Bankasýslan og Samfylkingin Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 20. mars 2024 13:00 Í Kastljósþætti þann 19. mars gerði Kristrún Frostadóttir miklar athugasemdir við það að Bankasýsla ríkisins sem norræna velferðarstjórnin kom á laggirnar til að annast umsýslu og sölu þeirra eigna ríkisins í fjármálafyritækjum, væri enn starfandi. Enda hafi bankasýslan átt að ljúka störfum árið 2015, samkvæmt áætlun norrænu velferðarstjórnarinnar. Það er hins vegar ekki hægt að halda því fram, að Samfylkingin hafi á sínum tíma, þegar hún var í stjórn, verið að vinna að því takmarki að hægt væri að loka Bankasýslu ríkisins árið 2015. Til þess að það hefði verið hægt, hefði þurft að vera búið að semja við kröfuhafa föllnu bankanna, á kjörtímabili ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna 2009-2013 og hefja söluferli á að minnsta kosti einum banka sem var fangi ríkisins. Það var auðvitað ekki gert og er líftími bankasýslunnar af þeim sökum og annarra orðinn allt of langur. Þegar Bjarni Benediktsson stígur fyrst fæti inn í Fjármálaráðuneytið vorið 2013, er staðan gagnvart kröfuhöfunum sú, að eina tillagan sem liggur á borðinu í ráðuneytinu, er að hleypa kröfuhöfunum út og að íslenska ríkið tæki lán hjá Seðlabanka Evrópu til að "endurheimta" þann mikla gjaldeyri sem hyrfi út landi við það að hleypa kröfuhöfunum úr landi með eigur sínar. Hefur það plan þó væntanlega hangið á því að aðild að ESB væri á næstu grösum. Draumurinn um ESB-aðild var hins vegar löngu dauður. Hann dó árið 2011, ef ekki fyrr. Án aðildar að ESB, hefði sú leið sem norræna velferðarstjórnin skildi eftir í púkkinu, gert það að verkum að gjaldeyrishöft yrðu fest hér í sessi um ókomna framtíð og að ríkissjóður sæti enn uppi með það tjón sem varð í bankahruninu. Það sjá það því allir að Samfylkingin var búin að gefast upp á verkefninu, sem var að búa svo um hnúta, að hægt yrði að loka bankasýslunni á tilsettum tíma. En Samfylkingin fór jú með Fjármálaráðuneytið síðustu misseri norrænu velferðarstjórnarinnar. Það var hins vegar ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, sem tók við vorið 2013, sem tókst með elju og útstjórnarsemi að semja við kröfuhafa föllnu bankanna á afar hagfeldan hátt. Það hagfeldan að ríkissjóður fékk til baka meira en hann hafði lagt þrotabúum föllnu bankanna til og það útstreymi gjaldeyris sem orðið hefði með leið Samfylkingarnar varð að engu. Var í kjölfarið hægt að létta af gjaldeyrishöftum og greiða duglega niður skuldir ríkissjóðs og lækka þar með verulega vaxtakostnað hans og hafa í framtíðinni meira handbært fé til ýmissa málaflokka sem hin norræna velferðarstjórn hafði vanrækt og svelt með kolrangri forgangsröðun fjármuna ríkisins. Er ég þar að tala um málaflokka eins og heilbrigðismál, samgöngumál, menntamál og allt það ríkissjóður alla jafna stendur og á að standa undir. Það hefur hins vegar verið afar þungt í þeim ríkisstjórnum sem að starfað hafa hér frá 2016-17 til dagsins í dag, að hrinda af stað söluferlum á fjármálafyrirtækjum í ríkiseigu og gera þar með Bankasýslu ríkisins óþarfa. Þó hefur tekist að selja 13% hlut ríkisins í Arion banka og söluferli Íslandsbanka lýkur vonandi á næsta eða þarnæsta ári. Þá hlýtur í framtíðinni að verða tekin ákvörðum framtíð eignarhalds ríkissjóðs á Landsbankanum og hvort það verði, muni ríkið áfram eiga Landsbankann svo til allan, eins og er í dag eða selja hluta hans, áfram í gegnum Bankasýslu ríkisins eða með öðrum hætti. Hvort að Samfylkingin taki þátt í þeirri vegferð, skal ósagt látið. Enda virðist málaefnavinna og stefnumótun þess flokks og reyndar velflestra hinna stjórnarandstöðuflokkanna, liggja í því hvað eyru þeirra nema í misígrundaðri þjóðfélagsumræðu hverju sinni. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Sjá meira
Í Kastljósþætti þann 19. mars gerði Kristrún Frostadóttir miklar athugasemdir við það að Bankasýsla ríkisins sem norræna velferðarstjórnin kom á laggirnar til að annast umsýslu og sölu þeirra eigna ríkisins í fjármálafyritækjum, væri enn starfandi. Enda hafi bankasýslan átt að ljúka störfum árið 2015, samkvæmt áætlun norrænu velferðarstjórnarinnar. Það er hins vegar ekki hægt að halda því fram, að Samfylkingin hafi á sínum tíma, þegar hún var í stjórn, verið að vinna að því takmarki að hægt væri að loka Bankasýslu ríkisins árið 2015. Til þess að það hefði verið hægt, hefði þurft að vera búið að semja við kröfuhafa föllnu bankanna, á kjörtímabili ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna 2009-2013 og hefja söluferli á að minnsta kosti einum banka sem var fangi ríkisins. Það var auðvitað ekki gert og er líftími bankasýslunnar af þeim sökum og annarra orðinn allt of langur. Þegar Bjarni Benediktsson stígur fyrst fæti inn í Fjármálaráðuneytið vorið 2013, er staðan gagnvart kröfuhöfunum sú, að eina tillagan sem liggur á borðinu í ráðuneytinu, er að hleypa kröfuhöfunum út og að íslenska ríkið tæki lán hjá Seðlabanka Evrópu til að "endurheimta" þann mikla gjaldeyri sem hyrfi út landi við það að hleypa kröfuhöfunum úr landi með eigur sínar. Hefur það plan þó væntanlega hangið á því að aðild að ESB væri á næstu grösum. Draumurinn um ESB-aðild var hins vegar löngu dauður. Hann dó árið 2011, ef ekki fyrr. Án aðildar að ESB, hefði sú leið sem norræna velferðarstjórnin skildi eftir í púkkinu, gert það að verkum að gjaldeyrishöft yrðu fest hér í sessi um ókomna framtíð og að ríkissjóður sæti enn uppi með það tjón sem varð í bankahruninu. Það sjá það því allir að Samfylkingin var búin að gefast upp á verkefninu, sem var að búa svo um hnúta, að hægt yrði að loka bankasýslunni á tilsettum tíma. En Samfylkingin fór jú með Fjármálaráðuneytið síðustu misseri norrænu velferðarstjórnarinnar. Það var hins vegar ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, sem tók við vorið 2013, sem tókst með elju og útstjórnarsemi að semja við kröfuhafa föllnu bankanna á afar hagfeldan hátt. Það hagfeldan að ríkissjóður fékk til baka meira en hann hafði lagt þrotabúum föllnu bankanna til og það útstreymi gjaldeyris sem orðið hefði með leið Samfylkingarnar varð að engu. Var í kjölfarið hægt að létta af gjaldeyrishöftum og greiða duglega niður skuldir ríkissjóðs og lækka þar með verulega vaxtakostnað hans og hafa í framtíðinni meira handbært fé til ýmissa málaflokka sem hin norræna velferðarstjórn hafði vanrækt og svelt með kolrangri forgangsröðun fjármuna ríkisins. Er ég þar að tala um málaflokka eins og heilbrigðismál, samgöngumál, menntamál og allt það ríkissjóður alla jafna stendur og á að standa undir. Það hefur hins vegar verið afar þungt í þeim ríkisstjórnum sem að starfað hafa hér frá 2016-17 til dagsins í dag, að hrinda af stað söluferlum á fjármálafyrirtækjum í ríkiseigu og gera þar með Bankasýslu ríkisins óþarfa. Þó hefur tekist að selja 13% hlut ríkisins í Arion banka og söluferli Íslandsbanka lýkur vonandi á næsta eða þarnæsta ári. Þá hlýtur í framtíðinni að verða tekin ákvörðum framtíð eignarhalds ríkissjóðs á Landsbankanum og hvort það verði, muni ríkið áfram eiga Landsbankann svo til allan, eins og er í dag eða selja hluta hans, áfram í gegnum Bankasýslu ríkisins eða með öðrum hætti. Hvort að Samfylkingin taki þátt í þeirri vegferð, skal ósagt látið. Enda virðist málaefnavinna og stefnumótun þess flokks og reyndar velflestra hinna stjórnarandstöðuflokkanna, liggja í því hvað eyru þeirra nema í misígrundaðri þjóðfélagsumræðu hverju sinni. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun