sky News hefur málið orðið til þess að kallað hefur verið eftir því að teygjubyssur verði gerðar ólöglegar. Meðal þeirra dýrategunda sem hafa orðið fyrir barðinu á hópnum eru íkornar, refir, grísir og fuglar á borð við dúfur, endur og gæsir. Sky News hefur eftir talsmönnum einna dýraverndarsamtaka að veruleg aukning hafi orðið á dýrum sem hafa verið særð með teygjubyssum. Haft er eftir sjálfboðaliðanum Danni Rogers að sárin séu ljót og oftast á höfði eða hálsi fuglanna, sem sé til marks um að ætlunin hafi verið að drepa dýrin. Skotfærin eru oft rær úr stáli og á röntgenmyndum má sjá þær í skrokk dýranna, meðal brotinna beina. Í frétt um málið á vef Sky News má finna nokkrar af þeim myndum sem hefur verið deilt í WhatsApp hópunum og er óhætt að segja að þær séu mjög óhugnanlegar. Þá er einu myndskeiðanna lýst, þar sem barn stendur yfir dádýri þar sem það liggur og kippist til á jörðinni, með alvarlega höfuðáverka. Barnið sparkar svo í dýrið. Samkvæmt umfjöllun miðilsins virðast börn á grunnskólaaldri vera meðlimir í umræddum hópum. Metro hefur einnig fjallað um málið en benti á það í tengslum við aðra frétt, þar sem sagði frá níu ára dreng í Hollandi sem lagði leið sína í húsdýragarð og kyrkti þar níu kanínur og tvo naggrísi til dauða. Hér má finna frétt Sky News en við vörum við myndefninu í fréttinni.
Bretland Dýr Börn og uppeldi Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira