Starfsmenn sakaðir um að reyna að komast í heilsufarsgögn Katrínar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2024 06:39 Heimildarmenn segja prinsessuna líklega munu greina frá því á einhverjum tímapunkti hvað hrjáði hana. epa/Andy Rain Rannsókn er hafin á London Clinic einkasjúkrahúsinu eftir að starfsmenn þar voru sakaðir um að hafa freistað þess að sækja heilbrigðisupplýsingar Katrínar prinsessu af Wales. Samkvæmt breska miðlinum Mirror reyndi að minnsta kosti einn starfsmaður að ná í gögn prinsessunnar þegar hún lá inni á sjúkrahúsinu til að gangast undir aðgerð á kviðarholi fyrr á árinu. Yfirmenn London Clinic eru sagðir hafa sett sig í samband við Kensington höll um leið og málið kom upp og fullvissað starfsmenn Katrínar og Vilhjálms eiginmanns hennar um að málið yrði rannsakað ofan í kjölinn. Búið er að tilkynna málið til yfirvalda. Kensington höll segir málið í höndum London Clinic. Einkasjúkrahúsið þar sem Katrín gekkst undir aðgerð á kviðarholi.epa/Tolga Akmen Þegar greint var frá því að Katrín myndi gangast undir aðgerð á kviðarholi fylgdi það sögunni að nánari upplýsingar yrðu ekki gefnar upp, fyrir utan að ekki væri um að ræða aðgerð vegna krabbameins. Heilsufarsupplýsingar prinsessunnar væru einkamál og að ákvörðunin um að deila ekki smáatriðum væri meðal annars tekin til að vernda börnin hennar. Á svipuðum tíma var hins vegar greint frá því að Karl III Bretakonungur hefði greinst með krabbamein þegar hann gekkst undir aðgerð vegna stækkaðs blöðruhálskirtils. Miklar vangaveltur fóru af stað vegna þess hve langan tíma prinsessunni var ætlað að jafna sig en hún gekkst undir aðgerðina í janúar og var sögð myndu snúa aftur til starfa eftir páska. Síðan hafa samsæriskenningar grasserað og margir gert því skóna að málið sé mun alvarlega en gefið hefur verið upp; Katrín sé alvarlega veik, jafnvel dáin, eða að hjónaband þeirra Vilhjálms standi á brauðfótum, svo eitthvað sé nefnt. Mögulega hafa menn náð áttum á ný eftir að myndir náðust af prinsessunni á markaði nærri heimili þeirra í Windsor í vikunni og þá hefur Times greint frá því að Katrín muni ganga til kirkju á Páskadag. Guardian greindi frá. Bretland Kóngafólk Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Sjá meira
Samkvæmt breska miðlinum Mirror reyndi að minnsta kosti einn starfsmaður að ná í gögn prinsessunnar þegar hún lá inni á sjúkrahúsinu til að gangast undir aðgerð á kviðarholi fyrr á árinu. Yfirmenn London Clinic eru sagðir hafa sett sig í samband við Kensington höll um leið og málið kom upp og fullvissað starfsmenn Katrínar og Vilhjálms eiginmanns hennar um að málið yrði rannsakað ofan í kjölinn. Búið er að tilkynna málið til yfirvalda. Kensington höll segir málið í höndum London Clinic. Einkasjúkrahúsið þar sem Katrín gekkst undir aðgerð á kviðarholi.epa/Tolga Akmen Þegar greint var frá því að Katrín myndi gangast undir aðgerð á kviðarholi fylgdi það sögunni að nánari upplýsingar yrðu ekki gefnar upp, fyrir utan að ekki væri um að ræða aðgerð vegna krabbameins. Heilsufarsupplýsingar prinsessunnar væru einkamál og að ákvörðunin um að deila ekki smáatriðum væri meðal annars tekin til að vernda börnin hennar. Á svipuðum tíma var hins vegar greint frá því að Karl III Bretakonungur hefði greinst með krabbamein þegar hann gekkst undir aðgerð vegna stækkaðs blöðruhálskirtils. Miklar vangaveltur fóru af stað vegna þess hve langan tíma prinsessunni var ætlað að jafna sig en hún gekkst undir aðgerðina í janúar og var sögð myndu snúa aftur til starfa eftir páska. Síðan hafa samsæriskenningar grasserað og margir gert því skóna að málið sé mun alvarlega en gefið hefur verið upp; Katrín sé alvarlega veik, jafnvel dáin, eða að hjónaband þeirra Vilhjálms standi á brauðfótum, svo eitthvað sé nefnt. Mögulega hafa menn náð áttum á ný eftir að myndir náðust af prinsessunni á markaði nærri heimili þeirra í Windsor í vikunni og þá hefur Times greint frá því að Katrín muni ganga til kirkju á Páskadag. Guardian greindi frá.
Bretland Kóngafólk Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Sjá meira