Fresta aftur gildistöku strangra laga í Texas Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2024 11:41 Lögin gera dómurum einnig kleift að vísa fólki aftur til Mexíkó, án samþykkis yfirvalda þar, og gefa lögregluþjónum Texas heimild til að framfylgja þeim skipunum dómara. AP/Eric Gay Ætlanir yfirvalda í Texas í Bandaríkjunum um að handtaka og vísa úr landi hælisleitendum sem farið hefðu yfir landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó með ólöglegum hætti voru stöðvaðar í morgun. Það var einungis nokkrum klukkustundum eftir að dómarar hæstaréttar Bandaríkjanna vísuðu málaferlum vegna laganna aftur til neðra dómstigs en neituðu í leiðinni að koma í veg fyrir gildistöku laganna. Lögin voru því tæknilega séð í gildi í nokkrar klukkustundir og ýtti það undir óreiðu á landamærunum og reiði meðal ráðamanna í Mexíkó, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Málaferli um lögin munu fara aftur fram seinna í dag en óljóst er hvort áfrýjunardómstóll sem hefur málið til skoðunar mun úrskurða í því aftur. Umrædd lög gera það að glæp fyrir farand- og flóttafólk að fara ólöglega yfir landamæri Texas og gera yfirvöldum þar kleift að handtaka fólk og reka það á brott. Yfirvöld í Mexíkó hétu því í gær að taka ekki á móti neinum sem ráðamenn í Texas ætluðu að vísa aftur yfir landamærin og segja Mexíkóar að umrædd lög hvetji til aðskilnaðar fjölskyldna, mismununar og þau brjóti á réttindum farand- og flóttafólks. Umrædd lög voru samþykkt á ríkisþingi Texas í fyrra og eru liður í ætlunum. Greg Abbott, ríkisstjóra Texas, í að draga úr fjölda farand- og flóttafólks í ríkinu. Hver sem fer með ólöglegum hætti stendur frammi fyrir allt að sex mánaða fangelsi en verði viðkomandi handtekinn öðru sinni fyrir sama brot, gæti hann verið dæmdur í allt að tuttugu ára fangelsi. Lögin gera dómurum einnig kleift að vísa fólki aftur til Mexíkó, án samþykkis yfirvalda þar, og gefa lögregluþjónum Texas heimild til að framfylgja þeim skipunum dómara. Samþykki fólk að fara sjálfviljugt aftur til Mexíkó er dómurum samkvæmt lögunum heimilt að fella niður ákærur. Landamæri Bandaríkjanna eru samkvæmt lögum undir stjórn yfirvalda í Washington DC, en ekki ráðamönnum hvers ríkis fyrir sig. Deilt hefur verið um hvort það standist stjórnarskrá Bandaríkjanna en í janúar komust dómarar hæstaréttar að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Joe Biden væri heimilt að fjarlægja gaddavír sem yfirvöld í Texas höfðu komið fyrir á landamærunum, á meðan dómstólar komast að niðurstöðu varðandi það hvort ráðamönnum ríkja sé yfir höfuð heimilt að reisa múra og varnarvirki á landamærunum. Samkvæmt frétt Washington Post halda Abbott og aðrir ráðamenn í Texas því fram að lögin og fyrri aðgerðir, eins og gaddavírinn og það að þjóðvarðlið hafi verið sent að landamærunum, hafi þegar haft áhrif. Farand- og flóttafólk fari nú frekar yfir landamæri Arizona og Kaliforníu í stað Texas. Opinber gögn gefi til kynna að það sé rétt. Mun færri reyni nú að komast yfir landamærin í Texas. Bandaríkin Mexíkó Joe Biden Flóttamenn Tengdar fréttir Líkti innflytjendum við dýr í langri ræðu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, hélt í gær kosningaræðu þar sem hann talaði með niðrandi hætti um farand- og flóttafólk og hét efnahagslegu „blóðbaði“ ef hann skyldi tapa forsetakosningunum í nóvember. 17. mars 2024 15:44 Hættir óvænt á þingi: „Þessi staður snýst um deilur og vitleysu“ Ken Buck, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Colorado, tilkynnti óvænt í gærkvöldi að hann ætlaði að hætta á þingi þann 22. mars. Í viðtali í kjölfar yfirlýsingarinnar hefur hann farið hörðum orðum um Repúblikana og segir þingið hafa snúist upp í deilur og vitleysu. 13. mars 2024 11:41 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Lögin voru því tæknilega séð í gildi í nokkrar klukkustundir og ýtti það undir óreiðu á landamærunum og reiði meðal ráðamanna í Mexíkó, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Málaferli um lögin munu fara aftur fram seinna í dag en óljóst er hvort áfrýjunardómstóll sem hefur málið til skoðunar mun úrskurða í því aftur. Umrædd lög gera það að glæp fyrir farand- og flóttafólk að fara ólöglega yfir landamæri Texas og gera yfirvöldum þar kleift að handtaka fólk og reka það á brott. Yfirvöld í Mexíkó hétu því í gær að taka ekki á móti neinum sem ráðamenn í Texas ætluðu að vísa aftur yfir landamærin og segja Mexíkóar að umrædd lög hvetji til aðskilnaðar fjölskyldna, mismununar og þau brjóti á réttindum farand- og flóttafólks. Umrædd lög voru samþykkt á ríkisþingi Texas í fyrra og eru liður í ætlunum. Greg Abbott, ríkisstjóra Texas, í að draga úr fjölda farand- og flóttafólks í ríkinu. Hver sem fer með ólöglegum hætti stendur frammi fyrir allt að sex mánaða fangelsi en verði viðkomandi handtekinn öðru sinni fyrir sama brot, gæti hann verið dæmdur í allt að tuttugu ára fangelsi. Lögin gera dómurum einnig kleift að vísa fólki aftur til Mexíkó, án samþykkis yfirvalda þar, og gefa lögregluþjónum Texas heimild til að framfylgja þeim skipunum dómara. Samþykki fólk að fara sjálfviljugt aftur til Mexíkó er dómurum samkvæmt lögunum heimilt að fella niður ákærur. Landamæri Bandaríkjanna eru samkvæmt lögum undir stjórn yfirvalda í Washington DC, en ekki ráðamönnum hvers ríkis fyrir sig. Deilt hefur verið um hvort það standist stjórnarskrá Bandaríkjanna en í janúar komust dómarar hæstaréttar að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Joe Biden væri heimilt að fjarlægja gaddavír sem yfirvöld í Texas höfðu komið fyrir á landamærunum, á meðan dómstólar komast að niðurstöðu varðandi það hvort ráðamönnum ríkja sé yfir höfuð heimilt að reisa múra og varnarvirki á landamærunum. Samkvæmt frétt Washington Post halda Abbott og aðrir ráðamenn í Texas því fram að lögin og fyrri aðgerðir, eins og gaddavírinn og það að þjóðvarðlið hafi verið sent að landamærunum, hafi þegar haft áhrif. Farand- og flóttafólk fari nú frekar yfir landamæri Arizona og Kaliforníu í stað Texas. Opinber gögn gefi til kynna að það sé rétt. Mun færri reyni nú að komast yfir landamærin í Texas.
Bandaríkin Mexíkó Joe Biden Flóttamenn Tengdar fréttir Líkti innflytjendum við dýr í langri ræðu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, hélt í gær kosningaræðu þar sem hann talaði með niðrandi hætti um farand- og flóttafólk og hét efnahagslegu „blóðbaði“ ef hann skyldi tapa forsetakosningunum í nóvember. 17. mars 2024 15:44 Hættir óvænt á þingi: „Þessi staður snýst um deilur og vitleysu“ Ken Buck, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Colorado, tilkynnti óvænt í gærkvöldi að hann ætlaði að hætta á þingi þann 22. mars. Í viðtali í kjölfar yfirlýsingarinnar hefur hann farið hörðum orðum um Repúblikana og segir þingið hafa snúist upp í deilur og vitleysu. 13. mars 2024 11:41 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Líkti innflytjendum við dýr í langri ræðu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, hélt í gær kosningaræðu þar sem hann talaði með niðrandi hætti um farand- og flóttafólk og hét efnahagslegu „blóðbaði“ ef hann skyldi tapa forsetakosningunum í nóvember. 17. mars 2024 15:44
Hættir óvænt á þingi: „Þessi staður snýst um deilur og vitleysu“ Ken Buck, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Colorado, tilkynnti óvænt í gærkvöldi að hann ætlaði að hætta á þingi þann 22. mars. Í viðtali í kjölfar yfirlýsingarinnar hefur hann farið hörðum orðum um Repúblikana og segir þingið hafa snúist upp í deilur og vitleysu. 13. mars 2024 11:41