Bankasýslan og Samfylkingin Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 20. mars 2024 13:00 Í Kastljósþætti þann 19. mars gerði Kristrún Frostadóttir miklar athugasemdir við það að Bankasýsla ríkisins sem norræna velferðarstjórnin kom á laggirnar til að annast umsýslu og sölu þeirra eigna ríkisins í fjármálafyritækjum, væri enn starfandi. Enda hafi bankasýslan átt að ljúka störfum árið 2015, samkvæmt áætlun norrænu velferðarstjórnarinnar. Það er hins vegar ekki hægt að halda því fram, að Samfylkingin hafi á sínum tíma, þegar hún var í stjórn, verið að vinna að því takmarki að hægt væri að loka Bankasýslu ríkisins árið 2015. Til þess að það hefði verið hægt, hefði þurft að vera búið að semja við kröfuhafa föllnu bankanna, á kjörtímabili ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna 2009-2013 og hefja söluferli á að minnsta kosti einum banka sem var fangi ríkisins. Það var auðvitað ekki gert og er líftími bankasýslunnar af þeim sökum og annarra orðinn allt of langur. Þegar Bjarni Benediktsson stígur fyrst fæti inn í Fjármálaráðuneytið vorið 2013, er staðan gagnvart kröfuhöfunum sú, að eina tillagan sem liggur á borðinu í ráðuneytinu, er að hleypa kröfuhöfunum út og að íslenska ríkið tæki lán hjá Seðlabanka Evrópu til að "endurheimta" þann mikla gjaldeyri sem hyrfi út landi við það að hleypa kröfuhöfunum úr landi með eigur sínar. Hefur það plan þó væntanlega hangið á því að aðild að ESB væri á næstu grösum. Draumurinn um ESB-aðild var hins vegar löngu dauður. Hann dó árið 2011, ef ekki fyrr. Án aðildar að ESB, hefði sú leið sem norræna velferðarstjórnin skildi eftir í púkkinu, gert það að verkum að gjaldeyrishöft yrðu fest hér í sessi um ókomna framtíð og að ríkissjóður sæti enn uppi með það tjón sem varð í bankahruninu. Það sjá það því allir að Samfylkingin var búin að gefast upp á verkefninu, sem var að búa svo um hnúta, að hægt yrði að loka bankasýslunni á tilsettum tíma. En Samfylkingin fór jú með Fjármálaráðuneytið síðustu misseri norrænu velferðarstjórnarinnar. Það var hins vegar ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, sem tók við vorið 2013, sem tókst með elju og útstjórnarsemi að semja við kröfuhafa föllnu bankanna á afar hagfeldan hátt. Það hagfeldan að ríkissjóður fékk til baka meira en hann hafði lagt þrotabúum föllnu bankanna til og það útstreymi gjaldeyris sem orðið hefði með leið Samfylkingarnar varð að engu. Var í kjölfarið hægt að létta af gjaldeyrishöftum og greiða duglega niður skuldir ríkissjóðs og lækka þar með verulega vaxtakostnað hans og hafa í framtíðinni meira handbært fé til ýmissa málaflokka sem hin norræna velferðarstjórn hafði vanrækt og svelt með kolrangri forgangsröðun fjármuna ríkisins. Er ég þar að tala um málaflokka eins og heilbrigðismál, samgöngumál, menntamál og allt það ríkissjóður alla jafna stendur og á að standa undir. Það hefur hins vegar verið afar þungt í þeim ríkisstjórnum sem að starfað hafa hér frá 2016-17 til dagsins í dag, að hrinda af stað söluferlum á fjármálafyrirtækjum í ríkiseigu og gera þar með Bankasýslu ríkisins óþarfa. Þó hefur tekist að selja 13% hlut ríkisins í Arion banka og söluferli Íslandsbanka lýkur vonandi á næsta eða þarnæsta ári. Þá hlýtur í framtíðinni að verða tekin ákvörðum framtíð eignarhalds ríkissjóðs á Landsbankanum og hvort það verði, muni ríkið áfram eiga Landsbankann svo til allan, eins og er í dag eða selja hluta hans, áfram í gegnum Bankasýslu ríkisins eða með öðrum hætti. Hvort að Samfylkingin taki þátt í þeirri vegferð, skal ósagt látið. Enda virðist málaefnavinna og stefnumótun þess flokks og reyndar velflestra hinna stjórnarandstöðuflokkanna, liggja í því hvað eyru þeirra nema í misígrundaðri þjóðfélagsumræðu hverju sinni. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Í Kastljósþætti þann 19. mars gerði Kristrún Frostadóttir miklar athugasemdir við það að Bankasýsla ríkisins sem norræna velferðarstjórnin kom á laggirnar til að annast umsýslu og sölu þeirra eigna ríkisins í fjármálafyritækjum, væri enn starfandi. Enda hafi bankasýslan átt að ljúka störfum árið 2015, samkvæmt áætlun norrænu velferðarstjórnarinnar. Það er hins vegar ekki hægt að halda því fram, að Samfylkingin hafi á sínum tíma, þegar hún var í stjórn, verið að vinna að því takmarki að hægt væri að loka Bankasýslu ríkisins árið 2015. Til þess að það hefði verið hægt, hefði þurft að vera búið að semja við kröfuhafa föllnu bankanna, á kjörtímabili ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna 2009-2013 og hefja söluferli á að minnsta kosti einum banka sem var fangi ríkisins. Það var auðvitað ekki gert og er líftími bankasýslunnar af þeim sökum og annarra orðinn allt of langur. Þegar Bjarni Benediktsson stígur fyrst fæti inn í Fjármálaráðuneytið vorið 2013, er staðan gagnvart kröfuhöfunum sú, að eina tillagan sem liggur á borðinu í ráðuneytinu, er að hleypa kröfuhöfunum út og að íslenska ríkið tæki lán hjá Seðlabanka Evrópu til að "endurheimta" þann mikla gjaldeyri sem hyrfi út landi við það að hleypa kröfuhöfunum úr landi með eigur sínar. Hefur það plan þó væntanlega hangið á því að aðild að ESB væri á næstu grösum. Draumurinn um ESB-aðild var hins vegar löngu dauður. Hann dó árið 2011, ef ekki fyrr. Án aðildar að ESB, hefði sú leið sem norræna velferðarstjórnin skildi eftir í púkkinu, gert það að verkum að gjaldeyrishöft yrðu fest hér í sessi um ókomna framtíð og að ríkissjóður sæti enn uppi með það tjón sem varð í bankahruninu. Það sjá það því allir að Samfylkingin var búin að gefast upp á verkefninu, sem var að búa svo um hnúta, að hægt yrði að loka bankasýslunni á tilsettum tíma. En Samfylkingin fór jú með Fjármálaráðuneytið síðustu misseri norrænu velferðarstjórnarinnar. Það var hins vegar ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, sem tók við vorið 2013, sem tókst með elju og útstjórnarsemi að semja við kröfuhafa föllnu bankanna á afar hagfeldan hátt. Það hagfeldan að ríkissjóður fékk til baka meira en hann hafði lagt þrotabúum föllnu bankanna til og það útstreymi gjaldeyris sem orðið hefði með leið Samfylkingarnar varð að engu. Var í kjölfarið hægt að létta af gjaldeyrishöftum og greiða duglega niður skuldir ríkissjóðs og lækka þar með verulega vaxtakostnað hans og hafa í framtíðinni meira handbært fé til ýmissa málaflokka sem hin norræna velferðarstjórn hafði vanrækt og svelt með kolrangri forgangsröðun fjármuna ríkisins. Er ég þar að tala um málaflokka eins og heilbrigðismál, samgöngumál, menntamál og allt það ríkissjóður alla jafna stendur og á að standa undir. Það hefur hins vegar verið afar þungt í þeim ríkisstjórnum sem að starfað hafa hér frá 2016-17 til dagsins í dag, að hrinda af stað söluferlum á fjármálafyrirtækjum í ríkiseigu og gera þar með Bankasýslu ríkisins óþarfa. Þó hefur tekist að selja 13% hlut ríkisins í Arion banka og söluferli Íslandsbanka lýkur vonandi á næsta eða þarnæsta ári. Þá hlýtur í framtíðinni að verða tekin ákvörðum framtíð eignarhalds ríkissjóðs á Landsbankanum og hvort það verði, muni ríkið áfram eiga Landsbankann svo til allan, eins og er í dag eða selja hluta hans, áfram í gegnum Bankasýslu ríkisins eða með öðrum hætti. Hvort að Samfylkingin taki þátt í þeirri vegferð, skal ósagt látið. Enda virðist málaefnavinna og stefnumótun þess flokks og reyndar velflestra hinna stjórnarandstöðuflokkanna, liggja í því hvað eyru þeirra nema í misígrundaðri þjóðfélagsumræðu hverju sinni. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun